Æi .. þetta átti ekki að fara svona :-/ .. (auglýsing um næsta námskeið „Lausn eftir skilnað“)

Lífið er eins og á – og stundum koma óvæntar flúðir, fossar í ánna – eitthvað sem erfitt er að undirbúa sig undir.

Jú, við getum græjað okkur svo við lendum í sem minnstu hnjaski en við sleppum ekki við að sigla ánna.

Stundum óskum við þess að geta séð ánna fyrir, þá förum við til spákonu eða einhvers sem við trúum að sjái okkar framtíð – okkar á.

Áin er þarna, en hún er eflaust misbreið og kannski hægt að sigla hana á misjafnan máta – fara hægra megin eða vinstra megin, en henni stjórnum við ekki.

Stundum hvolfir bátnum og þá súpum við hveljur, – réttum af bátinn og skríðum aftur uppí.  Kannski höfum við steytt á steini og erum sár eftir, við erum köld og hrakin og stundum berum við sár – og ör eftir.  En áfram siglir báturinn.

Við erum með samferðafólk í bátnum, – fjölskyldu, vini, stundum maka.

Eins og ég sagði – er margt óvænt sem getur komið uppá, ekki endilega bara í ánni.  Samferðafólkið getur ákveðið að skipta um bát. Maki þinn sér að annar bátur er áhugaverðari en ykkar og hann svissar yfir. –  Æ, þetta átti ekki að fara svona.   Kannski er hann búinn að pæla lengi í að hann sé óánægður í ykkar báti,  og verst er þegar hann læðist að nóttu til yfir í annan bát og þú ert algjörlega grandalaus þegar að einn daginn segist hann bara vera ánægðari í einhverjum öðrum báti! ..

Trúnaðarbrestur – höfnun – skömm – reiði – gremja .. 

Hvað er í gangi?

Æ, þetta átti ekki að fara svona!

Hvað getur þú gert í þínum báti? –

Jú, þú þarft auðvitað að jafna þig eftir uppgötvunina,  hvort sem hún kom hægt og hljóðlega eða eins og þruma úr heiðskíru lofti.  Þetta var ekki planið,  en úr því svona fór þá er ekki að mæna yfir á hinn bátinn, bátinn sem maki (nú fyrrverandi maki) þinn fór yfir í – heldur halda fókusnum á þínum báti.  Þú getur fengið hjálp við að róa, við að stýra – í flúðunum,  en því fyrr sem þú sleppir tökunum á þeim sem vill ekki vera með þér í bátnum og hættir að reyna að senda til hans línu sem hann neitar að grípa í – og hefur engan áhuga á,  því betra,  því þá getur þú haldið áfram.

Nýtt námskeið:  „Lausn eftir skilnað“  verður haldið í Lausninni http://www.lausnin.is Síðumúla 13, 3. hæð  Laugardaginn 7. september nk.  9:00 -15:00 og síðan 4 tímar í eftirfylgni,  mánudaga kl. 17:15 – 18:45.

Ekki er farið að skrá á námskeiðið en ef þú hefur áhuga á að fá tilkynningu um skráningu sendu þá póst á johanna@lausnin.is

Námskeiðsgjald verður 31.900.-  (hægt að skipta greiðslu).

Að sama skapi er í boði námskeið  „Lausn eftir skilnað“ fyrir karlmenn – og þegar nógu margir (lágmark 8) hafa komið á lista verður send út tilkynning hvenær það verður.  Það hefur gefið góða raun. –

Aðal leiðbeinandi er ykkar einlæg – Jóhanna Magnúsdóttir!..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s