Við förum á námskeið og lesum bækur, vitum allt, kunnum allt – en gerum ekkert af þessu?
Hljómar kunnuglega?
Jú, byrjum kannski en hættum.
Af hverju?
Vegna þess að þó við lærum nýja siði þá virðast þessir gömlu alltaf ná yfirhöndinni aftur.
Við erum skepnur vanans.
Lengi býr að fyrst gerð og allt það.
Hvað er hægt að gera?
Við þurfum að aflæra gömlu siðina, „deleta“ gamla forritinu áður eða meðfram því að taka inn nýtt.
Hvernig gerum við það?
Jú, við förum í rannsóknarleiðangur inn á við og skoðum siðina okkar, þessa sem við erum ekkert voða sátt við, eða þessa sem við höldum að við séum sátt við en erum það í raun ekki – og hvað þá þeir sem þurfa að umgangast okkur daglega! ..
Kannski erum við bara með alls konar stjórnun, augngotur, stunur, orð sem særa eða vekja sektarkennd hjá viðkomandi?
Hin hliðin:
Kannski felast gömlu siðirnir í því að við erum viðkvæm gagnvart gagnrýni annarra, tiplum á tánum í kringum fólk, erum í því að geðjast og þóknast og gleðja alla aðra á svo sjálfsaggressívan máta að við erum alveg búin á því eftir á. Búin að gefa og gefa og bara tóm eftir?
Það eru alls konar duldir siðir og hugsanir – hugsanir eins og að við eigum ekki gott skilið, skoðanir annarra séu merkilegri en okkar, við eigum ekkert upp á dekk o.s.frv. sem gætu leynst þarna einhvers staðar.
Við verðum auðvitað að uppgötva hvaða siði við viljum losna við og hverjum við viljum halda til að geta sorterað.
Það þýðir ekki bara að stinga hendinni inn í fataskápinn með lokuð augun til að sortéra það út sem er of lítið – of stórt – of þröngt – of vítt – of slitið o.s.frv. – heldur skoðum við hverja flík fyrir sig og vegum og metum hvort hún sé að gagnast okkur eða bara taka pláss í skápnum. Kannski er föst svitalykt í henni eða eitthvað álíka ólekkert og við viljum ekkert hafa svoleiðis flík meðal hinna. –
Ekki spara að losa okkur við, það verður svo miklu rýmra um flíkurnar sem gagnast og loftar betur ef ekki er of hlaðið í skápnum.
Já, svona eru siðirnir okkar líka.
Bestu flíkurnar – og stundum nýjar eru þá „Key Habits“ – „Old Habits“ geta líka verið góðir en eitthvað af þeim er algjörlega úr sér gengið.
Það þarf að sjá til að geta sorterað.
Það er gert hjá Lausninni www.lausnin.is og gott er t.d. að byrja á því að prófa að mæta á „Örnámskeið um meðvirkni“ sem eru orðin næstum mánaðarlegur viðburður, undantekning núna í júlí v/sumarleyfa.
Ég verð með kynningu á Lausninni nk. fimmtudag, 18. júlí kl. 18:00 – 20:00 í Síðumúla 13, 3. hæð og ætla um leið aðeins að ræða hvað það er að njóta lífsins. –
Enn eru laus 10 sæti af 25 – skráning er nauðsynleg en kynningin er ókeypis.
Sendu tölvupóst á johanna@lausnin.is – og þú færð svar númer hvað þú ert, en skráningin er líka happdrætti. Dregin verða út 3 númer og vinningurinn er Hugleiðslu-og hugvekjudiskurinn Ró sem ég útbjó út frá Æðruleysisbæninni, en þar fjalla ég um hugtök bænarinnar sem eru grundvallandi fyrir þetta val (þessa sorteringu úr skápnum).
1. Æðruleysi 2. Sátt 3. Kjarkur 4. Viska = 5. Ró
(Hægt er að panta diskinn með því að senda mér póst – johanna@lausnin.is – og kostar hann 2000.- krónur, ef þú sendir mér heimilisfang með sendi ég greiðsluupplýsingar til baka og sendi hann síðan í pósti).
Á disknum er m.a. talað um þessa athöfn „að sleppa“ – en við eigum stundum voðalega erfitt að sleppa tökunum á gömlu siðunum, t.d. eins og stjórnsemi og vantrausti.
….það er auðvitað helv…meðvirknin, við dettum í það sem við kunnum svo vel þó við vitum að það sé rangt,,kannski líður mörgum okkar best illa!