Þetta er ekki skipun 😉 .. bara tillaga og tillagan fjallar um það að fara að sjá hlutina upp á ýtt og að breyta um fókus.
- Þakka það sem við höfum í stað þess að kvarta undan því sem við höfum ekki
- Leita að jákvæðum eiginleikum í öllu og öllum í stað þess að leita að hinum neikvæðu
- Sjá glasið hálffullt í stað þess að sjá það hálftómt
- Lesa fleiri góðar fréttir en vondar fréttir
- Velja jákvæðar hugsanir „ég get það“ í stað neikvæðra „ég get það ekki“
- Leita uppi gleði og góða hluti í stað þess að leita eftir vandræðum (pick you battles).
Hér á undan voru bara nokkur dæmi hvernig er hægt að skipta um fókus eða viðhorf. Við vitum að það sem við veitum athygli vex , ekki festast í því að vera fórnarlamb, hversu mikið sem þú ert að eiga við í lífinu, spurðu ekki „hvað geta aðrir gert fyrir mig“ heldur „hvað get ég gert fyrir sjálfa mig og aðra“?
Ásakanir – eða svokallað „blaming game“ stiflar lífsgöngu þína, ef þér finnst þú föst eða fastur í lífinu – þá skoðaðu hverju eða hverjum þú ert að kenna um? Kerfinu? Maka? Mömmu? Systkinum? Fv. maka? … hver eða hvað er það sem þú ert hlekkjaður við og heldur aftur af þér? –
SLEPPTU og fyrirgefðu, fyrirgefðu sjálfs/sjálfrar þín vegna en ekki vegna hins aðilans eða vegna kerfisins. Fókusinn þinn nær aldrei að verða rétt stilltur ef hann er fastur á gjörðir einhvers eða einhverra.
Þú getur tekið ákvörðun NÚNA um breyttan fókus, og þessi ákvörðun getur fleygt þér áfram í lífinu – upp úr kviksyndi vondra hugsana – því þær komu þér þangað niður. Móteitrið er góðar hugsanir og fókusinn upp úr holunni þar sem ljósið skín en ekki niður í hana.
Taktu svo eftir þegar þú ferð að horfa upp þegar stjörnunarnar fara að skína og þær blikka þig, – svona til að láta þig vita að þú sért búin/n að stilla fókusinn rétt!
Stilltu fókusinn inn á við – veittu þessu kraftaverki athygli, kraftaverkinu þér, sem hefur öll tæki til að láta kraftaverkið rætast um betra líf. Hugurinn þinn er verkfæri þitt og eina sem þú þarft að gera er að skipta um viðhorf. Þessa fötlun: hið neikvæða viðhorf er nefnilega hægt að lækna með einu kraftaverki, NÚNA, já skipta um og horfa á allt það dásamlega sem þú hefur en ekki það sem þig vantar eða skortir. Þannig lifum við út frá sjónarhóli þess sem hefur nóg, og drögum að okkur meira, í stað þess að lifa í skorthugsun og finnast allt vera að þverra.
Það er gott að gera þakkarlista yfir það sem við höfum, það sem við höfum gert, jákvæða kosti okkar o.fl. – Það stækkar rýmið fyrir þakklæti í höfðinu á okkur. –
Öndum djúpt og þökkum fyrir andardráttinn, en án hans hefðum við ekki líf.
TAKK ÞETTA ER ALVEG RETT:)