Hvenær velur fólk það að skilja? – Fyrirlestur um aðdraganda skilnaðar, orsök og afleiðingar, sorgina sem situr eftir þrátt fyrir það að við veljum að skilja. –

Á hvaða tímapunkti er ákvörðunin tekin,  væri kannski nærri lagi að spyrja. –

Er hún kannski tekin áður en sambandið hefst? 

Er hún kannski tekin þegar fyrsti trúnaðarbresturinn verður?

Er hún kannski tekin þegar þú uppgötvar að heiðarleikinn er ekki til staðar?

Er hún kannski tekin þegar hugrekkið skortir til að tjá sig um líðan sína, langanir, þarfir og væntingar til makans og farið er að leita annað?

Er hún kannski tekin þegar þú tjáir þig við makann,  eða reynir það og hann gerir lítið úr tilfinningum þínum? –

Þessar spurningar vekja örugglega upp aðrar spurningar, sérstaklega sú fyrsta, –  hvernig getum við verið búin að taka ákvörðun um eitthvað áður en við hefjum það? –  Auðvitað er sú ákvörðun ekki meðvituð, – en það getur verið eitthvað sem við höfum lært eða tileinkað okkur úr æsku og tökum því með okkur sem farangur inn í samband,  sem verður til þess að sambandið brestur.  En endilega mæta á svæðið ef það eru spurningar, en ekki sitja uppi með þær. –  

Fyrirlestur um aðdraganda skilnaðar,  orsök og afleiðingar,  sorgina sem situr eftir þrátt fyrir að vera e.t.v. sá/sú sem tók endanlega ákvörðun um skilnað. –  

Lausnin hefur haldið námskeiðið Lausn eftir skilnað, fyrir konur,  í nokkur skipti og er með slík á dagskrá áfram. –   Nú hefur bæst við „Lausn eftir skilnað, fyrir karla“ –  En við veljum að hafa þetta aðgreint. –

Fyrirlesturinn verður þó fyrir alla,  og líka þau sem ekki eru fráskilin en eru e.t.v. að íhuga skilnað eða vilja bara vita meira um skilnað og orsakir hans og afleiðingar.  Kannski forða skilnaði? –

Dagsetning:  þriðjudagskvöldið 17. apríl kl. 20:30 – 22:00  (Ath! breyttur tími)

Staður:   Lausnin,  Síðumúla 13, 3. hæð

Verð:   2000.-  krónur    (vinsamlega greiðið fyrirfram v/takmarkaðs fjölda – vinsamlega leggið inn á reikning 0303-26-189  kt. 211161-7019)

(Greiðslan gildir sem afsláttur ef fólk vill skrá sig á námskeið, „Lausn eftir skilnað“  síðar hjá Lausninni). –

Sendið skráningu á netfangið johanna@lausnin.is  (og staðfestingu á greiðslu)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s