„Takk“ .. er kraftaverkaorðið ..

Sagan sem ég sagði oftast í sunnudagaskólanum, var um tvo engla sem stóðu á skýi og voru að hífa upp bænir í körfu. – 

Annar fékk óskir og hinn þakkir. 

Engillinn sem fékk óskirnar tók á móti hverri körfunni á fætur annari, á meðan engillinn sem tók á móti þökkunum fékk hálftómar körfur. 

Sagan segir að það sé mikilvægt að þakka meira, – en af hverju? 

Af hverju?  Af hverju?  Af hverju?  – Já, Af hverju? 

Og haldið ykkur nú fast. 

Þakklætið er forsenda þess að óskir rætist.  Við byrjum ekki á öfugum enda. –  Og nú skal það útskýrt hvernig það virkar. 

ÞAKKLÆTIÐ VEKUR GLEÐI OG GLEÐIN LEIÐIR TIL ÁRANGURS

VANÞAKKLÆTIÐ SKAPAR ÓÁNÆGJU SEM LEIÐIR TIL ÞESS AÐ NÁ EKKI ÁRANGRI. 

Við verðum að „praktisera“ þakklætið til að það virki.  Veita því eftirtekt sem við erum þakklát fyrir og skrifa litlar bænir fyrir englakörfuna,  þakklætisbænir.  

–  Sniðugt að eiga eina svona heima, hvort sem við erum einstaklingar eða fjölskylda.   Það er líka gaman og gott að eiga litla þakklætisdagbók og skrifa á hverju kvöldi nokkur atriði sem við erum þakklát fyrir.  –  Ekki endilega stór og mikil – bara byrja smátt. 

Ekki gleyma að þakka fyrir okkur sjálf og líf okkar.  Fyrir andardráttinn, vatnið og einfalda hluti sem við tökum sem sjálfsögðum. 

Þakka fyrir að heyra hurðarskell þegar vinur kemur í heimsókn, þakka fyrir þegar þú hlóst að brandara – o.s.frv. 

Gleði er orkugjafi  – gleði er líka þannig að þegar við erum glöð er svo erfitt að reiðast við aðra, vera í fýlu, eða hreinlega vera að pæla í því hvað náunginn er að gera,  svona eitthvað sem okkur kemur e.t.v. ekki við.  

Takmark hinna fráskildu er að finna til gleði, – svo þau hætti að lifa í hausnum og lífi fyrrverandi maka síns – og stilli fókusinn inn á við.  Úff það er svo vont að lifa í gremju, reiði og ásökun og æða um í sársauka og vilja særa aðra.  Sársaukinn verður að fá útrás á annan hátt. Sorgin er eðlileg, reiði er líka eðlileg,  en bræði og hefndargirni er ekki eðlileg. Sönn gleði fæst aldrei með því að draga aðra niður í sína eigin vanlíðan.  

(Verð með námskeið „Lausn eftir skilnað í lok september – fylgist vel  með á http://www.lausnin.is). 

Takk – er kraftaverkaorðið,  – og þá þarf að stilla fókusinn á það sem við erum þakklát fyrir.  

Hefur þú eitthvað til að vera þakklát/ur fyrir? .. 

Hvað nú ef við vitum þetta leyndarmál þakklætisins?  

Að forsenda þess er ekki árangur, heldur bara að þakka fyrir tilveru sína,  –  allir sem eru að lesa þetta geta t.d. þakkað það að geta lesið.

Það er ekkert lítið í raun. 

Hversu margir eru það í heiminum sem ekki hafa tækifæri á að lesa?    

Hvað er það sem við upplifum við fæðingu barns, – kemur gleðin fyrst? – Eða upplifum við þakklæti og kemur ekki gleðin í framhaldi. 

Þakklæti og gleðin haldast í hendur. 

Tilgangur lífsins er gleði og ást. 

Gerum það sem við gerum af ást til heimsins og þökkum það sem okkur er gefið í staðinn fyrir að senda endalausar óskir – það þarf að vera jafnvægi þar á milli. –

❤  ❤  ❤ 

TAKK  

p.s. af því þetta er persónulega heimasíða mín – ætla ég að þakka hér fyrir allt yndislega fólkið í lífi mínu,  þakka fyrir náðargáfuna að geta skrifað,  þakka fyrir heilsuna mína,  þakka fyrir að ég get unnið við ástríðu mína að hjálpa fólki til sjálfshjálpar og síðast en ekki síst (svona í dag) þakka fyrir mig og líf mitt.

Ég finn fyrir gleði og ljósi í hjartanu bara við að skrifa svona. Ég hugsa:  Ég óska þess að fleiri finni fyrir gleði og ljósi í hjartanu – því fleiri sem finna það því betra. 

TAKK  (aftur) 

Ein hugrenning um “„Takk“ .. er kraftaverkaorðið ..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s