„Hvað þykist þú geta?“ ….

Þessi spurning er smá stuðandi, er það ekki? ..

„Ég get það“ – er nýtt námskeið sem ég hannaði úr reynslu/þekkingar/menntunarkörfu minni með djúpum áhrifum frá Louise L. Hay.

„Ég get það“ – er góð staðfesting .. og gott að hafa hana sterka, sérstaklega þegar úrtöluraddir segja „Þú getur það ekki“ – og enn verra er þegar úrtöluröddinn kemur úr eigin huga.

Það er áhugavert að hugsa hvort að þú talar við þig í 1. eða 2. persónu.

Hvort heyrir þú frekar hljóma í höfði þínu, svona þegar þú ætlar þér eitthvað stórt eða breyta til,  „hver þykist þú vera?“  eða „hver þykist ég vera?“  –  „Hvað þykist þú geta?“ eða „Hvað þykist ég geta?“

Af hverju ætli sumir heyri „þú“ –  jú, kannski vegna þess að einhver „velviljaður“ eða „velviljuð“ hefur komið því inn í kollinn þinn – eflaust með þínu leyfi.  Einhver önnur persóna en þú,  en það er óþarfi að álása þessari annari persónu,  því að persónan sem viðheldur þessu ert þú,  en því er hægt að breyta.

Þegar við erum börn erum við voðalega varnarlaus, við erum þó frjáls lengi vel og pælum ekki mikið í því hvað aðrir eru að hugsa eða segja.

Tökum dæmi um tveggja ára barn sem heyrir tónlist, það fer að dilla sér og er svo farið að dansa úti á miðju gólfi.  Barnið nýtur sín og nýtur  tónlistarinnar.  Það er varla að hugsa: „ætli einhver sé að horfa á magann á mér, hann er nú svolitið útstæður“ –  eða „er ég með asnalegar hreyfingar“ – eða „ætli einhver sé nú að dást að mér“ –  en svo gerist það að við förum að vera vegin og metin, og vera viðkvæm fyrir áliti og skoðunum annarra.  Þá annað hvort hættum við að njóta þess að dansa – eða við dönsum bara ef við erum flinkir dansarar með samþykktar hreyfingar.

Já, að minnsta kosti fyrir framan aðra.

Þetta er bara eitt dæmi af mörgum,  en frelsið er þegar við förum að hætta að vera svona upptekin af því hvað öðrum finnst.  Þegar við dönsum, tölum, leikum og lifum án þess að vera með stanslausar áhyggjur af áliti annarra.

„ÉG GET ÞAГ   –  er námskeið fyrir alla/r sem vilja frelsi tl að vera þeir sjálfir – þær sjálfar  (best að nota bæði kynin).

Þegar við erum að koma fram er líka grundvallarregla að vera við sjálf og ekki fara í hlutverk eða setja upp grímu,  – nema við séum hreinlega i leikriti.

Ég ætla að leiðbeina á þessu námskeiði,  en ég hef reynslu af því að kenna tjáningu í framhaldsskóla – reynslu af því að kenna á fjölmörgum sjálfsræktarnámskeiðum hjá Lausninni.

Námskeiðið verður því “ framkomunámskeið með dýpt.“  😉

Hægt er að skrá sig á síðu Lausnarinnar:

http://www.lausnin.is

http://www.lausnin.is/?p=3576

Aldrei og seint að bjarga barni frá neikvæðu hugsanaferli! ..

3 hugrenningar um “„Hvað þykist þú geta?“ ….

  1. Bakvísun: “Ég get það” | LAUSNIN, sjálfsræktarsamtök

  2. Bakvísun: Ég get það | LAUSNIN, sjálfsræktarsamtök

  3. Bakvísun: Mest lesið á árinu 2013 | johannamagnusdottir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s