Alkóhólismi … Tortímandinn

„What is wrong in my life, that I must get drunk every night“ .. Johnny ..  sungu þeir í Fine Young Cannibals, – þessi spurning „What is wrong in my life“ – er grundvallarspurning.

Af hverju drekkur fólk? –

Stundum til að gera sér glaðan dag,  eins og kallað er,  en stundum til að deyfa, flýja og jafnvel hverfa.

Flýja hvað?

Sársauka?

Sannleikann?

Sannleikurinn getur stundum verið sár,  en hann frelsar.

Ef við förum ekki í gegnum sársaukann þá finnum við eflaust ekki sannleikann og því síður frelsið.

Alkóhólistinn getur verið grimmur við sína nánustu,  sagt vonda hluti vegna þess að orðin hans fæðast í sársauka.   Svo veit hann að hann mun leggja sársaukann í alkóhól og deyfa hann – en aðeins um stund – því svo kemur hann aftur og þá finnur hann aftur til.

Er ekki til önnur leið til að nálgast þessi sár?   Er ekki til önnur leið til að lifa lífinu heldur en að leggja sig í alkóhólbað?

Ég sé sorgina sem hann veldur,  sé tortíminguna,

Fjölskyldur hrynja eins og dóminó kubbar fyrir áhrif alkóhólisma,  því það er nóg að það sé einn sem er háður – allir sem þykir vænt um viðkomandi eru snertir á einn eða annan hátt.  Jafnvel þó þeir slíti sig frá alkóhólistanum,  það hefur áhriif að slíta sig frá ástvini.

Alkóhólistinn sem er annars dagfarsprúður breytist í skrímsli – breytist í aumingja – breytist í einhvern sem er sama um þig og sama um sjálfan sig.

Sama um lífið.

„Maðurinn minn er alkóhólisti og það vita það allir nema hann sjálfur“  ..

„Mér finnst vont þegar mamma drekkur,  því hún breytist, en ég þori ekki að segja henni það.“

„You have to see your pain to change“ .. (Sophie Chiche)

Þú verður að sjá sársauka þinn til að breyta – eða vilja breyta.
Af hverju ættir þú að vilja breyta ef þér finnst þú allt í lagi? –

Kemur einhverjum við hvað þú drekkur og hvernig?

Er ekki betra að hvíla í faðmi Tortímandans en faðmi fjölskyldu eða vina?

Er ekki í lagi að hrekja frá sér ástvini,  meðvitað eða ómeðvitað,  þegar þú veist að þú getur gripið í flöskuna,  flöskuna sem þú þekkir svo vel og er ekki með neitt vesen eða kjaftæði?

Alkóhólismi er Tortímandinn.

485819_203030436495113_521866948_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s