Cashewhnetu mauk – matarblogg

Þetta verður í fyrsta skipti sem ég set uppskrift hér inn, –  en nú er ég búin að setja svo mikla uppskriftir fyrir andlega næringu á bloggið svo komið er að líkamanum  (en það fylgist vissulega að).     Hugmyndin  er í raun að grunni til frá Völu dóttur minni,  en svo setti ég mitt í hana.    Stelpan mín er „Vegan“  en ég er svona „Wanna-Be-Vegan“  ..   eða stefni í þá átt.   –

Það sem ég nota í Cashew hnetu maukið:

1 poki  Cashewhnetur  

2 msk  Siriarcha hot sauce  

2 -3  msk  Tamari sósa

1-2  hvítlauksrif  

2  msk ólíufolía

1 msk  Agave síróp  

Aðferð:

Cashew hnetur lagðar í bleyti í amk 30 mínútur   – mestu af vatni hellt af og settar í skál eða matvinnsluvél.

Maukaðar í matvinnsluvélinni  – eða með töfrasprota í skál  (ef maður á ekki vél)  sem ég gerði.

Rest bætt út í og blandað vel.

Notað sem meðlæti  út á t.d. ofnbakað grænmeti  – eða sem viðbit.

21686877_10213007896165866_2306002205471956714_o

Að stilla sér upp sem sigurvegara ….

Ég var á góðum fyrirlestri í gær … og heyrði þar hluti sem ég vissi,  en hafði svona sett neðst í  „verkfærakistuna“ ..    og þá er ég að tala um verkfærakistu fyrir andlega líðan.-

Við vitum öll að andleg líðan hefur áhrif á líkamlega líðan OG við vitum væntanlega að líkamleg líðan hefur áhrif á andlega líðan. –

Líkamsstellingin segir mikið til um hvernig okkur líður.     Þegar við höfum hlaupið maraþon – eða erum komin á fjallstopp – nú eða  skilað ritgerð,  – þá segjum við jafnvel „yess“ .. og förum í stellingu þess sem hefur náð árangri –   förum í stellingu sigurvegarans.    Þetta lætur okkur líða vel! –

En hvað ef við förum í stellingu sigurvegarans –   út af engri ástæðu? –   Getur verið að það hafi einhver áhrif?    –  Já,  – það er víst búið að sannreyna það – alveg eins og ef að við setjum uppgerðarbros hefur jákvæð áhrif og sendir ákveðin skilaboð til hugans. –

Þetta er  (þvi miður)  ekki heildarlausn við þunglyndi eða vanlíðan,  ekki frekar en að drekka vatnsglas getur leyst öll vandamál,   Oftast  þarf líka að nota fleiri en eitt verkfæri til lagfæra eitthvað eða smíða.    EN þetta hjálpar –  er einn liður í betri líðan.     Þess vegna er það gott að prófa  – alveg upp úr þurru – að setja sig í þessa stellingu sigurvegarans –   í opna stellingu – með upprétta handleggi – opna lófa  (til að taka á móti)  og standa gleitt  – til að gera sig breiða/n  –  ákveðið verkfæri í það að líða betur. –

Það má líka sjá eitthvað fyrir sér til að gleðjast yfir eða fagna.    Eins og við værum í raun búin að ná þeim árangri eða líðan sem við vildum ná. –

Af hverju ekki?   😀

Líf

 

Hvers vegna þessi reiði út í þau sem skrifa meðmæli með barnaníðingum? ….

Það er svo mikilvægt að skilja hvers vegna við bregðumst við eins og við gerum. –   Reiði er sjaldnast góð –   nema við nýtum hana til að byggja upp,   og við skulum endilega gera það í dag. –

Eftirfarandi sögu heyrði ég hjá Brian Tracy – þekktum fyrirlesara um það hvernig megi ná árangri í lífinu:

Maður sem var á sjötugsaldri kom til hans og sagðist vera reiður.   Reiður út í mann sem réðist á hann þegar hann var unglingur og hélt byssu að höfði hans. –     Brian sagði þá – að maðurinn væri löngu farinn úr lífi hans, –  en með því að vera svona upptekinn af hugsuninni um atburðinn væri annar maður sem héldi byssunni að höfðinu:  Það væri hann sjálfur. –   Og með því að hugsa svona væri þessi fullorðni maður að gefa þessum ofbeldismanni valdið í sínu lífi. –   Hann þyrfti að sleppa. –

Allir kinkuðu kolli. –

Hvað hefur þetta að gera með ungar konur og barnaníðinga – og fólk sem skrifar meðmæli með þessum barnaníðingum? –        Jú,  hvað ef að  fullorðni maðurinn væri nú búinn að fá hjálp frá meðferðaraðilum  og sleppir tökunum á þessum ofbeldismanni –  hættur að halda byssunni upp að eigin höfði,   EN svo kemur upp úr dúrnum að  byssumaðurinn hefur fengið meðmæli um að hann sé góður maður og hafi bætt ráð sitt.    Er þá málið ekki orðið svolítið flókið?     Vantar ekki eitthvað inn í fléttuna? –

Sá sem upphaflega setti trámað af stað – var vissulega byssumaðurinn.    Sá sem byssan var beint að   hefur þurft að vinna úr áfallinu og hefur í raun lifað með það alla ævi.   Hann ætlar þó að sleppa tökum á þessum manni,  EN  svo tekur eitthvað „fólk útí bæ“  það upp að mæla með því að hann fái einhvers konar náðun – og fyrirgefningu  –  án þess að sá sem hann braut á sé með í jöfnunni. –

Átti hann ekki fyrst að iðrast gegn þeim sem hann réðst á og er það ekki eina manneskjan sem hefur í raun VALDIÐ til að veita uppreist æru eða fyrirgefningu sú manneskja sem brotið var á.    Hvernig dirfast aðrir –  stjórnvöld eða aðrir að taka þá ákvörðun að manninum sé fyrirgefið?

Þarna liggja, að mínu mati,   mistökin – og þarna liggur reiðin. –    Þarna er „veldissprotinn“  hrifsaður úr hendi þess eina sem á rétt á að halda á honum.

Nú er það ekki lengur byssumaðurinn sem heldur byssunni  að höfði mannsins á sjötugsaldri og ekki hann sjálfur –  heldur fólkið sem tekur sér þetta vald að gefa manni uppreist æru –  eða mælir með því,  en hefur í raun ekkert vald til þess. –

Þau einu sem RAUNVERULEGA geta veitt uppreist æru eru þau sem brotið er á,  hitt er bara fólk sem er að skipta sér af.  –  

Ekki taka valdið af þeim sem órétti eru beitt.

Enginn er valdameiri í okkar lífi en við sjálf – og um okkar mál,  ekki „velmeinandi“ fólk útí bæ – ekki ráðherrar í ríkisstjórn og ekki einu sinni forseti Íslands. 

Wordl

Að lokum:  Munum að það gæti hafa verið ég – eða þú sem skrifuðum meðmæli –  eða fyrirgáfum einhverjum sem ekki var okkar að fyrirgefa.     Reynum frekar að skilja aðstæður og ástæður frekar en að leita að sökudólgum,  – ég held að flestar manneskjur séu góðar í kjarna sínum og vilji það sama og við hin,   við þurfum að hugsa út fyrir rammann,   – og höfum það í huga að þegar ásökunum linnir þá hefst batinn.  –

„When the Blaming game stops – the Healing starts“ ..  Það gildir fyrir einstaklinga og það gildir í samfélagi einstaklinga. –     Það þýðir ekki að eitthvað sé ekki einhverjum að kenna – heldur að við tökum valdið af þeim sem það er eða var að kenna.

Sá sem fyrirgefur hefur valdið,  og ekki taka valdið af þeim. –

 

Mannúðin birtist í hinu minnsta …

Tuskukanína fannst á förnum vegi í Hveragerði.   Finnandinn ákvað að taka hann inn  „hlúa að henni“  ..  og auglýsa síðan í lokuðum hópi Hvergerðinga eftir eiganda.    Eigandinn fannst og fékk kanínuna sína aftur. –

Þetta gerðist sunnudagsmorgunin 10. september 2017.

Það að taka upp tuskudýrið,  leggja það til þerris og auglýsa eftir eiganda er í mínum huga það sem kallað er „mannúð“ ..  og að láta sig náungann varða. –    Að sjálfsögðu er þetta tuskudýr ekki lifandi vera,  en það er í raun eigandinn – eða við sem horfum á kanínuna sem upplifum eitthvað – og það er þannig að „dauður“ hlutur verður lifandi þegar við horfum á hann – eða hugsum til hans.

Þegar við erum að hlú að öðrum, –  hugsa til annarra,   gefa af okkur á forsendum kærleikans,  þá erum við að skapa lífið. –

Þannig verður líka mannúðin til.

Skiptir þessi kanína máli? –   Já,  hún skiptir öllu máli,  – því hún er táknræn fyrir samskipti  og táknræn fyrir það hvernig við hlúum að hinu minnsta –  sem verður vonandi hið stærsta.

Þetta er það sem Jesús er að tala um þegar hann segir að það sem við gerum fyrir þann minnsta gerum við honum. –

Kanínana

Að-skilnaður við kærleikann …

Þetta heyrði ég í gær:

„_______  hjálpaðu mér að fyrirgefa mér fyrir að nota __________ til að ráðast á sjálfa mig og aðskilja mig þannig frá kærleika þínum“ ..

Á fyrra strikið er hægt að setja  „Andi“   „Guð“   „Æðri máttur“  „Veröld“  eða hvað það er sem talar til okkar. –    Það er a.m.k. eitthvað afl sem er okkur vinveitt og  er máttugt. –   Á seinna bandstrikið setjum við t.d.  einhvern eða eitthvað sem er að gera okkur lífið leitt.  Allt frá persónu til sjúkdóms.  –    Má líka vera ótti við afkomu eða skort,   svo dæmi séu tekin.      Ég hlustaði á þetta á ensku,   en þýddi það fyrir mig og langar núna að deila því með þér –  svo ég skilji það betur 🙂 ..

Það sem þetta fjallar um er í raun að við erum að biðja um fyrirgefningu fyrir það að nota einhverja manneskju, sjúkdóm eða atburð sem afsökun til að elska okkur minna en við eigum skilið.    Til þess að líða verr. –

Segjum að við værum stödd í herbergi.     Í einu horninu stendur Guð með opinn faðminn og frá honum flæðir skilyrðislaus og óendanlegur kærleikur  sem við megum þiggja.      Í öðru horninu stendur   X  einhver aðili sem segir að við séum ljót og leiðinleg og okkur sé velkomið að þiggja orð hans/hennar.      Hvoru ætlum við að taka á móti? –  

Hver er það sem velur það sem tekið er á móti? –

sigur-kross