Hugsaðu hugsanir sem þjóna þér …. .

Þegar við sofnum hvílum við hugann.  Það má segja að við ýtum á „refresh“ eða endurnæringartakkann.   Það er mikilvægt að þegar við vöknum, – þá byrjum við daginn á að velja okkur fallegar og góðar hugsanir, – hugsanir sem þjóna okkur á þann hátt að okkur líður vel.  Eftir því fleiri góðar hugsanir við náum að hugsa,  þess betur líður okkur. –   Við þurfum ekki að sækja vondu hugsanir gærdagsins og endurtaka þær,  því þær þjóna okkur ekki, heldur vinna gegn okkur.

Við viljum hækka hamingjustuðulinn okkar, – með þessum góðu hugsunum.   Við getum æft okkur í fallegum hugsunum með því að skrifa niður orð sem láta okkur líða vel, dæmi:

Gleði, sátt, hamingja, hlátur, bros, ánægja, þakklæti, ást, friður, kærleikur, tilhlökkun .. o.s.frv.  ef við hugsum þessi fallegu orð – og/eða skrifum þau niður,  fer okkur hægt og bítandi að líða betur og við erum farin að vera okkar bestu vinir.

Þessi pistill er í raun „minnisglósa“  … því það kemur fyrir að við gleymum þessu, eða neikvæð orð reyna að troða sér inn og hindra okkur í að líða vel.  –

Viðbót:

Ég skrifaði ofangreind orð að nóttu til – og það sem kom í kollinn á mér var hversu mikilvægt það væri að vakna með sól í hjarta og byrja daginn vel, og þannig laða það góða að sér áfram yfir daginn. – Þetta má líka hugsa á facebook. Að byggja á góðri andlegri næringu, í staðinn fyrir t.d. að byrja á að skammast yfir pólitík eða álíka .. pælum aðeins í þessu hvað við erum að hugsa, og þá um leið hverju við erum að „sá“ meðal vina okkar. Erum við að dreifa gleði okkar eða reiði? ….

Hættum að eyða orku í að leita að sökudólgum …

Ef við viljum komast áfram í lífinu, – þá er einn leikur sem við verðum að hætta að leika – hann kallast „the blame game“ – eða „Leitin að sökudólginum“ … Fólk á oft erfitt með að trúa að þetta sé svona, en þetta er margreynt. –

Wayne Dyer skrifaði:

„All blame is a waste of time“ …

Það að leita að sök – eða sökudólgum er tímaeyðsla.  Alveg sama hversu mikla sök þú grefur upp hjá öðrum,  og alveg sama hversu mikið þú ásakar viðkomandi, – mun það ekki breyta þér.  Það eina sem sökin gerir er að halda athyglinni frá þér, þegar þú ert að leita að ytri ástæðum til að útskýra óhamingju þína eða gremju.  Þér getur tekist að láta einhvern annan fá sektarkennd með því að ásaka hann,  en þér mun ekki takast að breyta því sem liggur hjá þér sem er að valda þér óhamingju.

Dæmigert fyrir þetta er t.d.  eftir hjónaskilnað,  þegar  fólk er upptekið af fyrrverandi maka og hans hluta í óhamingjunni.  Sama hversu mikið drullað er yfir makann, það gerir hinn aðilann ekki hamingjusaman,  vegna þess að þegar athyglin er á einhverjum öðrum en okkur sjálfum – erum við fjarverandi okkur sjálf og höfum ekki orku til að byggja upp eigin hamingju. –

Því fyrr sem við sleppum því sem var og veitum athygli því sem er, okkur sjálfum og eigin hamingju því fyrr náum við sátt.   Og sáttin er staðurinn sem við veljum dvelja í.

Stundum er betra að vera hamingjusöm – en að hafa rétt fyrir okkur.

„Let it go“ ….

Neikvæðni náungans er ekki þitt vandamál ..

Haltu jákvæðni þinni þó neikvæðnin umkringi þig.  Brostu þegar aðrir reyna að draga úr gleði þinni.  Þannig heldur þú áhuga og fókus. Þegar aðrir koma illa fram við þig, haltu áfram að vera þú.  Aldrei láta biturð annarra breyta þeirri manneskju sem þú ert. Sjaldnast gerir fólk það sem það gerir vegna þín, það gerir það sjálfs sín vegna.

En fyrst og fremst, aldrei breyta þér – einungis til að geðjast einhverjum sem segir þér að þú sért ekki nógu góð/ur.   Gerðu breytingar sem gera þig að betri manneskju, og sem leiða þig að bjartri framtíð.

Fólk mun tala, sama hvað þú gerir og hversu vel þú gerir það.  Svo hugaðu að sjálfri/sjálfum þér – áður en þú ferð að hafa áhyggjur af því hvað aðrir hugsa.  Ef þú hefur sterka trú á einhverju, ekki vera hrædd/ur við að berjast fyrir því.  Styrkurinn felst í því að komast yfir það sem aðrir telja ómögulegt.

Gerðu það sem gleður þig, og vertu oftar með þeim sem fá þig til að brosa.

(þýtt af internetinu)..

Ef þú ættir fimmtíu milljónir – hvað myndir þú kaupa?

Maður nokkur fékk afhentar fimmtíu milljónir og boðið að ganga inn í verslunarmiðstöð og kaupa allt það sem hann vildi. –   Fyrsta verslunin var fornminjaverslun.  Þar voru mottur sem honum fannst forljótar, – en hann pantað sex mottur og lét senda þær heim. –  Þær kostuðu 100 þúsund krónur hver,  svo hann átti enn eftir fjörutíuogníumilljónir og fjögurhundruðþúsund.    Þá gekk hann inn í næstu búð sem var verslun með lömpum.  Þetta voru frekar gamaldags lampar og honum fannst þeir ljótir, en færu væntanlega vel með mottunum,  svo  hann pantaði sex lampa og lét senda þá heim. –   Svona hélt hann áfram koll af kolli, – og keypti það sem honum fannst ljótt og hann langaði ekki í.   Þar að auki,  þegar fór að grynnka á fimmtíu milljónunum sem hann átti upphaflega,  voru honum réttar aðrar fimmtíu milljónir og hann gerði sér grein fyrir að hann myndi aldrei verða blankur!

Þessi sögu hér á undan heyrði ég hjá Wayne Dyer,  og hann notar hana sem dæmisögu um hvernig við notum hugsanir okkar.

Hugsanir okkar eru gjaldmiðill okkar.  –  Við hugsum svo mikið um það sem við viljum ekki.  Þannig fáum við heimsent það sem okkur langar ekkert til að fá heim til okkar.

Mér fannst þessi dæmisaga svo áhugaverð, að ég ákvað að deila henni hér á blogginu mínu, – ekki síst fyrir sjálfa mig til að rifja hana upp.

Hversu miklu höfum við eiginlega sankað til okkar af drasli og dóti sem við höfum ekkert við að gera?  –   Þá er ég að tala um huglægt drasl og dót,  en vissulega á þetta oft við um áþreifanlegt drasl og dót, og má eiginlega alveg líkja því saman.
Margir finna til léttis þegar þeir hafa tekið fataskápinn eða geymsluna í gegn og hent því eða gefið sem þeir þurfa ekki að nota.   Á sama hátt getum við fundið til léttis þegar við losum okkur við hugsanir sem við höfum ekkert að gera með lengur.

Kannski þurfum við að fara að hugsa hvað okkur langar að hafa heima hjá okkur,  í stað þess hvað við viljum ekki hafa þar,  – því alheimurinn virðist bara ekki heyra þetta „ekki“ 🙂 ..

Þar sem ég var að hlusta á Dr. Wayne Dyer heitinn,   – þá opnaði ég Facebook, og vinkona mín, sem hugsar mikið um andleg málefni, póstaði meðfylgjandi mynd og fannst mér hún passa vel við.  – Kannski ekki tilviljun að hún „poppaði“ upp á meðan.

Hamingjan er að anda djúpt hugsa fallegar hugsanir ❤

Ekki „kaupa“ það sem okkur langar ekki í – en um leið getum við fagnað því að eiga óendanlega uppsprettu hugsana,  þannig að ríkidæmi okkar er gífurlegt!

10661681_1032392486793656_6168754982918451292_o

„Já – veröld“ …

„When you say yes to live, live says yes to you“ … þetta segir hún Louise L. Hay, sem er nokkurs konar ókrýnd drottning jákvæðra staðhæfinga.

Eða:

„Þegar þú segir já við lífið segir lífið já við þig“ ..

Þetta er í anda lögmálsins um aðdráttaraflið,  að við löðum það að okkur sem við hugsum. – Nú eða sköpum heiminn með hugsunum, og þá er nú heldur betur gott að hafa þær jákvæðar en ekki neikvæðar.

Louise Hay segir að það sé búið að forrita okkur á þann hátt að við trúum því að lífið verði okkur bara gott ef við borðum spínatið okkar, höldum heimilinu hreinu, greiðum okkur, séum stillt o.s.frv.  Þrátt fyrir að þetta séu ágætir hlutir að læra, hafi þeir ekkert með okkar innra verðmæti að gera. Það sem við þurfum að sannfærast um er að við erum nú þegar nógu góð, og án þess að breyta nokkrum sköpuðum hlut eigum við skilið dásamlegt líf.

Staðfesting til að eignast þetta dásamleg líf:

„Ég opna faðminn upp á gátt og lýsi því yfir með kærleika að ég tek á móti ÖLLU GÓÐU!“ ..  það má svo bæta við „JÁ TAKK VERÖLD“ ..  vegna þess að þakklæti laðar líka að sér þakklæti.

Ef þér finnst þú langt frá þessum stað, – ert ekki í essinu þínu (kjarna þínum) slakaðu þá á og hugsaðu inn í hjarta þitt, andaðu djúpt inn kærleika og gleði og andaðu út vonleysi og leiða. –  Svo má fara aftur með jákvæðu setninguna:

„Ég opna faðminn upp á gátt og lýsi því yfir með kærleika að ég tek á móti ÖLLU GÓÐU!“ ..  það má svo bæta við „JÁ TAKK VERÖLD“ ..  vegna þess að þakklæti laðar líka að sér þakklæti.

louise-hay-chang-thinking-life-light-1j9y

Hversu þungt er glasið? ….

1003726_598713920168936_710007489_n

Einu sinni var sálfræðingur sem var að kenna kvíðastjórnun.  Hún tók upp vatnsglas og nemendur hennar héldu auðvitað að hún ætlaði að fara að spyrja þá þessarar klassísku spurningar,  hvort að þeir sæju glasið hálftómt eða hálffullt?

En þess í stað,  spurði hún með bros á vör: „Hversu þungt er glasið?“ ..

Nemendur voru með ýmsar ágiskanir – allt í grömmum.

Sálfræðingurinn svaraði: „Hin raunverulega þyngd skiptir ekki máli.  Það sem skiptir máli er hversu lengi er haldið á því. –

Ef ég held á því í mínútu, er það ekkert mál.

Ef ég held á því í klukkutíma, fer mig að verkja í handlegginn.

Ef ég held á því heilan dag, fer handleggurinn að verða dofinn og lamaður af þreytu.

Auðvitað breytist ekki raunveruleg þyngd glassins,  en eftir því sem ég held lengur á því, þess þyngra verður það.“

Síðan hélt hún áfram: „Stress og áhyggjur lífsins eru eins og þetta vatnsglas.  Hugsið um það í stuttan tíma og ekkert gerist.  Hugsið um það aðeins lengur og þið farið að finna til. Og ef þið hugsið um það allan daginn, verðið þið lömuð – gjörsamlega ófær um að gera nokkurn skapaðan hlut.“

Munið að leggja glasið niður!

Heimildir:  héðan og þaðan af netinu, – ég sá þessa sögu á mörgum stöðum! 

Guð verður ekki drukkinn úr flösku, etinn úr ísformi eða mátaður í skóbúð …..

Þegar ég var í guðfræðináminu mínu, nánar til tekið í sálgæsluáfanga, þá talaði séra Sigfinnur, sem kenndi áfangann um að menn ætluðu sér stundum að drekka Guð úr flösku. –  Það er að fylla tómarúmið sem er innra með þeim með áfengi,  en það sem gerist er að þetta tómarúm er eins og svarthol,  það er sama hversu mikið af áfengi er drukkið, – það tekur endalaust við, þannig að tómarúmið er viðvarandi.
Það sama gildir um þá sem reyna að fylla þetta tómarúm með ís, sælgæti eða bara hvaða mat sem er sem við borðum. –  Sumir reyna að fylla tómarúmið með því að kaupa nýja skó.

Þegar við finnum þennan tómleika þá höldum við stundum að okkur vanti bara maka til að fylla upp í tómið – svo finnum við makann .. og kannski í einhvern tíma finnum við lífsfyllingu, en svo förum við að finna sömu tilfinninguna,  því þetta virkar bara í stutta stund, svipað og víman af áfenginu. –

Hvað er til bragðs? –

Ég held að tómleikinn geti verið skortur á andlegri lífsfyllingu.  Skortur á Guði.  Og þá er ég ekki að tala um að gleypa gamlan, hvíthærðan og skeggjaðan karl 🙂 ..    Það er andleg nærvera, sem kemur þegar við finnum að ljósið lýsir upp svarholið.  Þessi fylling hefur ekki fast form, – hún er létt og leikandi og við öndum henni að okkur,  djúpt – alveg niður í maga. –  Það er súrefnið, það er lífið og eilífðin sjálf sem við hleypum þarna inn. Við finnum hvernig við öndum og náum tengingu við okkur sjálf.   Fólk finnur þetta í jógaæfingum, í hugleiðslu eða bæn, –  þegar það andar að sér náttúrunni – í fjörunni þegar það andar að sér ferskum sjávarilminum. –
Þetta eru dýrmætar stundir, – og svo fer það að gerast að þær verða þéttari og þéttari og þá verður um leið minni og minni þörf fyrir „aukaefni“ ..  minni þörf fyrir allt sem kemur að utan.

Að vera með sjálfum sér og anda djúpt, – og hugsa með djúpu þakklæti fyrir að geta andað – inn og út – þá vitum við að við erum lifandi,  og það sé nóg.

Við þurfum ekki að kaupa neitt, enginn þarf að gefa okkur neitt .. eða gera neitt fyrir okkur,  við höfum þetta allt í hendi …. frá því við fæðumst og til … tjah .. kannski til eilífðar …

En kannski mikilvægast er vakna til meðvitundar að við höfum þetta öll núna.

Það er fagnaðarerindi dagsins í dag og alla daga  …

images (5)