Hvað átt þú skilið? …..

  • Ein af ástæðum þess að við náum ekki árangri – eða náum ekki að uppfylla eigin væntingar er að einhvers staðar innra með okkur er „rödd“ eða lærdómur sem við höfum tileinkað okkur um að eiga ekki gott skilið.   Þetta er lúmskt.
    Við fáum aðeins það sem við í undirmeðvitundinni trúum að við eigum skilið og ekkert meira en það!
    Þegar við fáum meira eða betra en það,  þá skemmum við það eða hrindum við því ómeðvitað í burtu.
    Við gerum þetta á öllum sviðum lífs okkar,  lika í fjarmálum og samböndum.  Lögmál þess að „Eiga skilið“ – er enn sterkara heldur en lögmál aðdráttaraflsins,  vegna þess að ef að einhver trúir því ómeðvitað að hann  eigi ekki hið góða skilið – og ekki skilið að ná markmiðum sínum,  gerir hann ekki neitt, eyðileggur það þegar það kemur – eða fær enga ánægju út úr þeirri upplifun.
    Ef þú vilt vita hverju þú ert að trúa svona ómeðvitað,  líttu á líf þitt.  Hvernig eru sambönd þín, bankareikningur eða önnur svið?  Þetta er endurvarp af því hvað þér finnst þú ómeðvitað eiga skilið.

    Ef þú hefur ekki staðfest draumasambandið þitt eða eitthvað sem þig langar, er kominn tími til að orkuhreinsa og losa um allar hindranir og stíflur – og þá „trú“ sem tengist UPPRUNA þess að eiga ekki gott skilið, að vera ekki nógu góð/ur eða ekki nógu verðmæt/ur.

    Það er aðeins þá sem þú getur hækkað tíðnina – þannig að hún passi við löngun þína,  lögmál aðdráttaraflsins kemur við hlið lögmál þess að eiga skilið (Law of Deservedness) og sýn þín mun verða staðfest.

    (þýtt af síðunni „Ascended Relationships“ )

    Is what you THINK you deserve in ALIGNMENT with what you FEEL you deserve?</p>
<p>The Law of Deservedness states: </p>
<p>We get only what we subconsciously believe we deserve and no more. When we get more than what we believe we deserve, we will sabotage it or push it away. </p>
<p>We do this in every area of our life – including finances and relationships. The Law of Deservedness is much more powerful than the Law of Attraction because if one does not believe that he subconsciously deserves his desire and vision he will either take no action, sabotage it when he does get it, or simply get no enjoyment from its realization.</p>
<p>If you want to know what you subconsciously believe you deserve then take a look at your life. How are your relationships, your bank account or any other area? That is a reflection of what you subconsciously feel you deserve.</p>
<p>So if you haven't manifested the relationship of your dreams or anything you want it's time to energetically clear any blockages and subconscious beliefs related to the SOURCE of unworthiness, not being good enough and undeservedness. Only then will you be able to raise your frequency and match it to that which you desire, the Law of Attraction will be aligned with the Law of Deservedness and you will manifest what you envision.

Að sleppa – að leyfa – að treysta … lykill að innra friði

Við verðum aldrei ánægð nema að eiga frið innra með okkur.

Tileinkað þér sem þarft á því að halda:

Við höfum tilhneygingu til að leita að þessum frið hið ytra.

Þegar við verðum tóm hið innra,  þá er svo skrítið að við förum út á við að leita í staðinn fyrir að leita inn á við.

Leggðu hönd þína á brjóst þér og leyfðu henni að vera þar í a.m.k. mínútu.  Lyftu hendinni svo frá brjóstinu og segðu: „Ég leyfi“ ..

Það er þarna einhvers staðar sem „tómið“ er sem þarf að heila og virkja og sjá,  tómið sem ekki er tómt.  Þú þarft bara að fylla það af sjálfri/sjálfum þér.

Vitandi það að ástvinir þínir, farnir sem lifandi gefa þér sína orku um leið og þú leyfir það og vitandi það að Guð gefur þér sína orku um leið og þú leyfir það.

Ekki loka!

Með því að segja „Ég leyfi“ – ertu að hleypa hinu góða að, þessu sem þú ert búin/n að hindra allt of lengi.  Hleypa því inn í líf þitt sem er gott og virkja líka þína eigin innri orku og getu.

Þú ert kraftaverk. 

Leyfðu þér að vera það.

Slepptu tökunum á því sem hindrar þig og heldur aftur af þér.  Slepptu og sjáðu að þegar þú sleppur þá grípur Guð keflið – hættu að halda í það og streðast svona.

Treystu Æðra mætti – þú getur ekki borið heiminn á herðum þér, eða alla sorg heimsins.

Þú þarft að fá tækifæri til að vera þú svo þú þjónir þínum tilgangi á jörðinni,  allir hafa tilgang með því að vera einstakir – ekki með því að líkja eftir eða reyna að vera eins og einhverjir aðrir.

Þakka fyrir þig – og LEYFÐU þér að finna þinn frið og Guðs frið.

Sleppum – Leyfum og Treystum

Ekki vera með þann hroka að treysta sjálfum/sjálfri þér betur en Guði eða reyna að stjórna Guði.

„Verði þinn vilji“ er eina bænin og við bjóðum Guðs vilja velkominn og þökkum þá heilun sem við fáum,  þökkum þegar við finnum að það fer að streyma um okkur,  þökkum þegar stíflurnar losna, verkirnir minnka, sorgin sefast, vonin vaknar.

Við erum ekki ein.

Við erum ljós af ljósi.

Ljósið er sterkara en myrkrið,  því að um leið og þú kveikir á ljósinu er ekki lengur myrkur.

Ekki fela ljósið þitt – mig langar að biðja þig um að sýna mér það,  ég þarf á því að halda. 

Takk  – þú ert yndi.

Ég er ….

Ég er …

Ég er sterk þegar ég tek
sorg mína og kenni henni að brosa

 

Ég er hugrökk …. þegar ég yfirstíg
ótta minn og hjálpa öðrum að gera það sama.

Ég er hamingjusöm… þegar ég sé
blóm og er þakklát fyrir þá blessun.

Ég er kærleiksrík… þegar minn eiginn sársauki
blindar ekki augu mín fyrir sársauka annarra.

Ég er vitur … þegar ég
þekki takmörk visku minnar.

Ég er sönn… þegar ég viðurkenni
að stundum er ég að blekkja sjálfa mig.

Ég er lifandi … þegar von morgundagsins er
mikilvægari en mistök gærdagsins. 

Ég er vaxandi… þegar ég veit hvað ég er
en ekki hvað ég mun verða.

Ég er frjáls … þegar ég stjórna sjálfri mér
og óska þess ekki að stjórna öðrum.

Ég er heil … þegar ég átta mig á að
það að heiður minn felst í að heiðra aðra.

Ég er gjafmild…þegar ég get
tekið eins fallega á móti eins og ég gef.

Ég er auðmjúk…. þegar ég
veit ekki hversu auðmjúk ég er.

Ég er umhyggjusöm … þegar ég tek þér
eins og þú ert og elska þig eins og  sjálfa mig.

Ég er full náðar…. þegar ég fyrirgef
öðrum gallana sem ég sé í sjálfri mér. 

Ég er falleg… þegar ég
þarf ekki spegil til að segja mér það.

Ég er rík…þegar ég þarf aldrei
meira en ég á.

Ég er ég… þegar ég er sátt
við að vera það sem ég er ekki.

(Þýtt og endursagt úr ensku, höf. ókunnur).

602371_10152884125350106_294953154_n

„Hvað þykist þú geta?“ ….

Þessi spurning er smá stuðandi, er það ekki? ..

„Ég get það“ – er nýtt námskeið sem ég hannaði úr reynslu/þekkingar/menntunarkörfu minni með djúpum áhrifum frá Louise L. Hay.

„Ég get það“ – er góð staðfesting .. og gott að hafa hana sterka, sérstaklega þegar úrtöluraddir segja „Þú getur það ekki“ – og enn verra er þegar úrtöluröddinn kemur úr eigin huga.

Það er áhugavert að hugsa hvort að þú talar við þig í 1. eða 2. persónu.

Hvort heyrir þú frekar hljóma í höfði þínu, svona þegar þú ætlar þér eitthvað stórt eða breyta til,  „hver þykist þú vera?“  eða „hver þykist ég vera?“  –  „Hvað þykist þú geta?“ eða „Hvað þykist ég geta?“

Af hverju ætli sumir heyri „þú“ –  jú, kannski vegna þess að einhver „velviljaður“ eða „velviljuð“ hefur komið því inn í kollinn þinn – eflaust með þínu leyfi.  Einhver önnur persóna en þú,  en það er óþarfi að álása þessari annari persónu,  því að persónan sem viðheldur þessu ert þú,  en því er hægt að breyta.

Þegar við erum börn erum við voðalega varnarlaus, við erum þó frjáls lengi vel og pælum ekki mikið í því hvað aðrir eru að hugsa eða segja.

Tökum dæmi um tveggja ára barn sem heyrir tónlist, það fer að dilla sér og er svo farið að dansa úti á miðju gólfi.  Barnið nýtur sín og nýtur  tónlistarinnar.  Það er varla að hugsa: „ætli einhver sé að horfa á magann á mér, hann er nú svolitið útstæður“ –  eða „er ég með asnalegar hreyfingar“ – eða „ætli einhver sé nú að dást að mér“ –  en svo gerist það að við förum að vera vegin og metin, og vera viðkvæm fyrir áliti og skoðunum annarra.  Þá annað hvort hættum við að njóta þess að dansa – eða við dönsum bara ef við erum flinkir dansarar með samþykktar hreyfingar.

Já, að minnsta kosti fyrir framan aðra.

Þetta er bara eitt dæmi af mörgum,  en frelsið er þegar við förum að hætta að vera svona upptekin af því hvað öðrum finnst.  Þegar við dönsum, tölum, leikum og lifum án þess að vera með stanslausar áhyggjur af áliti annarra.

„ÉG GET ÞAГ   –  er námskeið fyrir alla/r sem vilja frelsi tl að vera þeir sjálfir – þær sjálfar  (best að nota bæði kynin).

Þegar við erum að koma fram er líka grundvallarregla að vera við sjálf og ekki fara í hlutverk eða setja upp grímu,  – nema við séum hreinlega i leikriti.

Ég ætla að leiðbeina á þessu námskeiði,  en ég hef reynslu af því að kenna tjáningu í framhaldsskóla – reynslu af því að kenna á fjölmörgum sjálfsræktarnámskeiðum hjá Lausninni.

Námskeiðið verður því “ framkomunámskeið með dýpt.“  😉

Hægt er að skrá sig á síðu Lausnarinnar:

http://www.lausnin.is

http://www.lausnin.is/?p=3576

Aldrei og seint að bjarga barni frá neikvæðu hugsanaferli! ..

Það er ekki langt að fara til Reykhóla – Hugvekja flutt í léttmessu á Reykhóladögm.

Sól inni, sól úti, sól í hjarta, sól í sinni.

Og Gleði, Gleði, Gleði … allur pakkinn bara.

Hug-vekja er það sem ég er komin til að flytja í dag,  og þar sem ég á það til að taka hlutina mjög bókstaflega,  þá er það það sem markmiðið mitt er með því með því að tala hér í dag,  það er að vekja hugann.  En mig langar að bæta um betur og vekja ekki aðeins hugann,  heldur líka uppáhaldið mitt og það er hjartað.

Kannski er ég bara að vekja mitt eigið hjarta með að tala svona beint út frá því og vonandi um leið ykkar hjörtu. –

Ég lagði af stað frá Húsi andanna á föstudagseftirmiðdag,  en það kalla ég litla húsið mitt á Framnesveginum sem er statt í bæjarhluta hinna „Lattelepjandi lopatrefla“ eins og sumir kalla 101 Reykjavík.

Ferðinni var heitið á Hvanneyri þar sem fjarbúðarmakinn minn býr ásamt tveimur heimasætum og einum hundi,  en á leiðinni keypti ég tvær ljósaperur skv. fyrirskipun bóndans því bæði framljósin tóku upp á því að gefa upp öndina nokkurn veginn samtímis og hef ég ekki lent í eins miklu blikki síðan ég var sautján ára!

Þegar komið var á Hvanneyri greip bóndinn perurnar og fór með perurnar út, en ég skellti mér bara í sófann hjá eldri heimasætunni að horfa á Ellen.  Einhvern tíma tók þetta,  enda veit ég að það þarf að taka framhjólin undan til að skipta um þessar perur  og þá fór ég út og sá þá að bíllinn var kominn á tjakkinn hjá nágrannanum á móti,  og ég fór yfir til að fylgjast með.   Þessi nágranni hefur oftar en ekki reynst hjálplegar í hinum ólíkustu aðstæðum,  og þegar ég fór að ræða þetta við bóndann,  rifjaði hann það upp með mér að fólk væri bara svona á svæðinu! –  Já,  það er rétt,  það eru einhvern veginn allir að rétta hvorum öðrum hjálparhönd.   Það er okkar upplifun af Borgarfirðinum – og Skorradal.

Um kvöldið, eftir grill og „chill“ – í Skorradalnum,   rúllaði konan á bílnum með nýju ljósunum upp í Munaðarnes til systra sinna og átti með þeim gott kvöld.  –  Gerðum sólarhyllingu úti á palli,  enda erum við þakklátar sólinni sem biður aldrei um neitt,  og skín á okkur án þess að ætlast til nokkurs í staðinn.

Sólin biður ekki um endurgjald fyrir geisla sína.

En hvert erum við komin? – Enn í Munaðarnesi – eigum við ekki að drífa okkur til Reykhóla?   Jú,  – ég lagði af stað frá Huldukoti, sumarbústað samnefndrar Huldu systur nákvæmlega 12:07  (en ég ákvað að taka tímann því ég hélt þetta yrði svo svaaaakalega langt).

Veðrið var náttúrulega bara dásemd, og ég fékk fiðring í ljósmyndafingurinn,  en það er fingurinn sem ég nota á símann minn til að taka myndir,  og fyrsta stopp var í Grábrókarhrauni við afleggjarann að sumarbústað stórfjölskyldunnar og þar tók ég mynd og smellti beina leið inn á fésbókina – með yfirskriftinni „On my way“ – en hefði kannski átt að bæta við nánari upplýsingum – eða „to Smokey Hills“ – 😉

Það fór ekki á milli mála að hátíð var í gangi í Reykhólasveitinni því að þegar ég fór að nálgast sá ég plastaðar heyrúllur skreyttar rauðum hjörtum.  –   Reyndar hafði ég rekist á algjörlega náttúrulega hjartamynd fyrr á ferðalaginu,  þar sem ég sá hjartalagaða snjódyngju í einu fjallinu.   Ég ákvað að það væri „merki“ til mín.

Það er nefnilega svo gaman að fara að „vakna“ þ.e.a.s. að horfa í kringum sig og sjá allt það fallega.  Sjá skýin,  sjá fjöllin og himininn.  Það er hægt að keyra allan hringinn í kringum Ísland án þess að sjá nokkurn skapaðan hlut! –

Í fyrirlestrunum mínum hef ég verið að sýna fram á þennan mun og mikilvægi að njóta þess sem við erum að gera.  Ef við erum t.d. að borða,  þá eigum við helst að njóta þess að borða.  Ekki borða marengstertuna með skömm og samviskubiti.  –

Taka einn bita – segja svo: „ég ætti ekki að vera að þessu“ – taka annan bita – „oh nú verð ég alltof feit“ –  taka þriðja bitann – „æ sykur fer svo illa í mig.“  ..

Fyrir utan að þetta er hundleiðinlegt,  þá er óhollt að vera með samviskubit.  Svo annað hvort er að gera og njóta eða sleppa því alveg! –   Já,  líka að keyra hringinn!

En ég var sem betur fer ekki að keyra hringinn, ég var að keyra til Reykhóla og svo var ég bara komin! – Á slaginu 13:45.  Það er sko ekki langt að fara til Reykhóla! 😉

Það fer auðvitað allt eftir á hvernig það er litið.  Það er t.d. lengra að keyra hringinn,  það er lengra að keyra frá Reykjavík til Egilsstaða, svo það er bara stutt svona „miðað við“ ýmislegt annað.   Svo er það bara stutt þegar það er svona gaman á leiðinni,  verið að hlusta á hugvekjudisk og semja hugvekju á leiðinni! ..   Það er stutt þegar þú ákveður að njóta ferðarinnar í staðinn fyrir að væla og kvarta yfir hversu langt þetta er.

Það er þetta með blessað viðhorfið og valið.  Neikvætt viðhorf er ein mesta fötlun mannlegrar tilveru.  Það er svo miklu, miklu betra að gera alltaf það besta úr aðstæðum hverju sinni.  Sætta sig við það sem er og vinna út frá því svo við fáum nýjan vöxt.

Á leiðinni hugsaði ég nefnilega líka svolítið um fyrirgefninguna –  þessa gjöf sem við gefum sjálfum okkur til að sleppa fólki og til að sleppa undan aðstæðum sem okkur líkar illa.   Að fyrirgefa þýðir ekki að við samþykkjum einhverja gjörð,  við bara sleppum henni því við getum engu breytt svona aftur í tímann.

Gleði, gleði, gleði og sagði ég ekki áðan að við værum komin til Reykhóla?  Þar er fjólubláa hverfið með Tinky Winky og appelsínugula hverfið með alls konar appelsínugulu dóti og sveitin fyrir utan er rauða hverfið meðal annars með hjartaskreyttum heyrúllum eins og áður hefur komið fram.

Heimafólk hefur virkilega lagt sig fram við undirbúning, keppt er í alls konar greinum og ég mæti Elínu vinkonu minni og presti staðarins þar sem dráttarvélafimin er að fara í gang.  Það skal tekið fram að dráttarvélar eru ekki að keppa,  heldur fólk á dráttarvélum.

Við fengum okkur göngu um svæðið og fljótlega varð ég  vör við að ég var ekki aðeins komin til Smokey Hills eða Reykhóla,  heldur til Beverly Hills því að búið var að strengja borða yfir eina götuna með númerinu 90210 eða „nænótúvonó“  sem er tákn fyrir samnefnda sjónvarpsþætti.

Gleði, gleði, gleði – það er gleði að hoppa í hoppukastala, það er gleði að keppa í baggakasti og gleði að skreyta hús og götur í alls konar litum.

En stundum dugar ekkert svona,  stundum ertu bara í fýlu í hoppukastala og litirnir gleðja ekki tilveru þína.  Af hverju er það?

Ef þú kreystir appelsínu færðu ekki út bláberjasaft,  svo við notum nú litina í hverfunum á Reykhólum!

Ef þú kreystir appelsínu færðu út appelsínusafa.

Það skiptir máli hvað við höfum hið innra.  Erum við með gleði hið innra,  eða erum við kannski bara reið eða sorgmædd? –   Kannski full af gremju, eða hefnigirni vegna þess að við höfum ekki náð að sleppa tökunum á einhverju? –

Hver manneskja, svona nokkurn veginn komin á aldur,  segjum bara 18 ára aldurstakmark eins og var á dinnernum og ballinu í íþróttahúsinu í gærkvöldi,  hver svona manneskja ber ábyrgð á sinni gleði.    Það er hægt að skemmta sér eða láta skemmta sér.   Reyndar minntist veislustjórinn á kvöldskemmtuninni í gær á það að honum finndist fólkið á Reykhólum tilbúið til að skemmta sér en væri ekki í þessum „skemmtu mér“ gír.  Gaman að hann skildi taka það fram.

Viðhorfið okkar skiptir máli, – við þurfum stundum að „rísa yfir“ leiðindin og sjá í gegnum fingur okkar.   Stilla fókusinn á það sem er jákvætt og af hinu neikvæða.  Stilla fókusinn á það sem við höfum en ekki það sem okkur vantar.  Stilla fókusinn á það sem við viljum en ekki það sem við viljum ekki.

Viðhorf – fókus,  það er nokkurn veginn það sama.  Það er hvernig við horfum,  með jákvæðni og uppbyggingu í huga eða með neikvæðni og niðurbroti.   Hugsum aðeins út í það.

Það vilja fæstir fá á sig stimpilinn „fúll á móti“ – vera sá eða sú sem sér hindranir í öllum sköpuðum hlutum.   Á prestsetrinu sá ég blað með biskupnum okkar á forsíðunni,  reyndar var það hið feykivinsæla tímarit „Fréttabréf Biblíufélagins“ og þar stendur:  „Sá getur allt sem trúir“.. er það ekki bara?

Auðvitað skiptir máli á hvað þessi aðili trúir.

Sum okkar hafa tamið sér að trúa á óttann.  Þau óttast alla skapaða hluti.  Önnur trúa á efann og eru í sífellu að sá efasemdarfræjum,  það er auðvitað eins og þessi neikvæði einstaklingu sem sér hindranirnar.

En það var víst hann Henry Ford sem sagði: „Hvort sem þú trúir því að þú getir það eða getir það ekki hefur þú rétt fyrir þér.“ –   Þegar við setjum okkur markmið þá er svo mikilvægt að trúa því að það gangi upp.   Það þýðir ekki að við þurfum eitthvað að rembast,  heldur akkúrat öfugt.  Við tökum ákvörðun og förum af stað að vinna í því sem okkur langar,  ekki í örvæntingu eða einhverjum látum,  heldur bara af yfirvegun og LEYFUM hlutunum að koma til okkar,  því þegar við treystum og gerum hlutina af öryggi þá er mun líklegra að þeir gangi vel,  heldur en þegar við erum í vafa eða vantrausti og förum að vera okkar eigin hindrun.

Þetta er pinku „djúpt“ – en einfaldasta leiðin til að útskýra þetta er að sjá lífsfarveginn okkar sem blómabeð.  Með ákvörðunum okkar sáum við fræum og við ræktum beðið okkar og hugsum um það.  En við verðum að treysta Guði sem elskar okkur skilyrðislaust,  bara svona eins og sólin,  til að sjá um vöxtinn og treysta því að upp úr jörðinni spretti blóm og jafnvel tré.   Ef við erum óþolinmóð förum við auðvitað að krafsa í jörðina og kíkja í beðin og kannski skemma fyrir.

Gleði, gleði, gleði og enn erum við á Reykhólum og stödd í kirkjunni á þessum fallega sumardegi.

Það þurfti að taka hjólin af Hondunni minni til að setja í ljósin perurnar.   Ég held að það sé ekki svo djúpt í „perurnar“ okkar,  og ekki svo flókið að vekja okkur,  hver og ein og hver og einn þarf í raun að kveikja á sinni peru,  þó stundum þurfi góðan „nágranna“ til að aðstoða.

Við getum kallað það að vakna – eða að kveikja á perunni þegar við erum að átta okkur, eða verða meðvitaðri.  Þegar við förum að taka eftir,  taka eftir okkur sjálfum og veita okkur athygli.  Þegar við förum að sjá það sem við eigum ÖLL innra með okkur,  en lokum sum hver á það.   Þegar við lokum á það er eins og það sé slökkt á því og því náum við alls ekki að skína eða finna það sem við eigum hið innra.

Við eigum ÖLL, hvert og eitt okkar,  GLEÐI, ÁST og FRIÐ  –  en til að njóta lífsins út í ystu æsar þurfum einmitt að eiga þetta.

Þetta er mikilvægasta eign okkar fyrir utan andardráttinn sem Guð gaf.

Við Íslendingar höfum svo sannarlega kynnst því að það er ekki alltaf sól úti.   Við höfum enga stjórn á hinni ytri sól,  en við getum valið að taka sólina inn í hjartað og við getum valið að hleypa sólinni í hugann.

Gleði, gleði, gleði ..

Gleði er valkostur

Hvort sem við erum í kirkju eða hoppukastala – njótum lífsins.

Sól úti, sól inni, sól í hjarta, sól í sinni, sól bara sól.

995746_10201078032966742_569294661_n

Ekki hægt að vigta andlega offitu …

Þegar við ákveðum að fara að létta okkur,  förum við að gera ýmsa hluti eins og að breyta mataræði, borða minni skammta, hollara og stunda meiri hreyfingu.  Það er svona þessi einfalda formúla.

Við vitum vel að það dugar ekki að gera þetta bara í viku og fara svo í gamla farið.

Segjum að við höfum farið eftir öllum kúnstarinnar reglum og höfum misst eitt kíló eftir vikuna.

Hvað með hugarræktina og hina andlegu offitu? –

Margir verða óþólinmóðir og forvitnir – „hvenær næ ég sátt?“ –  Hvenær fer mér að líða betur andlega?

Alveg eins og þegar við tökum ákvörðun um heilsusamlegri lífsstíl þá byrjar vellíðan með ákvörðuninni að fara á þann farveg og hún ætti að haldast á meðan við erum á þeim vegi.

Að sama skapi getur okkur farið að líða betur andlega um leið og tekin er ákvörðun um að gera eitthvað í sinni hugarrækt.

En margir halda að það sé nóg að lesa eins og eitt stykki sjálfshjálparbók, setja hana svo upp í hillu  og þá sé málið afgreitt. –   eeee.. Nei.

Það eru sömu lögmál þarna og í líkamsræktinni,  æfingin skapar meistarann.   Við búum til nýjan lífsstíl – lífið er langhlaup en ekki spretthlaup. –

Við ræktum andann daglega – með því að temja okkur öðruvísi siði, öðruvísi hugsunarhátt.

Ef við lesum uppbyggilegar bækur  – þá þurfum við að lesa þær aftur til að ná efninu algjörlega.   Við veljum góða andlega næringu,  en sukkum ekki,  ekki frekar en við værum að vinna í líkamanum.    Þessu þarf að viðhalda,  vinna að því sem kemur okkur nær takmarkinu – en ekki á móti.   Við erum ekki að þessu til að hætta því einn daginn.  Við ætlum ekki einn daginn að hætta að hugleiða, hætta að hugsa góðar hugsanir og anda djúpt – því þá förum við í sama farið.

Við hreinlega breytum okkar lifnaðarháttum og siðum til langframa og þegar við förum að venjast þessum nýju siðum verða þeir ósjálfráðir  – svona eins og að skipta um gír á bíl.  Við þurfum ekkert að hugsa neitt voða mikið við það.

Það er ekki hægt að vigta kílóin sem við missum þegar við förum að losa okkur við það sem íþyngir okkur.  Þegar við losum stíflurnar og flæðir. Við vigtum ekki tárin sem flæða fram þegar við erum að uppgötva eitthvað sem losnar um.  –

En við verðum að lifa í trausti þess að það að vera í sjálfsrækt – ber árangur.

Við förum hægt og bítandi að finna að okkur líður betur – oftar og oftar.  Þungu stundirnar verða færri.  Við verðum sáttari við einfalda hluti og þurfum ekki að fara langt yfir skammt til að njóta.  Þurfum ekki að fara til útlanda til að vera glöð eða við þurfum ekki að kaupa eitthvað til þess.

Við finnum það innra með okkur,  við finnum fyrir þessari innri Gleði, innri Ró og innri Ást.

Við missum mörg „kíló“ þegar við sleppum tökum á neikvæðri hugsun um okkur sjálf og gagnvart öðrum,  og enn meira þegar við fyrirgefum – bæði öðrum og okkur sjálfum.   Við missum við að tjá okkur og leggja þannig frá okkur það sem hindrar og stíflar okkur.

Það er að sjálfsögðu ekki mælt í kílóum,  en  ef við værum búin að vera að borða hollt í margar vikur og hreyfa okkur – þá uppskerum við heilbrigðari líkama, það sama gerist við ræktun sálarinnar,  við uppskerum heilbrigðari sál.

Svo höldum bara áfram – á jákvæðu nótunum.

Upp, upp mín sál  😉

aspir

Þetta er þín lífsganga …

Einu sinni voru froskar að keppa um hverjir gæti klifið upp á topp á ljósastaur.  Þeir lögðu nokkrir af stað upp staurinn og fyrir neðan var hópur froska sem kallaði: „Þetta er ekki hægt,  hættið þessu, þetta er stórhættulegt“ – og fleira í þessum dúr.  Einn af öðrum gáfust þeir upp,  nema einn froskur sem hélt ótrauður áfram og náði toppnum. –  Hann kom sigri hrósandi niður.  –  Hvað hafði þessi froskur sem hinir höfðu ekki? –  Jú hann var víst heyrarnlaus!

Þessi lífsganga er þín, og aðeins þín.  Aðrir geta gengið hana með þér, en engin/n getur gengið hana fyrir þig.  Þú ert ekki bundin/n við mörkin sem aðrir setja þér.  Þú hefur fullt vald yfir eigin lífi, frá og með deginum í dag. 

  1. Það getur aðeins verið ég. –  Hættu að reyna að passa inn í hugmyndir annarra um fullkominn þig.  Vertu hinn fullkomlega ófullkomni þú.  Vertu ÞÚ.   Þegar hlegið er að þér fyrir að vera öðruvísi, hlæðu að viðhlægjendum fyrir að vera öll eins.  Judy Garland sagði:  „Vertu frekar fyrsta flokks útgáfa af sjálfum þér heldur en að vera annars flokks útgáfa af einhverjum öðrum.“   Lifðu eftir þessari yfirlýsingu.  Það er ekki hægt að ganga í annarra manna skóm.  Einu skórnir sem þú getur notað eru þínir eigin.  Ef þú ert ekki þú sjálf/ur,  ertu ekki að lifa lífinu lifandi – þú ert bara  að þrauka lífið.
  2. Þetta er mitt líf og draumar mínir eru þess virði.  – Lífið er annað hvort gengið í  hugrekki eða ekki.  Við getum ekki orðið þau sem við viljum vera með því að halda áfram að gera nákvæmlega það sem við höfum verið að gera. Ef þú hefur ástríðu fyrir einhverju, fylgdu henni eftir, sama hvað öllum öðrum finnst. Þannig rætast draumar.    Vertu heyrnarlaus þegar fólk er að segja þér að þú getir ekki uppfyllt drauma þína.  Eini staðurinn sem markmið þín og draumar eru ómögulegir er í höfðinu á þér.  Hugurinn flytur þig hálfa leið.  Svo haltu áfram og kláraðu þetta.  Láttu drauma þína vera stærri en ótta þinn og gjörðir háværari en orð þín.   Fylgjdu hjarta þínu án tillits til þess sem aðrir segja þér að gera.  Þegar upp er staðið ert það þú sem þarft að lifa við þínar ákvarðanir, ekki þeir.
  3. Allt, bæði gott og illt, eru lexíur lífsins. – Allir sem þú hittir, allt sem þú mætir o.s.frv. – það er allt hluti af þessari lærdómsreynslu sem við köllum líf.  Aldrei gleyma að virða þessa lexíu,  sérstaklega þegar hlutirnir fara ekki eftir þínu höfði.  Ef þú færð ekki starfið sem þú vildir, eða samband gengur ekki upp,  þýðir það aðeins að eitthvað betra býður þín þarna úti.  Og lexían sem þú varst að læra er fyrsta skrefið að því.  Mundu, það eru engin mistök, aðeins lærdómur.   Elskaðu sjálfan þig, treystu á val þitt,  mundu hvað þú átt skilið og haltu áfram.

Grein eftir:  ANGEL CHERNOFF  í minni þýðingu.  Froskasagan í upphafi er eftir einhvern ókunnan og bætti ég henni framan við.

Ef þig langar OF mikið ýtir þú því sem þig langar í burtu …..

Ég tók eftir því eitt kvöldið í vetur þegar ég var að spila kana að mér var alveg sama hvort ég myndi vinna eða ekki. –  Ég tók áhættu og sagði háa sögn,  og ég vann og ég vann og ég vann hvert spilið á fætur öðru.  Þá fór mér,  að sjálfsögðu að þykja það gaman.

Ég hef komist að því að ef maður er of örvæntingafullur eða „desperat“ að vinna þá eru miklu meiri líkur á því að það gangi illa.

Ég held þetta sé einhvers konar lögmál.  –  Að maður verða að halda kúlinu,  með öðrum orðum að vera æðrulaus og slakur og þá sé meiri líkur á að það sem þú vilt gangi upp! ..

Tökum sem dæmi þegar par er að hittast.  Ef að annar aðilinn ýtir of mikið á hinn,  þá forðar hann sér í burtu vegna ákafa hins aðilans.

Þannig má segja að alheimurinn virki.  Þú ert desperat – langar svooo mikið í eitthvað og þá eru minni líkur á að þú fáir það.

Besta aðferðin í þessu er eins og ég sagði hér fyrir ofan á ekki svo góðu máli vertu „kúl“ – eða slök/slakur.  Treystu því að það sem á að koma komi.   Treystu því að þú þurfir ekki að    reyna of mikið á þig til að það komi til þín sem á að koma til þín.

Stilltu jafnvel fókusinn inn á við,  byggðu upp innri hamingju, fylltu þig af því sem skiptir máli.  Gleði, frið og ást.  –  Þannig verður ÞÚ aðlaðandi og hlutirnir og fólk fer að dragast að þér.   Þá þarft þú ekki lengur að reyna.

Orðið Að-laðandi segir allt sem segja þarf.   Þú laðar að þér.

Þú lifir í fullnægju en ekki örvæntingu.

Þú lifir í trausti en ekki í efa.

Lífið er blómagarður – ekki sá efasemdarfræjum heldur fræjum traustsins.

Fræ hafa tilhneygingu til að vaxa og dafna og verða að blómum eða jafnvel trjám.

Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvaða fræjum við erum að planta.

Svona virkar „Power of Attraction“ – eða lögmál aðdráttaraflsins.   Þú mátt ekki ýta í burtu í örvæntingunni að langa OF mikið,  heldur þarftu að hugsa inn á við vera „Attractive“ – aða aðlaðandi og því heilli og sáttari sem þú ert í grunninn,  verður þú meira aðlaðandi.

Þetta er kjarninn í „The Secret“ – eða Leyndarmálinu.

971890_412903325485195_97787239_n

„Ég get það“ … nýtt námskeið í sjálfsrækt ;-)

Vegna fjölda fyrirspurna hef ég ákveðið að vera með sjálfstyrkingar-og tjáningarnámskeið fyrir fullorðna.  (18 ára og eldri).

Námskeiðið er æfing í framkomu, tjáningu um leið og því að nota jákvæðar staðfestingar. –

Ég mun nota bók Louise L. Hay

„ÉG GET ÞAÐ – HVERNIG ER HÆGT AÐ NOTA STAÐFESTINGAR TIL AÐ BREYTA LÍFI SÍNU“     

sem kennslubók, auk þess nota ég eigið efni.

Hvar?  Lausnin, Síðumúla 13, 3 hæð. 

Hvenær?  9. september – 4. nóvember  

Klukkan hvað?  –   17:00 – 19:00  

Hversu oft? 9 skipti x 2 klukkustundur

Hvað verður gert?  Fyrirlestur, æfingar, verkefni, tjáning æfð, framkoma, spuni o.fl.

Hver leiðbeinir?  Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur og ráðgjafi Lausnarinnar

Hvað kostar?  Námskeiðið kostar 39.900.-  Námsgögn innifalin.

Dagskrá:

1. vika 9. september –   Kynning Máttur staðfestinga

2. vika 16. september –   Heilsa  (1. kafli) 

3. vika 23. september –   Fyrirgefning (2.kafli)

4. vika  30. september – Velmegun (3. kafli) 

5. vika  7. október – Sköpunargáfa  (4. kafli)

6. vika  14. október – Ástir og sambönd (5. kafli) 

7. vika  21. október – Starfsframi (6. kafli)

8. vika 28. október –   Kvíðalaust líf (7.kafli)

9. vika 4. nóvember – Sjálfsvirðing (8. kafli) 

Louise L. Hay er einn vinsælasti fyrirlesari og lífsráðgjafi í Bandaríkjunum . Louise L. Hay hefur hjálpað fólki um allan heim að bæta lífsgildi sín og viðhorf með því að nota mátt jákvæðra staðfestinga.

Úr bókinni:

„Sumir segja að staðfestingar virki ekki, sem er staðfesting í sjálfu sér,  þegar þeir meina í raun að þeir kunni ekki að nota þær á réttan hátt. Þeir segja ef til vill: „Efnahagur minn fer síbatandi,“  en hugsa samtímis: „Úff, þetta er heimskulegt, ég veit þetta mun aldrei virka.“ 

Hvor staðfestingin haldið þið að verði ofan á?  Sú neikvæða auðvitað vegna þess að hún er hluti af gamalli vanabundinni hugsun um lífið.“ 


„Ef við viljum bæta lífsgildi okkar og viðhorf þurfum við að þjálfa hugann og vera jákvæðari í tali. Staðfestingar eru lykillinn. Þær eru byrjunin á leið okkar til breytingar.“ – 
                                                              – Louise L. Hay

Markmið námskeiðsins er að aflæra gamla vanabundna hugsun, og læra nýja hugsun.

Markmiðið er „Jákvæðari og ánægðari þú og sterk trú á eigin getu.  Trúin á það að eiga allt gott skilið og mega skína. –

Skráning fer fram á vef Lausnarinnar http://www.lausnin.is  en opnað verður fyrir skráningu á næstu dögum. –  Sendið mér tölvupóst johanna@lausnin.is ef þið hafið áhuga á að vera með,   og ég læt vita þegar búið er að opna skráninguna.

Andaðu inn, andaðu út ….

´Eg keypti mér bók og disk með staðfestingum Louise Hay í fyrradag.  Ég hlusta á diskinn í bílnum og í gærkvöldi á heimleið úr vinnunni,  var verið að ræða hvað væri okkur mikilvægast.  –

Það er ekki mikilvægast að eiga peninga, þó þeir veiti ýmislegt – það sem er mikilvægast í lífinu er andardrátturinn.  Að geta andað.  Það er eiginlega undirstaðan,  því að til að líkaminn starfi þarf hann að geta andað.

Andardrátturinn kemur yfirleitt að sjálfu sér, við þurfum ekki áminningu að anda, en við þurfum kannski áminningu að anda djúpt.

Andardrátturinn segir margt um okkar líðan.

Góð ráð eru að anda djúpt og veita andardrættinum athygli.  Það er einfaldasta form hugleiðslu og gefur líkamanum til kynna að hann megi vera rólegur.  Stuttur andardráttur fylgir oft stressi og kvíða

Það er gott að anda mjög djúpt inn – halda andardrættinumí smá stund og anda svo hægt og lengi út. og tæma lungun.

Þetta er ekki flókin líkams- eða hugarrækt en mjög áhrifarík og undirstaða að svo mörgu.

Þrjú einföld hamingjuráð:

1. Hugsaðu fallegar hugsanir

2.  Drekktu meira vatn

3. Andaðu djúpt

Þó við gerðum aðeins þetta þrennt og forðuðumst ljótu hugsanirnar – að sjálfsögðu – þá færi okkur að líða betur – og betur – og betur.

Andaðu inn – andaðu út,

1016429_499231890156540_1902102223_n