Ég ætla að bjóða upp á nýja „þerapíu“ sem er reyndar engin þerapía heldur frekar nokkurs konar markþjálfun.
Þú dregur eitt af englaspilum „Doreen Virtue“ – segjum til dæmis „Freedom“ og þú færð afhent blað með teikningu þar sem markmiðið er „Freedom“ – síðan skoðum við saman hindranirnar (innri og ytri) að því að öðlast frelsið, hvað þýðir frelsi fyrir þig og af hverju þarftu frelsi – og frá hverju?
Við skoðum aðferðirnar þínar – hvað þú þarft að gera til að vera frjáls.
Þetta er algjörlega óhefðbundið og ósannað og þú pantar tíma á eigin ábyrgð – en þrátt fyrir að ég segi þetta á undan trúi ég að þarna sé hægt að sjá ýmsar leiðir, og hef reyndar lært fullt af þeim – til að átta sig á því hvað heldur aftur af þeim sem ekki ná markmiðum sínum, ekki bara frelsinu, heldur svo mörgu öðru. – 😉
Þú færð teikningu með þér heim þar sem þú hefur markað leiðina – skoðað hindranirnar og væntanlega aukið trú þína á að markmiðin þin náist, þegar þú veist hvað heldur aftur af þér.
Aðeins er um að ræða að taka lágmark 3 skipti, vegna þess að ákveðið aðhald liggur í því að þurfa að koma aftur og segja frá hvað er búið að gera og hvað ekki – ef svo er.
„Englaþerapían“ er 30 mínútur x 3 skipti á 2 vikna fresti.
Kynningarverð kr. 12.000.-
Vinsamlega panta hvort sem um hefðbundið viðtal er að ræða (60 mín) eða svona englapakki, – í gegnum einkaviðtalskerfi Lausnarinnar:
Tengill hér: http://www.lausnin.is/?page_id=2385
Fyrstu fimm sem panta tíma fá hugvekjudiskinn Ró 😉 í kaupbæti! ..