Reynsla mín af sorg – er sú að það er mjög erfitt að komast áfram ef við festumst í sorgarferlinu. Sorg er yfirskrift yfir margar tilfinningar – og sorg er eitthvað sem við göngum í gegnum þegar eitthvað fer öðruvísi en við ætluðum.
Að festast í sorgarferli þýðir það t.d. að festast í reiði, e.t.v. reiði út í maka vegna trúnaðarbrests. Reiði út í maka fyrir að hafa brugðist, – eða gremju hreinlega út í aðstæður, svona átti þetta alls ekki að fara.
Það er ekkert nema eðlilegt að fara í gegnum sorgarferli, en það er önnur sorg sem getur orðið meiri en hin eiginlega sorg eftir skilnað, það er ef að enginn verði þroskinn, en ég tel að ef að fólk lærir ekkert af þessu ferli og stöðvast í því eða flýi það þá komi ekki sá þroski sem okkur er ætlað að fá út úr ferlinu.
Sorg og þjáning er skóli – þungur skóli.
Diplóma þess skóla er sáttin, og sáttinni náum við ekki nema að fara í gegnum tilfinningarnar, vð náum henni ekki í gegnum mat, áfengi, annað fólk – eða annan flótta eða bælingu tilfinninga. Við verðum að taka þennan „bekk“ sjálf.
Margir skilja vegna þess að þeir telja sig ekki finna hamingjuna í hjónabandinu – en átta sig kannski ekki á því að í raun finna þeir ekki hamingjuna sem er innra með þeim sjálfum.
Í sjálfsrækt eftir skilnað er því nauðsynlegt og gagnlegt, að horfa inn á við – og fókusera á sjálfa/n sig. Byggja sig upp, rækta og efla – virkja innri gleði, ást og frið. Með því er líka verið að fyrirbyggja að farið sé í „sama“ sambandið aftur.
Það er ekkert á hverra færi að finna út úr þessu, – en námskeiðin „Lausn eftir skilnað“ – byggja á því að viðurkenna sorgina eftir skilnað, gera sorgarferlið að þroskaferli og læra að setja fókusinn inn á við. Ekki hanga á ásökun í garð makans, jafnvel þótt hann hafi gerst brotlegur, verið afskiptur eða tilfinningakaldur, – ef fólk er skilið og ætlar að halda því til streitu þarf að taka fókusinn af fyrrverandi og setja hann heim á sjálfa/n sig. –
Enn er laust á námskeið sem hefst 5. október nk. í Lausninni, námskeið fyrir konur í þetta sinn – og hægt að skrá sig ef smellt er HÉR
Athugið að það eru engin tímamörk – hversu langt er liðið frá skilnaði, þetta snýst ekki um tíma, heldur hvort að sátt sé náð eða ekki. Stundum er fólk enn ósátt við sinn skilnað þó mörg ár séu liðin og er fast í gömlu fari.
Sáttin hefur þann töframátt að þá fyrst hefst nýr vöxtur.
rett;takk:)