Mörg meðferðin ráðleggur fólki að klippa á samskipti sín við það fólk sem við eigum erfitt með að umgangast. Það er oft auðveldara sagt en gert, sérstaklega ef þetta fólk er fjölskylda.-
Ef við hugsum neikvæðni sem myrkur og jákvæðni sem ljós, þá er eðlisfræðin þannig að ljósið sigrar myrkrið. Þú kveikir á kerti í dimmu herberig og herbergið er ekki dimmt lengur. – Dimman getur ekki verið þar sem er ljós. Ef þú kveikir á fleiri kertum verður enn meira ljós.
Þegar við förum í sjálfsvinnu, þá liggur sú sjálfsvinna m.a. í því að uppgötva ljósmagnið hið innra. Allt hið innra er eins og óþornandi uppspretta, en stundum þarf bara að skrúfa frá henni. Fólk sem tjáir sem með neikvæðni sér ekki ljósið, og/eða kann ekki að skrúfa frá þessum krana. – Það hefur þó möguleikann að skrúfa frá okkar neikvæða krana, þ.e.a.s. ef við erum ekki sjálf ákveðin í að hafa hann lokaðan.
Ef við gerum okkur grein fyrir þessu, að það er undir okkur komið hvernig við bregðumst við neikvæðni, – að kannski þurfum við aðeins að herða og styrkja okkar eigin neikvæða krana og skrúfa betur frá þeim jákvæða, þá förum við líka að átta okkur á okkar eigin ábyrg á okkar líðan.
Ef okkur líður illa i kringum neikvætt fólk, – sem er fjölskylda eða vinir, þá gætum við hreinlega sagt þeim frá því að það sé þarna einhver neikvæðni hið innra með okkur sem kviknar þegar neikvæð umræða fer af stað, hvort þau myndu vera svo elskuleg, – að halda neikvæðni í lágmarki í kringum okkur þar sem við hefðum í raun ekki meiri styrk en raun bæri vitni!
Ef þetta fólk raunverulega elskar okkur eða þykir vænt um þá verður það við beiðninni, – en annars hefur það val og við höfum þá gefið þeim tækifæri sem það hefði annars ekki fengið, þ.e.a.s að við færum að hætta að umgangast það án þess að segja okkar hug.
Kannski er þetta ein af aðferðunum við að setja fólki mörk, þ.e.a.s. – hvað við látum bjóða okkur og hvers konar viðhorf umlykja okkar tilveru.
Svo höldum áfram að kveikja ljós og vera ljós.
Þökkum ljósið hið innra og biðjum um styrk til að láta það flæða. Ef einhverjum líður illa með það ljós, verður sá hinn sami að forða sér, en við eigum ekki að þurfa að hlaupa burt með ljósið.
Er ljósið hið innra, hin ómeðvitaða hamingjan sem við fáum öll meðfætt? Ég trúi því að sú hamingja sem við leitum að sé í raun ljósið okkar. Við þurfum í raun ekki að leita að ljósinu né hamingjunni, er það? Þetta er allt innra með okkur og við getum hætt að leita. Einhver hefur rekið sig óvart í „dimmerinn“ eða „lýserinn“ okkar í æsku og við þrufum bara að snúa honum til baka á þeim hraða sem við treystum okkur ? 🙂 Ljósið (hamingja) laðar að!
🙂