Ég er …
sorg mína og kenni henni að brosa
Ég er hugrökk …. þegar ég yfirstíg
ótta minn og hjálpa öðrum að gera það sama.
Ég er hamingjusöm… þegar ég sé
blóm og er þakklát fyrir þá blessun.
Ég er kærleiksrík… þegar minn eiginn sársauki
blindar ekki augu mín fyrir sársauka annarra.
Ég er vitur … þegar ég
þekki takmörk visku minnar.
Ég er sönn… þegar ég viðurkenni
að stundum er ég að blekkja sjálfa mig.
Ég er lifandi … þegar von morgundagsins er
mikilvægari en mistök gærdagsins.
Ég er vaxandi… þegar ég veit hvað ég er
en ekki hvað ég mun verða.
Ég er frjáls … þegar ég stjórna sjálfri mér
og óska þess ekki að stjórna öðrum.
Ég er heil … þegar ég átta mig á að
það að heiður minn felst í að heiðra aðra.
Ég er gjafmild…þegar ég get
tekið eins fallega á móti eins og ég gef.
Ég er auðmjúk…. þegar ég
veit ekki hversu auðmjúk ég er.
Ég er umhyggjusöm … þegar ég tek þér
eins og þú ert og elska þig eins og sjálfa mig.
Ég er full náðar…. þegar ég fyrirgef
öðrum gallana sem ég sé í sjálfri mér.
Ég er falleg… þegar ég
þarf ekki spegil til að segja mér það.
Ég er rík…þegar ég þarf aldrei
meira en ég á.
Ég er ég… þegar ég er sátt
við að vera það sem ég er ekki.
(Þýtt og endursagt úr ensku, höf. ókunnur).
En hvað þetta er fallegt hjá þér 🙂 Takk fyrir þetta
🙂