Í sorg og gleði með Steinunni Ásu og Jóhönnu

Við Steinunn Ása Þorvaldsdóttir kynntumst í Skálholtsskóla þegar hún var á ráðstefnu og ég var settur sóknarprestur í Skálholtsprestakalli,  og þaðan var ekki aftur snúið!

 

Svo var það vorið 2017  að við saFyrirlestur Steinunn og Jóhannammæltumst um að fara með samtalsprédikun um sorg og gleði í Skálholtsdómkirkju.

 

 

 

 

Auglýsingin var á þessa leið:

„Samtalsmessa í Skálholti sunnudag 2. apríl – 5. sunnudag í föstu.

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir,   mannréttindafrömuður m/meiru

og Jóhanna Magnúsdóttir settur Skálholtsprestur munu flytja samtalsprédikun um:

„Sorg og gleði –  söknuð og sorgarviðbrögð. Steinunn Ása mun jafnframt aðstoða við aðra liði messunnar.   Hún hefur komið víða við  og m.a. verið ein af stjórnendum í þættinum „Með okkar augum“ sem vann Edduna 2017 fyrir menningarþátt ársins.  Þátturinn hefur skipt miklu máli í að  uppræta fordóma og víkka sjóndeildarhring almennings og álit á fólki með fötlun.

Verum öll hjartanlega velkomin!“

 

Við Steinunn undirbjuggum okkur saman,  og messan varð yndisleg og einlæg og fengum við góð mjög góð viðbrögð.

Í framhaldi af þessu höfum við stöllur verið góðar vinkonur og hist reglulega, m.a.  á Mokka kaffi  og rætt um lífið og tilveruna.

Við höfum einnig rætt að bjóða upp á fyrirlestra saman um þetta efni:   Gleði og sorg,  því við eigum það sameiginlegt að hafa misst nána ástvini fyrir aldur fram og um leið gert okkar besta til að lifa með því sem er óumbreytanlegt – og viljum báðar vera gleðigjafar.

Við höfum því ákveðið að bjóða upp á fyrirlestra –  þar sem við komum á staðinn,  hvort sem það er fyrir félagasamtök eða starfsmannahópa – eða hvað sem er,  um sorgina og gleðina. –

Þar sem þetta kostar ferðalög og tíma –  erum tilbúnar að koma hvert á land sem er ef hægt er að semja um akstur og uppihald!

Fyrirlestur á höfuðborgarsvæðinu kostar   40.000.-     (u.þ.b. klukkutími)

Hafið samband við okkur  –  eftir ykkar leiðum,  en einn möguleikinn er að hafa samband  á netfangið:    sorgoggledi@gmail.com

Með kærleikskveðjum

Steinunn Ása og Jóhanna 🙂

17632438_10211406926222618_4887037773926721151_o

 

„Ég ætlaði aldrei að skilja“ …

Það fer enginn af stað í samband eða hjónaband – hugsandi:  „Já, svo einn daginn slitnar upp úr þessu og við skiljum“…

Nei – draumurinn,  eða draumsýnin er að tveir einstaklingar gangi samhliða í blíðu og stríðu og eigi síðan saman áhyggjulaust ævikvöld  –  og gangi hönd í hönd inn í sólarlagið. –
Flestir upplifa sorg þegar þessi sýn bregst.     Sumir mikla sorg – aðrir minni og sumir forðast tilfinningarnar og fara fljótt í annað samband án þess að fara í gegnum nauðsynlegt ferli, sem oftast er kallað sorgarferli.  –     Það dó jú enginn.  En það var draumur sem dó.   Þetta eru brostnar væntingar. –

Í fjölmörg ár hef ég boðið upp á námskeið fyrir fólk eftir skilnað.   Ég hef haft konur sér og karla sér.    Ég álít það gefa kynjunum meira frelsi,  t.d. til að tala um ástarlíf og annað slíkt. –

Margir sem hafa talið sig munu aldrei líta glaðan dag á ný,  án maka síns – hafa þó náð þeim árangri og þá er það ekki síst vegna þessarar vináttu, skilnings og umhyggju sem hefur oft myndast í hópunum.   Nokkrir hópar hafa haldið saman í mörg ár eftir að ég „sleppti af þeim hendinni“ ..     Ég hef stofnað facebook grúppur utan um hvert námskeið og þar hafa einstaklingar möguleika á að deila ýmsu með sér og plana kaffihúsahitinga og fleira. –

Nú er komið að því að halda næsta námskeið og verður það í boði laugardag  18. ágúst nk.   frá 09:00 – 16:00    (fyrir konur)   og eftirfylgni fyrstu fjögur þriðjudagskvöld á eftir frá 20:00 -21:30.

Einnig verður, í þetta sinn,  boðið upp á sérstakt karlanámskeið –   laugardag 25. ágúst nk. frá 09:00 – 16:00   og eftirfylgnin er á miðvikudagskvöldum í fjögur skipti  frá 20:00 – 21:30.

Námskeiðið er haldið í Reykjavík –  Köllunarklettsvegi í húsnæði Heilsukletts  (gömlu kassagerðinni)  á 3. hæð  (lyfta í húsinu).

Verð fyrir námskeiðið  er  29.900 . –  ef greitt er fyrir  20.  júlí nk.   (framlengt frá 2. júlí)  –  ef greitt er eftir 20. júlí  (ef enn er laust)    þá er verðið 32.900.-

Nánari upplýsingar í tölvupósti   johanna.magnusdottir@gmail.com

Er þetta eitthvað fyrir þig?   –   (Ath!  ekki skiptir öllu máli hvort að stutt eða langt er liðið frá skilnaði – ef að sátt er ekki náð við fortíðina er gott að mæta og tala saman).

Umhyggja og trúnaður  ❤

Jóhanna Magnúsdóttir,  kennari og guðfræðingur … og með 5 háskólagráður í mótlæti lífsins.

win_20160119_195406