Náungakærleikur og náttúrsamtal … á gönguferð!

Býð upp á námskeið sem fer að mestu leyti fram á gönguferð á bökkum Suðurár í Heiðmörk. –
Hvar – hvernig – hvenær? –

Mæting við Tungufell (Hólmsland, Tungufell)
Dags: miðvikudag 7. júlí kl. 17:00 (ath breyttan tíma)
17:05 Kynning og grænn „living food“ hveitigrassnaps í boði fyrir þátttakendur
17:15 Lagt af stað í 3 km gönguferð sem skipt er upp í mismunandi náttúrusamtöl. Gangan er létt og engin hækkun, en það er þýft við árbakkann svo betra að vera vel skóuð, og kannski með göngustafi fyrir þau sem eru óörugg. –
18:30 Komið til baka í Tungufell og boðið upp á heitt kakó eða tesopa og upplifun rædd.
19:00 Lokið 🙂 …

Markmiðið er að læra svolítið í samræðulist og virkri hlustun – sem hjálpar okkur við að virða bæði náungann og náttúruna.

Þetta má vera pínku dularfullt og óráðið – eins og ævintýri og því verður ekki útskýrt – fyrr en komið er á staðinn hvað felst í „náttúrusamtali“ – ég fór sjálf á svona námskeið í Danmörku og hafði gaman af, og býð nú upp á það hér í okkar dásamlegu náttúru – og auðvitað bæti ég svolitlu af mínu efni í pakkann.

Við munum enda í Heilunarstofunni hjá mér – eða úti á palli, ef þannig viðrar.

Hámark 12 manns

Þátttökugjald kr. 3000.-

Bókið ykkur hjá johanna.magnusdottir@gmail.com eða í einkaskilaboðum á facebook s. 8956119


Frá sorg til sáttar eftir skilnað – námskeið.

Hið marg- eftirspurða námskeið „Sátt eftir skilnað“ – sem ég nú kalla „Frá sorg til sáttar eftir skilnað“ verður nú aftur í boði. –

Námskeiðið er fyrir öll þau sem vilja vinna úr erfiðum tifinningum við skilnað – hvort sem skilnaður er ný afstaðinn, eða eftir sitja tilfinningar (jafnvel eftir mörg ár).

Hvenær og hvernig og hvar?

Námskeiðið verður haldið laugardaginn 14. ágúst frá kl. 10:00 – 16:00
með eftirfylgni
fjögur kvöld – frá 20:00 – 21:30 – sem þátttakendur og leiðbeinendur koma sér saman um að hittast.
Staðsetning er í Hólmslandi, Tungufelli – (Heiðmörk).

Verð: 31.900.- bókunargjald kr. 3000.- (til að festa plássið) rest greiðist fyrir 5. ágúst.
Hámark 10 manns á námskeiði
Innifalin morgunhressing, ávextir, kaffi og te, hádegismatur og eftirmiðdagshressing.

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, kennari, ráðgjafi og guðfræðingur.

Dagskrá laugardags:

10:00 mæting, morgunhressing og kynning
11:00 Fyrirlestur
12:00 Úrvinnsla og samtal
13:00 Hádegismatur
14:00 Fyrirlestur
15:00 Úrvinnsla, samtal og heimferðarhugleiðsla.
16:00 Lokið ❤

Markmið námskeiðisins er að um leið og sorginni við skilnað er veitt athygli – að ná sátt við sjálfa/n sig og þá breyttu stöðu sem þú hefur í lífinu sem fráskilin/n einstaklingur.


Til að bóka þig eða fá nánari upplýsingar – hafðu samband í einkaskilaboðum á facebook, eða johanna.magnusdottir@gmail.com sími 8956119.