Við verðum aldrei ánægð nema að eiga frið innra með okkur.
Tileinkað þér sem þarft á því að halda:
Við höfum tilhneygingu til að leita að þessum frið hið ytra.
Þegar við verðum tóm hið innra, þá er svo skrítið að við förum út á við að leita í staðinn fyrir að leita inn á við.
Leggðu hönd þína á brjóst þér og leyfðu henni að vera þar í a.m.k. mínútu. Lyftu hendinni svo frá brjóstinu og segðu: „Ég leyfi“ ..
Það er þarna einhvers staðar sem „tómið“ er sem þarf að heila og virkja og sjá, tómið sem ekki er tómt. Þú þarft bara að fylla það af sjálfri/sjálfum þér.
Vitandi það að ástvinir þínir, farnir sem lifandi gefa þér sína orku um leið og þú leyfir það og vitandi það að Guð gefur þér sína orku um leið og þú leyfir það.
Ekki loka!
Með því að segja „Ég leyfi“ – ertu að hleypa hinu góða að, þessu sem þú ert búin/n að hindra allt of lengi. Hleypa því inn í líf þitt sem er gott og virkja líka þína eigin innri orku og getu.
Þú ert kraftaverk.
Leyfðu þér að vera það.
Slepptu tökunum á því sem hindrar þig og heldur aftur af þér. Slepptu og sjáðu að þegar þú sleppur þá grípur Guð keflið – hættu að halda í það og streðast svona.
Treystu Æðra mætti – þú getur ekki borið heiminn á herðum þér, eða alla sorg heimsins.
Þú þarft að fá tækifæri til að vera þú svo þú þjónir þínum tilgangi á jörðinni, allir hafa tilgang með því að vera einstakir – ekki með því að líkja eftir eða reyna að vera eins og einhverjir aðrir.
Þakka fyrir þig – og LEYFÐU þér að finna þinn frið og Guðs frið.
Sleppum – Leyfum og Treystum
Ekki vera með þann hroka að treysta sjálfum/sjálfri þér betur en Guði eða reyna að stjórna Guði.
„Verði þinn vilji“ er eina bænin og við bjóðum Guðs vilja velkominn og þökkum þá heilun sem við fáum, þökkum þegar við finnum að það fer að streyma um okkur, þökkum þegar stíflurnar losna, verkirnir minnka, sorgin sefast, vonin vaknar.
Við erum ekki ein.
Við erum ljós af ljósi.
Ljósið er sterkara en myrkrið, því að um leið og þú kveikir á ljósinu er ekki lengur myrkur.
Ekki fela ljósið þitt – mig langar að biðja þig um að sýna mér það, ég þarf á því að halda.
Takk – þú ert yndi.
TAKK:)