Þetta bréf er stílað á þig sem íhugar tilgang lífsins og finnst hann jafnvel enginn. Þetta bréf er stílað á þig sem situr heima og hugsar um allt sem þú getur EKKI gert, og sekkur því dýpra og dýpra niður í „EKKIГ –
Ungar manneskjur eru á öllum aldri, ungar manneskjur sem hugsa um það sem þær geta „EKKI“ gert. – Louise Hay er kona sem er 87 ára ung, eins og hún segir sjálf, en hún hugsar ekki um það sem hún getur ekki, heldur um það sem hún getur.
Hvað ef að tilgangur lífsins er nú að NJÓTA lífsins? Við fáum oft mótstöðu, ytri mótstöðu og þá er ekki möguleiki að njóta, en mótstaðan endist sjaldnast að eilífu, og stundum er það okkar að koma okkur úr aðstæðum sem veita mótstöðu.
Hvað þegar ytri mótstaðan er farin og eina mótstaðan sem eftir er er hugarástand þar sem þú hugsar „Ég get EKKI“ –
Það er fórnarlambshugsun, sem þarf að snúast yfir í hugsun sigurvegarans, því öll erum við, sem drögum andann, sigurvegarar lífsins. Andardrátturinn er forsenda þess að við lifum.
Þakklæti fyrir lífið er eitthvað sem við megum iðka meira, – og kannski er það pinku van-þakklæti fyrir lífð að hugsa alltaf um þetta „EKKI“ –
Fókusinn skiptir máli, að hugsa upp, hugsa ljós og hugsa gleði, – hugurinn ber þig hálfa leið og svo þarf að koma sér. Nei, ekki hugsa „EKKI“ – heldur Ég GET – ÆTLA – SKAL o.s.frv. – og svo má bæta við „Mér þykir vænt um sjálfa/n mig“ –
Hægt er að hlusta ókeypis á hana Louise L. Hay á Youtube, að vísu á ensku, þar sem hún les efni bókarinnar „I CAN DO IT“
Ég set hlekk á það HÉR