Hvað ertu að hugsa?

Hugsanir eru ekki staðreyndir, ekki heldur þær sem við höfum hvað ástarsambönd varðar.. Það er til alls konar hugmyndafræði um sambönd og ástina eins og:

– Ástin er sársaukafull   (Love hurts)
– Það er ekki hægt að treysta konum/körlum
– Ég er ekki nógu góð/ur
– Hjarta mitt er lokað eða ég get ekki opnað hjarta mitt
– Ég er ekki elskaður/elskuð
– Það er engin/n meðvituð/meðvitaður  kona/karl á lausu
– Sambönd eru bara drama
– Það er ekkert til sem heitir „sönn ást“
– Ég er ekki nógu flott/ur/kynþokkafull/ur/verðmæt/ur
– Ég er of ung/ur / gamall/gömul fyrir ástina

Áttum okkur á því að við erum mjög líklega ómeðvitað að hugsa eina eða fleiri af þessum hugsunum.  Þær hafa stundum orðið til við vonda og/eða sársaukafulla fyrri reynslu

Þess vegna heldur fólk áfram að sækja tilfinningar úr fortíð og varpa þeim yfir á framtíð og varpa tilfinningum sem það hefur upplifað í fortíð í fyrra sambandi yfir á nýtt samband og yfir á nýjan maka.  Sum okkar hafa samsamað sig svo fullkomlega með þessum gömlu hugsunum og tilfinningum að þær lita alla tilveruna og verða eins og álög eða spádómur um framtíð sem við erum sjálf að uppfylla. 

Þegar samband gengur skrykkjótt – er það stundum vegna þess að við erum að varpa á það fyrri reynslu, nota útrunnar hugsanir og tilfinningar sem tilheyrðu öðru og liðnu tímabili á það sem er að gerast í dag.

Þegar við vörpum sárum en þó útrunnum hugsunum og tilfinningum yfir á samband – er það eins og að nýta  ruslahaug.

Það er því kominn tími til að kveðja gömlu hugsanirnar sem ekki þjóna okkur lengur – og taka upp nýrri og bjartsýnni hugsanir.

Engum – eða fáum, dettur í hug að borða mat sem er kominn langt yfir síðasta neysludag? –  Af hverju að nota andlegt fæði sem er orðið ónýtt og er skaðlegt heilsu okkar og hamingju?

Gætum að hvað við hugsum ..

(Þessi grein er endursögn af grein á síðunni Ascended Relatiionships)

Ég skrifa minna þennan mánuð – en er að halda dagbók á framboðssíðunni minni www.kirkjankallar.wordpress.com  en ég er að sækja um stöðu sóknarprests á sunnanverður Snæfellsnesi, vonast til að ég geti skrifað þaðan frá 1. desember nk. 🙂  Það vantar ekki orkuna frá Jöklinum.

1237725_718572361489869_2098217819_n

Ein hugrenning um “Hvað ertu að hugsa?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s