„Forða oss frá illu“…

VIRTU ÞIG NÆGILEGA
TIL ÞESS
AÐ GANGA BURT
FRÁ ÞVÍ SEM EKKI
GAGNAST
ÞÉR LENGUR,
LÆTUR ÞIG VAXA
EÐA VEITIR ÞÉR HAMINGJU
.

Þegar við förum með „faðirvorið“ og segjum „forða oss frá illu“ – þá gætum við verið að biðja um hjálp til að forða okkur úr skaðlegum aðstæðum,  kannski þurfum við að gera meira af því að biðja um þá hjálp? –

Margir spyrja sig eftir á:

„Af hverju fór ég eða gerði ekkert fyrr“ –

„Hvað var eiginlega að mér?“

Það er ekkert að þér,  þú trúir bara að það sé eitthvað að þér því  það var bara búið að innprenta í þig að þú ættir e.t.v. ekki betra skilið, ættir skömmina, ættir að þrauka, halda friðinn o.s.frv.

Nú, ef það er búið að innprenta svoleiðis hugsun, þá þarftu hjálp við að „útprenta“ hana.

Það er sjálfsvirðingin sem ber skaða þegar að við förum að lifa lífi annarra, þóknast, geðjast eða hylma yfir á eigin kostnað. –

Fullorðnir einstaklingar eiga að bera ábyrgð á sjálfum sér. Ef einhver „lætur“ þér líða illa þarftu að skoða hvað ÞÚ getur gert í því og hvort þú átt að samþykkja það eða ekki.  Ef við getum ekki borið ábyrgðina þurfum við að spyrja okkur „af hverju ekki?“ – getur verið að við séum enn með viðbrögð barnsins, unglingsins og þá raddirnar sem innprentuðu í okkur að við ættum það vonda skilið sem yfir okkur gengi? –

Um leið og þú játar að þú eigir allt gott skilið, eða játar viljann til að eiga allt gott skilið hefur þú tekið fyrsta skrefið í að forða þér frá illu.

Vittu til,  það er alltaf einhver sem elskar þig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s