„Ég er vinnufíkill, hvað á ég að gera?“ ..sagði maðurinn ..

Vinnufíkn er ein af þeim fíknum sem við stundum tilkynnum að við höfum – og erum bara þokkalega stolt af því.   Jú,  það þýðir að við erum dugleg og öflum jafnvel vel.  Við erum ekki hangandi uppí sófa eða að mæla göturnar. –  Það er dyggð að vinna „und arbeit macht frei“  eins og stendur einhvers staðar á kannski ekki svo góðum stað.

Það eru sannleikskorn í flestu, eins og að vinnan frelsi.  Við þurfum að vinna til að alfa tekna til að hafa frelsti til að gera ýmsa hluti eins og að ferðast,  frelsi til að eiga þak yfir höfuðið og annað slíkt.  Frelsti til að geta leyft okkur ýmisllegt sem annars væri ekki hægt.

En í þessu gildir hinn gullni meðalvegur, – það er t.d. óþarfi að vinna svo mikið að við höfum  efni á að fylla bílskúra eða geymslur af ónauðsynlegum hlutum sem kannski virka spennandi um stundarsakir.   Eða eiga 50 pör af skóm sem við aldrei náum að nýta.  Vinna svo mikið að hægt sé að kaupa allt fyrir börnin sem auglýst er – nýjasta dót sem fylgir nýjustu bíómyndinni – eða nýjasta forrit í tölvuna.

Það sem oft vill gleymast er forgangsröðin.   Hvað skiptir þig raunverulega máli?

Hvað skiptir börnin þín raunverulega máli – eða hvað skiptir makann þig raunverulega máli?

Er það ekki tíminn þinn – er það ekki miklu frekar samvera með þér, en að þú sért stansllaust fjarverandi að „meika það?“ –   og hvað er verið að meika?

Besta setning sem svona varðar er:

„Hvað gagnast það manninum að eignast heiminn en glata sálu sinni“ ..

Ef að vinnan er orðin flótti – flótti frá heimili – flótti frá samskiptum við fjölskyldu – flótti frá sjálfum sér jafnvel þá er hún orðin fíkn.

Ef þú ert komin/n með samviskubit yfir því að vera að vinna,  þá er það slæmt mál,  því þá getur vinnan varla verið að veita þér gleði.  Hvað sem við erum að gera, við eigum að njóta þess.

Bókin „Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn“  fjallar um mann sem gleymdi sér í vinnu og vaknaði upp of seint.   Hann glataði tækifærinu á að umgangast fjölskyldu sína.  Þessi bók er reyndar miklu miklu meira.

Fjölskyldan – maki – börn,  nú eða stórfjölskylda og vinir er eitthvað sem aldrei skyoli taka sem sjálfsögðum hlut.  Enda ekki hlutir.

Fólk er eins og blóm – og samskipti við fólk er eins og blóm,  það þarf að vökva samskiptin,  vissulega misjafnlega mikið.

Gjafir,  stórar gjafir koma aldrei í stað samveru og tíma.

Mér var sögð sagan af stráknum sem spurði pabba sinn hvað hann fengi á tímann í vinnunni sinni. –  Pabbinn svaraði  ca.  3.800.- krónur.

Viku seinna kom stráksi aftur til pabba með lófann fullan af peningum sem hann hafði safnað,  með 3.800.- krónur nákvæmlega og spurði:  „Pabbi má ég kaupa hjá þér einn tíma?“ –

Hvað er þörf og hvað er nauðsyn?

Það má ekki gera lítið úr vinnusemi og dugnaði og við þurfum ölll salt í grautinn. Við þurfum húsaskjól, farartæki, möguleika á einhverjum kósýheitum,  en íhugum vandlega hvort verið sé að vinna fyrir ónauðsynjum og þá hvort að sá tími fari til spillis.

Hver og einn þarf að átta sig á því þegar komið er yfir strikið,  þegar vinnustaðurinn er orðinn „skálkaskjól“ fyrir að fara ekki heim – og þá felst afneitunin oft í því að þú verðir að vinna fyrir heimilinu og sért að draga björg í bú.

Eflaust ertu bara að vinna fyrir skilnaðinum þínum,  því það er rándýrt að skilja bæði andlega og veraldlega.

Stundum er það þannig að sá sem er í burtu löngu stundum í vinnu reynir að bæta fjölskyldunni það upp með dýrum gjöfum.   Svo er fjölskyldan aldrei nógu þakklát og sá vinnusami skilur ekkert í því og allir sitja uppi óánægðir.

Stóra spurningin er:  „Hvað skiptir þig raunverulega máli?“ –

Ekki láta hluti – og það að eignast þá verða að stóra málinu í lífi þínu.  Jú, kannski ef þú gerir það í samvinnu við fjölskyldunna,  þið t.d. eruð saman að byggja húsið ykkar og hafið gaman af því.  En allt sem sundrar fjölskyldum eða pörum þarf að skoða með gagnrýnum gleraugum.

Stóru spurningunum þarf að svara:

Af hverju er ég að vinna svona mikið og er það nauðsynlegt? –

Þarf ég að sanna eitthvað?

Þarf ég viðurkenningu vegna verka minna,  hvað ef ég vinn minna – er ég þá nógu „merkileg/ur?“ ..

Hvað er verið að kaupa?

Hvernig er staðan á geymslunni – bílskúrnum – háaloftinu – fataskápunum.

Hvað vantar – raunverulega?

601106_10150952639181740_36069728_n

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s