Mundu þig ….

„Remember who you are“ …  eða Mundu þig er að einhverju leyti skrítin yfirlýsing – eða hvað? – Í minningarbókunum skrifuðum við „Mundu mig, ég man þig“ –  en munum við okkur sjálf, eða hver við erum og hver erum við? –

Erum við sama manneskjan og skrifaði í minningarbókina? – Já, – en við erum ekki lengur barn í grunnskóla, ekki 12 ára og kannski komin í vinnu, búin að eignast heimili, maka, börn, komin með stóran maga og menntun og e.t.v.  hrukkur? –

En breytir það einhverju um það hver við erum? –  Nei, vegna þess að við erum ekki aldurinn okkar, útltið, stétt, staða í þjóðfélagi o.s.frv. –

Þetta undantalið er allt sem við erum ekki, –  við erum ekki það sem er breytanlegt, heldur það sem er varanlegt. –

Það er gott að spyrja sig „hvað varir?“ – Líkaminn breytist óumflýjanlega – umhverfið breytist – eigurnar breytast … en hvað varir? Ég tel að við séum andlegar verur sem séum í heimsókn á „hótel jörð“ .. við látum glepjast af þessu veraldlega – umhverfinu og því hvernig kroppurinn lítur út, eins og við séum útlitið okkar. – Það er yndislegt að rifja upp hver við erum í raun og veru og upplifa frelsið við að þurfa ekki að lifa eftir væntingum hins veraldlega, væntingum sem eru í raun aldrei almennilega uppfylltar og skapa því oftast vonbrigði. – Elskum að vera þau sem við erum, og „minnumst“ okkar. – Svæfum ekki andann með fíknum og flótta.
Hvað varir? – hvað er eftir af þér þegar búið er að tína burt titla, stöðu, stétt, útlit, eigur o.s.frv.? Einhver vera – nafnlaus – allslaus bara vera sem er, eins og Guð er.

Það er þessi varanlega vera – sem er eitt með lífinu – sem er sú sem gott er að minnast, minnast þess að hún er.

Mundu þig, ég man mig – munum okkur. 

1011263_10152206228976217_320277565_n

Ertu full/ur af hverju? ….

Rósir gefa frá sér rósailm …

Hvítlaukur angar sem hvítlaukur …

Hvað gefur þú frá þér? …

Ertu full/ur af reiði?

Ertu full/ur af gleði?

Ertu full/ur af hatri?

Ertu full/ur af friði?

Ertu full/ur af gremju?

Ertu full/ur af ást? ..

Hvað viljum við gefa?

Væntanlega ást, gleði og frið … og fleira í þeim dúr?

Þá þurfum við að rækta það sem við viljum gefa til að eiga nóg af því, en ekki rækta það sem við viljum ekki gefa. –

971890_412903325485195_97787239_n

Lausnin Vesturland …

Heil og sæl,

Nú er stofan mín – Lausnin Vesturland –  í Brákarey (í sama húsi og Nytjamarkaðurinn)  að verða tilbúin. – Ég get því tekið á móti fólki sem hefur þann styrk að sækja sér stuðning, „pepp“ – hjálp við að finna fókus, hjálp varðandi meðvirkni, ofbeldi, sambönd, samskipti á vinnustað,  sorg, kvíða o.s.fl.-

Einkaviðtal kostar kr. 8000.-   og er ca. 60 mínútur – innifalið í fyrsta viðtali er hugleiðsludiskurinn Ró, sem er byggður á æðruleysisbæninni.

Viðtöl fyrir börn, unglinga og eldri borgara kr.  6000.-

Ég mun setja upp námskeið fljótlega, svipuð og þau sem ég hef sett upp í Reykjavík. –

Til að panta viðtal er hægt að senda póst á johanna@lausnin.is  (takið fram að það er í Borgarnesi).

Ég tek vel á móti öllum, konum og körlum á öllum aldri. –

Hægt er að biðja um fyrirlestra og námskeið á Vesturlandi.

Sjá nánar um starfsemi Lausnarinnar á http://www.lausnin.is

525966_4121119355193_877443323_n

Bölvum minna og blessum meira…

„Ég hata á mér magann“  =  bölvun

„Þoli ekki þessar hrukkur“ = bölvun

„Hata þennan verk alltaf“ = bölvun

—-

„Ég elska á mér magann“  =  blessun

„Elska þessar hrukkur“  = blessun

„Ég sendi kærleik í verkina mína“  = blessun

Tölum fallega við kroppinn okkar, –  eins og hann væri góður vinur eða vinkona. –  Líkaminn okkar á það besta skilið og hann á skilið að við blessum hann en bölvum honum ekki. –

Blessum líka það sem við setjum í líkamann, matinn og hvað sem er, aldrei setja neitt ofan í okkur sem við bölvum, – ef þú reykir sígarettu blessaðu hana og óskaðu þess að hún geri þér gott.   Já, hljómar undarlega,  en af tvennu illu er þetta betra. –

Veljum gleði – blessun og hamingju en ekki skömm – bölvun og óhamingju. –  Líka fyrir líkama okkar. –

Já veljum blessun en ekki bölvun og sjáðu bara hvað fer að gerast?

Gæti verið að þú upplifðir betri heilsu? – Það skyldi þó aldrei vera?

En aðalatriðið – ekki trúa á óttann – heldur elskuna. –  það er mitt allra besta heilsumeðal. 

Lifum heil

542009_393086784060318_70576340_n

Skömmin lifir ekki af ljósið …

Af hverju segja frá og létta af okkur skömm?

Jú, skömmin þolir ekki ljósið, ekki sólargeislana og alls ekki sannleikann, sem er sá að við eigum hana ekki skilið! …

Skömm er stjórnunartæki, og þegar því er beitt á okkur þá upplfium við okkur sem slæm, heimsk, vitlaus, ódýr og ómerkileg.  Það er erfitt að ætla sér stóra hluti með skammarbakpokann á bakinu.

Ég segi stundum að það sé eins og að spyrna sér upp úr dýi, þú sekkur bara lengra.

Leyndarmál lífshamingjunnar er að eiga ekki leyndarmál, það þýðir m.a. að það á aldrei að sitja uppi með eitthvað sem við upplifum sem skömm alein/n. –

Þegar meðvirkt fólk fer að vakna af meðvirkni sinni,  áttar það sig líka oft á að það eru að burðast með skömm.  Skömm fyrir að „leyfa“ einhverju að viðgangast, eða einhverjum að ganga yfir sín mörk,  en þá þarf það að átta sig á því að það gat bara ekki gert betur miðað við aðstæður,  það var að gera sitt besta miðað við spilin sem gefin voru.. Miðað við umhverfi, innrætingu, uppeldi o.s.frv. –

Ef við erum alin upp við samviskustjórnun „skammastu ÞÍN“ .. þá er ekkert skrítið að við lærum að skammast okkar fyrir okkur. –  Ég myndi aldrei nota þessi orð við nokkurn mann í dag,  ef ég vildi honum bata, og hvað þá barn.

Skömmin er ein langversta tilfinning okkar  Hún kemur oft í kjölfar á annarri tilfinningu,  þegar okkur er hafnað,  þegar við upplifum að við erum ekki einhvers virði nema að við gerum eitthvað rétt eða erum dugleg.

Skömmin er vond fyrir sálina, en líka fyrir líkamann, – hún sest þar að eins og sjúkdómur og er því heilsuspillandi.

Brené Brown útskýrir á einfaldan hátt mun á skömm og sektarkennd:

Skömm:  Ég ER vond/ur.

.Sektarkennd: Ég GERÐI eitthvað vont.

Það er vont að upplifa að skömm sé hluti af hver við erum og við það þarf fóllk að losna.

Góðu fréttirnar eru að það er til lækning við skömm – eins og ég skrifaði í upphafi, skömmin þolir ekki ljósið og hún þolir heldur ekki að það sé sagt frá henni,  því þá minnkar hún og endanlega hverfur. .

Skömmin er stjórntæki .. Að segja „skammastu þín“ – er eins og að segja „láttu þér líða illa“ … og það er bara engin ást í því, því að út frá vanlíðan sprettur ekki hinn frjálsi vilji til að gera betur, heldur viljinn til að þóknast þeim sem stjórnar tilfinningunni. – Það eru kolrangar forsendur og í raun brot á frjálsum vilja. Hún býr til vítahring meðvirkni.

Þú getur aflétt álögum orðanna „skammastu þín“ …  og þér þarf ekki að líða illa. –    

Greinin hér að ofan er innblásin frá grein sem má lesa hér og er ítarlegri.

codependent-no-more

Af hverju hafnar fólk hamingjunni? …

Abraham Lincoln sagði,  flest fólk er eins hamingjusamt og það ákveður að vera.“

Flest fólk játar það líka að það vilji vera hamingjusamt, en er samt að hindra hamingju sína – af hverju? –

Það er eitthvað innra með okkur sem hindrar, hindrar eins og áhyggjufull meðvirk móðir sem vill ekki að barnið meiði sig þegar það fer að ganga og leyfir því ekki að spreyta sig. –  Það gæti nefnilega dottið og meitt sig!

Þetta er sama tilfinningin og kemur yfir ástfangið fólk, – það byrjar að finna gleði og ást, og þá kemur óttinn við að missa gleðina og ástina í kjölfarið og þá tekur stjórnsemin við,  og vantraustið á lífið, – „getur verið að ég eigi þetta skilið? – „Á ég hamingjuna skilið?“ – Efasemdaröddin er sterk og stjórnsöm og segir stopp,  þú gætir meitt þig og þessi hamingja, fuss og svei, – þetta hlýtur að vera of gott til að vera satt! .. o.s.frv. “ ..

VIð hindrum hamingjuna vegna þess að við treystum ekki, förum að hugsa til baka þegar við treystum einu sinni og hún brást og erum viss um að það gerist aftur, – og ætlum þá ekkert að standa upp, heldur hvíla í örygginu – jafnvel í vanlíðan því það er staður sem við þekkjum. – VIð vitum hvað við höfum en þegar við kynnumst hamingjunni þá erum við í óvissunni og óörygginu um hvort hún endist og þá – til að ekkert komi nú á óvart, þá er betra að hafna henni áður en hún hafnar þér. –

Svona getur þetta virkað. –

Af hverju ættum við að kjósa það að vera hamingjusöm? –  Jú, ekki bara fyrir okkur,  –  líka vegna þess að við verðum aldrei nógu óhamingjusöm til að öðrum fari að líða betur. – (Undantekningin er veikur einstaklingur sem fær eitthvað út úr óhamingju annarra og það er þá ekki aðili sem elskar okkur, og jafnvel hið gagnstæða og af hverju að geðjast þeim sem vill okkur illt?) ..

Hreinsum ástæðurnar fyrir að vera ekki hamingjusöm, ástæðurnar sem liggja alveg aftur í bernsku,  hættum að hafna hamingjunni og bjóðum hana velkomna inn í okkar líf.

Eitt af því sem gerir mig hamingjusama er að hjálpa einhverjum öðrum, stundum beint og stundum óbeint.  Hamingjan er smitandi eins og óhamingjan er smitandi. –

Það er alls konar flensa í gangi – og fólk smitar fólk.

Væri ekki dásamlegt að vera smitberi hamingjunnar? –

Eða myndir þú forðast slíkan einstakling, er það ógnvænlegt?

Spurðu þig þá af hverju, og af hverju þú átt ekki skilið að öðlast hamingjuna? –

Hvernig væri bara að segja „já takk og velkomin?“  .. taka hugrekkisstökkið og opna dyrnar fyrir hamingjunni, – þú gætir dottið, jú, jú, en þú gætir líka tekið mörg skref og jafnvel hlaupið! –  en hvað barnið ef það dettur?   Jú það kannski meiðir sig, grætur smá – en ……..

Óttumst (hamingjuna) minna og elskum meira  ❤

Abraham_Lincoln_quote

 

Um mikilvægi náinna sambanda …

Á síðunni Psychology Today, – fann ég ágæta grein, – og eftirfarandi er aðeins eitt af sjö atriðum sem eru hjálpleg til að lifa góðu lífi. – En það er atriðið um mikilvægi náinna sambanda.

Náin sambönd eru mikilvæg fyrir vellíðan.   Mörg okkar setja sér það markmið að reiða sig algjörlega á okkur sjálf, og margt fólk fórnar ýmsu til að geta lýst yfir sjálfstæði sínu.  Samt sem áður, hafa rannsóknir (Sneed et al., 2012) ítrekað sýnt fram á að hæfni okkar í nánum samskiptum við aðra getur borið okkur í gegnum margar af áskorunum í lífinu.

Kannski er það þess vegna sem margt fólk kýs að leita sambandsráðgjafar. Þegar okkar nánasta samband er ekki að ganga,  förum við að verða upptekin af sambandinu/sambandsleysinu og upplifum vanlíðan, en þegar þú átt félaga til að reiða þig á, upplifir þú að þú getir lifað öll utanaðkomandi áföll af.

cups10_ians

 

Greinina alla má lesa á frummálinu ef smellt er HÉR.