Næstum daglega stöndum við frammi fyrir einhvers konar vali, – veraldlegu vali eins og hvað við eigum að hafa í matinn, og svo vali um viðhorf. –
Ákvarðanir eru teknar og við tökum stefnu samkvæmt þeim, og svo kemur eitthvað upp á og þá breytist stefnan.
Oft heyrum við sagt „Ég veit ekki hvað ég vil“ – eða „Ég veit ekki hvert ég er að stefna“ –
Þetta þýðir þó varla að við vitum ekki neitt.
Við getum byrjað að stilla upp fyrir okkur það sem við vitum, – flest fólk vill t.d. frið, gleði, ást, styrk o.s.frv. – Þá er hægt að setja fókusinn þangað, eins og fram kemur í síðustu færslu sem nefnist: Hókus Fókus.
Það eru nokkur ár síðan ég sá tilvitnun frá Carlos Castenada og er hún eftirfarandi:
„Does this path have a heart? If it does, the path is good; if it doesn’t it is of no use.“
Það er gott að hafa svona vörður, vörður hjartans – kærleikans – á slóðanum okkar. Ef við lendum á gatnamótum og þurfum að velja á milli tveggja leiða, að spyrja okkur hvor leiðin færi okkur meiri kærleika, meiri ást – og þá allt sem áður er nefnt; gleði, frið og styrk. ❤
..þú er gull af manni kæri vinur
GOTT,TAKK:)