Ekki vera fórnarlamb aðstæðna ..

Þegar við verðum fullorðin,  berum við líka fullorðinsábyrgð.   – Það er þá fyrst og fremst ábyrgð á eigin líðan.

Eckhart Tolle sagði: „Taktu eftir hvort þú getur gripið sjálfa/n þig kvartandi,  í annað hvort hugsun eða tali,  yfir því ástandi sem þú ert staddur/stödd í,  um það sem annað fólk segir eða gerir,  umhverfi þitt, aðstæður þínar,  jafnvel um veðrið.
Að kvarta er að vera ósáttur við það sem er.    Það ber ávallt með sér neikvæða hleðslu.  Þegar þú kvartar,  gerir þú þig að fórnarlambi.   Þegar þú talar upphátt,  hefur þú valdið.  Svo breyttu ástandinu með því að gera eitthvað eða tala upphátt ef það er nauðynlegt – eða ef möguleiki er farðu úr aðstæðum – eða sættu þig við þær.   Allt annað er klikkun.

(Upprunalegi textinn:)

“See if you can catch yourself complaining, in either speech or thought, about a situation you find yourself in, what other people do or say, your surroundings, your life situation, even the weather. To complain is always nonacceptance of what is. It invariably carries an unconscious negative charge. When you complain, you make yourself into a victim. When you speak out, you are in your power. So change the situation by taking action or by speaking out if necessary or possible; leave the situation or accept it. All else is madness.”

― Eckhart Tolle, The Power of Now: A Guide to Spiritual Enlightenment

 

Hvenær erum við meðvirk og hvenær erum við góð? … Örnámskeið í Hveragerði.

Verð með örnámskeið um meðvirkni,  m.a. um muninn á góðmennsku og meðvirkni.

Það verður haldið fimmtudagskvöldið 30. nóvember í  Þelamörk 46,   kl.  20:00 – 22:00  (með umræðum).

Verð:  2.500.-  krónur   

Fyrirlesari er Jóhanna Magnúsdóttir,  sú sem heldur þessa heimasíðu – en á henni má einnig lesa marga pistla tengda meðvirkni. –

Ef þið viljið nánari upplýsingar þá sendið fyrirspurn á johanna.magnusdottir@gmail.com   skráning fer jafnframt fram á þann hátt að senda tölvupóst á sama netfang.

Vegna þess að fáir komast að í einu,   þarf að greiða fyrirfram  og ég sendi reikningsnúmerið um hæl – þegar skráning kemur.    Ef að eftirspurn verður mikil –  mun ég endurtaka leikinn!   –   Kaffi, te og eitthvað smá nasl í boði 🙂

Hægt er að fá endurgreitt ef að látið er vita með sólarhringsfyrirvara.

win_20160119_195406

 

Þorum að vera „leiðinleg“ ….

Ungt par var að horfa á sjónvarpið – og pilturinn dregur fram DVD disk með klámefni og vill horfa á það með kærustu sinni.  Hún hryllir sig og segist ekki vera fyrir svona, – en hann setur diskinn í og segir um leið „ekki vera leiðinleg“ ..     Unga stúlkan er mjög skotin í þessum dreng, og vill fyrir alla muni ekki vera „leiðinleg“  og til þess að þóknast honum endar hún á því að horfa á diskinn með honum. –
Hvað biður pilturinn um næst – sem stúlkan getur ekki neitað – því hún vill ekki vera „leiðinleg“ ..

Þegar þú getur ekki sagt nei,  vegna þess að þú óttast að vera „leiðinleg/ur“ vantar auðvitað upp á sjálfsöryggi og sjálfsást. –   Unga stúlkan vill geðjast piltinum,  en um leið er hún að gefa afslátt af sínum vilja – og jafnvel lífsgildum, sem geta verið fólgin í því að horfa ekki á klám. –   Þegar fólk gefur „afslátt“ af sér,  heggur í sjálfsvirðinguna – og haldið þið að pilturinn beri meiri virðingu fyrir stúlkunni,  eða hún hafi minnkað? –

Þegar einhver virðir ekki sjálfa/n sig – minnkar virðing annarra. –

Síðan er mögulega gengið lengra, og þessi setning „Ekki vera leiðinleg“  verður notuð sem stjórntæki því hún virkaði einu sinni. –
Annað í þessu er að í sumum tilvikum,  er það ekki einhver annar sem segir: „ekki vera leiðinleg“ .. heldur erum við sjálf með það klingjandi í höfðinu  „ég vil ekki vera leiðinleg/ur“ ..

Hver eru skilaboðin:

Höfum hugrekki til að vera „leiðinleg“  ef það er gjaldið fyrir sjálfsvirðingu okkar.

Ást og Friður

Við erum verðmæt og elsku verð .. punktur ..

Lítið barn fæðist verðmætt – og án allra afreka er það elskað heitt og innilega. –
Það er svo mikilvægt að viðhalda þessari elsku, og tengja hana ekki við það sem barnið síðan gerir, við einkunnir þess eða íþróttaafrek, tónlistarkunnáttu eða hvað sem er. Barn – og líka fullorðin börn, eru skilyrðislaust verðmæt – án allra verka og eiga skilið að vera elskuð heitt og innilega alveg eins og hvítvoðungar – sem kann ekkert annað en að VERA. –

Hvers vegna er mikilvægt að trúa þessu? Að við sjálf trúum að við séum svona elskuð og verðmæt án ytri merkimiða eins og stöðu, titils eða afreka? – Það er vegna þess að ef við miðum verðmæti okkar eða rétt til að vera elskuð við eitthvað ytra – myndast ójafnvægi. Ein manneskja er þá orðin verðmætari en önnur og ein á meiri elsku skilið (að okkar mati) en önnur.

Við eigum öll skilið að elska og vera elskuð, eins og við erum akkúrat í dag. – Hvort sem við erum öryrkjar eða bankastjórar – útlendingar eða Íslendingar, barn eða gamalmenni.

Við erum fyrst og fremst fólk – og öll erum við einhvern tímann börn og verðmæti okkar rýrnar ekki með aldri.

Ef við tryðum þessu öll – þá væri samfélagið öðruvísi og sjálfsmyndin sterkari. Með sterka sjálfsmynd – þar sem við upplifum okkur skilyrðislaust elskuð og verðmæt, líður okkur vel og þá getum við gefið svo miklu meira af okkur og þá meiðum við ekki aðra, eða leitumst við að þóknast og geðjast til að öðlast viðurkenning – eða elsku frá öðrum. –

baby

Enginn getur sett sig fullkomlega í okkar spor nema ….

„Ég skil þig“  sagði konan við vinkonu sína,  en vinkonan hugsaði með sér: „hún meinar vel,  og vill skilja – en hún getur ekki skilið“ ..  og brosti út í annað. –

Engar tvær manneskjur hafa nákvæmlega sömu sögu,  bakgrunn,  aðstæður  ..   og þess vegna getur engin sett sig í annarra spor að öllu leyti,  þó það sé auðvitað að einhverju – eða miklu leyti. –

Það eru margar breytur í okkar lífi sem koma að því hvernig okkur líður eða hvernig við upplifum hlutina.    Það að sjá snúð með bleikum glassúr í bakaríi –  getur virkað eins og „að sjá snúð með bleikum glassúr í bakaríi“   fyrir eina manneskju og ekkert meira um það að segja ,  en það getur verið einhver minning sem tengist við það hjá hinni manneskjunni, –   þessi snúður getur hafa verið uppáhalds hjá einhverjum sem er farin/n og það vekur ljúfsárar minningar.      Svona er ekki hægt að skilja nema vita og við getum ekki verið inni í höfðinu á neinum nema sjálfum okkur. –

Áföllin okkar raðast upp eins og turn  – og turnarnir okkar eru ólíkir.    Sumir eru að upplifa það í fyrsta skipti að náinn ástvinur fellur frá þegar þeir eru komnir á miðjan aldur á meðan aðrir hafa misst marga á miðjum aldri.    –

Þegar fólk hefur gengið í gegnum síendurtekin áföll – má segja að það verði „veðrað“   ..  kannski eru línurnar og jafnvel hrukkurnar í andlitinu saga um það sem gerst hefur – en stundum sést það ekkert utan á fólki.

Skiljum við annað fólk og það sem það er að ganga í gegnum? –   Vissulega að hluta.    Foreldri sem hefur horft á eftir barninu sínu í gröfina – skilur annað foreldri .. að hluta .. sem gengur í gegnum það.   En aldrei alveg,  vegna þess að þau eru með sína fortíð,  sinn „áfallaturn“   eru á mismunandi tíma,  með mismunandi bakland  o.s.frv. –

Vegna þessa alls –  þessa takmarkaða skilnings er gott að eiga Guð sem skilur ALLT.   Það er þannig sem ég sé Guð –  og þegar á reynir og  okkur finnst við vera ein með tilfinningar okkar –   þá er gott að halla sér að Guði og segja:  „Takk fyrir að skilja mig og finna til með mér“ ..

Hvað getum við þá gert – þegar okkur langar að vera til staðar fyrir þau sem finna til? –   Við getum sagt:  „Ég er hér – ef þú vilt halla þér að mér“ ..    „Mér þykir vænt um þig“ ..   „Ég skal hlusta“ …

Stundum er það næstum vont þegar einhver segir „ég skil þig“ .. sérstaklega ef við erum mjög illa stemmd,   –  þá höfum við kannski ekki þolinmæðina til að brosa í kampinn gagnvart þeim sem er vel meinandi og „bullar“  um eitthvað sem hann/hún veit ekki. –    (Auðvitað er það ekki bull,   en það getur virkað svoleiðis þegar við erum í geðshræringu).

„Gáfulegar“  setningar verða líka heimskulegar og jafnvel pirrandi,   svo það má alveg spara þær.

Stundum eru færri orð betri –  og ég held að til að vera sem líkust Guði –  þá  sé kærleikur okkar  það sem skiptir máli,  að sá eða sú sem finnur til  finni að við erum til staðar. –

Innblásturinn að þessum pistli varð til þegar ég sá ljóðið sem kemur hér í restina. –   Þar er farið í þessi „gáfulegu“  ráð –  eins og að segja fólki að það sé að ganga í gegnum próf.   Fólk getur sagt það sjálft – vissulega,  en í miðjum sársauka vilja fæstir heyra slíkt frá öðrum.    Leyfum fólki að finna sín svör sjálft  – og átta sig á sinni sorg eða sínum sársauka og finna sína leið.     Ef að einhver spyr .. þá svörum við hvað gagnast okkur eða hverju við trúum,   – eins og ég er reyndar að gera núna í þessum pistli.    Það getur vel verið að þú trúir öðru og ég virði það.

Að elska skilyrðislaust ..  án þess að gefa ráð eða þurfa að bjarga getur verið erfitt.   
TEST