Stígðu inn í „Núið“ …

Við erum mörg meistarar í því að gera, – en hvernig á að vera? – Og hvernig á að vera í Núinu – vera viðstödd Núið án þess að vera að hugsa? –

EInn merkasti „Nú-meistarinn“ er Eckhart Tolle sem skrifaði „Mátturinn í Núinu“ – og hann leiðbeinir fólki inn í Núið. – Hér á eftir fer einföldun á því hvernig við stígum inn í Núið. –

Ferðalagið inn í Núið. –

Fyrsta og mikilvægasta skrefið er það að veita athygli umhverfi okkar,  ef við sitjum í herbergi, horfum við á það sem er í kringum okkur,  fólk, hluti, skynjum rýmið og viðurkennum það sem er í kringum okkur.

Annað skrefið er að virða það og meta sem er í kringum okkur, meta það sem okkur finnst oft sjálfsagt. Ef við værum í göngutúr myndum við sjá hvað skýin væru dásamleg, eða blómin við göngustíginn.  Jafnvel fjölbreytni í umferðinni. –  Hversu oft virðum við himininn fyrir okkur og hversu dásamlegur hann er.  Þegar við virðum umhvefið fyrir okkur, – og metum það eykst meðvitundin.

Þriðja skrefið tekur okkur dýpra, – og við spyrjum okkur hvað er hérna líka í Núinu? –   Við verðum vör við skynjanir okkar, hér og nú,  verðum andlega viðstödd, ekki hugsandi um eitthvað sem er fjarlægt okkur. –  Hugsum ekki um það sem gerðist í gær eða hvað gæti gerst í framtíðinni. –   Athyglin er ekki á sms-um í símunum eða næsta „læk“ á Facebook. –

Fjórða skrefið er að skynja að við erum lifandi, skynjum líkama okkar, – lífið í fótunum, höndunum, – og við verðum viðstödd. Við getum æft þetta með að sitja með lokuð augu halda út höndunum kyrrum í lausu lofti, spyrja okkur síðan: „Hvernig veit ég að hendur mínar eru þarna?“

Stundum missum við af lífinu, af Núinu.  Þá stígum við út úr Núinu til að elta Lífið – sem við höldum að við séum að missa af, en um leið og við förum að elta erum við fjarri. –

Hugsanir koma – en við þurfum ekki að elta þær og við verðum vör við bilið sem er á milli þeirra, og við skynjum okkur sjálf,  ekki sögu okkar, bara hver við erum.

Hvað er það sem gerir okkur fært að skynja líkamann? – Það er viðvera okkar, eða meðvitundin.

Það yndislega við hugleiðslu, er að uppgötva okkur sjálf, ekki sögu okkar, heldur þessa dýpri vídd,  sem barnið hefur.  Barnið sem skoðar fingur sína án þess að dæma. –

Við spyrjum okkur; „Hvernig líður mér að vera ég?“ –  Án sögu minnar,  bara hér og nú.  Persónuleg saga okkar er ekki þau sem við erum. –

Við spyrjum okkur líka: „Er ég meðvituð/meðvitaður (aware) um meðvitund mína (my awareness)“..

Þegar við viljum skynja okkur sjálf förum við í lóðrétta vídd, við köfum djúpt – stöldrum ekki við í gárum yfirborðsins,

Þegar við köfum djúpt inn í formlausan kjarnann komum við HEIM í formlaust himnaríki, þáð sem er innra með okkur.

Við erum frjáls og við erum í þögn – glaumur heimsins truflar ekki, við gleymum okkur ekki, heldur munum hver við erum, í djúpinu innra með okkur. –

……

Ég verð með hugleiðslunámskeið kl. 10:00 næsta mánudagsmorgun í Lausninni Reykjavík,  það eru þrír mánudagsmorgnar, – enn hægt að skrá sig – smelltu HÉR.

 

 

Mótsagnirnar sem trufla …

„Það sem þú veitir athygli vex“ – er virkilega sönn setning.  Þegar ég keypti mér gráu Honduna mína 2005,  sá ég miklu fleiri gráar Hondur. –  Þegar ég fer út að ganga og ákveð að veita rauðum lit athygli sé ég meira af rauðum lit, – þið vitið hvað ég meina. –

Ef við erum alltaf að tala um verkina okkar, sársaukann o.s.frv. – veita honum athygli er eins og að við finnum meira fyrir honum. –  Það er líka svoleiðis að þegar við tölum um lúsafaraldur þá fer fólki að klægja í höfuðið,  eða skrifum orðið „geispi“ – þá er líklegra að við geispum. –

Ég hef orðið vör við það að þegar ég ræði um kvíða og fæ fólk til að ræða um sinn kvíða,  verður herbergið „rafmagnað“ með kvíða. Það verður kvíðaorka ráðandi. –

En nú kemur mótsögnin:   Það er nauðsynlegt að ræða hlutina, ekki byrgja þá inni. – Svo er það fólkið sem er að pósta alls konar hlutum sem verða til þess að við séum vakandi fyrir krabbameini og ofbeldi. –    Ég held að í staðinn fyrir að fókusinn fari á orðið „VAKANDI“ –  fari öll athyglin, eða mesta á orð eins og ofbeldi eða krabbamein. (Skrifa þessi orð viljandi með litlum en VAKANDI með stórum). –

Við verðum að sjálfsögðu að vera vakandi fyrir orsökum og því sem veldur, – en hvað með hitt.  Hvað með þetta „Cancer awareness“  dæmi? –    Má ekki þýða það „krabbameinsathygli.“

Hvernig væri að snúa þessu við? –

Hverju viljum við veita athygli? –

Viljum við ekki veita heilsunni athygli? –  Viljum við ekki veita FRIÐ og ÁST athygli? –

Oft hef ég lesið um það að ástin sigri allt … svona þegar upp er staðið.

L O V E  –  sem er þýtt sem elska, ást eða kærleikur,  e.t.v. fleiri orð.

Ég kann ekki að leysa þessa mótsagnargátu.

Ég er samt mjög hugsi yfir allri athyglinni og tel að samtök og félög mættu velja sér nafn sem fæli í sér lækningu en ekki sjúkdóminn sjálfan. –

Þarna er ég að tala um muninn á t.d. „Krabbameinsfélagið“ og „Hjartavernd.“  hvort skyldi nú gefa meiri von? –

Væri rétt að stofna „Kvíðafélagið“  fyrir þau sem eru haldin kvíða? –

Ég fæ bara hnút í magann yfir þessu nafni! ..

Við þurfum að vera vakandi, við þurfum að vera meðvituð um það sem veldur hinu vonda, meðvituð um sjúkdóma og meðvituð um ofbeldi, svo dæmi séu tekin,  en það er mín tilfinning – og ég byggi hana á langri reynslu að við séum orðin afvegaleidd í fókusnum.

Við þurfum ekki alltaf að taka öllu eins og það er, bara af því að það var. Kannski erum við stundum að hugsa „öfugt“ – og það er margt sem hefur verið að kollvarpast á undanförnum árum, – eða kannski að við höfum verið að enduruppgötva það,  því fátt er nýtt undir sólinni. –

Markmiðið með þessum pistli er að vekja.  Vekja til umhugsunar um hvort að við megum fara að ELSKA MEIRA OG ÓTTAST MINNA. –   Að hætta að vökva og veita næringu því sem við viljum ekki að vaxi og dafni, en næra og vökva í staðinn það sem við viljum að vaxi? –

Gera meira af því sem veitir okkur gleði – stilla orkuna okkar þannig að hún laði að heilsu og gleði í stað þess að „stilla á“ áhyggjur og sorg? –  Getum við valið?

FRIÐUR – GLEÐI – ÁST …  ❤

Veitum því enn meiri athygli og sjáum hvað gerist… það gæti komið okkur á óvart. –

552023_434727973207644_155458597801251_1864963_8980327_n

 

 

 

 

Þegar þig langar eitthvað en trúir öðru …..

„Þegar þig langar eitthvað en trúir öðru ertu að kljúfa orkuna þína.“… (Esther – Abraham Hicks).

Eftir því sem ár og þroski færist yfir, styrkist ég í trúnni. –  Ekki trú á eitthvað, heldur bara trúnni – hreinni og ómengaðri. –

Í raun skiptir trú næstum öllu.  Hverju við trúum að við séum.

Í rauninni erum við í einhvers konar „heilaþvottartrúboði“ alveg frá bernsku. –

Allt sem foreldrar segja og gera er ákveðið „trúboð“..

Foreldrarnir eru fyrstu „guðirnir“ – því flest börn trúa á foreldra sína – og trúa þeim oft í blindni. –

Við erum leirinn – eða leirkúlan sem foreldrarnir bera ábyrgð á að koma heilli í gegnum bernskuárin. –  Svo koma fleiri þarna inn í eftir því sem árin líða, – auðvitað fleiri í fjölskyldunni, kennarar, félagar í skóla, o.s.frv. –  Ef við eignumst maka getur verið að hann haldi áfram að móta þessa kúlu. –

Fyrstu árin erum við óábyrg fyrir okkur sjálfum,  – við erum ósjálfbjarga og getum ekki annað en treyst á foreldra eða aðra uppalendur. –   Það er hreinlega ekki annað í boði fyrir barnið. Þess vegna er hlutverk uppalenda MJÖG mikilvægt,  að uppeldið verði ekki að ofbeldi. –

Ofbeldið er eins og högg og holur í leirkúluna, og hún afmyndast og brenglast. –

Þegar að árin líða færist ábyrgðin skref fyrir skref yfir á okkur sjálf og þegar við erum algjörlega búin að taka yfir erum við full-orðin. –

Ef við tökum ekki ábyrgðina að fullu, erum við í raun ekki fullorðin og það vantar eitthvað upp á.

Hér er ég að tala um að fullorðin manneskja og heilbrigð ber fullkomna ábyrgð á sjálfri sér, – á hamingju sinni, velferð, viðhorfi, gleði, frið o.s.frv. –

Full-orðin manneskja trúir á mátt sinn og megin, og e.t.v. sinn æðri mátt eins og við köllum það.  En fullorðin manneskja verður að varast að gera aðrar manneskjur ábyrgar fyrir sér eða að trúa á aðrar manneskjur eins og þær væru þeirra æðri máttur og bera þar af leiðandi ekki ábyrgð á sjálfri sér. –

Ég var einu sinni að kvarta yfir fjölskyldumeðlim, – og sagði: „Hann lætur mér alltaf líða svona“ –  en um leið og ég sagði það, áttaði ég mig á valdinu sem ég var að gefa viðkomandi.

„Hver lætur mér líða svona og hinsegin?“ –  Er það ekki ég sjálf þegar ég samþykki, eða trúi því sem hinn segir – eða skilaboðum hans?

Hvað ef ég trúi þessum aðila ekki, eða samþykki ekki skilaboðin? –

Hvernig líður mér þá? –  Hvernig vil ég að mér líði? –

Við getum haft þennan aðila sem leigjanda (sem ekki greiðir þó leigu) í höfðinu á okkur, – þetta getur verið rödd úr bernsku, rödd úr samfélaginu – sem við trúum og sem talar svo hátt – eða við stillum svo hátt að við heyrum ekki í okkar innri rödd. –

Okkar eigin rödd fær ekki, hlustun,  rými eða við trúum henni ekki.  Hinir hljóta að hafa rétt fyrir sér, eða hvað? –

Hver hefur ekki fengið hugdettu, eða skynjað að eitthvað sé rétt og ætlað að fylgja því eftir, en svo kemur einhver annar og skynjuninni er ekki trúað lengur heldur hinum aðilanum.  – Svo kemur í ljós að skynjunin var rétt og viðkomandi lemur sig niður fyrir að hafa ekki fylgt eigin sannfæringu?

Við óttumst stundum eigin rödd, – því ef við fylgjum henni þurfum VIÐ að taka ábyrgð á því sem við gerum. Er ekki betra að varpa ábyrgðinni á einhverja utanaðkomandi, – „hann sagði það“ – segjum við svo eins og barnið og þurfum þar af leiðandi ekki að taka ábyrgð.

Við eigum rétt á ýmsu og sumt fólk er býsna duglegt að kalla eftir rétti sínum, en stundum vill þetta sama fólk ekki taka neina ábyrgð. –

Dæmi um þetta eru t.d. framhaldsskólanemendur (sumir) sem eru mjög stífir á rétti sínum um allt milli himins og jarðar sem varðar hina ytri umgjörð, – vill góða kennara, góðan skóla, góða aðstöðu, kennslu, námsbækur o.s.frv. –  Og að sjálfsögðu eru þetta sanngjarnar kröfur, en krafan til sjálfs sín er í lágmarki.  Það er hið ytra sem á að kenna, og nemandinn  er ekki til í að taka ábyrgð,  það á að kenna honum,  en það er takmarkað hvað hann „nennir“ að læra, nú eða kannski að vakna í skólann, nú bara stunda námið.  Kannski hefur viðkomandi nemandi bara takmarkaðan áhuga, eða trú á að þetta nám sé eitthvað sem þjóni honum eða henni. –

Hvað gerirst þá? –  Jú, þá finnur nemandinn afsakanir utan sjálfs sín (því hann trúir á ytri aðstæður og ekki á sjálfan sig) lélegur skóli, kennari, námsbækur o.s.frv. –  og tekur ekki ábyrgð á sínu námi.   Þar við bætist að jú, – þetta er í raun allt mömmu eða pabba að kenna því þau eru svo leiðinleg, eða það voru þau sem vildu e.t.v.  að hann færi í skólann. –

Ytri aðstæður HAFA áhrif, hvort sem við erum nemendur í framhaldsskóla eða bara skóla lífsins, þar sem við erum auðvitað öll. –

En ef við erum nemendur sem erum alltaf að horfa út á við,  kenna ytri aðstæðum um okkar getu eða framgöngu í lífinu, þá erum við komin nálægt því að vera fórnarlömb aðstæðna og umhverfis. –

Þá kemur trúin enn og aftur inn. Hverju trúum við um okkur sjálf, og hverju trúum við að við séum? –   Getum við sjálf lagfært þessa beygluðu leirkúlu? –   Getum við sjálf haft áhrif á okkar velferð? –

Þegar okkur langar eitthvað,  skiptir máli að við trúum því að við fáum það eða getum það. –  Við trúum að við getum lært, – því ef okkur langar það en trúum öðru þá setjum við hindranir í eigin farveg. –

Þegar við setjum út óskir í alheiminn,  segjum að við viljum vera hamingjusöm, – þá erum við að sá hamingjufræjum.  Þessi fræ hafa alla möguleika á að blómstra.

En það sem við gerum ef við trúum ekki á að þau verði að hamingjublómi,  þá sáum við efasemdarfræjum og stundum svo mörgum að þau vaxa upp og kæfa hamingjufræin. –

Málið dautt og hamingjublómin líka. –

Svo þegar við bætum vantrú í þetta líka, – við treystum ekki að hamingjufræin okkar vaxi – eða verðum óþolinmóð að bíða eftir þeim, förum við með skóflu og kíkjum hvort þau séu að spíra og skemmum þannig fyrir. –

Það er gott að eiga trú og leyfa sér að vænta góðs. –

Stundum gerirst ekki gott, – en margir vilja frekar trúa því, svo þeir verði ekki fyrir vonbrigðum. –   Það fólk er alltaf girt bæði með belti og axlabönd,  og í sumum tilfellum verða þessi „öryggistæki“ eins og spennitreyja og breytist í kvíða yfir öllu því „hræðilega“ sem mögulega, kannski, ef til vill – gæti gerst. –

Er það góð trú? –

Hvað með: „den tid den sorg“ – eða „leyfðu morgundeginum að hafa sínar áhyggjur?“ –

Er ekki skemmtilegra að lifa í góðri trú en vondri trú á framtíð og fólk? – Skiptir ekki lífsgangan máli, hvernig hún er gengin? –

Slökum á, sleppum, treystum og trúum,  og síðast en ekki síst leyfum okkur að vera svolíti kærulaus og minna ómissandi. –

Tökum ábyrgð, tökum trú – á okkur sjálf. –  Það heitir sjálfs-traust.

„Trú þín hefur læknað þig“ … Hverju trúum við? – Trúum við endalaust á að eitthvað utanaðkomandi beri ábyrgð á okkur og okkar líðan? – Hvað með trúna á okkar eigin getu, kraft og sannfæringu? – Hvað með trúna á það að við getum verið hamingjusöm? .. Er það hægt með þessa ríkisstjórn? – Er það hægt í þessu hjónabandi? – Er það hægt í þessum skóla…………………..lífsins skóla? –
Hverju trúir þú, og við hvern þarf að semja?

971890_412903325485195_97787239_n

Óttinn við hið óþekkta …

Oftast er það óttinn við hið óþekkta sem stöðvar okkur í að gera breytingar eða sleppa tökum.

Við leysum ekki festar,  því báturinn okkar er öruggur við bryggju.

Flest viljum við vita hvað er framundan, hvað tekur við og ef við vitum það ekki þá ríghöldum við í það sem við þekkjum.

Hvað ef tilgangur lífsins væri að læra að finna til? –

Finna til okkar, ekki frá okkur.

Við værum þá að forðast tilgang lífsins með að forðast tifinningar okkar, og forðast okkur sjálf um leið. –

Stundum er vont, stundum er gott.

Stundum er sorg og stundum er gleði. –

Það er þegar við höfum upplifað djúpa sorg og viðurkennt hana að við getum tekið á móti sannri gleði.

Ekkert er bælt, flúið og engu afneitað.

Við verðum glöð í okkur og með sjálfum okkur, finnum frið og ást.  –

Gleðin, friðurinn og ástin eiga sér leikvöll í hjartastað og við leyfum þeim að leika frjálst.

Finnum að ég við erum lifandi og verðum þakklát fyrir að skynja þetta stækkandi samfélag hið innra. –

Lærum að lifa innan frá og út. 
Lærum að vera hugrökk – alla daga – þó suma þeirra séum við særð og lítil hið innra.

Við finnum til.

Þá erum við þakklát fyrir að vita að við erum aldrei ein og þurfum því ekkert að óttast, ekki breytingar, ekki tilfinningar,  ekki fólk.

Ekkert

81ed53f7ba224875fe7d4478a3d93872

Lífið er dauðans skuggadalur

Lífið er óvissuganga, – en óvissunni lýkur við dauðann.  Við vitum í raun ekkert hvað gerist á morgun eða bara á næstu mínútu, þó oft séu til dæmis líkurnar á því að nýr dagur rísi mun meiri en að hann rísi ekki. –

Það kom einu sinni til mín kona, sem var komin í lífshættulega yfirvigt og sagði: „ég er að fremja sjálfsvíg – ég geri það bara hægt og rólega“ …

Af hverju ætli hún hafi verið að gera það? — Kannski vildi hún í raun deyja, – eða hún þorði ekki að lifa? –   Að lifa er að finna til, og að lifa er að finna sársauka. –  Þessi kona bældi sársauka sinn með mat. – Hún var tilfinningalega hungruð og tilfinningalegt garnagaul öskrar á „eitthvað“ –  en auðvitað er það þannig að matur kemur aldrei til með að gera okkur södd tilfinningalega. –

Það er því á grundvelli óttans, óttan við að finna til og sjá sársauka sinn og upplifa,  sem þessi kona var að fremja hægfara sjálfsvíg. – Bæla lífið með mat.  Aðrir bæla það með áfengi og enn aðrir með t.d. vinnu. –

Óttinn felst í því að vera. –

Þó ég fari um dimman dal – eða dauðans skuggadal, sem lífið er, þá óttast ég ekkert – því ÞÚ ert með mér. –

Hver og hvað þetta ÞÚ er skiptir hvert og eitt okkar máli, – að vera ekki hrædd eru skilaboðin.  Dauðinn – í ýmsu formi – er yfirvofandi, skuggi hans fylgir okkur allt lífið,   en að vera að hugsa um hann daglega eða óttast hann verður til þess að við forðumst það að lifa. –  Við hleypum ekki lífinu að og göngum því lifandi dauð. –  Við óttumst óvissuna, hvenær dauðinn skellur á, svo við förum, í stjórnsemi okkar að stunda hægfara sjálfsvíg.

Við erum ekki hrædd við dauðann, við erum hrædd við líf í skugga dauðans. –  Hrædd við allt sem getur gerst í lífinu, hrædd vð að missa, hrædd við að meiða okkur. –

Lífið er áhætta, – bátur er öruggur í fjörunni en það er ekki tilgangur bátsins að liggja í fjöru. Tilgangur bátsins er að sigla á öldunum. Bera fólk á milli staða.

Ef tilgangur okkar væri að vera örugg, þá værum við fædd án tilfinninga,  og þá værum við úr stáli eða plasti.  Óbrjótanleg, en ekki viðkvæm eins og postulín. –

Við þurfum að mæta svo mörgu, sitja marga skólabekki, – lífið er eins og ævintýrið í  Hringadróttinssögu.   Við mætum góðu og við mætum illu, en aðal málið er hvernig við mætum því – og hvert okkar eigið viðhorf er. –  Erum við góð eða ill?  Erum við hrædd eða óhrædd? –

Nú vitum við að lífsgangan er gengin í skugga dauðans og við göngum hana samt – við tökum ekki „short-cut“  á hana, eða forðumst þessa lífsgöngu,  með deyfiefnum.  Við finnum til – því að finna til er að vera til. –   Við finnum til sársauka og við finnum til gleði.   Þannig er lífið. –

Mestu hetjurnar eru þær sem taka á móti sársaukanum, en afneita honum ekki. Þær gráta, þær orga þegar þær finna til og skammast sín ekki fyrir það,  því það er eins og að skammast sín fyrir sjálfa/n sig og lífið. –   Þegar við höfum grátið út, þá er það eins og hreinsun og hægt er að halda áfram. –  Byrðinni er létt.

Ekki afneita lífinu núna vegna þess að einhvern tímann muni það óhjákvæmilega enda, – lifðu lífinu núna og ekki taka ánægjuna frá þér með áhyggjum og kvíða yfir því hvernig muni fara.  Það sem verður verður og komi það sem koma skal. –

masada9

R E S P E C T …. NÁMSKEIÐ FYRIR UNGT FÓLK SEM VILL NÁ ÁRANGRI

 

R E S P E C T  – er heiti á námskeiði fyrir ungmenni á Vesturlandi, 16 – 20 ára.

Respect þýðir virðing – og í þessu tengist það m.a. sjálfsvirðingu, sjálfstrausti og sjálfsumhyggju. –  Mikilvægi þess að virða tilfinningar sínar og átta sig á því að þegar þú ert komin/n á vissan aldur ferðu að vera leikstjóri í eigin lífi.  Þú átt rétt á ýmsu, en berð líka ábyrgð. – Ekki hægt að hafa bara annað hvort.

Þátttakendur fá að læra um innra verðmætamat, mikilvægi þess að velja sér jákvæða andlega næringu, setja sér markmið,  skoða innri og ytri hindranir,  læra tjáningu og framkomu,  æfa spuna,  kynnast hugleiðslu og aðferðum til að losa um kvíða, læra formúluna fyrir hamingjunni o.fl.

Markmið:  Að styrkja sjálfsmynd sína og sjálfsvirðingu,  opna fyrir tjáningu og eiga auðveldara með samskipti.  Öruggari skólaganga og betri árangur.  Jákvæðari einstaklingar.

Námskeiðið verður haldið í húsnæði Símenntunar í Borgarnesi, Bjarnarbraut 8.

Hópur 16 – 18 ára   þriðjudaga kl. 18:00 – 19:50

20. 27. maí og 3. júní og 10. júní  (ath! breyttar dagsetningar) 

Námskeiðið er 4 skipti 

(innifalin námskeiðsgögn, vinnubók,  pappír, dagbækur o.fl. )

Leiðbeinandi er  Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur, ráðgjafi, fv. aðstoðarskólastjóri og nú framkvæmdastjóri Lausnin Vesturland, en hún hefur m.a. kennt félagsfræði og áfanga í tjáningu  í framhaldsskóla og hefur víðtæka reynslu af kennslu- ráðgjafar- og uppbyggingarstarfi með nemendum.

Verð pr. þátttakanda er 12.000.-   (lágmarksfjöldi í hópi er 10 manns). 

Greiðsla er framkvæmd með að leggja inn á reikning Lausnarinnar  0327-13- 110227  kt. 0327-26-9579 Kennitala: 610311-0910.

Greiðsla þarf að berast fyrir 3. maí nk.  eða 10 dögum áður en námskeið hefst,  Og tryggir greiðsla sæti á námskeiðinu,  en að sjálfsögðu verður tilkynnt ef/þegar námskeið er fullt, en hámarksfjöldi er 18 manns.

Tölvupóstur sendur á johanna@lausnin   (upplýsingar einnig í síma 8956119)
(Einnig hægt að panta einkaráðgjöf í sama netfangi og síma)

coexist_with_respect_bumper_sticker-p128636613026383655en8ys_400

Kíkið endilega á þetta – ég hefði sjálf viljað fá svona þjálfun þegar ég var yngri, þá hefði ég kannski farið öruggari inn í lífið.  – Jákvæðni – hugrekki – styrkur – kærleikur – heiðarleiki – kurteisi – og margt meira í pakka.

Skráning:  johanna@lausnin.is  (takið fram aldur þáttanda)

Umsagnir fv. nemenda:

“Það vita auðvitað ekki margir hver Jóhanna er né hvers hún er verðug. Hinsvegar get ég ekki annað en sagt mína sögu af henni. Í þau tvö ár sem ég gékk í Manntaskólanum hraðbraut, þá var ein stoð og stytta í gegnum allt námið, það var hún Jóhanna. Hún hefur ótrúlega hæfileika er varða mannleg samskipti og hef ég sjaldan upplifað eins einlæga og indæla konu eins og hana.”   Jökull Torfason

“Það er varla hægt að fara í skemmtilegra fag. Í tjáningu lærir maður að styrkja sjálfan sig og fara út fyrir þæginda ramman. Það gerir manni auðvitað ekkert nema gott. Við fórum í alls konar uppbyggilega leiki og það var mikið hlegið. Þetta byggði líka upp skemmtilegan anda og samstöðu. Í þessum góða hópi gafst manni tækifæri á að vera maður sjálfur og jafnvel sagt frá bestu og jafnvel verstu upplifunum í lífi okkar, stundum láku tár við bæði tilefnin. Margir sýndu ótrúlegan styrk og framför. Þessir tímar munu aldrei líða mér úr minni. Ekki bara það sem hafði áhrif á mann, líka það sem maður lærði og tók með sér út í lífið.“

Takk fyrir mig:)
Ragnhildur Sigurjónsdóttir Vatnsdal

“Jóhönnu kynntist ég fyrir tæpum 10 árum þegar að hún réð sig til starfa sem aðstoðar-skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar þar sem að ég var nemandi og hef ég haldið við hana vináttu alla tíð síðan. Jóhanna náði mjög vel til nemenda skólans enda fædd leiðtogi og predikari. Hún vann hug og hjörtu okkar nemendana með hjartahlýju sinni og manngæsku, sama hvert vandamálið var hennar dyr stóðu ávallt opnar og hún ætíð reiðubúin að styðja og gefa góð ráð. 

Jóhönnu hef ég litið mjög upp til í gegnum árin og hefur hún reynst mér frábær fyrirmynd. Hún hefur einstaka sýn á lífið og fyllir þá sem hana umgangast af óbilandi trú á lífið og kraft kærleikans. Jóhanna er haldin ólæknandi jákvæðni sem er bráðsmitandi.

Hver sá sem hlustar á erindi hennar eða les pistla hennar á netinu kemst að því að hér er á ferð náttúrlega fæddur predikari sem minnir á Louise Hay og Dale Carnegie. Boðskapur hennar er mannbætandi og á erindi við alla. Jóhanna er líka ein af þeim manneskjum sem að iðkar það sem að hún boðar, hún er sjálf gangandi dæmisaga sem hægt er að tengja við. Hún setur sig ekki á háan hest heldur í spor annara, þau eru mörg þung sporin sem hún hefur sjálf þurft að stíga á ævinni og erfiðleika lífsins þekkir hún af eigin raun. Hún hefur unnið úr raunum lífsins með sínum einstaka lífskrafti og verið öðrum fyrirmynd og innblástur á sínum erfiðustu tímum.

Nýjir tímar kalla á nýjar áherslur í nálgun á fólki og fordómaleysi í fjölmenningarsamfélaginu Íslandi.”

Virðingarfyllst Hákon Guðröðarson

 

ATH!  Kynningarfundur fyrir foreldra og/eða þátttakendur verður haldinn í húsnæði Símenntunar 22. apríl nk.  kl. 17:00 – 18:00  og þar verður jafnframt hægt að skrá sig á námskeið. 

Gleðiformúlan – sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungmenni á Vesturlandi

ATH!  Kynningarfundur fyrir foreldra og/eða þátttakendur verður haldinn í húsnæði Símenntunar 22. apríl nk.  kl. 17:00 – 18:00  og þar verður jafnframt hægt að skrá sig á námskeið. 

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Lausnin Vesturland ákveðið að setja upp sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungmenni.

Þátttakendur fá að læra um innra verðmætamat, mikilvægi þess að velja sér jákvæða andlega næringu, setja sér markmið,  skoða innri og ytri hindranir,  læra tjáningu og framkomu,  æfa spunaleikrit,  kynnast hugleiðslu og aðferðum til að losa um kvíða, læra gleðiformúluna o.fl.

Markmið:  Að styrkja sjálfsmynd sína og sjálfsvirðingu,  opna fyrir tjáningu og eiga auðveldara með samskipti.  Öruggari skólaganga og betri árangur.  Jákvæðari einstaklingar. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Símenntunar í Borgarnesi, Bjarnarbraut 8 og að hluta í húsnæði Lausnarinnar að Brákarbraut 25.

Hópur 10 – 12 ára (4.-6. bekkur)   þriðjudaga kl. 16:00 – 17:50 13. 20. og 27. maí og 3. júní  

Hópur 13 – 15 ára  (7. – 9. bekkur)  miðvikudaga kl. 16:00 – 17:50  14. 21. 28. maí  og 4. júní.  

Námskeiðið er 4 skipti  (innifalin námskeiðsgögn, vinnubók,  pappír, dagbækur o.fl. )

Leiðbeinandi er  Jóhanna Magnúsdóttir,  guðfræðingur, ráðgjafi, fv. aðstoðarskólastjóri og nú framkvæmdastjóri Lausnin Vesturland, en hún kenndi m.a. félagsfræði og áfanga í tjáningu  í framhaldsskóla og hefur víðtæka reynslu af kennslu- ráðgjafar og uppbyggingarstarfi með nemendum.
Verð pr. þátttakanda er 12.000.-   (lágmarksfjöldi í hópi er 10 manns). 

Greiðsla er framkvæmd með að leggja inn á reikning Lausnarinnar  0327-13- 110227  kt. 0327-26-9579 Kennitala: 610311-0910. Greiðsla þarf að berast fyrir 3. maí nk. og tryggir greiðsla sæti á námskeiðinu,  en að sjálfsögðu verður tilkynnt ef/þegar námskeið er fullt, en hámarksfjöldi er 18 manns. Tölvupóstur sendur á johanna@lausnin   (upplýsingar einnig í síma 8956119) (Einnig hægt að panta einkaráðgjöf í sama netfangi og síma) happy-kids

Kíkið endilega á þetta – ég hefði sjálf viljað fá svona þjálfun þegar ég var yngri, þá hefði ég kannski farið öruggari inn í lífið.

– Jákvæðni – hugrekki – styrkur – kærleikur – heiðarleiki – kurteisi – og margt meira í pakka.

Skráning:  johanna@lausnin.is  (takið fram aldur þáttanda)

Umsagnir fv. nemenda: „Það vita auðvitað ekki margir hver Jóhanna er né hvers hún er verðug. Hinsvegar get ég ekki annað en sagt mína sögu af henni. Í þau tvö ár sem ég gékk í Manntaskólanum hraðbraut, þá var ein stoð og stytta í gegnum allt námið, það var hún Jóhanna. Hún hefur ótrúlega hæfileika er varða mannleg samskipti og hef ég sjaldan upplifað eins einlæga og indæla konu eins og hana.“   Jökull Torfason

„Það er varla hægt að fara í skemmtilegra fag. Í tjáningu lærir maður að styrkja sjálfan sig og fara út fyrir þæginda ramman. Það gerir manni auðvitað ekkert nema gott. Við fórum í alls konar uppbyggilega leiki og það var mikið hlegið. Þetta byggði líka upp skemmtilegan anda og samstöðu. Í þessum góða hópi gafst manni tækifæri á að vera maður sjálfur og jafnvel sagt frá bestu og jafnvel verstu upplifunum í lífi okkar, stundum láku tár við bæði tilefnin. Margir sýndu ótrúlegan styrk og framför. Þessir tímar munu aldrei líða mér úr minni. Ekki bara það sem hafði áhrif á mann, líka það sem maður lærði og tók með sér út í lífið.“ Takk fyrir mig:) Ragnhildur Sigurjónsdóttir Vatnsdal

„Jóhönnu kynntist ég fyrir tæpum 10 árum þegar að hún réð sig til starfa sem aðstoðar-skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar þar sem að ég var nemandi og hef ég haldið við hana vináttu alla tíð síðan. Jóhanna náði mjög vel til nemenda skólans enda fædd leiðtogi og predikari. Hún vann hug og hjörtu okkar nemendana með hjartahlýju sinni og manngæsku, sama hvert vandamálið var hennar dyr stóðu ávallt opnar og hún ætíð reiðubúin að styðja og gefa góð ráð.  Jóhönnu hef ég litið mjög upp til í gegnum árin og hefur hún reynst mér frábær fyrirmynd. Hún hefur einstaka sýn á lífið og fyllir þá sem hana umgangast af óbilandi trú á lífið og kraft kærleikans. Jóhanna er haldin ólæknandi jákvæðni sem er bráðsmitandi. Hver sá sem hlustar á erindi hennar eða les pistla hennar á netinu kemst að því að hér er á ferð náttúrlega fæddur predikari sem minnir á Louise Hay og Dale Carnegie. Boðskapur hennar er mannbætandi og á erindi við alla. Jóhanna er líka ein af þeim manneskjum sem að iðkar það sem að hún boðar, hún er sjálf gangandi dæmisaga sem hægt er að tengja við. Hún setur sig ekki á háan hest heldur í spor annara, þau eru mörg þung sporin sem hún hefur sjálf þurft að stíga á ævinni og erfiðleika lífsins þekkir hún af eigin raun. Hún hefur unnið úr raunum lífsins með sínum einstaka lífskrafti og verið öðrum fyrirmynd og innblástur á sínum erfiðustu tímum. Nýjir tímar kalla á nýjar áherslur í nálgun á fólki og fordómaleysi í fjölmenningarsamfélaginu Íslandi.

Virðingarfyllst Hákon Guðröðarson

ATH!  Kynningarfundur fyrir foreldra og/eða þátttakendur verður haldinn í húsnæði Símenntunar 22. apríl nk.  kl. 17:00 – 18:00  og þar fer jafnframt skráning á námskeið. 

Hvenær eiga „börnin“ að vakna sjálf?

Ég heyrði eftirfarandi frásögn á fundi hjá Lionskonum í Hveragerði í gær, – en þar var ég á opnum fundi þar sem ég var að halda fyrirlestur um meðvirkni.

Einn fundargestur talaði um vinkonu sem var að fara erlendis, en hún hringdi í aðra vinkonu til að biðja hana um að hringja til að vekja strákana sína meðan hún væri fjarverandi. –

Hvað voru svo strákarnir gamlir?  – Jú, 24 ára og 27 ára! ..

Hvenær á fólk að fara að taka ábyrgð á að vakna?

Annar fundargestur (sem er orðin amma og langamma í dag) sagði frá því að þau hefðu fengið „leiðinlega“ afmælisgjöf þegar þau voru tíu ára, en það hefði verið vekjaraklukka. –  Það var s.s. við tíu ára aldur sem börnin á þeim bæ fóru að vakna sjálf. –

Hversu lengi eiga foreldrar að bera ábyrgð á að „börnin“ þeirra vakni í skóla? – Til vinnu?  –

Það má eflaust telja það til þroskaþjófnaðar að vera enn að vekja fólk á þrítugsaldri, en hvar eru mörkin og er ekki hollt fyrir fólk t.d. í framhaldsskóla að fara að læra að vakna sjálft? –

Það er hluti af því að læra ábyrgð að fara að vakna sjálf við klukku. Það þýðir að mamma eða pabbi eru ekki ábyrg ef þú mætir of seint í skólann,  og ekki hægt að álása neinum um.  Það er líka ótrúlega lýjandi að vera „lifandi vekjaraklukka“  koma aftur og aftur inn í herbergi þar sem ýtt er á snús takkann. –

Unglingar verða að læra ábyrgð.  Læra að þeir eru í skóla fyrir sig, en ekki foreldra sína. –

Hvað er til ráða? –

Það er til ráða að setjast niður með unglingnum (tala nú ekki um fullorðnum „unglingum“) og játa það að þú sem foreldri hafir gengið of langt í að ræna hann ábyrgð, – og biðjast afsökunar. – Síðan færir þú honum valdið yfir klukkunni,  – hinni raunverulegu vekjaraklukku og þá um leið ábyrgðina á að vakna. –

Þetta er ein af lífsins lexíum. –

images