Hver er þín innri stífla?
Ekki veit ég hvort það er til mælikvarði á innri hindranir – en sumir segja að hindranir í lífi okkar séu að mestu leyti þær sem koma innan frá.
Við leyfum hinu góða ekki að gerast – vegna þess að einhvers staðar í undirmeðvitund trúm við ekki að við eigum gott skilið, og við spyrnum því oft við eða skemmum fyrir sjálfum okkur.
Það er líka kúnst að sleppa tökunum á því sem þjónar okkur ekki lengur.
Að sjálfsögðu kemur margt að utan sem við höfum ekki neinn möguleika á að breyta, og besta dæmið um það er veðrið. Við getum ekki stjórnað veðrinu, en við getum – eða höfum möguleika – á að kyrra storminn hið innra eða bæta á sólina hið innra.
Við tölum oft um það að tala frá hjartanu – eða láta hjartað ráða.
Hvernig eigum við að gera það ef við erum stífluð niður í hjarta?
Nú fer haust í hönd, og námskeiðatíminn að byrja.
Ég ætla að bjóða upp á hugleiðslunámskeið þar sem fókusinn verður á hið aukna flæði.
Flæðið felst í því að vera ekki sín eigin hindrun, losa um þetta „ég“ ..
Lifa í óttaleysi – trausti – kærleika.
Námskeiðið styður aðra almenna sjálfsrækt, þar sem verið er að vinna að innri frið, ánægju, elsku og gleði.
Markmið: Meiri lífsfylling og gleði.
Boðið verður upp á tvær tímasetningar:
Þriðjudagskvöld kl. 16:45 – 17:45.
eða
Miðvikudagskvöld kl. 16:45 – 17:45
vinsamlegast takið fram (við pöntun hvorn tímann þið veljið)
Námskeiðið verður 4 skipti og verður fyrsti tími þriðjudag 10. september og miðvikudag 11. september nk.
Staðsetning: Síðumúli 13, 3. hæð
Verð: 6.800.-
Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og ráðgjafi hjá Lausninni.
Skráning fer fram á heimasíðu Lausnarinnar – www.lausnin.is og verður opnað fyrir hana eftir helgina (13. ágúst)
Nánari fyrirspurnir á johanna(hja)lausnin.is
Ath! ef þú hefur ekki tök á að koma á námskeið hef ég diskinn Ró til sölu þar sem farið er í hugtök æðruleysisbænarinnar, hægt er að nálgast hann hjá Lausninni Síðumúla 13, eða hjá mér – sendið póst á johanna(hja)lausnin.is og ég sendi hvert á land (eða utanlands) sem er.
Verð á disknum er 2000.- krónur