Við slítum ekki ósýnilega þræði – við erum alltaf í sambandi.

„We are all connected“ ..  við erum öll tengd, – hvað þýðir það? …

Eru ekki þræðir milli okkar – ósýnilegir þræðir eða vírar – sem eru alltaf tengdir, en það er hugsunin sem flytur boðin á milli? –

Í gegnum ævina kynnumst við aragrúa af fólki, við tengjumst því sumu mjög vel og öðru illa, en við tengjumst. –  Við tengjumst meira að segja fólki sem við höfum aldrei hitt, eins og leikurum og fræga fólkinu og við tengjumst þeim sem lenda í hamförum, – við tengjumst börnum sem lifa við eymd.  Við tengjumst líka dýrunum. –

Þegar við erum í nánd (líkamlegri nánd) höfum við möguleika á að upplifa viðkomandi mun sterkara, snertast, kyssast, njótast, saman. –  Það styrkir „sambandið“ –

Ég fékk svona „Aha moment“ eða uppljómun þegar ég heyrði konu segja, „No relationship is ever final“ –   Sem þýðir að ekkert samband er endanlegt.  Það er auðvitað í fínasta lagi, ef það er samband sem okkur líkar og finnst gott, en það er verra er það er samband við einhvern sem hefur troðið sér inn í líf okkar. – Einhver sem misbauð og fór yfir okkar mörk.  Það er ömurlegt að vera í sambandi við þann aðila.

En hvernig virkjum við þetta samband þegar viðkomandi er fjarlægur (svona í líkama). Jú við hugsum til hans eða hennar. –  Eftir því sem við hugsum meira,  þess sterkara verður sambandið og þessi aðili verður okkur raunverulegri. –

Ekkert samband er endanlegt, það er bæði gott og vont.

Það er mér sem móður sem hefur misst, mikil huggun, að geta verið í sambandi við dóttur mína. Ég sendi henni hugskeyti og hún er ljóslifandi fyrir mér. – Finnst stundum eins og hún sé að hvísla að mér.   🙂   Þetta er ekki sorgarsamband, þetta er lifandi og gott samband, sem ég hindra ekki með neikvæðum hugsunum.

Fólk skilur stundum ekki hvað það er erfitt að losna við sumt fólk, – en það er vegna þess að það er alltaf að tengja – alltaf að virkja línurnar.  Það er eins og að hringja í viðkomandi með huganum.   Við þurfum að taka þetta fólk úr „speed-dial“ hjá okkur, ef við viljum ekki vera að hugsa til þess, eða taka okkur máttinn, eins og ég segi og senda því bara kærleika ef við þurfum yfir höfuð að vera að hugsa til þess.

Sambandið slitnar aldrei, en við höfum svolítið val í hvern við „hringjum.“

Stundum er ágætt að vera ekki alltaf í símanum, heldur aðeins að vera með sjálfum sér.  Það fer engin/n í burtu og þegar við vitum að við höfum þennan dásamlega möguleika að vera tengd allan sólarhinginn þá getum við slappað af.

Þetta er minn sannleikur í dag, kannski verður hann öðruvísi á morgun.  Mér þykir vænt um þessa hugsun, og hún veitir mér gleði, huggun og mátt. –

Verum í bandi 🙂 ..

 

Ertu ljósberi? …

Það er hægt að hjálpa og aðstoða á svo marga vegu, – það á ekki alltaf að vera markmiðið að keyra sjálfa/n sig út, með því að taka ábyrgð á öllu og öllum, eða dragnast með allt á bakinu. –  Vera eins og dráttarklár sem dregur allt báknið, og í þokkabót vera líka sá/sú sem heldur í alla stjórntauma. –

Þær eru margar lýsingarnar.

Ef við viljum koma að gagni, án þess að gera út af við okkur sjálf,  þá er mikilvægast að vera sjálf eins og við óskum öðrum að vera,  eða „Vera breytingin sem við viljum fá fram hjá öðrum“. –

Ef við óskum eftir heiðarleika, verum heiðarleg.  Ef við óskum eftir gleði, verum glöð. Verum heimurinn,  eins og við viljum að heimurinn sé.  Þá gerum við það sem í okkar valdi stendur til að vera friðsældin, sáttin, kærleikurinn, jöfnuðirnn, þakklætið, umburðarlyndið og hamingjan sem við óskum heiminum.  Það má örugglega setja fleiri orð þarna inn í og hver og ein/n getur ákveðið hvernig hún eða hann vill hafa heiminn.

Þegar við erum sjálf stödd þarna erum við ljósberar. 

10574229_681730761913822_1356494758562501245_n

Er dauðinn alltaf hið versta? ……

Þessi pistill fjallar um missi, um breytingar og hann fjallar um höfnun. – Höfnun er sú tilfinning sem við mannfólkið óttumst mest. – Að missa tengsl, að einhver sem er okkkur kær vilji ekki tengjast okkur. – Það er mikilvægt í því tilliti að hugsa út í tenginguna við hið heilaga í okkur sjálfum.

„Er dauðinn alltaf hið versta?“ 

Það er svolítið “off” að tala um dauðann.  Það er eins og að við viljum ekki vita af honum, en samt er fólk að deyja á hverjum degi, eins og fólk er að fæðast á hverjum degi. –

Dauðinn er svo sár og hann er svo endanlegur.

Sumir segja: “Það er enginn dauði” – og meina þá að hið andlega (sálin)  lifi að eilífu” – það er líka í kristinni trú, þó það sé túlkað misjafnlega, eins og að við dauðann sofnum við og rísum á hinsta degi.. –  Í Biblíunni er líka talað um að rísa upp í dýrðarlíkama, en þessi dýrðarlíkami er þá væntanlegi þessi andlegi, ekki þessi massi sem við köllum dags daglega líkama. –

En hvernig er dauðinn fyrir þau sem verða eftir? – Hann er sár, endanlegur, við getum ekki faðmast, talað saman eða hlegið saman – nú eða grátið saman, getum ekki svo margt sem við gátum áður og það er „THE END“ eða endirinn á svo mörgu og óhemju vond og grimm breyting í lífinu að missa þau sem eru okkur náin.

Dauðinn er missir.

HÖFNUN er missir

Nú langar mig að nálgast missi á annan hátt, en það er þegar fólk fer úr lífi annars fólks, án þess að deyja.  Það bara fer og þau sem eftir verða missa.

Það þekkja þau sem hafa gengið i gegnum skilnað, – og tilfinning sem verður ríkjandi er höfnun. – Að vera hafnað af þeim sem við elskum, er býsna súr og grimm tilfinning. Margir sem hafa lent í því, hafa viðurkennt að hafa hugsað “Það hefði verið skárra, ef að hann/hún hefði dáið” –  já, þetta virkar undarlegt og kannski taka einhverjir andann á lofti.   En ég held að við verðum bara hreinlega að viðurkenna mannlegar tilfinningar.

En það er ekki heldur allltaf bara maki sem upplifir höfnun við skilnað.  Það eru börnin.  Í allt of mörgum tilfellum hverfur annað foreldrið – stundum alveg, en stundum að einhverju leyti úr lífi barnsins síns. –  Feður sem kynnast nýjum konum og eignast “nýja” konu og jafnvel fjölskyldu  (hennar börn/þeirra börn) hafa stundum “gleymt” eða forðast það að hafa börn af fyrra hjónabandi/sambandi með í nýja lífinu. – Þá upplifa börnin höfnun.

Ég missti pabba minn sjö ára, – hann dó og það var hræðilegt.   Önnur stelpa missti pabba sinn, – hann flutti “alla leið út á land” – og hún sagði í barnslegri einlægni “ég vildi óska að pabbi minn hefði dáið” –  og aftur gæti maður andvarpað, ef við vissum ekki hvað lægi þar á bak við.  Hvað meinti hún?-   Jú, ef hann hefði dáið, þýddi það að hann hefði ekki yfirgefið hana viljandi og þannig hefði hún ekki upplifað svona mikla höfnun. –

Þegar fólk með þessar upplifanir úr bernsku, – upplifanir af höfnun foreldris sem lendir í skilnaði og/eða trúnaðarbresti – þar sem makinn velur skilnað, –  verður uppllifunin margföld,  tilfinningar barnsins koma ofan í tilfinningar hins fullorðna. –

Óttinn við að missa maka er líka mikill hjá fullorðnum aðila sem hefur misst foreldri í dauðsfalli. –  Við erum svo víruð til að tilheyra, elska og vera elskuð, við tengjum vírana okkar saman – við þau sem eru okkur náin og þegar þessir vírar slitna þá er sársauki. –

Gífurlegur sársauki.

Ég nefndi dæmi um föður hér að ofan, en að sjálfsögðu eru llíka dæmi um að börn upplifa að þeim er hafnað af mæðrum.  Það gildir það sama.

Að missa maka er sárt, að missa foreldri er sárt.  Það er sárt að missa barn, – gífurlega sárt, –  og alveg gífurlega vont fyrir foreldri líka ef það upplifir höfnun frá  barni sínu.

Ég held samt, – og tala út frá sjálfri mér hér, að hin skilyrðislausa elska sé samt mest frá foreldri til barns, – þannig að ef barn er hamingjusamt skipti það mestu máli.  – En það þarf styrk til að elska skilyrðislaust.

Þessi pistilll er ekki til að gera lítið úr missinum við dauðann, langt í frá.  En hann er til að vekja athygli á missinum og sorginni við höfnun.   Þar fylgja oft í kjölfarið tilfinningar eins og skömm og reiði. –  Það eru margar vondar tilfinningar sem gera þeim sem eftir situr ekki gott. –

Við þessa höfnun snýst hugsunin svo oft inn á við: “Hvað var að mér?” – “Er ég ekki nógu ________ góð/ur, falleg/ur, skemmtileg/ur” .. en í flestum tilfellum hefur það lítið sem ekkert að gera með þau sem eftir eru. –

Það á náttúrulega engin/n að skilja við barnið sitt, – a.m.k. á meðan það er ennþá barn að aldri.  Aðstæður geta orðið þannig á fullorðinsaldri að ekki er hægt að umgangast eigin afkvæmi, en það er efni í annan pistil.

Skilnaður er raunverulegur í nútíma þjóðfélagi,  og í mörgum tilfellum er það þannig að sá sem stígur út úr sambandi er ekki endilega að hafna maka sínum, – og það að vilja ekki vera með honum eða í sambandinu lengur hefur ekkert eða lítið með hinn aðilann að gera. –  Þetta snýst í raun ekki um makann, heldur sjálfsleit þess sem fer.  En það þýðir samt ekki að sá/sú sem eftir situr upplifi ekki höfnun.  Það sama gildir um sjálfsvíg – þau sem eftir sitja upplifa oft að þeim sé hafnað, – en að sjálfsögðu eru þau sem falla fyrir eigin hendi,  fyrst og fremst að hafna eigin lífi hér á jörðu, eina leiðin sem þau sjá til að komast “heim” er í gegnum þessa leið.

Það er sönn heimkoma, þegar við deyjum líkamlegum dauða  – og við þurfum ekki dæma þau sem fara, ekki dæma okkur sjálf heldur, – þetta var þeirra leið, við höfum okkar eigin.  Dómharka í eigin garð og annarra er mesta orkusuga sem til er og engum til góðs, og síst okkur sjálfum.

Stundum gildir það kannski líka fyrir foreldra sem yfirgefa börnin sín? –  Kannski eru þessir foreldrar fullorðin týnd börn, leitandii að sjálfum sér og að reyna að komast heim til sín, í fangi annarrar manneskju?

Flest höfum við upplifað einhvers konar höfnun í gegnum ævina.  Við erum hrædd við að biðja um greiða, um hjálp, því við gætum fengið “nei” – og þá tökum við því sem persónulegri höfnun, – en höfnunin hefur oftast ekkert með okkur að gera persónulega, viðkomandi bara er upptekin/n, ekki í stuði eða eitthvað. –

Mikið af þessum stóru höfnunum í lífinu eru sama eðlis og þær litlu,  og hafa ekkert með okkur persónulega að gera, en það er oft erfitt að sjá það. –

Það er þó oft huggun harmi gegn, – að vita af því. –

Kannski snýst þessi höfnun ekki um þann sem upplifir höfnunina, – heldur getu- eða kunnáttuleysi  þess sem fer eða hafnar, getuleysi  til að gefa ást, þiggja ást, takast á við verkefni og ábyrgð sem fylgja því að vera í sambandi við nána ástvini.

Kannski er þetta fullorðið sært barn, sem bara ekki kann og fer í burtu. Stundum með tilfinningarnar sínar inní skápnum.  Með sjálfa/n sig inní skápnum.  Sem kann ekki að lifa lífinu lifandi, en er leitandi – burt frá sínum. –  Í stað þess að leita heim. Í stað þess að muna sig og hver hann eða hún raunverulega er.

VIð stundum það mörg að hafna okkur sjálfum, – með því að leita út á við, – í stað þess að leita inn. –  Það er eflaust versta tilfinningin, að hafna sér.

Undir sama titli „Er dauðinn alltaf það versta?“ væri líka hægt að ræða óhugnanleg slys og sjúkdóma og þær breytingar sem verða á okkar nánustu og á lífi þeirra, og okkar, þar sem fólk missir eiginleika sem það hafði áður, og þá missum við í raun það fólk sem það var áður. – Fólk missir lífsgæði sín og það er sárt að horfa upp á slíkt.

Dauðinn hefur margar birtingarmyndir, –  hver breyting í lífinu er dauði á því gamla og upphaf á hinu nýja. –  Við deyjum á hverri sekúndu og lifnum á hverri sekúndu.  Viðurkennum okkur,  veitum athygli þessu lífi sem kviknar á hverri sekúndu, þannig að við verðum vör við okkur sjálf og höfnum okkur ekki. –

Á meðan að þú elskar þig, er alltaf einhver sem elskar þig.

Þegar þú upplifiir elsku þína, upplifir þú elsku Guðs,

– sem var þarna allan tímann.

Þá vitum við líka að okkur var ekki hafnað

og við höfnum ekki sjálfum okkur.

Þú ert nógu ……….

ÁST

249106_10150991795971001_1629834884_n

Ertu misnotkun? – Ertu sjúkdómur? – Ertu missir? .. Ertu sársauki þinn?

Enn langar mig að fjalla um sjálfsmynd. –  Titillinn ber stórar spurningar, –   en ég er að spyrja hvort  við séum að samsama okkur, eða byggja sjálfsmynd okkar um of á því sem hefur gerst í lífi okkar, áföllum og heilsu.

„Ég ER fórnarlamb misnotkunar“ –  „Ég ER sjúklingur“ – „Ég ER sú/sá  sem missti“ – „Ég ER særð“ ..  svo má halda áfram „Ég ER sá/sú sem var lögð í einelti“ ..

Ég veit að þetta er svona „matter of speaking“ – eða svona er tungumálið, en sumt fólk les meira inn í þetta og sjálfsmynd þeirra fer að byggjast á þessu, svipað og ég myndi segja „Ég ER guðfræðingur“  –  sem er kórrétt, en það að ég hafi menntað mig í guðfræði eða hafi þennan titil má ekki verða að meginstoð sjálfsmyndar minnar, og er það langt í frá. –

Sjálfið þarf að vernda,  svo við týnum ekki sjálfum okkur í titlum eða skilgreiningum.  Við erum hvorki starfið okkar né áföllin okkar.

Af hverju er mikillvægt að samsama sig ekki við áföll (trauma) – eða veikindi okkar? –  Það er vegna þess að það getur í mörgum tilfelllum haldið aftur af bata okkar.  Við verðum of tengd þessum atburðum, –  við förum t.d. í stuðningshóp þar sem markmiðiið með stuðningsvinnunni er að ná bata. –  Okkur fer að líða vel í þessum hópi, – en það sem tengir okkur eru sárin og þá höldum við kannski aftur af batanum okkar, til að geta haldið áfram að starfa með þessu fólki. –  Rífum upp sárin, aftur og aftur, – skoðum þau frá enn fleiri hliðum. –  „Sjáðu sárið mitt – það er ég.“

Þetta hljómra pinku grimmt, en það er mikilvægt t.d. að þegar við leitum hjálpar við meðvirkni að við förum ekki að verða háð stuðningshópnum, – því markmiðið hlýtur að vera það að verða sjálfvirk en ekki háð grúppunni? –  Ekki satt? –

Ég er því ekkert endilega sammála því heldur, sem tíðkast að segja í sífellu í anonymus samtökum:  „Góðan dag, ég er alkóhólisti“ – „Ég er meðvirk“ – o.s.frv.  í tugi ára.  Fólk sem er í bata ætti að fara að fókusera á batann, en ekki á þetta „Ég er alkóhólisti eða ég er meðvirk“ –   Það er engin/n að afneita því, að það sé málið, en að hamra á því aftur og aftur, er það rétt?

Mér finnst þetta skapa viðnám og viðhalda vandamálunum og tengja þau of mikið sjálfsmynd einstaklingsins. –   Hana nú! –  Þetta er mín skoðun í dag, – hún gæti breyst á morgun. – 🙂

Ég er búin að nefna það að það sé ekki gott að samsama sig því sem gerðist í lífi okkar, missi, ofbeldi, veikindum –  og að það sé vegna þess að það hamli bata.

Að sama skapi getum við farið að nota það sem afsakanir fyrir að gera ekki, geta ekki og kunna ekki. – Stundum er það notað til að stjórna.  Fólk notar það að það hafi orðið fyrir ofbeldi til að réttlæta það sem það gerir, og sum „trompin“ eru það stór að þau þagga alveg niður í þeim sem eru í kring. –   Það er í raun ljótt að notfæra sér þetta, en við gerum það stundum meðvitað og stundum ómeðvitað. –

Hér er ég t.d. að tala um aðila sem hefur lifað með ofbeldismanni, viðkomandi er komin/n úr sambandinu, – hefur verkfæri til að vera í bata, en er stanslaust að tengja sig við ofbeldismanninn,  með einum eða öðrum hætti. Rifja upp sambandið, – og draga þannig úr eigin orku til að fara að lifa sínu lífi, sem er framundan. – Ef einhver spyr í sakleysi sínu hvort að viðkomandi ætli ekki að fara að fá sér vinnu, þá er rifjuð upp myndin af öllu sem hann/hún hefur þurft að ganga í gegnum, og það þaggar niður í spyrjandanum, sem jafnvel hálf-skammast sín fyrir að spyrja. –

Það má því segja að fólk „valdi sig“ með vandamálunum og það vill ekki missa valdið og þá gerist hvað? – Jú það fær ekki bata.  Því líður ekki vel þar sem það er statt, – alls ekki. Þar að auki vill það ALLS EKKI fyrirgefa, eða reyna að gleyma því sem hefur gerst. Því það er orðið svo stór hluti af þeirra „ídentity“ eða sjálfsmynd.  Það finnur mátt sinn og megin í gegnum það. –  Finnur sig tilheyra „grúppunni“ –  þessum sem voru meidd, eða meiddu sig og er hrætt við að tilheyra ekki hópnum.  –  Við erum „víruð“ til að tilheyra. –   Stuðningsgrúppan er algjörlega farin að virka öfugt, –  hún vinnur nú aðeins til að viðhalda sársauka og næra missi, – ef svo má að orði komast.

Við verðum alltaf að fatta hvert við erum að stefna, – erum við að stefna frá sársaukanum? Erum við að stefna að því að lækna okkur og heila, – sjá okkur heil eða viðhalda brotinu, sársaukanum, veikindunum eða hvað það nú er? –

Ef engin er hreyfingin sitjum við í sársaukapollinum og hættum að greina á milli hans og okkar sjálfra. –

Hver er þá heilunin, hver er batinn?

Það er ekki hægt að lækna eitthvað sem við viðurkennum ekki að sé fyrir hendi, – ef það er brot, ef það er sár, ef það eru veikindi .. þá er alltaf mikilvægt að samþykkja það, en ekki afneita – eða viðurkenna ekki. – Síðan förum við af stað með spurninguna: „Hvað ætla ég að gera í því?“ – „Hvar fæ ég leiðsögn?“ –  „Í hvaða átt á ég að fara“ – „Hvað vill ég?“ – „HVER ER ÉG?“  ..

Ef að það sem hrjáir okkur, er af völdum annarra – fólks eða aðstæðna,  þá er oft eina leiðin (fyrir okkur sjálf) að fyrirgefa, – og fyrirgefningin er til að taka sér valdið yfir eigin lífi.  Það er sá/sú sterka sem fyrirgefur.  Munum það. –  Við erum ekki að samþykkja atburð eða samþykkja fólk, – við erum að samþykkja okkur sjálf að við séum þess virði að lifa lífinu lifandi. –  Við erum að ELSKA okkur sjálf og taka ábyrgð á okkar lífi, okkar sjálfi – með því að sleppa/fyrirgefa aðstæðum eða fólki. –

Ef þú segir „En það er ófyrirgefanllegt“ – og það er vissulega rétt – þýðir það að þú tengir þig áfram við það sem meiddi þig.   Viltu sleppa?  Viltu kannski hafa þessa manneskju í lífi þínu? – Viltu stöðugt vera að rifja upp, svo þú missir orku, svefn? –

Hvað viltu? –

VERÐI ÞINN VILJI  ..

Það er best að taka sér valdið yfir eigin lífi, fyrirgefa „fíflinu“ – og við megum alveg kalla fólk sem beitir ofbeldi þeim nöfnum sem við þurfum til að geta fyrirgefið. –  Kannski vorum við aldrei nokkurn tímann beðin afsökunar, eða fyrirgefningar.  Það verður kannski aldrei og kannski er viðkomandi hreinlega ekki lifandi lengur. –

Um leið og við fyrirgefum öðrum – sleppum við.

Um leið og við fyrirgefum okkur sjálfum – sleppum við.

Frelsið er okkar og batinn er okkar, ef við bara viljum.

Hvort við höfum hugrekki til þess, er aftur á móti önnur saga.  Líf okkar breytist við fyrirgefninguna og við erum hrædd við breytingar.

Okkur gæti batnað og okkur gæti farið að líða betur, – hversu hræðilegt er það? –

Æ, mundu bara að þú ert þú – og þú ert perla og það er ekkert sem breytir því. 

Þú ert ekki missirinn, þú ert ekki sjúkdómurinn, þú ert ekki sársaukinn. Þú ert ekki vandamál sem þarf að leysa….

Þú ert  …..

oyster-and-pearl

 

 

 

„Af hverju ertu ekki í bata?“ ….

We all suffer at times. Regrettably, there are those who use the authenticity of their suffering as an excuse to not heal. Caroline Myss coined the term “woundology” to describe how some people define themselves by their physical, emotional, or social wounds.

In Why People Don’t Heal and How They Can, Myss writes that many people hoping to heal “are striving to confront their wounds, valiantly working to bring meaning to terrible past experiences and traumas, and exercising compassionate understanding of others who share their wounds. But they are not healing. They have redefined their lives around their wounds and the process of accepting them. They are not working to get beyond their wounds. In fact, they are stuck in their wounds.”

Indeed, the last thing that many who are wounded, grieving, or ill are seeking is the full recovery of their health. Pain is their primary “relationship currency” and, consciously or not, they fear making their way in the world without it.why-people-dont-heal-book-cover-myss

Pain has its privileges. Those who adopt a victim mentality may use their wounds to manipulate and control situations and people; after all, suffering can be a convenient excuse for dodging responsibilities. Others discover that, after a lifetime of attending to others, they relish being attended to.

Pain is also the ticket that gains the wounded entrance into well-meaning support groups where members receive, perhaps for the first time, validation, understanding, and acceptance.

Tilgangur með stuðningshópi er að leiðbeina meðlimum til bata, svo þeir geti komist áfram með líf sitt, og margir gera nákvæmlega það, og halda áfram og verða öðrum jákvæðar fyrirmyndir sem gefa öðrum von sem enn eru í baráttu. – Aðrir meðlimir velja sig frá batanum, – því að ef þeir ná bata gæti það þýtt að þeir þyrftu að yfirgefa eina samfélagið sem nokkurn tíma gaf þeim stuðning.

Markmiðið með allri heilun – er að verða sjálfbær heilari. – Þú færð leiðsögn, en það verður á einhverjum tímapunkti að vera hægt að sleppa af þér hendinni.  Það bera að varast að verða háður ytri heilurum. –

It takes courage to explore your suffering, to peel away layer after layer of beliefs, behaviors, and assumptions and rigorously hold yourself accountable to life.

Just as a silversmith holds a piece of silver in the middle of a fire to burn away its impurities, so must we lean into the fire of our pain . . . and burn. Only the searing flames of relentless self-honesty can cauterize our wounds, blunt the jagged edges of our agony, and prepare us for the journey back to wholeness.

Hafðu hugrekki til að trúa ..

JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Þú mátt vita að. . .

Þú getur ekki verið öllu fólki allt.
Þú getur ekki gert alla hluti í einu.
Þú getur ekki gert alla hluti jafn vel.
Þú getur ekki gert allt betur en allir.
Þú ert mannleg/ur eins og allir aðrir.

Svo. . . .

Áttaðu þig á því hver þú ert, og vertu það sem þú ert.
Taktu ákvörðun hvað er í forgang, og gerðu það.
Finndu styrkleika þína, og notaðu þá.
Lærðu að keppa ekki við aðra,
vegna þess að enginn er í keppni við þig að vera þú.

Þá munt þú ..

Læra að samþykkja hversu einstök vera þú ert.
Læra að setja hlutina í forgang og taka ákvarðanir.
Læra að sýna þér þá virðingu sem þú átt skilið.
Og þú verður sprellifandi dauðleg vera.

Hafðu hugrekki til að trúa . . .

Að þú sért yndisleg, einstök vera.
Þú sért einstök persóna í mannkynssögunni.

View original post 46 fleiri orð

Hvað er „Trophy Wife?“ – og af hverju eru svona margir karlmenn sem „yngja upp?“ ..

Ég er nú búin að halda námskeið um lausn eða sátt eftir skilnað oftar en ég get talið, og þar af leiðandi búin að hitta fjölda fráskildra kvenna og reyndar karla líka, – þó að ég hafi aðeins verið með eitt karlanámskeið, hingað til.  Eftirspurnin virðist minni, þó ég telji þörfina ekki síðri. –  En það er önnur umræða.

Það sem hefur iðulega komið upp, er þessi „Yngri kona“  10 – 15 – 20 – 25 árum yngri, þannig að í sumum tilfellum er kynslóðarmunur á milli.

Þessi pistill er ekki til að dæma einn né neinn, – mig langar aftur á móti að tengja þetta mínu uppáhaldsrannsóknarefni sem er sjálfsmyndin. –  Ég hef skrifað um sjálfsmynd foreldra sem byggist á dugnaði barna, – og hvernig væntingar til barna, unglinga að þau standi sig – ekki einungis fyrir sig, heldur til að foreldrarnir upplifi sig eða sjálfsmynd sína „stærri“  eða meiri, valdi þessum börnum/unglingum kvíða og of mikil ábyrgð sé lögð á þau gagnvart foreldrum.

Hvað með sjálfsmynd karla og kvenna – og hverju máli skiptir makinn þar? –

Ég hef þá trú að hin raunverulega SJÁLFS-mynd hafi ekki með hið ytra að gera. – Og þá er hið ytra ekki bara eignir, heldur kemur maki þar líka við sögu. –

Eins og foreldrar eru „stoltir“ af börnum sínum, fegurð, dugnaði, greind o.s.frv. – eins getur fólk fundið til stolts af maka sínum, – sérstaklega er það þá tengt útliti ef talað er um þessar „Trophy Wives“ – við konur erum ekkert skárri, því við viljum líka eiga myndarlegan mann,  ekki bara fyrir okkur, heldur til að „sýnast“ út á við.

Það er mjög mikið lagt upp úr útliti, og að maðurinn sé hærri t.d. en konan er mjög algeng „krafa“ og ég þekki það alveg hjá sjálfri mér að finnast „skrítið“ að vera í sambandi við lágvaxinn karlmann, eða sem er lægri en ég. –  Það er búið að forrita okkur svo sterkt, hvernig þetta allt „á“ að vera,  svo okkur hreinlega líður ekkert voðalega vel ef makinn er ekki „eftir uppskrift“…

Eftir því sem við erum með sterkari sjálfsmynd, og vitum betur hver við erum, því minna máli skiptir útlitið.  Hið unglega útlit – eða stöðluð fegurð á að bæta okkar sjálfsmynd sem er ekki nógu sterk, eða hvað? –

Hér er skilgreining á „Trophy Wife“ skv. Wikipedia:

„Trophy wife“ – er óformleg skilgreining á eiginkonu,  sem er venjulega ung og aðlaðandi, og sem er álitin stöðutákn fyrir eignmanninn, sem er oft eldri og vel efnaður. Hugtakið „trophy husband“ –  er notað þegar um karlmann er að ræða.

Það hljómar auðvitað neikvætt að tala um maka sem „trophy“ eða einhvers konar viðurkenningu eða verðlaun, og beinir athygli að karakter eiginmannsins, og er hægt að tengja það sjálfhverfu (narcissism) og lönguninni til að ganga í augun á öðrum, og einnig þeirri hugmynd að maðurinn sé ekki aðlaðandi jeða hafi séns í þessar konur, fyrir aðrar sakir en þær að hann sé í góðri stöðu, eða vel efnaður.  Það getur líka verið að gefa í skyn að umrædd „trophy wife“ – hafi ekki sterkan persónuleika, – lítið annað en gott útlit, og þurfi að láta halda sér uppi til að viðhalda útlitinu.  Þessar konur eru stundum kallaðar gullgrafarar.“

Þetta hljómar nú ekkert allt of vel, – og ég held þetta sé reyndar ekki svona einfalt, – að það sé oft mikið spunnið bæði í karlinn og konuna, – það sé karakter þarna á bakvið og allt það.   Engu að síður,  skoðandi sjálfsmyndina, – þá liggur það ljóst fyrir að það að eiga rauðan sportbíl og unga konu, tengist ákveðnu stöðutákni –   og það er einhvern veginn ekki algeng pör  t.d. ung falleg kona og eldri atvinnulaus/fátækur maður, eða hvað? –

Það hefur hver og ein/n „leyfi“ – til að lifa sínu lífi og ég endurtek að ég er ekki að skrifa til að dæma, heldur til að skilja hvað er í gangi.

Þetta er í raun ekki slæmt ef að báðir aðilar eru sáttir við ráðahaginn, og það kemur i raun engum við hvern við veljum sem okkar maka. –

Það sem mér finnst skipta máli er, forsendan fyrir makavali, – að ef á bakvið þetta allt er skortur á sjálfs-trausti.  Ef að við þurfum að eiga maka sem „hífir“ okkur upp, –  þá erum við sjálf ekki nóg, eða hvað? –

Það er reyndar mun algengara að karlinn sé eldri en konan, – þó að það séu ekki nema örfá ár. Karlinn „má“ oft vera orðinn „krumpaðri“ en konan, – nú eða með ístru, á meðan hann leitar sér að konu í kjörþyngd. –  Það virðast stundum önnur gildi fyrir konur en karla og það má sjá t.d. í mörgum af þáttum í bandarísku sjónvarpi. –

Ég minntist aðeins á væntingar foreldra til barna hér í upphafi, – og hvernig sjálfsmynd foreldra hangir á því að börnin/unglingarnir standi sig. –  Það gildir þá væntanlega sama um þessa ungu/glæsilegu konu, – hvað ef hún bregst? – Hvað ef hún missir sig í át og fer að fitna? – Nú eða horast niður í anorexíu?   Hvað ef hún lendir í slysi – eða veikist? –  Breytir það sambandinu?  Var það byggt á kærleika eða einhverju öðru?

Ég hef gert óformlega könnun hjá konum, á því hvaða eiginleikar eru mikilvægar hjá maka, og yfirleitt er efst á blaði orð eins og „skemmtilegur“ – „traustur“ – „heiðarlegur“ – „opinn“ … einhvers staðar kemur svo fyrir „myndarlegur“  en það er langt í frá efst á blaði. –

Ég held að i raun séum við öll að óska okkur nærandi félagsskaps, – og að áherslurnar séu stundum rangar, – eða hvað?

Stundum er makinn bara geimvera sem þú nærð engri tengingu við!

En aðalatriði þessa pistils er þetta:

Það er mikilvægt að við séum með gott sjálfstraust, og byggjum á okkar eigin sjálfsmynd. Verðmæti okkar sem manneskju er ekki byggt á maka okkar, – nú eða hjúskaparstöðu yfirhöfuð.  Sem þýðir að einhleypingar og „tvíhleypingar“ (par eða hjón) er jafnverðmætt fólk.   Það þýðir líka að foreldrar og ekki-foreldrar eru líka jafn verðmætt fólk.

Það er aldrei hægt að alhæfa um neitt, og það er ekki svo að hvert einasta samband þar sem aldursmunur er svona mikill þýði að þar sé um einhvern sjálfsmyndarbrest að ræða,  en mér finnst þetta verðugt umhugsunarefni! ..

k-bigpic

Þessi pistill er í flokki með öðrum þar sem ég er að „spekúlera“ í sjálfsmynd fólks, – og hér hvaða áhrif hún hefur þegar kemur að makavali. Manneskja með sterka sjálfsmynd, sem er ekki byggð á ytri skilgreiningum – eins og auði eða stöðu – myndi varla þurfa á „trophy wife“ að halda? – En auðvitað má heldur ekki dæma þessar fallegu ungu konur þannig að þær hafi ekkert annað en útlitið. – En samt spurning hvað það er sem laðar þær að svona miklu eldri mönnum. Eru það völd, peningar, staða sem eru aðlaðandi og sexý? – Eða er það berstrípaður eldri maðurinn, – strípaður af eignum og stöðu? –

 

 

Á að gera út af við sig með dugnaði? ….

INNGANGUR

Í gær skrifaði ég örlítið á facebook um skilyrðislaust verðmæti. Verðmæti án merkimiða. Það er ekki „hefð“ fyrir því að við verðmetum okkur svoleiðis. Við leggjum allt í hið ytra, og þá meina ég líka heilsu og útllit, – ekki bara eignir, stétt og stöðu. – Þegar ég tala um hið innra meina ég það sem er varanlegt og hvorki hægt að vega né mæla. – Auðvitað er það áfall að missa heilsu, – missa vinnu. Allur missir er áfall, – en að upplifa það í leiðinni að missa verðmæti sitt og mikilvægi, eykur áfallið. – Standa fyrir framan spegil og sjá ekki neitt, af því við erum ekki með titil? – Það er mikilvægt að átta sig á því að hver sál er verðmæt, – og allar jafn verðmætar, skiilyrðislaust og án merkimiða. – Það er verðmætt vegna þess, að fólk á það til að keyra sig út, í sumum tilvikum til að sanna fyriir heiminum, og þá sjálfum/sjálfri sér, verðmæti sitt. –

Þegar við upplifum að við séum nóg í okkur sjálfum, – þá kunnum við betur að setja mörk. Þá hlustum við á líkamann þegar hann segir stopp, nú er tími til að hvíla sig. – Ef við teljum okkur ekki nóg, við þurfum að „sanna“ tilverurétt okkar með vinnu, – þá erum við komin á hálan ís.

Þetta snýst að miklu leyti um sáttina við okkur sjálf. – Að samþykkja okkur sjálf en ekki hafna.

Á AÐ GERA ÚT AF VIÐ SIG MEÐ DUGNAÐI? 

„Dugnaður er þetta“ … í henni Önnu, – hún er mætt í vinnu þremur dögum eftir brjósklosaðgerðina, – stendur við skrifborðið þvi hún getur ekki setið. –  Fólk beygir sig í virðingu fyrir Önnu. –   Reyndar hafði læknirinn sagt að hún ætti að taka sér leyfi frá vinnu, – en Anna lætur nú ekki segja sér að hætta. –

Anna er ómissandi! –

Kannist þið við svona týpur? – Og eruð þið svona týpur? –  Ég kannast stundum óþægilega vel við hana.

Af hverju fer Anna ekki að læknisráði og af hverju hrífumst við af Önnum sem fara ekki að læknisráði og mæta í vinnu veikar eða of snemma eftir aðgerð? –

Af því að við erum búin að upphefja dugnað, og búin að setja = merki milli verðmæti manneskju og dugnaðar hennar.  –

Anna ólst upp við aðstæður þar sem verkin voru mælikvarði á verðmæti.  Það sem hún gerði var mælikvarði á verðmæti og reyndar í heimi sem studdi þetta líka.

En hvað getur gerst ef við hlustum ekki á lækna, – mætum veik til vinnu, – segjum já þegar við eigum að segja nei. –  Þegar við virðum ekki líkamann okkar,  þegar við í raun göngum fram af okkur? –  Hvað erum við raunverulega að gera? – Við erum að fórna heilsu og fyrir hvað? –   Fyrir forstjórann?   Fyrir viðskiptavini? –   Hvort sem að viðskiptavinir eru börn – unglingar – fullorðnir, þá vill örugglega engin/n að við fórnum heilsunni fyrir þá.    Það þarf ekki líkamlega heilsu til,  það getur verið að við séum þannig að við séum með fangið fullt af verkefnum, – en erum beðin um að bæta á og segjum „já ég get“ – og í þokkabót er verið að biðja okkur um að sinna ömmu, frænku, vinkonu, – kaupa gjöf fyrir saumaklúbbinn,  hafa matarboðið o.s.frv. –

Við segjum „Já“  því við erum svo fjandi DUGLEG. –   Og það er „stimpill“ sem við erum hrædd við að missa, því að það er í dugnaðinum sem við finnum verðmæti okkar. –

Hvað svo ef að allur þessi dugnaður verður til þess að við missum heilsu?  Að við missum í kjölfarið vinnu? –   Missum við þá ekki verðmæti okkar? –  Hvað situr eftir?

það er í raun stórhættulegt að verðmerkja sig eftir dugnaði,  því þá getur það sem ég lýsi hér að ofan gerst.  Við erum svo hrædd við að missa virðingu annarra og okkar sjálfra, að við þorum ekki að slaka á.  Þorum ekki að segja nei.  Þorum ekki annað en að GERA í stað þess að VERA. –

Hún Anna okkar, hér að ofan gæti misst heilsu og gæti misst vinnu, og þá, vegna þess hvað henni hefur verið innrætt, – þá upplifir hún það að hún sé einskis virði.  Anna fékk ekki að heyra það sem barn að hún væri verðmæt, – að hún væri elskuð án skilyrða. Að hún væri verðmæt án skilyrða og merkimiða.  Merkimiða sem felast í starfstitli eða heilsufari. – Merkimiðarnari geta falist í mörgu, eins og „gift“ – „menntuð“ – „fræðingur“ – „móðir“ – „hraust“ – „rík“   o.s.frv. –

Lítið barn fæðist dásamlegt og verðmætt – og ekkert breytir verðmæti þess.  Þessu verðmæti halda allar manneskjur.  Það er okkar innra verðmæti, sem aldrei breytist, engin gjörð, ekkert starf, ekki heilsa eða heilsuleysi, ekki maki, ekki barnafjöldi eða barnleysi. –

Við fæðumst rík og við deyjum rík, – nakin/n kom ég í heiminn og nakin/n yfirgef ég heiminn. –  En í nektinni erum við nóg.  Og í nektinni erum við, við sjálf.

Við erum ekki vinnan okkar, við erum ekki fötin okkar, við erum ekki status, stétt, útlit, heilsufar o.s.frv. –

Af hverju er þetta mikilvægt, og hverju breytir það að vita að við erum skilyrðislaust verðmæt? –

Jú, – það skiptir máli fyrir sjálfsmynd. –

Ef ég tel starf mitt hluta af sjálfsmynd og byggi sjálfstraust mitt á því, – og missi síðan starfið er mikil hætta á að ég sjái ekki neiitt lengur í speglinum og að sjálfstraustið sé farið með starfinu.  Þegar „identity“ okkar eða sjálfsmynd og sjálfsmat hangir of mikið á hinu ytra, – þá verður skellurnn svo mikill þegar við missum hið ytra. –  Það sama á við um útlit.  Ef við hengjum sjálfstraust á unglegt útlit, – en elldumst óhjákvæmilega, þá myndum við missa sjálfstraustið um leið og unglega útlitið ekki satt? –

Mér hefur alltaf þótt skrítin setning eins og  „Sjálfstraustið óx þegar ég var orðin grönn.“ –  Ef feitlagin manneskja lítur ekki á sig sem verðmæta,  þá „útvarpar“ hún því frá sér.  Þ.e.a.s. ef henni líkar ekki við sig eins og hún er og þykir ekki vænt um sig,   þá finna aðrir þá víbrasjón eða skynja þá orku hennar. – Við, í raun,  – útvörpum orkunni okkar, – eða þessu „I´m not worthy“ –  „Ég er ekki verðmæt“ – og „mig ber ekki að virða, því ég virði mig ekki sjálf.“ –

Þversögnin í þessu er sú, að það er fyrst þegar við förum að virða okkur, elska okkur eins og við erum – virða og elska öll kílóin okkar, á meðan þau eru hluti líkama okkar, að við förum að ná árangri í að missa þau. –  Verðmæti okkar er í engu samræmi við tölurnar á vigtinni. –   Þ.e.a.s.  þegar hún sýnir lægri tölur að við séum verðmætari manneskjur, en hún sýni hærri. –

Þannig gætum við gert við svo margt annað, – vigtað heilsu okkar, vigtað starf okkar. Er virkilega hægt að vigta verðmæti okkar? – Nei.

Verðmæti okkar verður helldur ekki metið eftir tölum á bankareikningi.  Við erum jafn verðmæt hvort sem við eigum 10 millljónir eða við erum 10 milljónir í mínus.

Þegar við vitum þetta, að við erum verðmæt, skilyrðislaust og óvigtuð, – þá líður okkur betur með okkur sjálf.  Við upplifum okkur ekki í einhverjum ruslflokki.

Við erum á stað sáttarinnar við okkur sjálf. 

Ég ætla ekki að skrifa meira hér um sáttina, en ég skrifaði nýlega annan pistil um sáttina, og það má lesa hann í framhaldi af þessum,  því hann fjallar í raun um sama hlutinn. –   Ef við upplifum okkur ekki verðmæt, þá erum við heldur ekki sátt.  Því fyrr sem við náum sátt við það sem er, og okkur eins og við erum núna, því fyrr fer okkur að líða betur í andanum. –

Það er skiljanlegt, ef að skilaboðin hafa verið alla tíð að verðmæti okkar felist í heilsu eða vinnu, að við uppllifum að við séum að missa okkur sjálf eða verðmæti okkar, að við séum að týna sjálfsmynd, en í raun var hún löngu týnd ef að hún var einungis tengd vinnu, útliti eða hreysti. –

Mundu hver þú ert, – þú ert andleg vera sem ert hér að eiga líkamlega tilveru. Þú ert líka óhemju fallleg vera, – og ekki hafa áhyggjur þó þú sýnir að þú sért viðkvæm/ur og brothætt/ur.  Við myndum öll drekka úr stál- og/eða plastbollum ef okkur þætti þeir fallegir, -en viðkvæmasta postulínið er oft fallegast.

Heilsulaus, atvinnulaus, barnlaus, húsnæðislaus, peningalaus … o.s.frv. – það hefur EKKERT  að gera með okkar innra verðmæti. –

Það er bók í Biblíunni sem heitir Jobsbók, – Job er maður sem á allt, og hefur verið duglegur alla tíð. Hann átti konu, börn, hús, akur, heilsu. –  Til að gera langa sögu stutta, missir þessi góði maður allt sitt, allt nema sjálfan sig.  –  Job skildi ekkert í þessu, hann sem hafði alltaf verið duglegur, trúrækinn, og þetta braut öll lögmál, þ.e.a.s.  lögmálið um að góðir hlutir ættu að gerast hjá góðu fólki.   Job skildi ekki að Guð skyldi gera honum þetta að missa allt sitt. –  En það sem gerist er að Job sér í fyrsta skipti Guð, en áður hafði hann heyrt um Guð og lesið um Guð og eflaust beðið til Guðs.  En Guð var honum ekki persónulegur, ekki frekar en hann var sjálfum sér persónulegur.  Hvað ef hann þekkti aðeins sjálfan sig af afspurn en sjálfsmynd hans var týnd í öllu sem hann átti?

„Ég þekkti þig af afspurn, en nú hefir auga mitt litið þig!“  sagði Job þegar hann loksins mætti Guði.

 

„Know thyself, and thou shalt know the Universe and God “ Pýþagóras. 

„Þekktu sjálfa/n þig, og þú munt þekkja alheiminn og Guð“ .

Það er líka talað um að Guðs ríki sé hið innra, og það í blessaðri Biblíunni, – hún er nú ekkert alslæm! ..

Ég óska engum að þurfa að ganga í gegnum hremmingar Jobs, til að rifja upp sjálfan sig og/eða Guð.

Ástæða þess að ég er að vekja athygli á innra verðmæti – og sjálfsmyndinni, er m.a. til að deila eigin reynslu, því að ég hef kynnst Guði og sjálfri mér í gegnum sársaukann, í gegnum missi.  Ég hef misst vinnu, ég hef misst hluta af heilsu,  ég hef misst foreldra, vinkonur, frænkur, eiginmann, kærasta, dóttur … ég hef misst traust á öðrum og orðið fyrir vonbrigðum. –   Ýmsir hafa brugðist.

Það mikilvægasta er að ég bregðist mér ekki sjálf, – og ég átti mig á því að í gegnum allt gangi ég sjálf með mér.  Og að í gegnum allt gangi Guð með mér.  Því Guð finnur allt sem ég finn. – Líka sársaukann. –

Ég er ekki ein, – því mitt í öllu þessu er ég verðmæt skínandi perla, – og þú ert verðmæt skínandi perla. –   Við tilheyrum ölll sömu perlufestinni, – við mannfólkið.  Perlufestin er verðmæt – og þó að það falli skuggi á einstaka perlur eða makist eitthvað utan á hana, gott eða vont, þá breytir það ekki því að hún er verðmæt.  Það er bara ekki alltaf hægt að sjá það.

Já, þetta er nú meiri dugnaðurinn í henni Önnu, – bara mætt í vinnuna sárlasin.

Af hverju gerir Anna það? –

Jú, hún veit ekki að hún er verðmæt og byggir sjálfsmynd sína á dugnaði, og þau sem eru í sama pakka klappa Önnu á öxlina og hún fær hrós fyrir – viðurkenningu á tilvist sinni, viðurkenningu sem hún vill ekki missa. 

Það er eitthvað kolrangt við þetta, og við vitum það.

Vonandi ❤

Tengilll á pistil um sátt er HÉR

i_am_enough

Hvað er árangur? ..

„The standard of success in life isn’t the things. It isn’t the money or the stuff. It is absolutely the amount of joy that you feel.“ -Abraham

Það er mikilvægt að ná árangri, – og árangur er uppskera.  Ég hef skipt árangri upp í tvennt, – innri árangur og ytri árangur.  Innri árangur er sátt, gleði, ást, friður o.s.frv.  Það er þessi huglægi árangur. –  Ytri árangur er t.d. prófskírteini, góður maki, peningar, eignir o.s.frv.

Sama hversu mikið við eignumst – ef við eigum ekki ást, frið, gleði og sátt,  þá náum við ekki árangri og okkur finnst við aldrei fullnægð.

Það er því mikilvægast að vinna að þessum innra árangri, meiri ánægja = meiri árangur!
26774_402195742058_4384603_n

 

„Stjórinn“ skiptir máli …

Foreldri, forstjóri =  fyrirmynd og áhrifavaldur.

Andrúmsloft á vinnustað eða heimili er oftar en ekki mótað af þeim sem hefur mest völd og mesta ábyrgð. –  Á heimili eru það foreldrar á vinnustað,  æðsti yfirmaður, forstjóri, framkvæmdastjóri, deildarstjórar og s.frv.-

Þegar bæta á anda á vinnustað, eða á heimili, þá þarf að byrja á „toppnum“ – eða snúa honum á hvolf,  því í raun er þessi toppur grunnurinn. –

Auðvitað hafa allir aðilar áhrif, – hvort sem það eru unglingar, börn, starfskraftar á vinnustað o.s.frv. –  en setningin „eftir höfðinu dansa limirnir“ á ágætlega við. –

Fyrirmynd skiptir máli og það er sama hversu mörg sjálfsræktar – eða sjálfsstyrkingarnámskeið við sendum börnin okkar á, eða starfsmenn stunda,  ef foreldrar eða forstjórar eru erfið í samskiptum eða gefa vond skilaboð, þá hefur það vond áhrif á allt og alla.

Stundum tekur barn ábyrgð, – og reynir að „redda“ aðstæðum þar sem foreldri er skapstórt,  geðstirt,  dapurt o.s.frv. –
„Ég skal mála allan heiminn elsku mamma“ .. syngur barnið til að gera mömmu glaða. –   Það á þá væntanlega mömmu sem þarf að kæta, ekki satt?

Gleði foreldra er gleði barns, og depurð foreldra verður depurð barns.

Ef foreldri er pirrað,  fer barn oft að vanda sig, passa sig að vera ekki fyrir – lærir að geðjast og þóknast og allt sem flokkast undir meðvirkni. –  Það fer að laga sig að skapsveiflum foreldris.

Það sem stendur hér að ofan um samband foreldris og barns, má alveg heimfæra á vinnustað.  Þar sem við erum „fullorðin börn.“   Ef við höfum verið að geðjast foreldri,  verið trúðurinn, þæga barnið, „vera ekki fyrir barnið“ – heima,  er mjög líklegt að við förum í sama hlutverk á vinnustað.  Ég tala nú ekki um ef yfirmaður er svipað stemmdur og foreldrið var. –

Það þurfa auðvitað allir að skoða sig, – en lykilpersónur í að laga samskipti og hafa áhrif á andann á vinnustað eða heimilum eru „höfuðin.“

Því má bæta við að annað hvort erum við góðar fyrirmyndir, eða slæmar fyrirmyndir.

 

F52E17F2-694E-11E1-94CA-E6AE32D05ADD