Nánd, knús og kynlíf ..

Á námskeiðum Lausnarinnar um „Lausn eftir skilnað“ koma alltaf upp sömu spurningarnar og pælingar um kynlíf. – Sem betur fer er fólk nógu einlægt til að ræða það, því að námskeið þar sem fólk getur ekki verið heiðarlegt og einlægt að spyrja um það sem liggur þeim á hjarta gerir lítið gagn.

Flest fólk hefur þörf fyrir kynlíf, – jafnvel í sorgarferli. –  Stundum bara nánd, snertingu og knús frá gagnstæðu kyni, nú eða sama kyni ef um samkynhneigða er að ræða.   En um leið er það í fæstum tilvikum tilbúið og ekki í stakk búið til að hefja samband.  – Hvað á þá að gera? –

Kynlífið er að sjálfsögðu meira en bara samfarir,  kynlíf er einmitt snerting, nánd og knús – og svo margt, margt meira. –

Í Coda bókinni  þar sem talað er um meðvirkni er sagt að eitt einkenni meðvirkni sé að sætta sig við kynlíf þegar að þú vilt ást. –

Nú flækist málið!

Ég held að þarna verði að mætast tveir aðilar sem eru svipað staddir, – sem eru tilbúnir í kynlíf nú eða knús,  án þess að fara í allan pakkann – eða a.m.k. ekki strax  – en kannski með þeim formerkjum að þessir tveir einstaklingar séu ekki að stunda kynlíf með öðrum einstaklingum líka – eða hvað? –

Verst að þetta er ekki allta svona einfalt,  kannski byrjar þetta svona, en hvað ef vakna tilfinningar hjá öðrum aðilanum en ekki hinum? –  Er hægt að stunda kynlíf saman í langan tíma án ástar? – Það hlýtur a.m.k. að koma einhvers konar væntumþykja.  Þá gæti hin/n meðvirki/meðvirka farið að sætta sig við kynlífið til að halda í elskhugann.   Það væri auðvitað óheiðarlegt og hann væri ekki að virða tilfinningar sínar.

Það mikilvæga er nefnilega að báðir aðilar komi hreint fram, – láti vita hvað þeir vilja, langar og þurfa, og á hvaða forsendum.

Eru forsendur beggja samræmanlegar? –

Hættan við að byrja of brátt í sambandi aftur,   er að fólk sé hreinlega ekki búið að ná áttum og ekki búið að ganga í gegnum sorgarferlið og ætli jafnvel að fresta því eða taka „short cut“  með því að finna sér annan maka of fljótt. – („Short cut“ er þarna að stytta sér leið og hefur ekkert með „shortara“ að gera! 😉 )

E.t.v. er hægt að vinna þetta samhliða, ef fólk fer hægt í sakirnar og gefur hvort öðru tilfinningalegt rými og frelsi.

Margir leita að aðila til að eiga kynlíf með, – en vilja ekki fara í allan fjölskyldu- og ættarmótapakkann svona í sömu vikunni..

Sambönd verða að fá sinn tíma til að þroskast og þróast og við flýtum þeim ekki,  þá er alltaf hætta á að eitthvað bresti.

Sambönd verða að byggja á gagnkvæmni, ekki ótta annars aðilans við að missa hinn,  og alls ekki á lygi.

Ég hlustaði einu sinni á konu sem sagði: „Ég hitti þennan mann, ég var ekki alveg tilbúin en ég var svo hrædd um að ég væri að missa af tækifærinu ef hann væri sá rétti“ …   Ef maðurinn er virkilega sá eini rétti þá gefur hann henni sinn tíma og er þolinmóður og öfugt.   Ef það er til eitthvað sem heitir „Mr. Right“ eða „Mrs. Right“ – fyrir okkur,  þá er þessi aðili hinn rétti og ekkert breytir því. –

Við getum oft ætlað er að vera vitur og gera allt faglega,   „I can´t help falling in love with you“ .. syngur hjartaknúsarinn Julio – og  stundum er bara við ekkert ráðið, – en þá er að vinna úr þeim aðstæðum líka. – Taka það á æðruleysinu eins og annað! ..

Reyndar er hverjum manni hollt að verða ástfanginn af sjálfum sér, og það má líka hlusta á Julio með það í huga, – að komast ekki hjá því að verða ástfanginn af sjálfum sér!  …   Það er auðvitað besti grunnurinn fyrir ást á öðrum einstakling. –

„Love is not something we give or get: it is something that we nurture and grow, a connection that can only be cultivated between two people when it exists within each one of them – we can only love others as much as we love ourselves“ (Brené Brown, PhD).

Jæja, pistill um kynlíf og knús breyttist í pistil um ást .. svona vill þetta fara! ..

Hér er karokee útgáfa svo hægt er að syngja með:

Ein hugrenning um “Nánd, knús og kynlíf ..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s