Syndin … og skömmin …

Þennan pistil birti ég upphaflega á bloggi mínu „Naflaskodun“ í nóvember 2011, en hann er enn í fullu gildi:

Úr Rómverjabréfinu:

15Ég skil ekki hvað ég aðhefst. Það sem ég vil geri ég ekki, hitt sem ég hata, það geri ég. 16Fyrst ég geri það sem ég vil ekki er ég samþykkur lögmálinu, að það sé gott. 17En þá er það ekki framar ég sjálfur sem geri þetta heldur syndin sem í mér býr.

Ég hef verið að kynna mér leiðina að kjarna mannsins, að hinu innra og ósnertanlegu verðmæti sálarinnar, sem ekki verður vegið eða metið eftir diplómum, tölum á vigt, eignum, kyni, kynþætti, fjölda barna o.s.frv., því allar sálir eru jafngildar. 

Ég hef m.a. hlustað á Brené Brown sem er rannsóknarprófessor sem hefur aðallega rannsakað skömm og berskjöldun (vulnerability) – og samhygð (emphathy).  

Hún spyr ekki aðeins hvernig við komumst að innra verðmæti, heldur hvað stöðvar okkur í því að ná þangað. 

Sá/sú sem lifir af heilu hjarta lifir af opnu hjarta. Hann/hún viðurkennir bresti sína, en um leið þarf hann/hún ekki að lifa í óttanum við að aðrir komast að þeim.  Þessi mannvera sýnir hugrekkið við að vera hún sjálf.  Hún þarf ekki að vera í því hlutverki sem er ætlast til af henni. 

Um leið og við erum við sjálf,  þá erum við að samþykkja okkur en ekki afneita okkur.  

Það er afskaplega ríkt hjá okkur að leita í hlutverk. 

Spurningar vakna: 

„Tekur einhver mark á mér ef ég er ekki í hlutverki“ – úff – hvað gerist ef ég fer að vera ég sjálf/ur! 

Við þekkjum flest söguna af Pétri þegar hann afneitaði Jesú, – hann var að verja sjálfan sig. 

Þegar við afneitum okkur, förum í hlutverkið okkar þá erum við að verja okkur – því að í raun erum við að skammast okkar fyrir að vera við. 

„Skammastu þín“ – segir aðeins eitt: „Skammastu þín fyrir sál þína“ –  Skömm er svo vond vegna þess að hún segir okkur að við séum ekki verðmæt, og við trúum því.  Tökum orðin og tileinkum okkur orðin.  Lifum í skömm yfir þessu og hinu. 

Skömm fyrir að vera of feit, of löt, of leiðinleg, of vitlaus, of vond ……. 

eða ekki nógu mjó,  ekki nógu dugleg, ekki nógu gáfuð …

Skömminni yfir að vera ekki fullkomin.. 

Brené Brown gerir mikinn mun á að að vera mistök eða gera mistök 

Skömmin gefur okkur þá tilfinningu að við séum mistök 

Alveg frá því við fæðumst þurfum við á snertingu að halda og umönnum.  Barn sem ekki fær snertingu veslast upp, –  

Það sem heldur okkur stundum frá því að þora að vera við sjálf, er oft hræðslan við að missa tenginguna við annað fólk. Hræðslan við höfnun og hræðslan við að einhver elski okkur ekki. 

Það er ekki skrítið þar sem samfélagið er með mælikvarðana;  rétt útlit, rétt hegðun, rétt prófgráða. Fólk sækir verðmæti sitt í það sem samfélagið vegur og metur það með.  Það áttar sig ekki á því að sálin er alltaf verðmæt. 

Þess vegna er alveg óhætt að segja við sig, „Ég elska mig, ég samþykki mig, ég virði mig“ – allar sálir eru verðmætar og allar manneskjur því með ríkt manngildi og jafnt“ –  en það þýðir ekki að allir geti bara beitt ofbeldi eða framið glæpi og komist upp með það,  því það ber hver og ein manneskja ábyrgð á því sem hún gerir.  

„En hvað segir í Rómverjabréfinu: „Ég skil ekki hvað ég aðhefst, það sem ég vil geri ég ekki, hitt sem ég hata það geri ég.“ 

Er þetta ekki  bara fjarlægð mannsins frá sálu sinni, frá sjálfum sér? –  Er það ekki syndin/skömmin sem er við völd en ekki maðurinn sjálfur

Hljómar þetta ekki eins og að „vera viti sínu fjær“? — 

Þegar konurnar koma til mín í námskeið, klárar konur með fullt af upplýsingum sem þær hafa aflað sér í gegnum nám og/eða lífsreynslu – þá segja þær einmitt þetta: 

Ég veit þetta allt en ég geri það bara ekki! ..  Ég fæ mér sykur sem gerir mér illt, – ég borða brauð sem ég blæs upp af, ég borða þangað til að mig verkjar og ég borða mat sem ég fæ mígreni af. 

Af hverju? – 

Vantar ekki einhverja tengingu þarna milli vits og vilja? –  Einhverja framkvæmd sem er sprottin af löngun til þess að gera sjálfri sér gott.  

Af hverju nær viljinn ekki dýpra? 

Getur það verið að hann komi ekki frá kjarnanum, heldur að utan. Sé ekki sannur vilji?

Hvar á lífsleiðinni hófst þessi aftenging við okkur sjálf og hvenær byrjuðum við að óttast það að fá ekki elsku annarra og óttast höfnunina? – Hvenær varð skömmin svona ríkjandi og hvers vegna? – Hver skammaði þig og hvenær fórstu að skammast þín fyrir þig? – Ertu nógu góð/ur?  Er til einhver sem er fullkomin/n? – 

Þurfum við ekki bara öll að koma út úr skápnum sem við sjálf, særð börn, tilfinningaverur, ófullkomið fólk, játast sjálfum okkur og samþykkja og hætta að skamma okkur

 – við erum öll í þeim pakka .. annað er afneitun  

Hvenær fer okkur í alvöru að langa til að vera góð við okkur,  vera þannig góð við okkur að við gefum okkur ekki sígarettu til að sýna góðmennsku í eigin garð, gefum okkur ekki sjúss, nammi eða verðlaunum með mat … 

… hugsum þetta saman … 

562085_364664146931546_146189222112374_996249_1945055447_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s