10 Things To Know About Children Of Alcoholics
04 April 2017 skrifað af ROR Staff – 24. apríl 2017 þýtt af Jóhönnu Magnúsdóttur (ath bein þýðing – vinsamlega taka viljann fyrir verkið).
Höfundur skrifar:
Það eru margir fullorðnir í kringum okkur – margir sem þú áttar þig ekkert endilega á sem þekkja vel hvað það er að alast upp með foreldri sem er í fíkn. Því miður eru margir af þeim sem elska þetta fullorðna fólk sem skilja ekki hvernig það er að hafa verið barn sem óx úr grasi í óreglu. (Í kaos).
Að vera barn fíkils er flókið og við getum ekki alltaf komið tilfinningum því tengdu í orð. Jafnvel þó að upphæðin sem við höfum greitt sálfræðingi sé farin að slaga upp í það að hann geti keypt sér bát, – getur það samt sem áður verið að við séum ekki enn búin að átta okkur á að við séum vanvirk. Sýndu okkur þolinmæði á meðan við erum að átta okkur á þessu öllu.
Hér eru 10 hlutir sem okkur langar til að þú vitir – jafnvel þó við getum ekki lagað þá:
1. Við þekkjum ekki „eðlilegt“ – Eðlilegt er hlutlægt, já. En okkar eðlilegt er ekki á hlutlægu viðmiði. Eðlilegt fyrir okkur getur þýtt óstöðugleiki, ótti – jafnvel ofbeldi. Eðlilegt getur verið foreldri sem hefur drepist áfengisdauða og liggur í eigin ælu. Eðlilegt getur verið að sjá um heimilið, systkini þín , foreldri þitt, og mjög sjaldan þig sjálfa/n. Þessi djúpstæði skortur á að skilja aðstæður leiðir okkur að niðurstöðunni að þetta eðlilega = fullkomið, og minna en fullkomið sé óásættanlegt. Fullkomið er hugtak sem er ekki til rökræðna – það eru engar óskýrar línur. Það er allt eða ekkert.
(Athugasemd mín: „Meðvirkni eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum“)
2. Við erum hrædd. Mjög oft . Óttinn er falinn — stundum mjög djúpt. Við erum hrædd við framtíðina, sérstaklega hið óþekkta. Hið óþekkta var okkar raunveruleiki til margra ára. Það getur verið að við höfum ekki vitað hvar foreldrar okkar voru, eða hvenær þeir kæmu aftur. Það getur verið að við höfum ekki vitað hvort það yrði kvöldmatur eða fyllerí. Þrátt fyrir að við vitum núna að þessir hlutir eru væntanlega ekki að fara að gerast, – gerir það samt lífið ekki minna ógnvekjandi. Þessi ótti hefur margar birtingarmyndir – allt frá reiði til tára. Líklegast áttum við okkur ekki á því að það er ótti.
3. Við erum hrædd (hluti 2: börn). Við erum hrædd við að eignast börn og þegar við eignumst þau, erum við hrædd um að skemma þau, eins og við vorum skemmd. Ef við getum viðurkennt okkar eigin skaða, viljum við alls ekki að hann hafi áhrif á nokkra aðra manneskju. Við vitum í raun ekki hvernig á að vera foreldri. Það er í raun kvíðavekjandi. Við erum í vafa um allt sem við gerum og margir ofvernda eða ofgera – af ótta við að vera ekki nógu gott foreldri.
4. Við upplifum sektarkennd. Út af öllu. Við skiljum ekki sjálfsumhyggju. Við erum ekki með skýr mörk. Ef við stöndum með sjálfum okkur fáum við sektarkennd. Ef við sinnum okkur sjálfum, fáum við sektarkennd. Líf okkar er byggt á grunni þess að Ég gef þér og fæ ekkert. Við kunnum ekki að þiggja.
5. Við erum stjórnsöm. Vegna þess að við þekkjum ekki það sem er eðlilegt , og vegna þess að við erum hrædd, getur verið að við sækjumst í að stjórnast í öllu og öllum í kringum okkur. Þetta getur verið á heimili okkar, á vinnustað – eða í samböndum okkar. Við erum oft ósveiganleg. Við sjáum þetta oft ekki sem vanvirkni. Við lítum líklegast á þetta sem styrkleika.
6. Við erum með fullkomnunaráráttu. Við erum hræðilega gagnrýnin á okkur sjálf – á hvert smáatriði. Vegna þessarar innri samræðu sjálfsandúðar, erum við oft viðkvæm fyrir gagnrýni annarra. Þetta er djúpstæður ótti við höfnun. Vinsamlega dokaðu við, ef þú getur, og veldu orð þín af samúð. Það getur verið að okkur hafi skort ást. Við þurfum á henni að halda.
7. Það var enginn friður í bernsku okkar. Við þekkjum ekki frið. Þetta er kaldhæðnislegt vegna þess að við trúum aðeins á fullkomnun og samt sköpum við óreiðu (kaos). Óreiða, stress, óeirð: það virkar þægilegt fyrir okkur. Við erum á heimavelli í þessum kringumstæðum, ekki vegna þess að þær eru okkur hollar, heldur vegna þess að þær virka eðlilegar.
8. Við erum með stjórn á öllu – jafnvel þó við viljum það ekki (en við viljum það alltaf). Þetta kemur helst fram hjá dætrum og þá helst hjá elstu dóttur fíkils. Vegna þess að þessar dætur – höfundur er ein af þeim – hafa verið neyddar til að taka ábyrgð á foreldri sem ekki gat tekið hana, þær munu verða fyrsta til að taka allt að sér – þeim til skaða. Ábyrgð er málið. Og við tökum ábyrgð á öllum; tilfinningum þeirra; þörfum þeirra; lífi þeirra. Í raun, er auðveldara að taka ábyrgð á öllum öðrum en okkur sjálfum.
9. Við sækjumst eftir viðurkenningu. Stanslaust. Sjálfs-matið okkar er mjög lágt. Foreldrar sem voru í fíkn gátu ekki gefið okkur ást og umhyggju sem við þörfnuðumst til að móta örugga nánd. Sem slík, munum við leita eftir því í öllum okkar samböndum í framhaldinu. Öllum. Birtingarmynd þessarar þarfar fyrir viðurkenningu kemur fram í sjálfsfórnandi hegðun. Við gefum þannig að það skaðar okkur sjálf. Vinsamlega minnið okkur á að hugsa um okkur sjálf líka.
10. Við lifum í átökum. Við viljum vera fullkomin, en við getum það ekki vegna þess að við erum lömuð af ótta. Við viljum stjórna umhverfi okkar, en við þráum í örvæntingu að um okkur sé hugsað. Við þráum að vera sjálfsörugg, vegna þess að við vitum að það er lykillinn að þeirri stjórn sem við sækjumst eftir, en við getum ekki verið sjálfsörugg – vegna þess að við ólumst upp í þeirri trú að við værum ekki neins virði.
Ef við höfum valið þig sem maka, eða jafnvel góðan vin eða vinkonu, gætum við annað hvort séð ástand sem þarfnast okkur einstöku hæfileika til að taka til, eða við gætum séð einhvern sem gæti elskað okkur til heilsu. Hvorugt ástandið er sérstaklega heilbrigt val. Við vitum það ekki. Okkur er sama.
Á meðan við – vitsmunalega gætum vitað að það er okkar ábyrgð að hugsa um tilfinningar okkar, þá stemma vitsmunir okkar ekki alltaf við tilfinningarnar. Við getum upplifað okkur viðkvæm, hrædd, óttaslegin, einmana, reið eða háð. Við getum verið þetta allt samtímis.
Við ætlum okkur ekki að vera það, við vitum líklegast ekki að við erum það.