Vegna fjarlægðar minnar frá Íslandi get ég (eðlilega) ekki haldið námskeið á Íslandi, en búseta mín er í Danmörku.
Ég hef hins vegar áhuga á að bjóða upp á netnámskeið í valdeflingu (empowerment) og sjálfstyrkingu. Eins konar „I can do it“ – eða „Ég get það“ námskeið. Námskeiðið mun vara 4 vikur og kostar 8000.-
Um er að ræða alls konar æfingar – t.d. til að æfa breytt hugarfar til að skapa sér betra og jákvæðara líf. Allt frá jákvæðum staðhæfingum upp í leikfimiæfingar – til að styrkja orkuna. Það er auðvitað mikilvægt að þetta sé skemmtilegt. Eina sem fólk þarf að hafa er netsamband og facebook 🙂
Lágmarksfjöldi þátttakenda er 8 manns.
Það sem verður í boði:
Átta fyrirlestrar lagðir inn – (tveir í hverri viku) þar geta þátttakendur sett inn spurningar á eftir og ég svara þeim. Allar spurningar og svör eru birt öðrum þátttakendum. Þáttakendur geta einnig sent mér persónulegar spurningar, en ég mun þá birta svörin við þeim fyrir alla, en þá kemur ekki fram hver spyr.
Einnig mun ég leggja upp með spurningar til hópsins – og mynda þannig þráð.
Ítarefni sem reynist gagnlegt til uppbyggingar og sjálfstyrkingar verður einnig í boði. Þetta efni er frá fólki sem ég hef lært af, en þeir fyrirlestrar eru undantekningalítið á ensku.
Það verður margt, margt annað í boði – í hópnum, en það verður betur kynnt innan hópsins. Þetta fer allt fram í facebook hópi sem kallast: Valdefling20201 – og hópurinn verður lokaður og farið er fram á trúnað.
Uppfært 12. febrúar 2012:
Vegna fjölda áskorana mun ég fara af stað með hópinn hér í Valdeflingu /sjálfstyrkingu þegar ég hef náð lágmarksþátttöku sem eru ca. 8 manns. Ég mun verða með beina útsendingu í ca. 30 – 40 mínútur í senn. Það verður þó hægt að horfa á fyrirlesturinn ef þið missið af.
Ég verð með 2 fyrirlestra í viku – á mánudögum og fimmtudögum kl. 17:30 (get breytt tíma ef það passar meirihluta illa). Verðið er 8000.- krónur á þátttakanda
Þetta verða 8 fyrirlestrar yfir 4 vikur – sem endar ávallt með stuttri hugleiðslu/slökun.
Drög að dagskrá
1. Kynning
2. „Hver er ég“? fyrirlestur um það hver við í raun og veru erum.
3. Markmið og hindranir – Innri /Ytri
4. Valdefling – hugrekki.
5. Ábyrgð – Áhætta – Ákvörðun – Ástundun .. Áin fjögur ..
6. Þakklæti – gleði
7. Samvinna – samskipti
8. Samantekt
Nánari upplýsingar og/eða skráning er hjá johanna.magnusdottir@gmail.com