Hvað hindrar hamingju þína?

Öll viljum við vera hamingjusöm, nema þeim sem líður best illa, en það er annar kafli. –

Ef við erum ekki hamingjusöm, er oft gott að spyrja sig: „Af hverju ekki?“ –  „Hvað hindrar hamingju mína?“

Við skoðum þá ytri hindranir, sem vissulega eru til staðar, það getur verið fólk, atburðir, samskipti o.fl. –   Og þá þurfum við að takast á við það eins og við tökumst á við storma í veðrinu. –  En stundum verða ytri hindranir okkar innri, þegar við veitum þeim of mikla athygli. –

Þið munið: „Það sem þú veitir athygli vex“ – það er engin lygi. –

Þó við spyrjum „af hverju“ er það einungis til að skilja af hverju við komumst ekki áfram, en ekki til að dvelja eða reisa okkur bústað í ástæðunni, eða ástandinu sem olli því.  Ekki tengja of fast við atburði eða hluti úr fortíð, því að það eru einmitt hindranir okkar. –

Þegar við lítum til baka og spyrjum „af hverju?“ er það ekki til að leita að sökudólgum, að finna einhvern til að kenna eða til að bera ábyrgð á líðan okkar í dag.   Við berum sjálf ábyrgð.  Rachel Woods skrifaði eftirfarandi grein:

„How to Stop Playing the Blame Game“

“Whenever something negative happens to you, there is a deep lesson concealed within it.” ~Eckhart Tolle

Þegar fólk kemur í viðtöl, kemur yfirleitt upp það sem ég kalla „The Blame Game“ – eða Ásökunarleikurinn.   Hverjum er um að kenna, virðist vera aðalmálið.

Samstarfsmanni, maka, hundi, tengdamömmu, nágranna sem býr sex húsum í burtu, fjölmiðlum, ríkisstjórn, móttökuritaranum á læknastofunni, eða konunni sem var að sauma fyrir þig kjólinn og mældi vitlaust bera ábyrgð á þínum vandamálum. – .

Ég lék líka þennan leik, segir Rachel Woods

Ég gekk út úr hjónabandi þar sem ég var mjög óhamngusöm og kenndi síðan honum um allt.  Fjármál mín, óhamingju mína, óstapila þyng, bilaða bílinn minn og jafnvel þegar ég leit illa út, – það var allt honum að kenna.

Það var svo þegar ég upplifði „aha“ stundina, þar sem ég sat og hugsaði um ásökunarleikinn og pældi í því að ef að leikir ættu að vera skemmtilegir, hvers vegna héldi þessi mér á svona slæmum stað í lífinu?“ –  Þá tók ég meðvitaða ákvörðun – alveg eins og þegar ég gekk út úr hjónabandinu – að ég ætlaði að skilja við þenna leik líka. –

Ég settist niður, dró andan djúpt, og hugsaði hvað ég hefði sjálf lagt af mörkum til að bæta í óhamingjuna hjá mér.  Um leið og ég áttaði mig á einni ástæðu, komu margar á eftir.

Á þeirri stundu, skildi ég að ég var algjörlega að horfa fram hjá þeim lærdómi lífsins – að þetta væri ekki einungis mínum fyrrverandi að kenna, en það væri mér að kenna líka.

Ég trúi að við séum hér til að læra og þroskast.  Þegar við höfum tileinkað okkur lærdóminn, getum við fært okkur áfram að þeim næsta.  Ef við, aftur á móti, föllum á þessu lífsprófi, erum við stöðugt að fá tækifæri til að læra þær aftur og aftur. –

Er það ekki skrítið að konan sem getur ekki slitið sig frá gamla óhamingjusama sambandinu án þess að hefja nýtt, er alltaf í óhamingjusömu sambandi?  Eða maðurinn sem hættir í vinnunni vegna óþolandi og vanþakkláts yfirmanns, fær nýtt starf með yfirmanni sem er jafnvel enn meira óþolandi og vanþakklátur?

Lífið færir okkur sama lærdóm þar til við höfum lært af honum.  Hér á eftir eru nokkrar aðferðir við að demba sér í að læra lexíurnar sem við höfum þrjóskast við að læra.

1. TRÚÐU AÐ ÞAÐ SÉ LEXÍA SEM ÞÚ ÞARFT AÐ LÆRA OG TAKTU ÞÁTT Í HENNI. 

Þetta er eitt af mikilvægari skrefunum. Án þess að vera tilbúin/n að læra, jafnvel þó það sé stundum óþægilegt, getur þú aldrei komist áfram. Samþykktu að virða fyrir þér ástandið sem eitthvað sem getur hjálpað þér að vaxa.

2. viðurkenndu að það gæti verið að þú hafir hjálpað til við að skapa vandamálið. 

Viðvörun: Þetta krefst þess að þú hættir nú þegar að leika ásökunarleikinn. Íhugaðu aðeins möguleikann á að þú gætir á einhvern hátt hafa átt þátt í að skapa aðstæður. Það þýðir ekki að aðrir hafi ekki át hlut að máli, það þýðir bara að þú áttir það, líka.

3. TAKTU ÞEIR TÍMA Í EINRÚMI OG FARÐU YFIR ÁSTANDIð .

Ég er viss um að þú hefur gert þetta nokkrum sinnum.En það er kominn tími til að gera það öðruvísi.  Reyndu að sjá ástandið frá öðru sjónarhorni.  Vertu hlutlaus og sjáðu það frá sjónarhorni einhvers annars. Er til önnur leið til að túlka það sem gerðist og hvernig fór?

Þetta krefst þess að þú verðir algjörlega heiðarleg/ur við sjálfa/n þig, val þitt og gjörðir. Ef þú ert tilbúin/n að skipta um sjónarhorn gætir þú lært nú þegar hvaða lærdóm þarf að læra og nákvæmlega hvernig þú átt að læra hann.

4. SLEPPTU TENGINGU ÞINNI VIÐ VANDAMÁLIÐ

Að reyna að stjórna vandamálinu – forstjóranum, makanum, aðstæðum þínum – laðar þig bara meira að vandamálinu. Þess meira sem þú tengir þig vandamálnu, tengir það sig til baka til þín.

Þú munt hvorki sjá lærdóminn né lausnina ef þú dvelur í öllum smáatriðum um hvað það er sem virðist vera að. Að sleppa tökum getur komið í mörgu formi, að sjá hið góða í þeim sem virðast erfið, að sætta sig við ástandið eins og það er, eða sjá hina hlið sögunnar.

Í hvert skipti sem við sleppum tökunum á því sem fór miður eða því sem hefði átt að gerast sköpum við möguleika á vexti – og við leggjum jarðveginn fyrir fleiri jákvæðar niðurstöður.

Uppáhaldsstig Rachel voru stig 3 og 4. Þegar hún endurskoðaði hjónaband sitt út frá sjónarhorni þriðja aðila, sá hún mjög skýrt hluti sem hún hefði getað gert betur. Eftir það, viðurkenndi hún hlutverkið sem hún lék, fyrirgaf sjálfri sér, og gat loksins haldið áfram.

Að hætta ásökunum – leyfði henni að sleppa tökum og halda áfram.

Að hætta ásökunarleiknum og læra lærdóma lífsins hefur orðið til þess að ég get verið í elskulegu, jafningjasambandi – og það sem er best í afslöppuðu samband. Það hefur líka hjálpað mér að byggja upp draumastarfið. Það hefur líka hjálpað mér að horfa á hverju hindrun og finna eitthvað jákvætt til að læra af henni.

Ef þú átt eitthvað ouppgert er eitthvað sem er ólært. Lærðu lexíuna og haltu svo áfram. Þannig eiga leikir að ganga fyrir sig.

Hér endar greinin. –

Það sem hindrar hamingju okkar og/eða bata, er að hvíla í ásökunum og taka ekki ábyrgð á eigin lífi. – Jú, það var slæmt einu sinni, en af hverju að draga það með sér áfram í framtíðina.  Guðni Yoga-gúru talar um að það sé eins og að vera með kúk í bandi. –  VIð erum að dröslast með fyrri lífsreynslu með okkur. –

Fyrirgefning – það að sleppa tökum, ef besta gjöf sem hægt er að gefa sjálfum sér. Líka fyrirgefa sjálfum sér. –

Náin tilfinningasambönd eru flókin, þar fléttast inn alls konar vanmáttur – óöryggi – o.fl.  konan fer að upphefja sig á kostnað mannsins eða öfugt, – fyrst í léttum dúr, en svo er „húmorinn“ orðinn svartur, a.m.k. fyrir þann sem lendir í honum. –  Sá sem húmornum beitir áttar sig kannski ekki á að hann er farinn að særa maka sinn.   Makinn þarf þá að læra að setja mörk og segja nei takk. –

Verum fullorðin og tökum ábyrgð. –

Batinn verður ekki fyrr en við hættum í ásökunarleiknum. – Ásökunin er eins og slangan á reitnum í slönguspilinu,  hún færir okkur niður á við og jafnvel á byrjunarreit.

479969_212909205514142_2108425776_n

 

Tilfinningalegt ofbeldi …

Eftirfarandi texti er þýddur af síðu sem heitir „Inner Child Healing“ – vandamálið við ofbeldi, er að við áttum okkur oft ekki á hvað ofbeldi er og þá ekki hvort við erum SJÁLF að beita því.  Það er einhvern veginn auðveldara að benda á aðra. – En greinin er eftirfarandi:

„Andlegt eða tilfinningalegt ofbeldi er mjög ríkjandi í samfélaginu, m.a.  vegna þess að mörg okkar átta sig ekki á því hvað sé ofbeldi. Það er hægt að skilgreina það sem hegðun sem miðast að því að stjórna, niðurlægja, refsa eða einangra einhvern.  Það hljómar kannski kunnuglega?

Þetta er allt frá munnlegum árásum upp í úthugsaða taktík eins og lítillækkun, kúgun (manipulation) og neita að verða ánægð.

Niðurlæging, drottnun,  dómharka, ásakanir og að ekki sé talað við mann (silent treatment) geta verið dæmi um þessa hegðun.

Þau sem bjóða upp á þessa hegðun, trúa að hinir/hinar eigi að gera eins og þau segja. Þau hvorki taka eftir né láta sig varða hvernig hinum líður. Þau trúa alltaf að þau séu hinum æðri og að þau hafi alltaf rétt fyrir sér.

Ef þú ert með einhverjum/einhverri sem heldur að hann/hún hafi alltaf rétt fyrir sér, er ómögulegt að gera til geðs, lítillækkar þig fyrir framan aðra, gerir þig ábyrga/n fyrir öllum samskiptavandamálunum og er ekki fær um að biðjast afsökunar,  þá ertu í ofbeldissambandi.

1800354_593642317392974_696183459_n

Því fyrr sem við tölum þess léttara er það …

„Sannleikurinn gerir okkur frjáls“ … flest erum við sammála um það.

„Ekkisannleikurinn“ gerir okkur þá væntanlega bundin, eða heft? ..

Það sem gerist þegar við bælum, byrgjum, höldum inni – tilfinningum, þungbærum atburðum o.s.frv. – er að það fyrnist ekki, eða sjaldnast. Við sitjum uppi með það og líkami okkar verður eins og skál sem hefur ekki verið þvegin, með hörðnuðu deigi. –

Ef við hefðum þvegið hana strax, hefði það runnið úr skálinni, og málið búið.-  En ef hún er geymd þá harðnar deigið,  Verður næstum eins og grjót ef það er geymt í viku og fer svo að mygla og skemmast. Líkingin gengur ekki alla leið,  því skál er bara hlutur, en ef að eitthvað harðnar og myglar innan með okkur fer það að skemma út frá sér. –

Þetta, er m.a. ástæðan fyrir því að við eigum ekki að bíða með að tala, – og það verður erfiðara eftir því sem árin líða og stundum er líkaminn bara orðinn þjakaður af ítrekuðum óuppvöskuðum deigafgöngum. –

Það safnast upp.

Þegar svo er komið,  þýðir ekkert að skammast og rífast yfir því, það þvæst ekkert í burtu með því.  – Heldur brettum við upp ermar, og setjum á okkur bleika gúmmíhanska, látum vatnið renna í skálina og mýkja upp deigið og skrúbbum burt það sem harðnað er í skálinni. –

Þetta er það sem kom í minn koll í morgun, og kom mér reyndar líka í koll,  þegar ég leit á skálina með afgangi af deiginu af amerísku pönnukökunum sem ég bakaði í gær. –  Ég nennti ekki að vaska upp, og geri mér þá bara lífið pinku erfiðara í dag,  því að það tekur lengri tíma að vaska upp þegar allt er harðnað! …

Boðskapurinn:

Ekki bíða með það til morguns sem þú getur gert í dag. –  Það er svo frelsandi. –  Ef við geymum hlutina of lengi, geta þeir farið að íþyngja okkur um of. –

1959989_10202541679877000_1521413397_n

Viðkvæmasta postulínið er oft það verðmætasta. Kannski gildir það sama um fólk?

Stundum þegar ég held matarboð fyrir vini eða fjölskyldu, hugsa ég, – „ætti ég að kaupa pappadiska?“ .. en svo langar mig sjaldnast til þess, vegna þess að mér finnst leirinn eða postulínið svo fallegt. –

Þar sem ég ók upp Ártúnsbrekkuna í gær, á leiðinni á fund fór ég að hugsa af hverju erum við að framleiða svona brothætta diska ef að vel er hægt að komast af með plastdiska?   Ef þeir detta í gólfið, þá tekur maður þá auðvitað bara upp aftur,  en eftir því sem leirinn eða postulínið er viðkvæmara er það brothættara. –

Það er eitthvað svo fallegt við viðkvæmt postulín, „delicate“ er orðið á ensku. –

Þegar að við erum berskjölduð, við leyfum okkur að vera við, – þegar við erum viðkvæm þá erum við líka fallegust. –  Styrkleiki okkar liggur í því að sýna okkur, stilla „bollanum“ okkar í ljósið – og leggja hann á borð. –

Þó við séum viðkvæm eigum við ekki að pakka okkur inn í sæng og liggja þar í örygginu, eða sitja heima í sófa og aldrei tala við neinn. –  Við þurfum að taka áhættu og lifa,  þora að taka þátt í matarboðinu. –

Ég hef margoft hlustað á fyrirlestur Brené Brown um mátt berskjöldunar, – „Power of vulnerability“  sem fjallar um það að fella varnir, og þessi postulínslíking,  er m.a. það sem ég fæ út úr þeirri hugmyndafræði. –

Lífið er áhætta, það eina sem er öruggt er að við deyjum  -við göngum í gegnum lífið í skugga áfalla og skugga þess að „eitthvað“ geti komið fyrir, en hugrekkið er að lifa til fulls og njóta þannig lífsins, þrátt fyrir það.   Tilgangur lífsins er ekki að fela sig – eða tilfinningar sínar – heldur að taka þátt í lífinu. Ekki  fela sig og rykfalla inní skáp, og vera ekki séð, heldur að koma út úr skápnum, úr myrkri í ljós,  sem hin viðkvæma, brothætta mannvera  og leyfa heiminum að sjá fegurðina.

Viðkvæmasta postulínið er oft það verðmætasta. kannski gildir það sama um fólk?

CUP148.1L

Eftiráþankar: Viðkvæmasta postulínið er oft það verðmætasta. Kannski gildir það sama um fólk? … skrifaði ég í gær, – hér er aðdragandinn af þessari hugsun sett fram í pistli. – Það eru svo margir viðkvæmir, en setja upp grímu, fela sig á einn eða annan hátt. Stærsta vandamálið, þegar að fólk fer að „opinbera“ sig .. eða berskjalda, að þarna úti er enn fólk sem öfundar hin berskjölduðu og á bak við sína virkisveggi og grímur gagnrýnir það þau sem leyfa sér að vera þau sjálf.  Þegar við vitum að gagnrýnisraddirnar koma frá sársauka þessa fólks, þá hættum við að taka þær nærri okkur og sendum þær til heimahúsanna. –  Þær segja meira um þau sem gagnrýna en okkur sjálf. –

Hvernig kennum við börnunum sjálfsvirðingu, sjálfstraust og sjálfsást? …

Nýlega flaut á internetinu myndband, þar sem foreldrar voru sýndir sem fyrirmyndir.  Reyndar voru þar bara sýndar slæmar fyrirmyndir og væri upplagt að gera annað um góðar fyrrmyndir.  Því það ætti að vera áhrifaríkt og uppbyggilegt.

Foreldarar ERU fyrirmyndir, – bæði góðar fyrirmyndir og slæmar fyrirmyndir. – Við kennum börnunum okkar líka hvernig þau koma fram við maka sinn. – Ef að við erum sátt við framkomu okkar gagnvart maka, þýðir það að pabbi væri sáttur við að kærasti eða eiginmaður dóttur hans kæmi eins fram við hana eins og hann við móðurina. – Ef að við erum sátt við eigin viðmót, væri okkur sama þó að kærasta eða eiginkona sonarins kæmi eins fram við hann eins og við komum fram við pabba þeirra. – Mér finnst þetta mikilvægt hugarfæði (food for thought). –

Börnin læra það sem fyrir þeim er haft, þau læra líka hversu mikið er í lagi að láta bjóða sér, setja mörk o.fl. – Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að vera foreldri. – Ef foreldrar geta ekki átt í góðum samskiptum í sambandinu sínu, þarf annað hvort að leita sér hjálpar eða skilja. Ekki bjóða börnum/unglingum upp á kennslu í niðurlægingu, ofbeldi, samvisku- eða fýlustjórnun, markaleysi o.fl. í samskiptum. – Eftir skilnað dugar sjaldnast bara að segja, jæja, þá er þetta yfirstaðið. Það þarf hver og einn að líta í eigin barm og heila sig, og laga sambandið við sjálfan sig. Sem er reyndar undirrótin að vandamálum í samskiptum við aðra. Sjálfsvirðingu, sjálfstraust og sjálfsást þarf að byggja upp – sátt við sjálfan sig – svo við séum í stakk búin til að vera þessir kennarar í sjálfsvirðingu, sjálfstrausti og sjálfsást, sem við væntanlega viljum öll að afkomendurnir hafi. (Sjálfsást felur í sér að læra að taka ábyrgð á sjálfum sér og heilsu sinni).

Ég dáist að foreldrum sem leita SÉR hjálpar. – Eru tilbúin til að breyta og verða betri fyrirmyndir barna sinna. –

Ég er mjög mikið beðin um að halda námskeið fyrir börn og unglinga í sjálfstyrkingu, – en í raun held ég að besta leiðin sé í gegnum fyrirmyndirnar.  Foreldar sem hafa komið á námskeið hjá mér, hafa sagt mér að þau séu að bera áfram þær hugmyndir sem þau læra á námskeiðinu. –

Ef ég svo aftur á móti set upp námskeið fyrir börn og unglinga, um sjálfstraust og sjálfsvirðingu – framkomu og tjáningu,  þá verð ég að fá foreldrana fyrst í kynningu á efninu, – svo þau skemmi ekki það sem ég er að aðstoða börnin við að byggja upp á námskeiðinu. – Já, því miður er það svoleiðis, að oft eru unglingavandamál í raun foreldravandamál. –  Nú bið ég foreldra að fara ekki í einhvern samviskuhnút, sérstaklega sem eiga erfiða unglinga. –  Foreldri sem er í klessu andlega gerir unglingnum sínum ekkert gagn með því. –  Þetta er aðeins vitundarvakning, og það er aldrei of seint að vakna og líta í eigin barm.  „Hvernig er MÍN sjálfsvirðing?“ –  „Hvað læt ÉG bjóða mér?“ – „Hæðist ég að móður/föður barnanna?“ – o.s.frv. –

Falleg samskipti endurspeglast í fallegum samskiptum. –

Líka í samskiptum við okkur sjálf.  Hvað sérð þú í speglinum og hvað viltu að aðrir sjái í þér? –

Vertu breytingin sem þú vilt sjá í barninu. –

F52E17F2-694E-11E1-94CA-E6AE32D05ADD

 

Þú verður að fyrirgefa þér að geta ekki fyrirgefið ….

Það er svo hollt að ræða málin.  Stundum er ég alveg komin „meðetta“ og svo fæ ég erfiða spurningu frá þátttakanda í námskeiði og/eða viðtali og þarf að endurhugsa allt upp á nýtt. –

Fyrirgefning er hugtak sem við þurfum að vinna mjög mikið með, þegar við erum að „endurstilla“ okkur. –  Að fyrirgefa veitir okkur frelsi, og aftengir okkur fólki eða atburðum sem hafa átt sér stað og okkur er e.t.v. uppálagt að fyrirgefa. –

Ein spurningin var: „Er hægt að fyrirgefa of mikið?“ –

Ég held það sé ekki hægt, eins og það er ekki hægt að elska of mikið. –

Fyrirgefning felur það í sér að við fyrirgefum t.d. þeim sem hefur gengið yfir okkar mörk, brotið á okkur o.s.frv.-  en það þýðir EKKI að við samþykkjum það sem var gert, eða að við dveljum áfram við aðstæður sem eru okkur ósamboðnar eða brjóta á okkur. –

Önnur spurning: „Hvað ef ég get ekki fyrirgefið?“ –   Er ég þá ómöguleg manneskja? – Auðvitað ekki.  Fyrirgefning er í raun að sleppa tökum, – aðalmálið þegar við erum að fyrirgefa einhverjum er að sleppa tökum á viðkomandi svo við séum ekki tengd honum/henni, eða aðstæðum. –   Fyrirgefningin er fyrir okkur sjálf fyrst og fremst,  og ef við getum ekki fyrirgefið þessum aðila eða aðstæðum, þurfum við að taka það skref að fyrirgefa okkur að geta ekki fyrirgefið og vita að það er líka allt í lagi. –

Sá eða sú sem fyrirgefur verður alltaf stærri en sá eða sú sem er fyrirgefið. –  Fyrirgefning er tvöföld gjöf, hún er gjöf til þess sem fær fyrirgefninguna og gjöf til okkar sjálfra. –   Ef við fyrirgefum okkur sjálfum er hún tvöföld gjöf.  Við erum gefendur og þiggjendur. –

Fyrir trúaða manneskju – á eitthvað æðra – hefur mér fundist það ótrúleg blessun að geta beðið um hjálp við fyrirgefninguna. – Viðurkenna vanmátt sinn, – sleppa tökum á annan hátt, – „Ég get ekki fyrirgefið,  það er of erfitt, hjálpaðu mér Guð við að losa mig undan „álögum“ þessarar manneskju“ –  „Ég skal taka ábyrgð á mér, – en ekki öðrum.“ –

„Ég fyrirgef mér – og ég er frjáls“ …

Það er líka mikill munur á iðrandi manneskju og þeirrar sem iðrast ekki, – sem er ekki tilbúin til að viðurkenna að hún hafi gert rangt eða brotið á okkur. –  Ef að iðrun er fyrir hendi, er í flestum tilfellum auðveldara að fyrirgefa manneskju, en ef engin er iðrun þá er það eins og að rétta einhverjum gjöf sem hann eða hún vill ekki þiggja.-

Það þýðir ekki að þú hafir ekki gefið gjöfina, – þú hefur gert þitt, – ef hinn aðilinn vill ekki þiggja, þá er það hans vandamál. –

Það er hægt að ræða fyrirgefninguna fram og til baka, – en það sem skiptir mestu máli í þessu öllu saman, er þessi ábyrgð sem hver og ein manneskja hefur gagnvart sjálfri sér. –  Það er ekki hægt að breyta öðru fólki eða hvernig það hugsar, – nema jú það samþykki það. –   Við stundum sjálfsást með því að taka ábyrgð á andlegri og líkamlegri heilssu okkar, og það að elska sig er líka að fyrirgefa sér. –

Leyfum okkur að vera mannleg, með bresti, gera mistök og stundum viðurkenna að við getum ekki. – Að viðurkenna það er auðmýkt. –

Verum ekki dómhörð á okkur sjálf og ætlum okkur ekki að vera Guð almáttugur sem getur fyrirgefið skilyrðislaust. –

Það er auðvitað gott að hafa það að markmiði, – markmiði sem er eins og stjarna, en látum okkur nægja að ganga á geislunum frá stjörnunni, – hafa þann fókus að vilja fyrirgefa, svo framarlega sem okkur er það unnt. –

Guð fyrirgefur okkur svo við getum sofið vel .. og átt góða morgna.

1185179_423218941120300_1002824657_n

Ef einhver segir þér að þú sért froskur … ekki trúa því …

Það skiptir máli hver þessi „einhver“ er. – Þessi „einhver“ sem segir okkur eitthvað um okkur sjálf og hver við erum. –

Ef það er persóna úr innsta hring, nánasta fjölskylda eða maki, er það stórhættuleg og áhrifamikil persóna. –  Við gerum þessa persónu nefnilega stundum að Guði – og Guð getur varla sagt annað en rétt, eða hvað? –   Ef þetta væri Guð, myndi hann aðeins kenna okkur gott, – svo líklegast er þessi persóna bara alls ekki Guð, jafnvel þótt þetta sé mamma, pabbi, dóttir, sonur, amma, afi, systir, bróðir .. nú eða „elskandi“ maki. –

Þessi náni aðili gæti verið haldinn sjálfhverfu, ranghugmyndum, ástundað frávarp (margur telur mig sig) eða bara verið með brenglaða mynd hver þú ert.  Nú og svo er auðvitað engin/n manneskja froskur, talandi um það.  Það gæti verið að það sé búið að segja við einhvern að hann sé vandamál, að hann sé ómögulegur,  latur o.s.frv. –  í laaaaangan tíma.   Og jú, þá er því trúað, sérstaklega ef það er sagt af fyrrnefndum aðilum, sem við höfum tilhneygingu til að trúa og treysta. –

Þá komum við aftur að þessu með trúna.  Skiptum um trú.  Hættum að trúa öllum öðrum, eða flestum öðrum betur en okkur sjálfum. –  Og/eða  treystum þeim sem nota uppörvandi orðalag,  jafnvel þegar okkur verður á. –  Sá eða sú sem kallar fífl er nefnilega oftast að dæma sjálfa/n sig í leiðinni og það á ekki að trúa þeim sem talar út frá þeim grunni. –

Við verðum svo oft það sem við trúum að við séum og við verðum stundum veik ef við trúum nógu sterkt að við séum veik.  Á móti verðum við líka oft það góða sem við trúum að við séum og við læknumst þegar við förum að trúa að við getum læknast. –

Auðtivað er þetta ofureinföldun, en ofangreint hjálpar til.

Ég hlustaði á fyrirlestur Lissa Rankin í nótt, – um mikilvægi hugans og þess sem við trúum. –  Mikilvægi þess að eiga í góðum samskiptum. – Mikilvægi þess að eiga góðan félaga. –  Mikilvægi þess að vera hjá lækni sem hvetur okkur og hefur trú á lækningu okkar.-  Lækni sem kann mannleg samskipti..- Mikilvægi þess að kunna að slaka á, o.fl. –  Andleg vanlíðan, stress og kvíði yfir því að verða veik og að við trúum að við verðum veik, er líklegra til að gera okkur veik. –

LISSA RANKIN telur upp eftirfarandi atriði:

1. Þú verður að trúa að það sé hægt að læknast – skiptu um trú.

2. Finndu rétta aðstoð, líkaminn getur læknað sjálfan sig, og enn betur með hinum rétta lækni – heilara.

3. Hlustaðu á innsæi þitt, þú þekkir líkama þinn betur en nokkur annar. Hugsaðu: „Líkami minn er mitt mál.“ –

4 Greindu rót vandans. Hvað er komið úr jafnvægi?

5. Skrifaðu lyfseðilinn fyrir sjálfa/n þig, hvað þarf líkami minn til að lækna sjálfan sig? –   –

6. Slepptu tökunum.  Kannski er sjúkdómur okkar að segja okkur eitthvað.  Við erum ábyrg að taka á sjúkdómnum ekki fyrir honum. Við þurfum að vinna með sjúkdómnum.

„We doctors we do nothing, we only help and empower the doctor within“ Albert Schweitzer

Það eru oft óljós mörkin milli andlegs sjúkdóms og líkamlegs sjúkdóms. –  Dæmi Lissa Rankin eru um fólk sem fór að gera það sem það hafði dreymt um að gera, þegar því var sagt að það væri ekki hægt að bjarga því lengur og þetta fólk lifði ekki bara hálft ár, eða heilt, það lifði langa ævi. –

Það á ekki að þurfa að bíða eftir að fá versta úrskurð, þetta ætti að ýta við hverju mannsbarni að fylgja ástríðu sinni, láta draumana rætast, – (ekki hugsa „ekki ég“ ) .. á námskeiðinu „Ég get það“ .. eru þegar komnar míní kraftaverkasögur,  af fólki sem hefur verið að breyta hugarfarinu,  nota „law of allowance“ eða lögmál þess að leyfa góðum hlutum að gerast, taka á móti gjöfum lífsins, fókusera upp á nýtt. –

Hugarfarið skiptir máli og trúin á OKKUR skiptir máli. –

Þessi pistill er í raun aðeins inngangur að löngum fyrirlestri Lissa Rankin, en ég set hann hér með. –  Einhver birti einu sinni sögu af því að ef við hentum undirskál í gólfið og brytum hana, þá þýddi lítið að segja fyrirgefðu, því skaðinn væri skeður. –

Við erum ekki undirskál.  Við erum ekki hlutur. Við erum svo miklu, miklu, miklu máttugri en nokkur hlutur, við erum með frumur sem endurnýjast, og við höfum lækningamátt heilunarinnar.

Leyfum Lissa Rankin að fá orðið.

Smelli hér að neðan eldri pisti – þar sem ég skrifaði á svipuðum nótum:

Við erum ekki skemmd nema að við trúum því. 

Margir upplifa að þeir séu skörðóttir, brotnir, með tómarúm í hjarta o.s.frv. ..

Það er eins og segir: “upplifun” – og á meðan að við trúum henni þá er hún sönn og við lifum samkvæmt því.

Við reynum að fylla í skörðin,  bæta okkur upp með öðru fólki, – við fyllum í tómu rýmin með alls konar afþreyingu, mat, áfengi .. fíkn sem á að plástra sárið sem myndaðist þegar holan/rýmið/brotið myndaðist.

Það er e.t.v. búið að vera til og að öllum líkindum frá bernsku.

En ef þetta verður til huglægt,  er þá ekki hægt að lækna það huglægt líka? –

Þessi rými eða brot verða til við sársauka, ofbeldi eða sorg.

Við missi, höfnun, langvarandi neikvæð skilaboð, einelti  o.s.frv. –

Eini heilarinn okkar erum við sjálf.

Það er vegna þessarar ástæðu að talað er um “self-love”  sjálfs-ást eða sjálfs-kærleik sem besta lækninn.

Ef að einhver utanaðkomandi, viljandi eða óviljandi, nær að særa okkur,  þurfum við “innanaðkomandi” að heila okkur. –

Í staðinn fyrir að viðhalda opnu sári, holu í hjarta,  þá förum við að horfa öðru vísi á okkur.  Við græðum sárin. –

Sársauki verður sárs-minnkun. –

Ef að skörðin okkar myndast huglægt,  þá ER öruggt að þau eru ekki þarna.  Það er aðeins spurning um sjónarhorn.  Eina manneskjan sem viðheldur þeim erum við sjálf. –

Þú ert ekki brotin/n,  Þú ert ekki ónýt/ur,  skörðótt/ur.

Þú ert ekki með innra tómarúm.

Þú þarft bara að sjá þig, finna þig og elska þig.

Eckhart Tolle sagði söguna um betlarann við veginn sem sat á kassa og var búinn að betla í mörg ár,  maður gekk að honum og spurði af hverju hann væri að betla, hvort hann hefði ekki kíkt í kassann sem hann sæti á. –  Betlarinn hafði ekki gert það,  en maðurinn benti honum á að kíkja.  Betlarinn sá sér til mikillar furðu að kassinn var fullur af gulli. –

Hver og ein manneskja er full af gulli.  Hver og ein manneskja ER heil.

Á meðan við samþykkjum það ekki höldum við áfram að betla.

Betla það sem aðrir geta gefið, vímuefni geta gefið, vinna, annað fólk, – eða hvað sem við upplifum að okkur vanti eða skorti. –

Það er ekkert skrítið að við betlum því að það er búið að segja okkur að við séum e.t.v. ekki heil. –

Ég vil leyfa mér að segja að fagnaðarerindið sé;  Við erum heil,  við þurfum bara að hætta að trúa að við séum það ekki og fara að trúa að við séum heil og að við séum NÓG. –

Allt hið utanaðkomandi er bónus,  það á ekki að vera uppfylling í okkur sjálf,  eitthvað tómarými sem aldrei fyllist.   Við tökum á móti því sem heilar manneskjur.

Í Davíðssálmi 23 er sagt:

“Mig mun ekkert skorta” – sem þýðir “Ég er nóg – mig vantar ekki neitt” –

og

“Bikar minn er barmafullur” – sem þýðir líka að “Ég hef nóg” ..

Við sækjum ekki gleðina út á við, kærleikann, friðinn. –

Allt þetta er innra með okkur og það þarf bara að virkja það – sjá það og finna. –

Aðferðin við að sjá, finna, heila er að koma heim til okkar, lifa með okkur,  sjá okkur. –  En margir eru orðnir aftengdir sjálfum sér. –

Öll þráum við þessa fullnægju, þessa Paradísarheimt, þessa upplifun að vera heil og nóg. –

Ef við stöndum í myrkri er vonlaust að sjá gullið í kassanum, og það er vonlaust að sjá nokkurn hlut. –  Þess vegna verðum við að upplifa ljósið og leyfa því að lýsa,  sýna okkur hvað við erum dásamleg, endalaus uppspretta lífs, gleði, friðar og kærleika. –

Við erum börn náttúrunnar,  við erum náttúra og náttúran getur kennt okkur.

Böðum okkur í sjó og vötnum,  göngum berfætt í grasinu,  leggjumst í lyngið.  Öndum að okkur vindinum,  og föðmum önnur börn náttúrunnar. –

Leggðu lófann á hjartað þitt, lygndu aftur augum og finndu fyrir þér.

Og já,  þú ert dásemarvera.

Lifum heil. –

Konan sem elskaði sig ekki nógu mikið …

Anna var ung kona, – hún hafði eignast barn þegar hún var tuttugogfimmára, eftir þó nokkuð bras. – Þetta barn var sólargeisli lífs hennar. – Hún dýrkaði barnið og vildi lifa fyrir það. –  Anna hafði, frá unglingsárum, átt við offituvandamál að stríða og þegar hún kom frá lækninum síðast kom í ljós að hún var að þróa með sér sykursýki. –

Læknirinn varaði hana við, bað hana vinsamlegast  að fara að skera niður sætindi, en þau voru m.a. það sem héldu henni í hættulegri yfirþyngd.

Anna elskaði barnið sitt svo mikið, en fór nú að óttast það að deyja frá barninu sínu ef hún héldi áfram þessari sjálfskaðandi hegðun. 

Af hverju gat hún ekki tekið sér taki? –

Henni fannst hún algjör lúser, – hvað var hún búin að gera sér? – Hún upplifði skömm fyrir þessa vanstjórn og þegar henni leið illa, lá leiðin inní skáp að leita sér að huggun. –  Hvar var nú súkkulaðipakkinn sem hún hafði falið fyrir sjálfri sér? –

Anna leitaði sér hjálpar, – hún skammaðist sín, því að henni fannst hún vera að bregðast barninu sínu, – en í raun áttaði hún sig ekki á því að hún var að bregðast sjálfri sér fyrst og fremst. –  Hún elskaði sig ekki nógu mikið. –  Að elska sig, er nefnilega að taka ábyrgð á heilsu sinni og hamingju og um leið er það það besta sem hún gæti gert fyrir barnið sitt. –   Anna hugsaði með sér að það gæti litið út fyrir að hún elskaði barnið sitt ekki nógu mikið,  en hún vissi auðvitað sjálf að hún elskaði það mest af öllu,  en fannst samt skrítið að geta ekki gefið því heilbrigða mömmu, sem gæti hlaupið hratt með því líka, þegar svo bæri við. –

Það snérist aldrei um það að hún elskaði ekki þetta barn,  þetta snérist ekki um ástina til barnsins, bara um ástina til hennar sjálfrar. 

Það sem hindraði var að Önnu fannst hún ekki þess verð að vera móðir, hún ætti ekki skilið þessa hamingju, hún hefði ekki leyfi til að skína eða þiggja.  Hún átti margar niðurrifsshugsanir, sem allar unnu gegn henni og þær komu vegna þess að hana vantaði þá trú að hún væri sjálf dýrmæt mannvera og mikils virði. –

Þetta er svo ótrúlega öfugsnúið. – Hún mátti líka vita það, að þrátt fyrir umframkíló væri hún mjög dýrmæt og verðmæti okkar færi ekki eftir vigt, eða nokkru slíku.  Verðmætið væri það sama og þegar hún fæddist í þennan heim.  Ómetanlega dýrmæt sköpun – alltaf.  Gjöf lífsins til hennar sjálfrar og fyrst og fremst þyrfti hún að virða þessa gjöf og fara vel með hana, bæði likama og sál. –   Það er ákvörðun, tekin hér og nú. –

Dæmisagan hér að framan gildir líka þegar um framhjáhald er að ræða. Anna var þarna í sögunni að „halda framhjá“  með sætindum, halda framhjá sjálfri sér og um leið gæti hún hafa verið að gefa barninu sínu til kynna að henni þætti sama um það, þar sem læknirinn hefði sagt henni að með áframhaldandi sjálfskaðandi hegðun væri heilsa – líf hennar í hættu? –   Hvað með foreldra sem reykja og börnin lesa á pakkann og á honum stendur „Reykingar drepa“  – þykir pabba/mömmu ekki vænt um mig? –  Vilja þau bara drepast? –

Þetta snýst ekki um barnið heldur þann sem reykir, þann sem borðar í óhófi, þann sem drekkur og jafnvel þann sem heldur framhjá maka sínum. – 

Þá er viðfangið, – sá/sú sem haldið er framhjá með ekki annað en súkkulaði, áfengi, tóbak …  eitthvað sem viðkomandi leitar í,  leitar á svo kolröngum stað,  þegar það sem hann/hún leitar að er sitt eigið „heim“..

Fíkn á sér uppruna í skömm, oft skömm fyrir okkur sjálf.  Fíkn er flóttaleið frá sjálfum sér og tilfinningum sínum. 

Finnum til en ekki frá. –

Ef maki þinn heldur framhjá þér er hann í sársauka, og kann ekki að leita inn á við.  Það er ekkert vísindalegt við þessa tilgátu,  en hún er þó byggð á eigin reynslu, byggð á samtölum við fólk og það að vinna með fólki. – 

Konan sem gat ekki elskað sig, var að leita að einhverju til að uppfylla tilfinningalega þörf, auðvitað varð hún ekki södd af súkkulaðinu.

Að „detta í það“  .. það = mat, áfengi, skókaup, framhjáhald, er eins og að missa piss í skóna.  Okkur vantar yl og pissum, það vermir um stund, en varir ekki og afleiðingarnar eru vond lykt og vesen. –

Það sem er varanlegt er hið innra.  Það er sál barnsins, barnsins sem ert þú,  þú sem ert svo dýrmæt vera,  bara ef þú sæir þig með augum kærleikans myndir þú byrja að hlæja.  Þú myndir skynja gleðina, ástina og friðinn í hjarta þínu og þú myndir hleypa þeim öllum út að leika.

Hamingjan er ekki skilyrt við þyngd, stað eða persónur.   Hún er hér ef þú bara segir já takk og uppgötvar hversu mikil heilun og frelsi fylgir því að stunda sjálfsumhyggju. – 

Konan sem ég talaði um í upphafi er byggð á raunverulegri konu, sem lærði að það var hún sem þurfti að elska sig. –  Að hana langaði til þess en þurfti það bara ekki. – 

Ég held að þegar við áttum okkur á þessu, í samskiptum, í samböndum – hverrar tegundar sem þau eru, að líta í eigin barm og skilja að það að elska sig er það besta sem við gerum fyrir heiminn, landið, borgina, fjölskylduna, barnið … okkur sjálf.

Því elskandi heimur er góður heimur og við þurfum að vita að besta leiðin til að breyta heiminum er að vera breytingin sem við viljum sjá.

Að elska sig, stuðlar því að heimsfriði og ást.

Anna er nóg.

AF HEILU HJARTA – Hugleiðslunámskeið í Borgarnesi

Hugleiðslunámskeið fyrir fólk á öllum aldri!

 hugleiðsla-500x231

“Af heilu hjarta”  þar sem við æfum okkur í að sjá það sem býr innra með okkur, í kjarnanum,  áttum okkur á því að við þurfum ekkert að leita að okkur sjálfum – aðeins að uppgötva okkur sjálf. –  Hugleiðsla er líka eitt af verkfærunum til að finna innri ró og jafnvægi, sem svo marga skortir í hröðum heimi.

Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og ráðgjafi Lausnarinnar  deilir með sér sinni eigin „hugleiðslukörfu“ – en það er bland í poka af því sem hún hefur lært og tileinkað sér,  en hugrækt er ekki síður mikilvæg en líkamsrækt.

Námskeiðið verður einu sinni í viku,  90 mínútur í senn.

Ummæli frá þátttakendum:

„Ég var með höfuðverk þegar ég mætti – hann er horfinn“ ..  

„Ég sef miklu betur“ ..

„Kvíðinn er næstum horfinn“ ..

„Vöðvabólgna fór á meðan á hugleiðslu stóð“…

„Ég hef oft prófað hugleiðslu, en aldrei virkað fyrr…“

Staður:  Borgarnes –  Brákarbraut 25, jarðhæð  (í sama húsi og Nytjamarkaðurinn).

Tími:  

 kl. 20:00 – 21:30  Hefst  þriðjudag 25. febrúar  og síðasti tíminn verður 18. mars.   (4 þriðjudagar). 

Verð kr. 8000.-   (Innifalinn er hugleiðslu-hugvekjudiskurinn Ró, en diskurinn er byggður á hugtökum æðruleysisbænarinnar,  æðruleysi, sátt, kjarkur og sátt).   

Ákjósanlegur fjöldi þátttakenda: ca. 6 – 12

Skráning og fyrirspurnir hjá Jóhönnu:   johanna@lausnin.is

Vinsamlega takið fram:

Nafn, kennitölu og símanúmer. Hægt er að greiða með að leggja inn á reikning eða koma á staðinn og greiða (er þó ekki komin með posa).   Verð við á þriðjudag  t.d. 11. febrúar kl. 20:00 -21:00.

VERIÐ HJARTANLEGA VELKOMIN  ❤

Skilnaður er ekki skömm …

Skilnaður er makamissir og makamissi fylgir sorg. –  Sorg er safnheiti svo margra tilfinninga, – og þó að margar tilfinningar við skilnað séu eins eða sambærilegar og við dauða maka, þá eru sumar sem tilheyra dauðsfalli maka en aðrar tilfinningar eins og skömm og höfnun oft ráðandi við skilnað. –  Sumum finnst skömm að skilja, öðrum finnst skömm að hafa verið í vondu hjónabandi of lengi. –

Hafa „leyft“ einhverjum að koma fram við sig á þennan og hinn mátann, – og svo endar það stundum með hvelli eða leiðindum. –

Fólk getur líka upplifað skömm að hafa ekki tekist að halda drauminum um gott hjónaband á lofti, skömm fyrir að hafa ekki getað gert makann hamingjusaman þannig að hann leitaði annað, jafnvel, þó við ættum að vita að hver og einn ber ábyrgð á sinni hamingju. –

Það er margt sem getur verið uppi á teningnum, en þegar skilnaður er orðinn að veruleika,  þá upplifir fólk missi, jafnvel þó að missinum fylgi í sumum tilfellum einhvers konar frelsistilfinning þá er breytingin erfið.

Síðan er það þeirra sem skilja að vinna sig í gegnum sorgarferlið eftir skilnað og standa síðan sterkari og upplifa þá, þegar til baka er litið að ganga í gegnum þroskaferli. –

Hvort sem skilnaður átti sér stað fyrir viku eða fyrir tíu árum, ef þú ert að glíma við gremju, reiði, óréttlæti heimsins eða hreint út sagt einmanaleika þá er mjög mikilvægt að afneita ekki sorginni við skilnað, jafnvel þó óskað hafi verið eftir honum af báðum aðilum.  Það er sambandið,  eins og við óskuðum okkur, sem deyr, og þann missi syrgjum við flest.

 

308192_177514862373237_1750021977_n