Við höfum flest ef ekki öll óendanlega þörf fyrir að einhver skilji það sem við erum að ganga í gegnum. Skilji sársauka okkar, reiði, og sérstaklega ef okkur þykir að á okkur sé brotið. –
Það eru oft tilfinningar fólks eftir skilnað, – mikil sorg, höfnunartilfinning, skömm, reiði, trúnaðarbrestur, einmanaleiki og svona má lengi telja.
Ef síðan makinn nær sér í annan eða aðra, bætist í tilfinningaflóruna, afbrýðisemi, og kannski hefnigirni, – „af hverju getur hann/hún verið hamingjusöm/samur en ekki ég“ ..
Fyrrverandi á að skilja sársaukann, skilja vanlíðanina og ef hann/eða hún gerir það ekki fara stundum bréfasendingar í gang – á hinn og þennan.
Sorgin er sannarlega til staðar, sársaukinn og allar þessar ofangreindu tilfinningar. Og það sem makann vantar er skilningur.
Ef makinn skilur ekki, eða vill ekki dragast inn í sársauka hins, þá verður oft reiði og stjórnsemi ofan á og þá kemur þetta „þú átt að skilja mig – no matter what“ eða „Ef ég er ekki glöð/glaður mátt þú ekki vera það heldur“ – „Af hverju ertu glöð/glaður með þessum/þessari en ekki með mér?“
Einhvers staðar hér á blogginu er hægt að finna pistilinn „Er fókusinn á fyrrverandi“ – sem fjallar um það að meðan fókusinn er á fyrrverandi maka, þeim sem þú ert skilin/n við og hans/hennar nýja maka og hans/hennar nýja lífi þá lifir þú ekki þínu lífi og ert ekki að byggja upp þína hamingju.
„The Blaming Game“ er allsráðandi og það þýðir að viðkomandi er föst eða fastur í bakkgír. „Stuck in Reverse“ eins og sungið er um hjá Cold-Play.
When you try your best, but you don’t succeed
When you get what you want, but not what you need
When you feel so tired, but you can’t sleep
Stuck in reverse
And the tears come streaming down your face
When you lose something you can’t replace
When you love someone, but it goes to waste
Could it be worse?
Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you
And high up above or down below
When you’re too in love to let it go
But if you never try you’ll never know
Just what you’re worth
Á námskeiðinu „Lausn eftir skilnað“ förum við í gegnum alla tilfinningaflóruna – og skoðum leiðir að bata. Ég „fixa“ enga/n en bendi á „fix“ – Við sleppum tökum á fyrrverandi eins og það er hægt, og yfirleitt eru lágmarkssamskipti ráðlögð, og þá aðeins ef um börn er að ræða, til að fara yfir þeirra mál.
Það er mikilvægt að hin fráskildu gleymi heldur ekki börnunum í stundum leiðindamálum sem upp koma á milli þeirra. Börnin verða oft stærstu fórnarlömbin í skilnaðarmálum, ekki vegna skilnaðarins sjálfs, heldur vegna vondra samskipta foreldra eftir skilnað.
En hvað skiptir stærstu máli? – Jú, að einhver skilji þig, einhver geti sett sig í þín spor, þú skoðir hvað gerðist og hvað gerðist ekki. Takir þína ábyrgð á skilnaðinum því það þarf undantekingalaust tvo til að skilja. Þar er ekki um að ræða tvo vonda eða illa aðila, heldur tvo aðila sem ekki kunnu betri samskipti sín á milli en það fór sem fór.
Það getur vel verið að annar aðilinn hafi farið alveg eftir bókinni og gert allt „rétt“ en hinn ekki. En sama hvernig það er – við berum ábyrgð á eigin hamingju, það er ekki hægt að sækja hana til makans í sambandinu og ekki heldur eftir að sambandinu lýkur. Því fyrr sem við sleppum tökunum á þessum sem við erum skilin við því fyrr skapast pláss fyrir nýjan vöxt.
Eins og við alla sorg og við öll vonbrigði þarf að viðurkenna þau og gráta þau, fara í gegnum tilfinningarnar og ræða þær – en ekki dvelja þar að eilífu, því þetta er eins og fenjasvæði. Ef við stoppum of lengi erum við föst. Ekki reisa hús í dimmu feninu. Leyfum ljósinu að lýsa okkur heim, „Lights will guide you home“ –
Við erum í þessu námskeiði sem öðrum í Lausninni að koma heim til okkar sjálfra, heila okkur, læra að við þurfum ekki hamingju frá öðrum því hún er hið innra.
Næsta námskeið, Lausn eftir skilnað – fyrir konur, er áætlað 21. september kl. 9:00 – 15:00
Lausninni, Síðumúla 13
Eftirfylgni er í fjögur skipti – á fimmtudögum kl. 17:15 – 19:00
Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, ráðgjafi Lausnarinnar
Verð: 29.900.- (hægt að skipta greiðslum).
(Ath! þær sem komu á örnámskeið – Lausn eftir skilnað fá það gjald frádregið).
Hámark 10 konur í hóp.
Umsagnir um námskeiðið Lausn eftir skilnað.
„Í september 2012 stóð ég frammi fyrir þeirri ákvörðun að skilja við manninn minn eftir 14 ára samband. Allt í einu var ég orðin einstæð þriggja barna móðir og fannst ég alein. Vinkona mín benti mér þá á Lausnina og þar fékk ég upplýsingar um að innan skamms hæfist námskeið fyrir konur sem stæðu í sömu sporum og ég. Ég var niðurbrotin og ringluð og fannst ég virkilega þurfa að byggja mig upp. Þess vegna ákvað ég að skrá mig á þetta námskeið og sé sko alls ekki eftir því. Leiðbeinandinn á námskeiðinu, miðlaði af sinni reynslu og hvatti okkur endalaust áfram. Hún fékk mig til þess að horfa öðruvísi á hlutina og gaf mér von um að það væri betra líf handan við hornið ég þyrfti bara að trúa því sjálf. Á námskeiðinu kynntist ég frábærum konum og eftir að námskeiðinu lauk héldum við sjálfar áfram að hittast og hittumst einu sinni í mánuði. Þetta veitir mér mikinn stuðning og það er gott að finna að maður stendur ekki einn. Mér finnst þetta námskeið hafa hjálpað mér mjög mikið á þessum erfiðu tímamótum í lífi mínu og ég stend tvímælalaust uppi sem sterkari kona. Ég hvet því alla sem eru að ganga í gegnum skilnað eða hafa gengið í gegnum skilnað að fara á þetta námskeið vegna þess að mun hjálpa ykkur að komast yfir þennan erfiða kafla í lífi ykkar.“
„Mesta áfall í lífi mínu var að skilja. Mér fannst mér hafa mistekist, þetta var ekki ætlunin, ég var uppfull af sorg og skömm og föst þar. Ég hafði engar aðferðir og engin tæki til að vinna úr þessu áfalli. Á námskeiðinu Lausn eftir skilnað með Jóhönnu Magnúsdóttur kom léttirinn, því ég var ekki ein og til var leið til úrvinnslu. Lausn eftir skilnað er réttnefni námskeiðsins, það var mér ómetanlegt á leið minni til betra lífs.“
44 ára kona
SKRÁNING OPNAR Á VEF LAUSNARINNAR Í NÆSTU VIKU.
ath! – Þetta námskeið er ætlað konum, en við höfum verið með námskeiðið fyrir karla og voru þeir mjög sáttir. Ég skora á karla að hafa samband ef þeir hafa áhuga á svona námskeiði og ég mun setja upp námskeið! –
Nánari upplýsingar hjá johanna@lausnin.is