-
Ein af ástæðum þess að við náum ekki árangri – eða náum ekki að uppfylla eigin væntingar er að einhvers staðar innra með okkur er „rödd“ eða lærdómur sem við höfum tileinkað okkur um að eiga ekki gott skilið. Þetta er lúmskt.Við fáum aðeins það sem við í undirmeðvitundinni trúum að við eigum skilið og ekkert meira en það!Þegar við fáum meira eða betra en það, þá skemmum við það eða hrindum við því ómeðvitað í burtu.Við gerum þetta á öllum sviðum lífs okkar, lika í fjarmálum og samböndum. Lögmál þess að „Eiga skilið“ – er enn sterkara heldur en lögmál aðdráttaraflsins, vegna þess að ef að einhver trúir því ómeðvitað að hann eigi ekki hið góða skilið – og ekki skilið að ná markmiðum sínum, gerir hann ekki neitt, eyðileggur það þegar það kemur – eða fær enga ánægju út úr þeirri upplifun.Ef þú vilt vita hverju þú ert að trúa svona ómeðvitað, líttu á líf þitt. Hvernig eru sambönd þín, bankareikningur eða önnur svið? Þetta er endurvarp af því hvað þér finnst þú ómeðvitað eiga skilið.
Ef þú hefur ekki staðfest draumasambandið þitt eða eitthvað sem þig langar, er kominn tími til að orkuhreinsa og losa um allar hindranir og stíflur – og þá „trú“ sem tengist UPPRUNA þess að eiga ekki gott skilið, að vera ekki nógu góð/ur eða ekki nógu verðmæt/ur.
Það er aðeins þá sem þú getur hækkað tíðnina – þannig að hún passi við löngun þína, lögmál aðdráttaraflsins kemur við hlið lögmál þess að eiga skilið (Law of Deservedness) og sýn þín mun verða staðfest.
(þýtt af síðunni „Ascended Relationships“ )