„Af því pabbi minn sinnti mér ekki þegar ég var barn og unglingur, ætla ég sko ekkert að sinna honum…“

Fyrirsögnin er tekin úr daglega lífinu, – eitthvað sem ég heyrði.  Faðirinn var afskiptalaus, og sonurinn upplifði áhugaleysi og tómlæti frá föður. –  Þeir töluðust varla við. –  Síðan varð sonurinn sjálfur faðir, en hann vildi að sjálfsögðu ekki að hans börn myndu alast upp við afskiptaleysi föðurs og sinnti þeim vel.  Hann vildi ekki verða eins og pabbi sinn.

Stundum lærum við af því sem fólk gerir og stundum af því sem fólk gerir ekki.

En nú var faðirinn orðinn lúinn og veikur af krabbameini, og þurfti aðstoð og hann rétti út hendi til sonarins, sem hann hafði ekki verið til staðar fyrir.

Hvernig á sonurinn að bregðast við?  Er ekki bara auga fyrir auga og tönn fyrir tönn?  Borga í því sama?

Hvað hefur þá lífið kennt syninum?    Jú, það kenndi honum að vera til staðar fyrir sín börn, – og reyndar var það pabbi hans sem kenndi honum það þó það væri með því að gera hið andstæða.   Sonurinn lærði af því hvernig hann vildi EKKI vera.

En hvað með að sinna þeim gamla á sjúkrabeði?    Af hverju ekki að vera föðurbetrungur, og stja kærleikann í fyrsta sæti, – og gefa skilyrðislausan kærleika?   Þá fyrst hefur sonurinn lært.  Lært að gefa án þess að einhver eigi fyrir því.

Ég er nokkuð viss um það að þegar upp er staðið yrði sonurinn sáttari við sjálfan sig,  að kveðja föður sinn með kærleika,  að fyrirgefa föður sínum en ekki dæma hann.   Faðirinn var vankunnandi í ´samskiptum, sem hann kannski lærði af sínum föður.

Þetta verður hugvekja mín í dag, – og kannski heyrir hana einhver sem á óuppgert við vanmáttugt foreldri og vill ekki fyrirgefa það sem einu sinni var.

En fyrirgefningin er lausn, og hún er gjöf til okkar sjálfra um að lifa frjáls.

Hlutverkin hafa snúist við, – þegar hinn aldni faðir þarfnast uppkomins sonar.  Þá er tækifæri til að snúa við blaðinu og verða kærleiksríkur kennari föður síns.

Tvisvar verður gamall maður barn. 

images

Ert það þú eða maki þinn, ert það þú eða starfið þitt? ….

Við eigum það til að hengja hamingju okkar á umhverfið eða aðrar manneskjur. –  Þegar í raun – erum það við sjálf sem berum ábyrgð á hamingju okkar.  Á meðan við gerum það – gefum við líka frá okkur allt vald.  Valdið er í höndum t.d. maka, vina eða ættingja.  „Þetta er sko allt mömmu að kenna“ .. nú eða í höndum samstarfsfélaga „Þetta er sko allt þessum að kenna að ég get ekki verið ánægð/ur í vinnunni“ .. –   Svo getum við bara kennt því um að við búum á Íslandi –  „Helvítis ríkisstjórnin gerir það að verkum  að við erum óánægð“ .. –   Alltaf er valdið hjá hinum,  en ekki okkur 😦 ..

Mig langar í eins stuttu máli og mögulegt er, að útskýra svolítið mjög mikilvægt. –

Það er svo mikilvægt að það á erindi til næstum allra.

Lykilorðin í þessu eru:   „Fólus“ eða sjónarhorn  og  það að taka ákvörðun.

Kona kemur til mín í viðtal.  Hún er óhamingjusöm og telur ástæðuna vera þá að maðurinn hennar sé upphaf og orsök óhamingju hennar. –  Ef hún nú bara losni út úr þessu sambandi,  verði allt betra. –

Konan sem er búin að vera óánægð í langan tíma, – hefur í huganum búið til ósýnilegan lista yfir ástæður þess að yfirgefa manninn sinn.  Listinn er orðinn mjöööög langur, og maðurinn verður ómögulegri eftir því sem listinn lengist.  –     Hún áttar sig ekki á því að þessi listi sé til,   – en hann verður til vegna þess að fókus augna hennar er stilltur á allt það ómögulega í fari mannsins.

Það sem ég ráðlegg konunni,  er að gefa þessum manni tækifæri.  Einhverja X mánuði.   Ég útskýri fyrir henni að hún sé búin að skapa þennan lista.  Hvort hún sé til í að leggja honum og prófa að gera annan lista, og nú skriflegan gjarnan.    Hún prófi að taka eftir öllu því í fari maka síns sem er gott, jákvætt og þakkarvert.    Þessi kona er tilbúin,  því að það er ekki þannig að þessi maður sé ofbeldishneigður – þó henni sé farið að finnast hann beita sig einhverju andlegu ofbeldi,  en hún er tilbúin að skoða það líka hvort það geti verið að hún geri það lika þegar hún er að finna að hjá honum, – hæðast að honum o.s.frv. –  sem kemur óhjákvæmilega þegar hún á langa listann með öllum ómögulegheitunum.

Hún núllstillir sig,  –  fer heim – og skiptir um fókus.  Listinn er í stílabók, og nú leitar hún að kostum í stað galla.   Hún verður pinku hissa,  þegar hún fer að skrifa niður.  Hvað listinn verður fljótt langur.   Hún verður líka hissa þegar maðurinn fer að verða notalegri.

Hún kemst sjálf í aðra „tíðni“ – í betra skap. Því hugurinn er ekki fullur af því hvað maðurinn er ómögulegur.   –

Ég hef séð þetta virka – í alvöru.   Að sambönd bötnuðu og blómstruðu eftir svona fókusbreytingu.  –   Auðvitað þarf sá sem fókuserar á kosti makans,  líka að huga að sjálfum sér og lista niður sína kosti.   Eina frásögn heyrði ég af konu sem hreinlega gaf manni sínum jákvæða listann, og hann varð yfir sig þakklátur og fór að lista upp kosti eiginkonunnar.  –

Þessi lýsing hér að ofan á líka við um vinnustaði.   Það er eiginlega bara hræðilegt – hvort sem við erum í sambandi – hjónabandi – eða á vinnustað,  þar sem við erum óánægð og erum sífellt að leita að og stilla fókusinn á það sem er að! ..     Hver situr uppi með óánægjuna?

Bíddu,  en getur eitthvað batnað ef við erum ekki óánægð og ósátt?  –

Þar liggur nefnilega þetta mótsagnakennda, –   þegar við komumst í betra skap,  og sjáum meira af því góða – þá fara líka góðir hlutir að gerast.   Það er þá sem breytingarnar verða.

Það er enginn að segja að það eigi að láta bjóða sér eitthvað óboðlegt,  eins og ofbeldi eða vonda framkomu.   Þá þarf að taka ákvörðun og stíga út úr myndinni.

Þegar það er leið út,  og við viljum leiðina út þá þurfum við að standa með okkur, taka ákvörðun og ganga út.   Hvort sem það er úr sambandi eða úr starfi sem okkur líkar ekki einhverra hluta vegna.

En aldrei vera kyrr á einhverjum stað og búa til ómögulegheitalista,  og bæta þannig í gremjuna þannig að við verðum sjálf ómöguleg og óþolandi.

Ef við lítum á þetta í stærra samhengi,  þá eru það sumir staðir sem við höfum ekki val.   Það gæti t.d. verið það að við erum íbúar á jörðinni.   Það er afskaplega hæpið val að velja það að taka líf sitt til að fara frá jörðinni.   Ef við erum óánægð í þessu lífi,  hvað getum við mögulega gert?   –  Getum við kannski farið að fókusera á fallegu hlutina í lífinu?    Það fallega í mannlífinu,   í stað þess að vera upptekin af því ljóta.    Hvernig líður okkur ef að fókusinn er þannig stilltur?    Jú,  eins og okkur liður alltaf ef fókusinn er stilltur á það sem er að í stað þess sem er í lagi.  Ef fókusinn er stilltur á það sem vantar í stað þess sem við höfum.

Við gerum það besta úr aðstæðum, –   við tökum ákvörðun hvort við ætlum að vera eða fara og ef við tökum ákvörðun um að vera,  þá horfum við á það sem er gott og hækkum þannig hamingjutíðni okkar,   og ÞANNIG líður OKKUR betur.

Það spretta ekki mörg blóm úr jarðvegi ósættis,  – en það er í sáttinni við það sem ER,   sem nýr vöxtur hefst.

Ekkert „ég get ekki verið hamingjusöm eða samur vegna blah blah“ ..   við getum alltaf fundið hundrað ástæður  fyrir því að vera ekki glöð.

Segjum frekar:  „ég get verið hamingjusöm eða samur vegna þess að ______“  … já,  það eru líka þúsund ástæður fyrir því að vera glöð og þakklát.

Ég skora á okkur öll – að æfa okkur í að sjá fegurðina í kringum okkur,  það góða í náunganum, – það jákvæða í starfsumhverfi okkar o.s.frv.

Ég veit að lífið verður betra,  og ég veit að heimurinn verður betri með fleiri hamingjusömum og þakklátum sálum.

Í fyrirsögn pistilsins spyr ég „Ert það þú eða maki þinn? – Ert það þú eða starfið þitt? …     Kannski er makinn eða starfið bara endurkast af okkur sjálfum.    Ef ekki,  ef makinn er í raun ómögulegur nú eða starfsvettvangur, –  þá þarf að taka ákvörðun:  „Ætla ég að vera eða fara?“ – „Ef ég ákveð að vera, hverngi væri þá að gera það besta úr því sem ég hef?“ ..

Vertu friðurin,  vertu gleðin,  vertu ástin .. vertu besta útgáfan af þér ..  taktu valdið í eigin lífi og skapaðu þína hamingju og frið innra með þér …

„Vertu breytingin sem þú vilt sjá í heiminum“ .. Gandhi

 

Draumar rætast <3

Það var árið 2011 að ég skrifaði þennan texta, – við lagið sem Abba samdi, en ég tengdi við Mamma mia myndina:

Ég á mér draum  

Ég á mér draum,  í hjarta fann

heilt samfélag, um kærleikann.

Saman sterk við stöndum,  leiðumst hlið við hlið

styðjum hvort við annað,  færum hinu frið.

Ég trúi á engla,

eitthvað gott í öllum hægt að sjá

Ég trúi á engla,

og  tími kominn fyrir frelsi´ að ná

Guð gefur gaum – ég á mér draum

Ég á mér draum,  eitt ævintýr

í hjarta mér, heill heimur býr.

Veröldin sem opnast,  við trú og nýja sýn

veitist okkur öllum, viskan verður þín.

Ég trúi á engla,

eitthvað gott í öllum hægt að sjá

Ég trúi á engla,

og kominn tími fyrir frelsi´ að ná

Guð gefur gaum – ég á mér draum.

 

10443059_10153032083033036_6320600260440103749_o

„Hverjum ertu að reyna að þóknast?“ …

Ég fór á GLS ráðstefnu um helgina,  en GLS stendur fyrir Global Leadership Summit, og þar lærði ég mikið og margt um eðli þess að vera góður leiðtogi.  Ég ætla að taka til mín það sem var sagt þar, um auðmýktina, kærleikann, þjónustuna, seigluna, endurgjöfina o.fl. o.fl. því eitt af því sem kom fram var einmitt það að líta í eigin barm, og ég held það verði aldrei nógu oft ítrekað, að þegar við förum og lærum þá er mikilvægast að byrja á sjálfum sér, en ekki fara að hugsa hvernig „hinir“ eiga að gera. –

Það sem kom í huga minn í morgun, var saga sem var sögð,  af manni sem hafði verið alinn upp hjá föður, sem niðurlægði son sinn ítrekað, og notaði öll þau orð í orðabókinni gagnvart honum sem flokkast frekar undir ofbeldi en uppeldi. –  „Stattu þig, ekki vera svona mikill aumingi“ … og svo frv. –

Þegar þessi sonur varð að ungum manni,  fékk hann opinberun og  köllun til að verða prestur.  Hann hafði marga góða eiginleika og var ráðinn sem prestur til safnaðar (í Bandaríkjunum þar sem sögusviðið er).   Að hans áeggjan var síðan ráðist í að byggja risastórt safnaðarheimili, – og til að gera langa sögu stutta, setti hann söfnuðinn á hausinn,  því að kostnaðurinn var of mikill.   Honum var sagt upp störfum,   en fékk fljótlega starf sem prestur hjá öðrum söfnuði,   en viti menn,  sagan endurtók sig!

Aftur stóð hann atvinnulaus, eftir að hafa staðið fyrir byggingu á safnaðarheimili sem átti að vera svo glæsilegt og fínt. –   Hann leitaði til eldri prests, og grét hjá honum, – sagði honum að hann hefði klúðrað í tvö skipti á sama hátt, en hann langaði bara svo til að söfnuðurinn ætti fallegt og stórt safnaðarheimili.

Þá spurði gamli presturinn hann:  „Hverjum ertu að reyna að þóknast?“  ..   eða eins og þeir segja á amerískunni    „Who are you trying to impress?“ ..

Hér kemur þögn … og ég er nokkuð viss um að flestir vita svarið við þessari gátu. Auðvitað er hann enn að reyna að þóknast föður sínum, – ekki Guði föður :-),  heldur líffræðilegum pabba,  sem fannst hann aldrei nógu góður eða duglegur og setti ofan í við hann. –

Þessi þörf fyrir að geðjast og þóknast foreldrum getur verið býsna lífsseig,  og hún getur fylgt okkur yfir í fullorðinsárin,  jafnvel þó þau séu fallin frá.  Stundum tekur maki við eða einhver annar, eins og heill söfnuður, – sem er e.t.v. ekki að gera þessar kröfur,  en við yfirfærum kröfurnar sem gerðar voru til okkar sem börn yfir á fullorðinsárin! ..

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir þessu,  – vera vakandi og sjálfsmeðvituð,  af hverju við gerum eitthvað,  af hverju við bregðumst við á ákveðinn hátt o.s.frv.

Eru það viðbrögð fullorðinnar manneskju, eða særð barns sem er enn að reyna að þóknast og geðjast og öðlast samþykki hins ytra?

Það er sama hvert litið er, alls staðar „dúkkar“ upp það sem ég hef lært um meðvirkni, – en eitt af kjarnaatriðum í meðvirkni er að vilja þóknast og geðjast til að vera samþykkt og elskuð. –   Við förum af stað til að gera eitthvað til þess, eins og við séum manngerur en ekki mannverur.

Ég minntist á það í upphafi að við þurfum að byrja á sjálfum okkur, og það fyrsta sem við þurfum að gera er að samþykkja og elska okkur sjálf, en ekki bíða eins og betlarar eftir samþykki og elsku frá öðrum.   Út frá þeim grunni eru okkur í raun allir vegir færir,  því við hvílum örugg í kærleikanum og verðum þannig fyrirmyndir öðrum,  bestu kennararnir og bestu leiðtogarnir.

love_never_fails-3-1869