Með brosandi maga : – ) … föstudagspistillinn

Þessi pistill verður í léttum dúr, – best að taka það fram ef þið skylduð ekki taka eftir því! –

Innspýtingin er grein um „Shock up eða Ass up“ – vaxtarmótandi sokkabuxur á Pjattrófum DV (á maður/kona að mæla með svoleiðis síðu??)  og vandamálið við að komast í þær. –

Ekki er vandamálið síðra að VERA eða endast í þeim. –

Man eftir árshátíðum, afmælum, hátíðum þar sem maður sat og gat varla beðið eftir því að komast heim og rífa sig úr sokkabuxunum – stundum voru ástæðurnar aðrar, en látum hinar liggja á milli hluta. – Hér erum við á penu nótunum! –

Fyrir utan það að sokkabuxur kosta einhvern helling,  og þessar 20, 30, 40 den .. endast yfirleitt aðeins í eitt til tvö skipti hjá mér, – þá eru þær í mínum huga orðið hálfgert pyntingartæki. –

Þegar ég fór að lesa  og heyra um það að elska sig, og virða – þá áttaði  ég mig líka á því  að í því fólst ekki bara að elska sig svona andlega, heldur líka líkamann sinn líka, það tvennt verður ekki slitið í sundur!  (Þetta hljómar svolítið eins og brúðkaupssáttmáli).

– Það þýddi að klæða sig í óþægilega skó og eða aðþrengjandi klæðnaði var í raun ekki að elska sig, heldur misþyrming á eigin líkama, úff …

Ég er heppin að mér hefur aldrei þótt óþægilegt að ganga á hælum, sérstaklega ekki ef þeir eru bara nokkrir sentimetrar og breiðir. – Svo þegar ég fer í kjóla núna geng ég í skóm upp á kálfann með nóg pláss fyrir tær,  flatbotna skóm eða stígvélum. –

Hversu oft sjáum við ekki stelpurnar á pinnahælunum vera búnar að kasta þeim útí horn og fara að dansa á tánum, eða sokkaleistunum? – Gott hjá þeim!

Ég hef kvatt þröngu sokkabuxurnar og á nú tvennar 80 – 120 den sokkabuxur til skiptana, – og spara heeeeelllling á sokkabuxnakaupum og svo er auðvitað hægt að vera berleggjuð á sumrin! –

Auðvitað er ég ekkert að tala um neitt „extreme“ hér.  Ef við viljum vera í háhæluðu skónum stundum þá erum við það bara og ef við viljum borða kókósbollur stundum þá gerum við það líka bara. – Allt sem á að gerast með valdi eða öfgum, er eiginlega dæmt til að falla. – Við berjum okkur ekki til betrunar, heldur elskum okkur. –

Átti þetta ekki að vera í léttum dúr? –

Alla veganna, ef fólk hefur ekki tekið eftir því, þá er ég að kenna námskeiðið: –  „Í kjörþyngd með kærleika“ – sem fjallar í raun ekkert um að komast í kjörþyngd – hehe – eða þannig -og samt!  – Það fjallar um að fara að elska sig nógu mikið til að komast í kjörþyngd – á RÉTTUM forsendum, – og þar er byrjað á að breyta hugarástandi!  „Shift our state of being“  – Andleg kjörþyngd er byrjunarreitur. – ELSKA SIG – alla,   líka magann sem flæðir út um allt, eða lærin – rassinn eða hvað það er sem er of mikið af. –

Við s.s. elskum af okkur kílóin,  með jákvæðu sjálfstali, með því að njóta lífsins og njóta þess sem við borðum, en ekki borða með samviskubiti, með því að gefa líkamanum að borða það sem er frumunum hollt og gefur honum orku og næringu sem gerir hann glaðan.  Hlusta á líkamann.  Ekki  borða það sem verður honum til ills, prumps eða rops, þannig að okkur verkjar í magann á eftir!

– Svona klassískt aðfangadagskvöld (í shock up í þokkabót) – þar sem við óskum okkur heitast að vera bara – klukkan 9 að kvöldi – komin í víðar flónnelsnáttbuxurnar upp í rúm til að liggja þar afvelta og jafna okkur. –

Njótum engan veginn kvöldsins! – Hvað er það? –

Jæja, s.s. elskum mallann okkar;  tölum fallega til hans og virðum.  Hann er eiginlega nafli alheimsins, eða amk er naflinn staðsettur þar! – 😉 – Það segir okkur nú ýmislegt! –

Minn magi er þeim kostum gæddur, að hann brosir alltaf til mín! – Ég virði hann fyrir mig í spegli og sé þá þetta breiða bros, en ég er ekki hissa að hann brosi, enda tilefnið að tvö börn voru frelsuð úr honum fyrir liðlega 25 árum! –   Hann hefur brosað síðan!

Ég þarf s.s. ekki að gera annað en að hátta og horfa í spegil og framan í mig er brosað,  heppin ég!

Svona vigt ættu allir að eiga 😉

2 hugrenningar um “Með brosandi maga : – ) … föstudagspistillinn

  1. Hef oft hugsað um, hvernig í ósköpunum ég gat farið í svona puss upp rass, læri, maga og brjós græjur, svo ég tali nú ekki um hælanna sem voru 10-15 cm háir á eina svona skó til að minna mig á heimskuna (kemst ekki hálf í þá í dag, þeir eru samt rosa flottir) fyrir utan það að ég var bara 15 ára er ég byrjaði að vinna í svona skóm (hjá Loftleiðum)
    ég var sem sagt í svona skóm alla daga og dansaði í þeim heilu næturnar OMG það var svo gaman í þá daga.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s