Nokkur atriði sem þú ættir að vita um MEÐVIRKNI .. á eitthvað þeirra við þig? ..

Hér ætla ég að telja upp nokkur atriði meðvirkni …  þetta margumtalaða og oft ofnotaða hugtak.    Það er ekki til neitt sem heitir jákvæð meðvirkni  – ekki frekar en það er til jákvæður alkóhólismi. –

  1.  Meðvirkni eru viðbrögð við áfalli /áföllum.    Þessi áföll hefjast í bernsku,  en áföll á fullorðinsaldri geta ýtt undir enn meiri meðvirkni.Stundum er talað um eðlileg viðbrögð barns við óeðlilegum aðstæðum.Alls ekki endilega einu áfalli,  frekar einhverju sem er síendurtekið.   Skýrasta birtingarmynd er að lifa á heimili þar sem alkóhólimsi er ríkjandi,  en það þarf ekki að vera,  getur líka verið ofbeldi,  geðveiki af öðru tagi, veikindi fjölskyldumeðlima o.fl. –   Allt sem gerir það að verkum að viðkomandi breytir hegðun sinni vegna umhverfisaðstæðna. –
  2. Skömmin er fylgifiskur meðvirkni.     Sá sem er meðvirkur veit undir niðri hvað hann er að gera,  en gerir það samt.    Gengur gegn eigin lífsgildum.   „Leyfir“ einhverjum að koma illa fram við sig, vegna þess að hann skortir sjálfsvirðingu „Hver er ég svosem?“ ..      „Hvað á ég svo sem skilið?“ ..     Ótti og skömm eru nátengd,   og  þegar einhver gerir eitthvað af ótta t.d. við að missa maka sinn,  þá upplifir viðkomandi skömm.    Skammast sín,  en gerir það samt.   Að kalla einhvern meðvirkan framkallar líka skömm hjá viðkomandi,  því það þykir skömm í sjálfu sér að vera meðvirk.  Það er afskaplega ómaklegt að beita slíku,  því að meðvirkni er ekki val.  Það er þó hægt að losna undan þessari skömm,  þegar fólk fer að viðurkenna vandann og aftengja sjálfsmynd sína við skömmina.
  3. Meðvirkni er óheilbrigður fókus  á annarra manna vandamálum tilfinningum og þörfum.   Það er svo sannarlega í lagi að láta sig náungann varða.  En þegar náunginn er kominn „á heilann“ á manni,  eða þegar fókusinn er fastur þar – þá missum við stundum fókusinn á okkur sjálfum. –    Þarfir okkar og tilfinningar týnast í viðleitni við að þjóna öðrum og oft reyna að lesa í það sem aðrir þurfa.   Við liggjum kannski andvaka af áhyggjum af einhverjum,  sem sefur vært annars staðar.
    Þessi fókus verður mjög óheilbrigður t.d. eftir skilnað,  þegar makinn er farinn en fókusinn er algjörlega á fyrrverandi. –
  4. Meðvirkir einstaklingar eru mjög viðkvæmir fyrir gagnrýni. –   Meðvirkir eru í raun í sárum og því ofurviðkvæmir,  – þeir bregðast við sem særð börn frekar en fullorðinn einstaklingur sem hefur náð að heila og lækna sárin.   Þau verða ofurviðkvæm fyrir gagnrýni.
  5. Meðvirkir verða oft ofur ábyrgir.     Meðvirkum einstaklingum finnst þeir oft bera ábyrgð á öllum og öllu í kringum sig.  Passa upp á þennan og hinn,  og það er oft eins og að halda mörgum boltum á lofti í einu.    Það eru margir þræðir sem þarf að halda í og þarna kemur stjórnunin inn í.    Þeir álíta að flest sé þeim að kenna, og þess vegna er sambúð alkóhólista sem setur alla ábyrgð á sínum gjörðum á aðra og meðvirks einstaklings sem tekur alla ábyrgð á sig baneitruð.     Þetta á í raun við um allt ofbeldi þar sem ofbeldismaður kennir fórnarlambinu um að það sé því að kenna að hann beiti ofbeldi. –     Ofbeldismaðurinn þarf að hætta að ásaka aðra og hinn meðvirki þarf að hætta að ásaka sjálfan sig.   Þegar ásökunum linnir –  hefst batinn.
  6. Meðvirkir loka á tilfinningar sínar.     Við það að „meiða sig“ eða lenda í umhverfi sem er meiðandi  – þá er tilhneyging fólks að verja sig með því að loka á tilfinningar og bæla.  „Ég vil ekki finna til“     Það myndast einhvers konar ósýnilegur skrápur í kringum hjartað og þaðan fer ekkert og kemur ekkert heldur.     Lífið verður frekar flatt þegar tilfinningar eru bældar.   Þegar tiflinningar eru frystar þá er ekki hægt að velja á milli góðra og slæmra tilfinninga.   Þess vegna er stundum erfitt að finna tilfinningu eins og ást – að elska sig eða elska aðrar manneskjur.     Það að ofvernda einhvern kemur ekki endilega af ást – heldur einmitt af ótta,   ást á bara að vera góð tilfinning. –      Brené Brown –  flytur frábæran fyrirlestur sem hægt er að hlusta á á youtube – sem heitir „Power of Vulnerability“ eða mátt þess að berskjalda sig.   Sem útskýrir margt hvað gerist þegar við gerum það ekki.
  7.  Meðvirkir biðja ekki um hjálp.    Vegna lélegs sjálfsmats og ótta við höfnun – að heyra orðið „Nei“   – og kannski líka vegna þessar ofurábyrgðar  biðja meðvirkir einstaklingar ekki um aðstoð. –   „Ég kom mér í þetta sjálf/ur og kem mér út úr því aftur“ ..   „Mér að kenna“ ..      Þeim finnst þeir kannski ekkert eiga skilið að aðrir hjálpi sér –  og svo eru þeir logandi hræddir að ef þeir biðja um hjálp að fólk segi nei – og taki því jafnvel persónulega.   Kannski er viðkomandi bara í raun og veru upptekinn í öðru,  en hinn meðvirki túlkar það þannig að hann hefði kannski ekki átt að biðja – eða væri að „bögga“ viðkomandi.    “ Þá er nú betra að gera bara sjálfur!“    Auðvitað getur viðkomandi gengið fram af sér,  nú eða hann lendir í krísu við að leysa sinn vanda – því að í raun getur hann það ekki sjálfur og er fastur .. kannski í ósýnilegum helli?     Það er hluti af sjálfsást og sjálfsvæntumþykju að biðja um hjálp –   og það er hugrekki í þessu tilfelli að segja „ég get ekki ein/n“ …
  8. Meðvirkir gefa – jafnvel þó það meiði þá sjálfa.     Meðvirkir gefa eftir af gildum sínum.    Málamiðlun verður þeim í óhag.    Þeir gefa í raun  afslátt af sjálfum sér.    þeir eiga svo erfitt með að segja „NEI“  ég vil ekki gera þetta –  að þeir gera það þó það meiði. –  (á bak við er alltaf undirliggjani óttinn við að einhverjum líki ekki við þá, eða segi að þeir séu leiðinlegir)     Í raun gefa þeir upp hluta af lífi sínu í þörf fyrir viðurkenningu annarra,  þegar þeir fara að geðjast og þóknast.  –   Þeir gefa en upplifa sig fórnarlömb á eftir.     Þetta er í raun eitt af atriðunum til að átta sig á hvort maður er meðvirkur,  þegar það sem við erum að gera fyrir gerir okkur pirruð eða við finnst við hafa verið notuð. –       Ekki gefa nema þig langi til þess.

Það er hægt að telja upp miklu fleiri atriði – en nóg í bili.   Það er hægt að breyta mynstum meðvirkni,  en fyrst þarf maður að átta sig á sinni eigin stöðu. –   Hvar er ég stödd – staddur á þessu „meðvirknirófi“  – en liklegast erum við öll meðvirk á einn eða annan máta.    Við erum það vegna þess að okkur skortir það að mæta okkur sjálfum með mildi,  okkur skortir fullvissuna um að við séum nóg sem manneskjur.

Það er ekkert alltaf auðvelt „að koma út úr skápnum“   sem heil manneskja – vegna þess að samfélagið kallar á þessi meðvirku viðbrögð.    Sjálfstyrking,  hugleiðsla, tenging við náttúruöflin sem elska okkur skilyrðislaust  er m.a. bataleið frá meðvirkni.

En það er þegar ásökunum linnir þegar batinn hefst.

Þegar bata er náð erum við fullvalda – við öðlumst heimastjórn og erum frjáls    ❤

17499540_914738481996934_1047657613236719554_n

Ath!   Býð upp á viðtalstíma/ ráðgjöf fyrir einstaklinga   – og fyrirlestra/námskeið   varðandi meðvirkni o.fl. –   hægt er að hafa samband á netfangið johanna.magnusdottir@gmail.com      –  eða í síma 8956119    (best að senda póst)  en af „akút“ þá hringja 🙂 ..

Viltu ná sátt eftir skilnað? .. Námskeið í boði 18. eða 25. ágúst 2018.

Þið lögðuð  af stað,  hlið við hlið,  með þann sameiginlega draum að eyða ævikvöldinu saman, –  en einhvers staðar á leiðinni  gerðist eitthvað –   einhver óheiðarleiki,  einhver sem vandaði sig ekki   eða þið hreinlega þroskuðust í sitt hvora áttina. –

Draumsýnin um að ganga hönd í hönd út í sólarlag ævikvöldsins er þurrkuð út – og eftir stendur þú og hugsar einmitt: „Hvað gerðist?“    „Er eitthvað að mér?“   „Hvað er að honum/henni?“ ..  Það eru alls konar spurningar,  og sum svörin þekkjum við í hjartanu en sum alls ekki. –

Svo eru það tilfinningarnar allar sem geta verið svo erfiðar og kannski er það einmanaleiki og tómarúm sem toppar þessar tilfinningar.     Það getur verið erfitt að upplifa sig eina/n   –  eftir að storminn  lægir.      Þess vegna,  m.a.  er gott að hitta aðrar manneskjur sem skilja þig og eru tilbúnar að deila sinni reynslu með þér.

Það er gert með skilningi og oft þarf að færa fókus.

Ef þú telur þig hafa þörf á svona námskeiði  hafðu þá samband – eða bókaðu þig á johanna.magnusdottir@gmail.com

Námskeið fyrir konur 18. ágúst  2018  og  25. ágúst  2018    (Ég hef reynt að bjóða upp á þetta námskeið fyrir karla – en aðeins einu sinni hefur náðst  í hóp,  en ef þú ert karl að lesa þetta og hefur áhuga láttu mig vita og ég set upp námskeið.

Námskeiðið er haldið á Köllunarklettsvegi  í Reykjavík.   09:00 – 16:00   og síðan eru 4 kvöld í eftirfylgni.

Verð fyrir námskeiðið er 29.900.-   (ef greitt fyrir 2. ágúst – annars 32.900)
Innifalin hressing –  kaffi – te – ávextir o.fl.   Fyrirlestrar og gögn og eftirfylgni.      (Hægt er að semja um skiptingu á greiðslu – eða afslátt ef það eru aðeins peningar sem eru að stoppa þig).

Byggt upp af fyrirlestrum og samtali.

Ath! –  Ekki skiptir máli hvor að skilnaður er nýafstaðinn eða lengra liðið.   Markmiðið er hamingjusamari þú.    –   Áttu það skilið?  

Ef svarið er já – hafði þá samband  johanna.magnusdottir@gmail.com

Ath!  Einnig hægt að panta einkaviðtalstíma,  hef mikla reynslu af því að hjálpa fólki að halda áfram með líf sitt eftir hvers konar áföll.

Líf

 

 

Sumarfrískrísa einhleypra …

Í fyrsta skipti sem ég heyrði af „sumarþunglyndi“  var það þegar ég var að vinna undir hatti Lausnarinnar. –    Það var reyndar samstarfsfélagi sem vakti athygli mína á þessu,  en hann sagði mér að  þegar færi að vora væru margir einhleypir  sem fengju kvíða fyrir sumrinu og þá sérstaklega sumarfrístímabilinu.

Ég þurfti að fá útskýringu,  en ég hafði alltaf tengt depurð og leiða frekar við skammdegið en sumartímann.

Ljósið hlyti jú að vera betra en myrkrið? –

En útskýringin kom:  „Jú,  þegar sumarið kemur fer fjölskyldufólk af stað í ferðalög um landið,   fer að grilla útí garði og einhvern veginn verða allir sýnilegri sem eru saman.     Þeir sem eru einhleypir –   eiga auðvitað oftast einhverja fjölskyldu,  eða vini, en ekki endilega einhleypa vini sem fara út í garð með þeim að grilla,  eða í tjaldútilegu.  –

Margir einstaklingar sem upplifa einmanakennd við að vera ekki í parasambandi,  jafnvel eftir dauðsfall maka eða skilnað,  upplifa hana af enn meira krafti yfir sumartímann. –

Það er í raun fátt sem kemur í stað þess sem fólk upplifir í góðu parasambandi.

Við erum misjöfn,  við manneskjurnar og sumir hafa það í sér að óska eftir félagsskap eða ganga í klúbba.   Einn klúbburinn er  „París“   en það er félagsskapur einhleypra  einstaklinga sem gera ýmislegt saman.    Ég veit af honum þar sem nokkrar vinkonur mínur hafa verið þar.

Ég er ekki „alvitur“  um slíkt – og e.t.v.  til  annar félagsskapur af þessari sort?   –

En einmanaleiki einhleypra yfir sumartímann – og í sumarfríi er mál sem er allt í lagi að setja upp á yfirborðið. –     Það gildir að sjálfsögðu alls ekki um alla – og  sumir eru alsælir með sig og myndu ekki vilja sjá líf sitt á neinn annan hátt,  og þá er þessi pistill ekki um það fólk.   Það er um fólk eins og vinur minn sagði mér frá og ég sagði frá í upphafi pistilsins.

Þessi vinur minn er nú fallinn frá svo pistillinn er ekki síst skrifaður í minningu hans.

12091407_10208128750474091_2519156810573685744_o