Gleðin og sorgin eru systur

Að vera sterk í erfiðum aðstæðum þýðir ekki að við bítum bara á jaxlinn, setjum hausinn undir okkur, skellum í lás á tilfinningarnar og höldum áfram. – Svoleiðis virkar aldrei vel og endar að mínu mati oftar en ekki í vanlíðan og/eða veikindum.

Að vera sterk er að fara í gegnum sorgina þannig að við mætum henni, virðum hana og viðurkennum. Grátum þegar við þurfum að gráta, en um leið ætlum við ekki að dvelja í henni að eilífu vegna þess að við erum meðvituð um það að það hjálpar okkur ekki tli bata eða til að lifa við hlið hennar. –

Gleðin og sorgin eru systur – og hægt og varlega förum við að taka á móti gleðinni. Allt í æðruleysi og trausti.

Við afneitum ekki sorginni – en við afneitum ekki heldur gleðinni.

Við vitum af báðum systrum, og snúum okkur oftar og oftar að gleðinni og röbbum við hana á lífsleiðinni. Við sættum okkur við sorgina líka – afneitum henni ekki – því að þá erum við farin að lifa í blekkingu en ekki sannleika

Það er, enn og aftur, sannleikurinn sem frelsar.

„When you are at the your lowest point, you are open to the greatest change. Strength doesn’t come from what you can do, it comes from overcoming the things you thought you couldn’t do.“

1185179_423218941120300_1002824657_n

 

Ein hugrenning um “Gleðin og sorgin eru systur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s