Allar sálir skipta máli … líka þær ófæddu.

Hefur þú fengið hugarfóstur?  –   og hvað ef þessi hugsun var um barn sem þig langaði að eignast? –    Kannski varð til sál við þessa hugsun,  sál sem varð aldrei að líkama, en var samt barnið þitt?  –     Stundum ná fóstrin lengra og fá líkama – og byrja að þroskast í móðurkviði,  en af einhverjum orsökum nær líkaminn ekki að þroskast eða er veikur og fóstrið deyr.   Sál þess deyr þó ekki.

Til hvers að eiga sálarfóstur – eða sálarbarn ef maður getur ekki notið þess?    Hvers vegna að ganga í gegnum sorgina þegar sálin fær ekki tækifæri til að koma í líkama í þennan heim.     Þessi sál fylgir okkur alltaf –   og verður kennarinn okkar.    Það er það sama um sálir og börn –  þau eru kennararnir okkar.
Í þessu lífi erum við stöðugt að þroskast, – við erum aldrei þau sömu í gær og í dag – og hvað þá á morgun.    Við þróumst og þroskumst.    Sálirnar þroska okkur – og „samskiptin“ við þær.    Þessi þroski getur verið mjög sársaukafullur,  sérstaklega þegar að vonir um barn í líkama  verður að engu.    Það verður fósturlát, ungbarnadauði, barn deyr … á hvaða aldri sem er.    Það verður alltaf þroski  foreldris  að missa barn.    Foreldri syrgir barnið –  jafnvel þó það hafi aðeins verið örlítil sál – eða jafnvel svo langt aftur að vera hugarfóstur.    Það syrgir það sem hefði getað orðið.    Syrgir draum um framtíð með þessu barni.
Stundum tekst foreldrum að hugga sig við að sálin er eilif og þeir finna fyrir barninu sínu – sál þess.    Þau ná jafnvel að þakka fyrir lkamann sem lifi stutt,  því þannig náðu þeir að finna eitthvað áþreifanlegt.
Hvað ef að við værum í fullvissu um að barnið – sálin lifði?    Það er jú talað um eilíft líf –  og huggunartexti útfaranna er „Ég lifi og þér munuð lifa“ ..
Jesús var hluti af Guði,  sama eðlis.  Hvað ef að börnin okkar eru hluti af okkur?    Sálir sem líkamnast – og sumar sálir sem líkamnast aldrei,  en eru samt börnin okkar.

Hvað ef að allir eiga börn –  en sumir bara „sálarbörn“ .    Sálarbörnin eru ekki þau sem við sjáum,  heldur bara hjálparenglar  sem sitja í aftursætinu þegar við erum í bíltúr – og sem eru hlaupandi um íbúðina /húsið – þegar við höldum að við séum í raun ein?

Er það ekki bara yndisleg tilhugsun?      Að vera mamma eða pabbi hjálparengils?

1a78b30a9b10bb354fd0fcdebadeea8e