Þegar fíflunum fjölgar …..

„Þegar fíflunum fjölgar í kringum þig þarftu kannski að fara að líta í eigin barm“ .. Þetta er algeng setning í sálfræðinni – sem er auðvitað ekki alltaf sönn, en algengara þó en ekki. –

Þegar að einhver aðili kemur í viðtal og fer að telja upp alla sem eru ómögulegir, treystir engum,  allir eru einhvern veginn öfugsnúnir og viðkomandi er jafnvel að leita að námskeiðum fyrir ÞÁ,  þá er oft erfitt að snúa fókusnum „heim.“   Eða að þeim sem talar.

„Be the change you want to see in the world“  – Gandhi

Sumir eru með fastan fókusinn á öðrum, þeirra gjörðum, mistökum – en sjaldan eða aldrei hjá sjálfum sér.

Það að vilja laga alla í kringum okkur, eða fixa, án þess að líta í eigin barm, er eitt einkenni meðvirkni,  sérstaklega þegar þú gerir viðkomandi ábyrgan fyrir hamingju þinni.

Þetta er ein tegund  stjórnsemi,  Þú hefur ekki stjórn ef þú getur ekki stjórnað því að einhver sé eins og þú vilt, og þegar að hann/hún er ekki eins og þú vilt ertu ekki eins hamingjusöm/samur! ..

Þegar þú ert þessi bjargvættur – dregur þú að þér mörg fórnarlömb sem vilja ekki björgun,  þau vilja bara að þú vorkennir þeim vegna þess að á því næra þau fórnarlambið í sér.  En þegar þau verða þreytt á því að þú sért að reyna að stjórna þeim eða bjarga þeim, reiðast þau þér og þá ert þú sjálf/ur allt í einu orðin/n fórnarlambið.

„Ég vildi bara hjálpa“  – og skilur ekkert upp né niður í neinu.

Besta leiðin til hjálpar er ekki að draga aðra áfram sem ekki vilja hjálp,  heldur að vera þeim  FYRIRMYND í því sem þú vilt sjá hina vera.

F52E17F2-694E-11E1-94CA-E6AE32D05ADD

Ræktum ástina …

“Við ræktum ástina þegar við leyfum því viðkvæmasta og um leið öflugasta í okkur sjálfum að vera opinbert,  og þegar við virðum þau andlegu tengsl sem verða til með þessari fórn með trausti, virðingu, velvild og alúð.

Ást er ekki eitthvað sem við gefum eða þiggjum, það er eitthvað sem við nærum og ræktum,  samband sem aðeins er hægt að rækta milli tveggja þegar að það er til  fyrir í hvorum einstaklingi fyrir sig – við getum aðeins elskað aðra manneskju eins mikið og við getum elskað okkur sjálf. “

Endursagt frá Brené Brown

Bolli til sölu
Shame, blame, disrespect, betrayal, and the withholding of affection damage the roots from which love grows. Love can only survive these injuries if they are acknowledged, healed and rare.”
― Brené BrownThe Gifts of Imperfection: Let Go of Who You Think You’re Supposed to Be and Embrace Who You Are

Þakklæti

Ég er ekki með nein læti nema vera skyldi þakk-læti 🙂

Ég sit hér í hægindastólnum hennar móður minnar blessaðrar, sem ég erfði eftir hana. Það er komin ró og friður í litla húsinu á Framnesveginum,  tveir litlir kroppar sofnaðir eftir skemmtilega sundferð með móðursystur þeirra.

Þessir tveir kroppar eru Elisabeth Mai og Ísak Máni,  – og er ég búin að vera að skottast með þeim í dag. –   Það er eiginlega alsæla, að hlusta á andardráttinn þeirra, heyri í þeim á víxl. –

Þegar tíminn er takmarkaður sem við fáum að njóta, lærum við að vera þakklát fyrir þann tíma sem okkur er gefinn.

Þegar ég skrifa svona streyma tárin – þakkartárin.

Elskum meira, þökkum meira og óttumst minna.

Það fer allt vel að lokum.

1277795_10201626979890072_1685395355_o

Feður og dætur ..

Ég hef verið að lesa svo sorglegar fréttir undanfarið, sem innihalda samskipti feðra og dætra.  Þið vitið um hvaða fólk ég er að tala. Það skiptir ekki öllu máli, – og þessi pistill fjallar ekki um einstök mál heldur bara almennt um þessi tengsl, og það sama gildir um tengsl milli annarra í fjölskyldunni, hver svo sem þar eiga í hlut.  Auðvitað gæti þetta verið móðir og sonur, eða systir og bróðir.

Öll þessi vondu samskipti eiga sér rætur í sársauka. EInhver segir eitthvað eða gerir eitthvað út frá eigin sársauka.

Er allt þetta fólk sem tilheyrir sömu fjölskyldunni tilbúið til að ganga ósátt til hinstu hvílu? –   Hvað ef að einhver deyr og ekki hefur náðst sátt?

Það er svo sorglegt að horfa upp á ættingja, jafnvel í valdabaráttu, um eitthvað sem eyðist,  þ.e.a.s. þessi völd flytur enginn með sér inn í eilífðina. –  Sálin fer með okkur inn í eilífðina, sál sem hefur e.t.v. ekki náð að fyrirgefa.  Og eftir verður sál sem heldur nær ekki að fyrirgefa,  sál sem situr uppi með að vera búin að missa e.t.v. barnið sitt og kvaddi það ekki með sátt. –

Í mínum huga er fátt sorglegra.

Mér finnst þetta líka ákveðið vanþakklæti fyrir lífið.  Að eiga dóttur eða eiga föður, að eiga son, að eiga móður,  en ná ekki að njóta þess að eiga samskipti við hvort annað.

Sum sár eru svo djúp að þau er erfitt að heila,  en þar finnst mér að guðsfólkið,  eða sem telur sig trúa á kærleiksríkan Guð,  ætti einmitt að biðja Guð um lækningu og heilun.  Biðja Guð um að hjálpa sér við fyrirgefninguna.

Ég hef litla trú á illskunni, hvað sem hver segir.  Ég trúi að hún sé til, en ég trúi að það sé hægt að afvalda hana með elskunni.

Ég trúi ekki öðru en að faðir liggi andvaka að geta ekki talað við dóttur og að dóttir liggi andvaka að geta ekki talað við föður. Þetta er tap á báða bóga. –

Fyrirgefningin er stærsta gjöf sem hægt er að gefa sjálfum sér.  Hún þýðir ekki að við höfum samþykkt gjörðir eða orð hinna,  hún þýðir að við sleppum tökum á reiði, gremju, og öllu því sem hið vonda vill að við höldum fast í.  Ég trúi að við getum snúið á illskuna með því að samþykkja hana ekki,  og gera hana ekki að okkar. –

Við syndgum öll einhvern tímann, sum í smáu önnur í stóru. Við gerum öll mistök einhvern tímann.

Þegar ásakanirnar birtast á víxl í blöðunum – er það réttur vettvangur til fyrirgefningar? –   Munu ásakanir á víxl leysa málin?

Ef við viljum raunverulega ná bata og betra lífi, þrátt fyrir að vondir hlutir hafi gerst,  – þá þurfum við að sýna skilning en ekki stunda það sem kallað er „The Blaming Game.“ –

Hættum að leita að sökudólgum og förum að skilja AF HVERJU hlutirnir gerast, eða fólk hegðar sér á ákveðinn hátt. það er miklu farsælli leið til að leysa flest mál og deilur.

Lífið er of stutt og of mikilvægt til að því sé lifað í deilum, ekki gera ekki neitt, eins og þar stendur,  enginn einstaklingur getur verið hamingjusamur hvort sem sál hans er plöguð af skömm vegna vondra leyndarmála eða lifir með sál sem nær ekki að skína  vegna reiði og gremju.

Með von í hjarta að þessi skrif hjálpi til skilnings á mikilvægi þess að eyða ekki lífinu til einskis  .. okkar dýrmæta lífi.

424816_387786877901754_155458597801251_1714720_1712323506_n

Elsku unga manneskja …

Þetta bréf er stílað á þig sem íhugar tilgang lífsins og finnst hann jafnvel enginn.  Þetta bréf er stílað á þig sem situr heima og hugsar um allt sem þú getur EKKI gert, og sekkur því dýpra og dýpra niður í „EKKIГ –

Ungar manneskjur eru á öllum aldri, ungar manneskjur sem hugsa um það sem þær geta „EKKI“ gert. – Louise Hay er kona sem er 87 ára ung, eins og hún segir sjálf, en hún hugsar ekki um það sem hún getur ekki, heldur um það sem hún getur.

Hvað ef að tilgangur lífsins er nú að NJÓTA lífsins?  Við fáum oft mótstöðu,  ytri mótstöðu og þá er ekki möguleiki að njóta, en mótstaðan endist sjaldnast að eilífu, og stundum er það okkar að koma okkur úr aðstæðum sem veita mótstöðu.

Hvað þegar ytri mótstaðan er farin og eina mótstaðan sem eftir er er hugarástand þar sem þú hugsar „Ég get EKKI“ –

Það er fórnarlambshugsun, sem þarf að snúast yfir í hugsun sigurvegarans,  því öll erum við, sem drögum andann, sigurvegarar lífsins.  Andardrátturinn er forsenda þess að við lifum.

Þakklæti fyrir lífið er eitthvað sem við megum iðka meira,  – og kannski er það pinku van-þakklæti fyrir lífð að hugsa alltaf um þetta „EKKI“ –

Fókusinn skiptir máli, að hugsa upp, hugsa ljós og hugsa gleði, – hugurinn ber þig hálfa leið og svo þarf að koma sér.  Nei, ekki hugsa „EKKI“ – heldur  Ég GET – ÆTLA – SKAL  o.s.frv. – og svo má bæta við  „Mér þykir vænt um sjálfa/n mig“ –

 

Hægt er að hlusta ókeypis á hana Louise L. Hay á Youtube,  að vísu á ensku, þar sem hún les efni bókarinnar  „I CAN DO IT“

Ég set hlekk á það HÉR

codependent-no-more

Hvernig iðkum við þakklæti?

Hvað er lífsfylling? –

Það hlýtur að fela í sér að við séum sátt og ánægð með það sem við höfum.

Andheiti við lífsfyllingu er lífstóm, ekki að það sé orð sem við notum.

En lífstómið er tómleikatilfinning.  Tilfinning að það vanti eitthvað í lífið, okkur skorti, við söknum o.s.frv. –

Í bók sem heitir „Women, food and God, an unexpected path to almost everything“ – lýsir höfundurinn Geneen Roth því hvernig við reynum stundum að fylla á þetta tilfinningatóm með mat. –

Við getum skipt út þeirri hugmynd með mörgu öðru sem við reynum að nota – en dugar ekki, því við erum að kalla eftir tilfinningalegri næringu en fyllum á með fastri fæðu  eða veraldlegum hlutum af ýmsum toga.

Það sem vantar er oftar en ekki friður, ást, sátt, gleði, – eitthvað andlegt sem ekki er hægt að fylla á með mat.

Hér er komið að þakklætinu.

Þegar við þökkum það sem við höfum, og stillum fókusinn á það, förum við að upplifa meiri fullnægju og minna tóm. –  Þá látum við af hugsuninni um skort. –

En þakklæti er ekki bara eitthvað sem við hugsum, heldur þurfum við að ganga lengra, og „praktisera“ þakklæti.  –

Ég er nú ein af þeim sem hefur fundist pinku „fyndið“ og e.t.v. öfgafullt að biðja borðbænir fyrir mat, en líklegast er það ein fallegasta þakkarbænin, að þakka fyrir að fá að borða, því það er ekki sjálfsagður hlutur alls staðar í heiminum. –

Þó við förum ekki að taka upp þá iðju, nema kannski hvert og eitt svona sér fyrir sig,  þá er það að iðka þakklæti eitthvað í þeim dúr.

Það sem ég hef kennt á námskeiðunum mínum er t.d. að halda þakklætisdagbók, – þá skrifar fólk niður daglega, yfirleitt á sama tíma dags það sem það er þakklátt fyrir,  e.t.v. þrjú til fimm atriði.  Þetta þarf að iðka til að það komist upp í vana.

Hugrækt virkar eins og líkamsrækt, – það dugar ekki að æfa skrokkinn einu sinni og halda að við séum komin í form.  Við þurfum að endurtaka æfingarnar aftur og aftur og gera það að lífsstíl eða nýjum sið í okkar lífi. –

Þakklætið virkar líka þannig, –  að þakka daglega eða a.m.k. reglulega þó það sé aðeins 2 -3 í viku. –

Það er nefnilega þannig að þakklæti er undirstaða lífsfyllingar, sáttar, gleði og ýmissa góðra tilfinninga.

Þakka þér fyrir að lesa!

Sáum fræjum þakklætis og uppskerum ………

971890_412903325485195_97787239_n

Eigum við að veita vandamálunum athygli?

„Það sem þú veitir athygli vex“  

„Ekki byggja á rusli fortíðar“  

Þetta eru setningar sem ég nota sjálf. 

En lífið er fullt af þversögnum, – og hvor er réttari fullyrðingin: „Oft má satt kyrrt liggja“  – eða „Sannleikurinn er sagna bestur“ .. ? 

Er ekki bara „bæði betra“  eins og börnin segja? – 

Þarf ekki að að skoða í hvaða samhengi við erum að tala?  

Það tel ég. 

Ef við verðum bensínlaus, dugar ekki að líma brosmerki yfir bensínmælinn og segja að allt sé í lagi og halda að við getum keyrt áfram. –   Eigum við að veita bensínmælinum athygli? –  Já auðvitað. 

En það er ekki þar með sagt að við þurfum að stara á hann allan tímann og óttast það að bensíntankurinn tæmist,  við gætum líklegast ekki keyrt ef við tækjum ekki augun af honum! .. 

Þegar við skoðum fortíð,  þá skönnum við hana – rennum augun yfir hana eins og bensínmælinn og höldum svo áfram.  Fortíðin er eins og fenjasvæði, við höldum áfram þegar við förum þar í gegn, en það er enginn staður til að reisa sér hús. – 

Ef við erum vansæl, þá þurfum við í mörgum tilfellum að vita orsök til að geta unnið í henni. – 

Afleiðingar eru pollurinn sem við erum alltaf að þurrka upp, – pollur sem e.t.v. stækkar og stækkar,  stækkar meira eftir hvert skiptið sem við þurrkum hann upp.  Kannski vegna þess að við erum alltaf með fókusinn á pollinum? –   Hvað ef við stilltum hann á orsökina, hinn leka krana?    Væri ekki rétt að gera við hann og þá hætti pollurinn að koma? 

Hér er ég að stinga upp á því að við þurfum að hætta að veita vandamálum athygli – sem eru í raun afleiðing, og veita orsökunum athygli.   Hvað ef við erum með slæman sjúkdóm,  við tölum sífellt um hann þegar við hittum einhvern,  við lesum um hann og spáum og spekúlerum,  sjúkdómurinn fær gríðarlega athygli og vex og vex, en kannski erum við ekki að íhuga orsök, eða hvað við getum gert sjálf.  

Jákvæðni hjálpar í öllum tilfellum.  Broskallinn skaðar engan, og það að hugsa á lækninganótum – eins og einhver sagði, „mitt bros lætur frumurnar mínar brosa“. –   

Allt tal um sjúkdóma – allt væl um vandamál, án þess að gera eitthvað í því er eins og að tala um að bíllinn sé bensínlaus og kvarta yfir því, jafnvel skammast yfir að einhver annar fyllti ekki á bílinn,  en sleppa því að setja bensín sjálf/ur – þrátt fyrir að vita að það er leiðin til að komast af stað aftur. – 

Ég hef mikið rætt um skömm, og skv. „skammarsérfræðingnum“ Brené Brown,  minnkar skömmin þegar við tölum um hana.  –  Skömmin er eins og hinn leki krani, hún orsakar vanlíðan og óhamingju. –  Viðgerðin er á þeim bæ að opinbera hana, gefa hana frá okkur, fyrirgefa okkur og með því skrúfum við kranann fastan. 

Það er ekki hægt að hunsa lekann krana, eða bensínlausan bíl.  Bíllinn keyrir ekki – af hverju? – Jú, hann er bensínlaus. –  Við bara tölum ekki um það út í hið óendanlega að hann keyri ekki, og gerum það að risa vandamáli. 

Gerum ekki úlfalda úr mýflugu, heimsstyrjöld úr rökræðum, fjall úr þúfu.  –  Það gerum við þegar við veitum vandamálinu of mikla athygli en hunsum orsakirnar,  eða gerum ekkert í þeim. 

„Oh ég er svo feit/ur“ –  hvað ætlar þú að gera í þvi og af hverju ertu of feit/ur? –   Ef þú ætlar ekkert að gera í því, hættu þá að tala um það, því  þú fitnar bara af því. – Já, svoleiðis er það. 

„Oh, ég er svo blönk/blankur, – hvað ætlar þú að gera í því og af hverju ertu of blönk/blankur? – Er það öðrum að kenna,  ertu þá fórnarlamb?  Gætir þú gert eitthvað í því? –  Verður þú ekki bara blankari ef þú ert alltaf að tala um vandamálið blankheit? –  

Niðurstaða mín (í bili – aldei endanleg):  – ekki stilla fókusinn vandamálin,  en um leið ekki afneita þeim,  það er nauðsynlegt að vita af þeim, sjá „sársaukann“ sem veldur þeim og vinna í honum. 

Fine Young Cannibals sungu: „What is wrong in my life that I must get drunk every night? –  Vandamálið er álitið drykkjan, eða alkóhólisminn sem fær vissulega mikla athygli, – en það er auðvitað þetta „what is wrong“ – „hvað er að?“  sem við ættum að spyrja og leitast við að gefa gaum.  

Meikar þetta sens? – svo ég tali góð íslensku? WEBBizCardFront

Hvað ertu að hugsa?

Hugsanir eru ekki staðreyndir, ekki heldur þær sem við höfum hvað ástarsambönd varðar.. Það er til alls konar hugmyndafræði um sambönd og ástina eins og:

– Ástin er sársaukafull   (Love hurts)
– Það er ekki hægt að treysta konum/körlum
– Ég er ekki nógu góð/ur
– Hjarta mitt er lokað eða ég get ekki opnað hjarta mitt
– Ég er ekki elskaður/elskuð
– Það er engin/n meðvituð/meðvitaður  kona/karl á lausu
– Sambönd eru bara drama
– Það er ekkert til sem heitir „sönn ást“
– Ég er ekki nógu flott/ur/kynþokkafull/ur/verðmæt/ur
– Ég er of ung/ur / gamall/gömul fyrir ástina

Áttum okkur á því að við erum mjög líklega ómeðvitað að hugsa eina eða fleiri af þessum hugsunum.  Þær hafa stundum orðið til við vonda og/eða sársaukafulla fyrri reynslu

Þess vegna heldur fólk áfram að sækja tilfinningar úr fortíð og varpa þeim yfir á framtíð og varpa tilfinningum sem það hefur upplifað í fortíð í fyrra sambandi yfir á nýtt samband og yfir á nýjan maka.  Sum okkar hafa samsamað sig svo fullkomlega með þessum gömlu hugsunum og tilfinningum að þær lita alla tilveruna og verða eins og álög eða spádómur um framtíð sem við erum sjálf að uppfylla. 

Þegar samband gengur skrykkjótt – er það stundum vegna þess að við erum að varpa á það fyrri reynslu, nota útrunnar hugsanir og tilfinningar sem tilheyrðu öðru og liðnu tímabili á það sem er að gerast í dag.

Þegar við vörpum sárum en þó útrunnum hugsunum og tilfinningum yfir á samband – er það eins og að nýta  ruslahaug.

Það er því kominn tími til að kveðja gömlu hugsanirnar sem ekki þjóna okkur lengur – og taka upp nýrri og bjartsýnni hugsanir.

Engum – eða fáum, dettur í hug að borða mat sem er kominn langt yfir síðasta neysludag? –  Af hverju að nota andlegt fæði sem er orðið ónýtt og er skaðlegt heilsu okkar og hamingju?

Gætum að hvað við hugsum ..

(Þessi grein er endursögn af grein á síðunni Ascended Relatiionships)

Ég skrifa minna þennan mánuð – en er að halda dagbók á framboðssíðunni minni www.kirkjankallar.wordpress.com  en ég er að sækja um stöðu sóknarprests á sunnanverður Snæfellsnesi, vonast til að ég geti skrifað þaðan frá 1. desember nk. 🙂  Það vantar ekki orkuna frá Jöklinum.

1237725_718572361489869_2098217819_n

Hugsaðu þig „Upp“ …

Þegar við erum langt niðri – er það stundum vegna þess að við höfum sokkið í kviksyndi. – Ekki raunverulegt kviksyndi, eða það sem við sjáum með berum augum, heldur kviksyndi neikvæðra hugsana. –

Ef við höfum náð að hugsa okkur niður,  hver er þá aðferðafræðin við að komast upp? –  Jú, við hugsum okkur upp.

Það er það sem við erum að gera með því að æfa jákvæðar staðhæfingar í stað neikvæðra,  það er það sem við erum að gera þegar við erum að sleppa tökum á því sem þyngir okkur og heldur aftur af okkur þannig að við erum föst í kviksyndinu. –

Að hugsa upp er „tækið“ – og ef við eigum erfitt með að gera það sjálf þurfum við leiðsögn við að læra á „tækið“ –

Nýtt námskeið  – „Ég get það“ –  hefst 21. október nk.  Verið velkomin! –  Skráning HÉR  ath, að það er hægt að fara fram á skiptingu greiðslna í 3 hluta.

971218_563124067057884_436886814_n(1)

Er unglingurinn þinn í vanda?

Þó það hljómi kanski undarlega,  þá er það nú í flestum tilvikum þannig að ef unglingurinn er í vanda,  óánægður, leiður, „latur“ – „frekur“ – er með „unglingavandamál“ o.s. frv.  þurfa foreldar oft að líta í eigin barm.

Hvernig líður mömmu? – Hvernig líður pabba? – Hvernig eru samskiptin þeirra?

Foreldar eru fyrirmynd, – ef að leið foreldris til að líða betur er að reykja sígarettur, af hverju ætti unglingurinn ekki að leita þeirrar leiðar?

Börn og unglingar þjást þegar foreldrum þeirra líður illa.  Þau spegla sig í foreldrum sínum. –

Ef foreldrar ætla að hafa eitthvað til að gefa, og ætla að vera góðar fyrirmyndir þurfa þeir að fara að huga að sínu sjálfstrausti, sinni sjálfsvirðingu og sinni hamingju almennt.

Ánægt foreldri með gott sjálfstraust og sem virðir sjálft sig, bæði á líkama og sál er fyrirmyndar-foreldri.

Þess vegna er svo mikilvægt að foreldrar skoði sig sjálf og athugi hvort þeir eru að nota súrefnisgrímuna, eða bara reyna að demba henni beint á barnið og hafi ekki þrek til að halda henni þar vegna þess að þeim vantar allan kraft og kunnáttu til þess að nýta sér hana – þegar þeir hafa ekki notað hana sjálfir.

Ef að sjálfsrækt er „soðin niður“ í einfaldleika þá byggir hún á:

A) Að þykja vænt um sig, nógu vænt til að rækta líkama og sál.

B) Að lifa með vitund, þ.e.a.s. að vera áhorfandi að eigin viðbrögðum – eigin viðhorfi o.s.frv. –  (Vera sinn besti vinur/vinkona)

Það er auðvitað hægt að telja ýmislegt fleira upp en þetta er þessi tvö stærstu mál sem fólk þarf að komast yfir.

Þetta gildir bæði fyrir foreldra og börn.  En foreldrar eru fyrirmyndir og hægt að kenna þetta 😉

happy-kids