Elsku unga manneskja …

Þetta bréf er stílað á þig sem íhugar tilgang lífsins og finnst hann jafnvel enginn.  Þetta bréf er stílað á þig sem situr heima og hugsar um allt sem þú getur EKKI gert, og sekkur því dýpra og dýpra niður í „EKKIГ –

Ungar manneskjur eru á öllum aldri, ungar manneskjur sem hugsa um það sem þær geta „EKKI“ gert. – Louise Hay er kona sem er 87 ára ung, eins og hún segir sjálf, en hún hugsar ekki um það sem hún getur ekki, heldur um það sem hún getur.

Hvað ef að tilgangur lífsins er nú að NJÓTA lífsins?  Við fáum oft mótstöðu,  ytri mótstöðu og þá er ekki möguleiki að njóta, en mótstaðan endist sjaldnast að eilífu, og stundum er það okkar að koma okkur úr aðstæðum sem veita mótstöðu.

Hvað þegar ytri mótstaðan er farin og eina mótstaðan sem eftir er er hugarástand þar sem þú hugsar „Ég get EKKI“ –

Það er fórnarlambshugsun, sem þarf að snúast yfir í hugsun sigurvegarans,  því öll erum við, sem drögum andann, sigurvegarar lífsins.  Andardrátturinn er forsenda þess að við lifum.

Þakklæti fyrir lífið er eitthvað sem við megum iðka meira,  – og kannski er það pinku van-þakklæti fyrir lífð að hugsa alltaf um þetta „EKKI“ –

Fókusinn skiptir máli, að hugsa upp, hugsa ljós og hugsa gleði, – hugurinn ber þig hálfa leið og svo þarf að koma sér.  Nei, ekki hugsa „EKKI“ – heldur  Ég GET – ÆTLA – SKAL  o.s.frv. – og svo má bæta við  „Mér þykir vænt um sjálfa/n mig“ –

 

Hægt er að hlusta ókeypis á hana Louise L. Hay á Youtube,  að vísu á ensku, þar sem hún les efni bókarinnar  „I CAN DO IT“

Ég set hlekk á það HÉR

codependent-no-more

Hugsaðu þig „Upp“ …

Þegar við erum langt niðri – er það stundum vegna þess að við höfum sokkið í kviksyndi. – Ekki raunverulegt kviksyndi, eða það sem við sjáum með berum augum, heldur kviksyndi neikvæðra hugsana. –

Ef við höfum náð að hugsa okkur niður,  hver er þá aðferðafræðin við að komast upp? –  Jú, við hugsum okkur upp.

Það er það sem við erum að gera með því að æfa jákvæðar staðhæfingar í stað neikvæðra,  það er það sem við erum að gera þegar við erum að sleppa tökum á því sem þyngir okkur og heldur aftur af okkur þannig að við erum föst í kviksyndinu. –

Að hugsa upp er „tækið“ – og ef við eigum erfitt með að gera það sjálf þurfum við leiðsögn við að læra á „tækið“ –

Nýtt námskeið  – „Ég get það“ –  hefst 21. október nk.  Verið velkomin! –  Skráning HÉR  ath, að það er hægt að fara fram á skiptingu greiðslna í 3 hluta.

971218_563124067057884_436886814_n(1)

Ég get það …. og hvað er þetta „það?“ …..

Þegar við viljum ná árangri þurfum við oft að minnast þess að vera raunsæ.

Manneskja í svona nokkuð lélegu „sófaformi“ ákveður ekki að ganga Esjuna á morgun, – heldur tekur hún ákvörðun um að ganga á Esjuna, en byrjar aðeins smærra,  e.t.v. er nóg að taka klukkutíma göngu á jafnsléttu til að byrja með og fara svo að prófa aðeins halla, eins og að ganga í Búrfellsgjá og enda á toppnum þar. –  Endurtaka það og svo fara þegar styrkurinn er orðinn meiri á Esjuna, – og ganga e.t.v. upp að steini.  Það má endurtaka og síðan þegar styrkurinn vex fara alveg upp á topp og skrifa þar í gestabók.

Þetta tekur tíma – en ákvörðunin er fyrst.

Þetta „Það“ sem þessi manneskja getur er að ganga, er að hreyfa sig – og jú hún getur gengið upp á toppinn á Esjunni,  þó það sé ekki alveg daginn eftir ákvörðun. –

Þegar við ætlum okkur of stór skref á of stuttum tíma líður okkur eins og við séum vanhæf og ómöguleg,  getum hreinlega ekki. – En gefum okkur tíma og gefum okkur það að vera raunsæ og tökum bara ákvörðun.

Það er margt sem við getum, ef þú ert að lesa þetta þá til dæmis getur þú lesið, þú getur andað, þú getur notað tölvu, kannski getur þú gengið á Esjuna strax á morgun,  en kannski ekki fyrr en eftir ár? –

Jákvæð staðhæfing er upphaf að mörgu, og þarf ekki að vera röng þó hún virki ekki akkúrat í dag eða á morgun.  Ef þú segir við sjálfa/n þig: „Ég elska mig djúpt og einlæglega“ – eða „Ég virði mig, ég er stórkostleg manneskja“ þá er það satt, þó þú trúir því ekki þá stundina.  Það kemur að því, ef þú bara heldur áfram og endurtekur þessar setningar, og helst fyrir framan spegil þar sem þú horfir í augu þér.  Þá hættir þú líka að láta aðra segja þér eitthvað annað,  því þannig virkar sjálfs-traustið.

„Ég get ÞAГ –  … setningin kemur okkur áfram, en við eigum að færast áfram, þó að við og við komi mótvindur og feyki okkur jafnvel um koll, þá höldum við áfram, vegna þess að við getum það! –

Hafðu TRÚ  – og þú getur ÞAÐ.

425125_10150991208683141_2145683887_n

Er slóðinn varðaður með kærleika? …

Næstum daglega stöndum við frammi fyrir einhvers konar vali, – veraldlegu vali eins og  hvað við eigum að hafa í matinn, og svo vali um viðhorf. –

Ákvarðanir eru teknar og við tökum stefnu samkvæmt þeim, og svo kemur eitthvað upp á og þá breytist stefnan.

Oft heyrum við sagt „Ég veit ekki hvað ég vil“ –  eða „Ég veit ekki hvert ég er að stefna“ –

Þetta þýðir þó varla að við vitum ekki neitt.

Við getum byrjað að stilla upp fyrir okkur það sem við vitum, – flest fólk vill t.d. frið, gleði, ást, styrk o.s.frv. –  Þá er hægt að setja fókusinn þangað, eins og fram kemur í síðustu færslu sem nefnist: Hókus Fókus.

Það eru nokkur ár síðan ég sá tilvitnun frá Carlos Castenada og er hún eftirfarandi:

„Does this path have a heart? If it does, the path is good; if it doesn’t it is of no use.“  

Það er gott að hafa svona vörður, vörður hjartans – kærleikans – á slóðanum okkar.  Ef við lendum á gatnamótum og þurfum að velja á milli tveggja leiða, að spyrja okkur hvor leiðin færi okkur meiri kærleika, meiri ást – og þá allt sem áður er nefnt; gleði, frið og styrk. ❤

6a00d8344a59a353ef00e54f4fbf2d8834-800wi