Áskorun lífsins er að vera þau sem við raunverulega erum …

„Be who you REALLY are“  ..  þetta heyri ég og les hjá hverjum „meistaranum“ á fætur öðrum.  Í nótt hlustaði ég á Neale Donald Walsch – og eftirfarandi eru þankar frá þeim fyrirlestri:

Við fæðumst fullkomin,  þau sem við raunverlulega erum.  Ef þú horfir í augu nýfædds barns – sérðu fullkomnun.  Tilgangurinn er ekki að verða betri – heldur að viðhalda þessu barnslega,  viðhalda hreinleikanum.   Við þurfum ekki að bæta neinu við,  eða eignast eitthvað.   Framgangan er í raun öfug.   Við erum hér til að gefa og sýna fram á hver við erum.    Við erum fædd guðdómleg  (í guðs mynd).

  1. Vertu uppsprettan.   Ef við höldum að okkur skorti eitthvað – setjumst niður og rifjum það upp að við erum uppsprettan.   (Smá útúrdúr – en þetta minnir á betlarann sem sat á kassanum og betlaði, en það var ekki fyrr en honum var bent á að kassinn væri fullur af gulli að hann gerði sér grein fyrir því sem hann ætti,  við sitjum s.s. ÖLL á svona kassa, en áttum okkur ekki alltaf á því – eða trúum því ekki).  –   Ef við erum uppsprettan – þá getum við gefið eins og við höfum nóg.   Verum uppspretta skilnings, þolinmæði og samúðar – í lífi annarra.  Þegar við gefum,  upplifum að við erum nóg og höfum nóg,    Við ættum að líta til baka og sjá hvað við höfum nú þegar áorkað í lífinu,  og að við séum komin fram á þennan dag –  í lífinu,  þrátt fyrir allt sé ákveðinn meistaradómur.

2. Það er ekkert að í lífinu okkar –  allt er eins og það á að vera. 

Verum uppsprettan,  verum fullkomnunin.   Hvernig getum við séð þessa fullkomnun?   Það sem er að gerast núna –  er að við erum að sýna fraam á og upplifa kjarna þess sem við raunverulega erum.     Ef við segjum:   ´Ég er ljósið“  Hvernig myndum við vita að við erum ljós ef það væri ekkert myrkur?   Ef við værum kerti nálægt sólinni,  myndum við ekki sjjá ljósið.    Ef við erum umkringd myrkri – enn formæla himnunum eða bölva myrkrinu.   Verum ljósið í myrkrinu – og verum öðrum ljós svo þeir geti vitað hver þú ert.   Hvernig eigum við þá að mæta myrkrinu?  –  Með þakklæti.   Verum þakklát fyrir allar aðstæður.    Ef við viljum tjá okkur í kærleika eða að fyrirgefa,  þurfum við ekki þær aðstæður sem gefa tilefni til fyrirgefningar?     Aðeins með því að samþykkja aðsætður og að blessa þær mætum við þeim.     „Blessa þau sem ofsækja þig vertu ljós sem skín inn í myrkrið“ ..   Ef að einhver biður okkur um eina flík – gefum aðra líka.    Við getum verið í þessum heimi en ekki af þessum heimi.  –    Ef við viljum það sem við höfum – munum við að lokum fá það sem við viljum.   „What you resist persist“  og það sem við horfum á hverfur.    Gefum það sem við óskum eftir að fá og deilum því sem við höldum að við eigum ekki nægilega af.

Við eigum ekki að vera kyrr í ofbeldissamabandi,  það er ekki eitthvað til að samþykkja.  við eigum ekki að vera eins og dyramottur og segja: „Gjörðu svo vel að ganga á mér“ –  En ofbeldissambandið er kannski tækfæri fyrir okkur til að koma með yfirlýsingu – hver við erum.   Erum við verðmæt?     Við myndum elska okkur nægilega til að fjarlægja okkur úr sambandinu,  það væri það kærleiksríkasta fyrir okkur sjálf og þann sem við værum í sambandi með.    Stundum áttum við okkur á því – eftir slíkst samband að við vorum í myrkrinu,  en við vorum ljósið í myrkrinu  – og ekki bölva myrkrinu heldur þakka því fyrir að við fengum tækifæri til að vera ljósið. –   Stundum er það þannig að fólk þakkar – eftir á –  þá lífsreynslu að hafa verið í ofbeldissambandi vegna þessa tækifæris.   Hinn aðilinn er í raun einhvers konar vegastika –   eða fyrirstaða –  en um leið áminning um að rifja upp hver við raunverulega erum.    Alveg eins og ef við fengjum lífsógnandi sjúkdóm,  þá er það oft sem vakning til lífsins – og áminning um hvað skiptir máli.   I stað þess að bölva krabbameini – þá getum við þakkað því fyrir að minna okkur á,  við getum elskað það sem vin og leiðbeinanda.  –   En það þýðir ekki að við myndum ekki láta skera það burtu,    því það er hluti þess að elska okkur.

Fimm eiturefni sem við þurfum að losa okkur við:
Reiði
Eftirsjá
Vonbrigði
Réttlætiskennd
Gremja

Þá getum við getum horft til óvina okkar með velvilja,  samhygð,  kærleika og umhyggju.

3. Við erum ekki ein. 

Við erum ekki ein á þessari vegferð sem við köllum lífið.   Næstum allar aðstæður geta verið þolanlegar ef við erum með öðrum.    Einmanaleiki er eitt stærsta vandamál heimsins,  en við vitum innst inni að við erum ekki ein.   Við erum hluti af einhverju stærra.  Við sameinumst öðru lífi, við erum nú þegar sameinuð.
Við erum öll á sama báti.    Tilfinningalegur einmanaleiki er ekki góður.

Það er mikilvægt að trúa því að við séum aldrei ein.   Guð – eða eitthvað guðlegt afl, hverju nafni sem við viljum kalla það er til.    Það er enginn staður þar sem þetta afl er ekki.   Guð er alls staðar alltaf og birtingarmyndir hans eru óendanlegar og í alls konar formi.
Það að vera að lesa um Guð getur verið birtingarmynd Guðs.  Eitthvað sem tengir eitthvað í hjartanu okkar og lætur okkur líða betur.  Guðdómurinn er allt um kring.

Okkur eru sendir englar,  og allir eru að einhverju leyti englar.   Guð er alltaf með okkur og við getum fengið hjálp frá Guði.  Ef við erum meðvituð um þetta, munum við sjá tákn um þessa nærveru út um allt.  Á auglýsingaskiltum í textunum sem við heyrum í útvarpinu o.fl.    Auðveldasta leiðin eða sú hraðasta til að nálgast Guð er að vera sjálf uppspretta Guðs  fyrir annað fólk.   Verum uppspretta nærveru Guðs í lífi annarra – og þannig munum við sjálf upplifa Guð.

Við getum gert þetta með því að biðja og með því að hugleiða –  En þegar við förum að fást við áskoranir á erfiðum stundum í lífinu – og finnum æðruleysið hið innra þá verður allt lífið hugleiðsla og bæn.   Umvefjið eilífðina.

Okkar líf hefur með líf annarra að gera.   Það hefur með þau að gera sem líf okkar snertir.  En við verðum að sjálfsðgðu að snerta þau með lífi sem er okkar raunverulega líf til að þau upplifi að við séum sönn,  og að við sjálf upplifum að við séum raunverulega við sjálf.   Niðurstaðan er því að vera ljósið  –  og huga að sínu ljósi – ekki síst svo það skíni fyrir aðra.   Þannig erum við í Guðs mynd, ljós af ljósi.   Guð er komin/n –  hlustum og sjáum,   akkúrat núna.
Það er ekkert sem við þurfum frá öðrum til að vera hamingjusöm,  okkur skortir ekkert.  Samþykkjum annað fólk nákvæmlega eins og það er.

Þau sem ekki þekkja sögu NDW  – ættu að horfa á mynd um líf hans.  En í stuttu máli þá missti hann heilsu, fjölskyldu og veraldlegar eignir á sama tíma.  Var heimilislaus í heilt ár og þurfti að betla á götunum.   Þegar hann var við það að gefast upp,  skrifaði hann spruningar á blað til Guðs og fékk svör og þessar spurningar og svör urðu að bókunum  „Converstation with God“ –   eða Samræður við Guð. –

Gleðileg jól með sjálfum okkur!

Set hér í lokin yndislegt myndband –  með India Airie  „I am light“

Skömmin – hið andlega krabbamein.

Ég skrifaði þennan pistil árið 2011 á moggablogg, en færi hann nú á heimasíðuna mína, ekki síst vegna #metoo bylgjunnar.

„Shame corrodes the very part of us that believes we are capable of change.“ – Brene Brown.

eða –

„Skömminn tærir upp þann hluta í okkur sem trúir að við séum fær um að breyta.“ – Brene Brown.

Skömmin er yfirleitt mun líklegri til að viðhalda ofbeldi en að uppræta það.

Orðið skömm er á sama plani og óttinn,  því að skömm og ótti lama, draga úr okkur, stöðva okkur í framgöngu og að koma fram með sögu okkar og sannleikann.

Skömminn byggir aldrei upp.

Samfélag sem er uppfullt af dómhörku og hefur litla samhygð viðheldur skömminni. 

Sá eða sú sem er lagður í einelti upplifir skömm og segir því ekki frá.

Sá eða sú sem verður fyrir kynferðisofbeldi upplifir skömm og segir því ekki frá.

Sá eða sú sem upplifir andlegt eða líkamlegt ofbeldi af hvaða toga sem er upplifir skömm og segir ekki frá.

Skömmin liggur oft í því að viðkomandi upplifir að hann eða hún hafi „leyft“ gerandanum að koma svona fram við sig – og eftir því sem lengri tími líður grefur skömmin sig dýpra og brýtur meira, – brýtur sjálfsmynd þeirra sem upplifir skömmina,   enda er ósk þeirra sem upplifa skömm að fara burt frá sjálfum sér.  Flýja tilfinningar sínar og þá um leið sjálfa/n sig.

Skömm leiöir því til fíknar, því fíkn er flóttaleið frá tilfinningum okkar og um leið okkur. 

Besta leiðin til að snúa á skömmina er að ganga út úr henni,  hætta að láta hana stjórna – hætta að láta hana brjóta niður, reka okkur frá eigin lífi og/eða hindra hana í að leyfa okkur að lifa lífinu lifandi.

Það þarf hugrekki til að brjótast út úr þessari skömm.  Hugrekki eins og Guðrún Ebba sýndi þegar hún fór að tala og koma heim til sjálfra sín.  Hugrekki Sigrúnar Pálínu að gefa skömmina frá sér,  afhenda hana þeim sem hún tilheyrði.

Vandamálið er oft okkar „vitskerta veröld“ – samfélagið sem samþykkir ekki, hefur ekki samhug – en er fullt dómhörku.

Það eru ekki mörg ár síðan að það þótti mikið hugrekki að koma út úr skápnum sem samkynhneigður.

Sumir og eflaust margir upplifðu samkynhneigð sína með skömm.  En hver plantaði skömminni hjá þeim?  – Jú, samfélagið samþykkti ekki samkynhneigð og ENN eru hlutar samfélagsins sem samþykkja hana ekki (eða kynlíf samkynhneigðra)  og það er varla öfundsvert að vera meðlimur í kirkju t.d. sem samþykkir þig ekki eins og þú ert og leiðir þínar til að upplifa kærleika til annarrar manneskju.

Á sama máta þurfum við að spyrja okkur hvernig samfélagið plantar skömm í þau sem ekki eiga hana skilið og langt í frá.  Í raun á enginn skömm skilið.  Því skömm brýtur bara niður.  (En það er önnur umræða og lengri).

Hugum aðeins að orsökum að því að eineltisþoli eða sá/sú sem er beitt ofbeldi segir ekki frá – hvaða skömm upplifir hann og hvernig er komið fram við hann?  Er það ekki í sumum tilfellum að hann er álitinn vandamálið og vandræðin?  ..

Samfélagið, við öll,  þurfum að taka okkur á.

Við viljum öll að hinir haldi að allt sé í lagi hjá okkur, að við verðum ekki álitin nógu góð eða nógu fullkomin ef að við eigum við vandamál að glíma.  Þá setja allir upp grímu fullkomnunar og lífið verður eins og leikrit þar sem hver leikur það hlutverk sem af honum er ætlast, – lífið verður einn allsherjar blekkingarleikur.  Stundum á bak við grímu skammar.

Það er þegar við tökum niður grímurnar, grímu fullkomleikans, grímu skammar og gefum frá okkur skömmina og upplifum sannleikann sem við frelsumst.  En samfélagið verður að vera tilbúið fyrir sannleikann.  Sannleikurinn er oft óþægilegur og erfiður,  en hver og ein manneskja verður að fá tækifæri til að vera heyrð og fá að vera hún sjálf – án þess að bæla sannleikann innra með sér.

Það sem þarf er hugrekki, lifa af heilu hjarta – samfélagið þarf samhygð og losna við dómhörkuna.

Þannig geta allir farið að segja sína sögu,  jafnvel ofbeldismaðurinn – sem í flestum tilfellum á sína bældu ofbeldissögu  að baki.  Kannski hans ofbeldi hefði aldrei fengið að grassera ef að hann hefði sagt sögu sína fyrr.  Losnað við skömmina sem hann burðaðist með?

Skömmin er lævís og lúmsk. Heilu hjónaböndin hafa hangið saman að miklu leyti á skömm.  Skömminni við að slíta hjónabandinu,  skömm annars aðilans fyrir að hafa „leyft“ hinum að koma illa fram við sig,  skömminni við að láta tala niður til sín og óvirða.   Og svo skömminni við að láta vonda hluti viðgangast of lengi.

Skömmin getur líka birst í því að þú ert búin að láta þig „gossa“ – hefur hætt að sinna þér, sett þig aftast í forgangsröðina, hefur hætt að virða þig og elska,   bæði andlega og líkamlega,  þú ert búinn að vanvirða líkama þinn (og andann)  með sukki og ólifnaði, jafnvel hreyfingarleysi og þú skammast þín fyrir það,  en færð þig ekki til að gera neitt í því.  Hvað veldur?  – Jú, skömmin sem tærir og óttinn sem lamar.  Þetta kallast sjálfskaparvíti, víti sem skapast af skömm.

Skömmin er eins og krabbamein, eftir því fyrr sem hún uppgötvast og eftir því fyrr við losum okkur við hana eru meiri líkur á bata.

Ég trúi því að skömmin geti gert okkur veik, mjög veik. Hún tærir upp eins og dropi sem holar stein. Hægt en ákveðið.  Auðvitað er það líka skömmin sem rekur marga í það að taka eigið líf.

Skömmin við mistök, skömmin af því að standa sig ekki – gagnvart sjálfum sér og/eða gagvart öðrum,  skömmin við að horfast í augu við heiminn sem er stundum svo dómharður.  En við getum líka verið okkar hörðustu dómarar.   

Þú átt allt gott skilið og þú átt lífið skilið.  Heart

Svo felldu varnirnar, opnaðu hjarta þitt  eða biddu um hjálp til þess, hjálpina sem býr orku heimsins og hjálp þinna nánustu.  Skömminni var plantað í þig einhvers staðar á leiðinni, jafnvel í æsku, en því miður erum við þannig gerð að við sjálf viðhöldum henni með niðurbrjótandi sjálfstali.

Þess vegna verðum við að snúa frá því.

Segðu frá, segðu þína sögu og umfram allt farðu að tala fallega til þín og  slepptu haldinu á hlekkjum skammarinnar og komdu heim til þín.

Heim til lífsins.

Jákvætt sjálfstal virkar sem móteitur við neikvæðu sjálfstali, svo að uppbyggingin felst í því að fara að viðurkenna sig, tala fallega um sig og til sín, og taka inn góða næringu fyrir sál og líkama.

arms-open-to-sky_1133_1024x768.jpg

 

 

 

 

 

„Móðir ársins“ …. eða „barn ársins?“ …

Lítil stúlka var læst inni á almenningssalerni. – Mamman lagðist á gólfið, eins og snákur – og skreið undir til að komast til stelpunnar. – Það fyrsta sem áhorfanda datt í hug var að þessi móðir ætti að fá „móðir ársins“ verðlaunin, EN svo hugsaði hún:

„Hefði ekki verið einfaldara fyrir litlu stúlkuna að leggjast á magann og smokra sér út“..

Þegar þú kennir börnunum að þú munir bjarga þeim tekur þú frá þeim valdið (og kannski ánægjuna) – og þau munu í framtíðinni læsast inni, og bíða eftir mömmu – eða öðrum – til  að bjarga sér. –

Börnum er kennt að vera háð foreldrum sínum, – og þegar við verðum fullorðin yfirfærist það oft á makann.

Þetta hefur annars vegar með meðvirkni að gera og hins vegar með valdeflingu. „You disempower or empower“ –  við gröfum undan valdi – eða valdeflum hvort viljum við frekar gera?

Þetta er svipað og munurinn á því að gera fyrir fólk eða kenna fólki að gera sjálft. – Það er þessi „I can do it“ valdefling sem er svo mikilvæg. –

Það er oft freistandi að gera fyrir fólk og upplifa sig eins og „móðir ársins“ – en á kostnað hvers væri það? –

„Sjáðu – ég get sjálf mamma!“ ..  🙂 

16869_1302092306158_3378390_n