Lausnin frá fíkn …


Eftirfarandi pistill er að hluta til efni frá mér – og að hluta til (sérstaklega listinn) úr þessari grein: https://psychcentral.com/blog/weightless/2019/03/how-to-reconnect-to-yourself#1

Dr. Gabor Mate útskýrir í mjög góðu og aðgengilegu videói að lausnin frá fíkn sé „to reconnect“ eða endutengjast sjálfum sér. Það hefur orðið rof á milli þín og …. þín. Við þurfum að komast frá því að vera ótengd sjálfum okkur – yfir því að vera tengd. Við leggjum kannski megin áherslu okkar á það að tengjast öðrum. „Finna ástina“ – „Finna sálufélagann“ .. þarna úti …. og þannig að tengjast öðrum. Eða þá að við finnum fyrir þessu rofi – þessari sundrungu eða tómi, en reynum að fylla það með einhverju sem er „EKKI VIГ .. þ.e.a.s. með efnum – áfengi, vímuefnum, með mat, með vinnu, með kynlífi, með öllu því sem kemur í raun utan frá, en er ekki hið innra.

Þetta útskýrir Eckhart Tolle svo vel þegar hann segir frá betlaranum sem vissi ekki að hann sat á kassa fullum af gulli. – Hann betlaði því hann vissi ekki hvað hann átti. Hann opnaði ekki kassann – því honum hreinlega datt ekki í hug að þar væri eitthvað. Hvað ef að við sjálf erum full af gulli, – við Íslendingar erum jú vigtuð skv. mælieiningu sem hér áður fyrr var notuð til að vega gull!! – Hvað er barnið margar merkur? – er spurt. Hversu mikið gull er barnið? – Það er aldrei spurning um að barnið sé EKKI gull 🙂 … Ef barnið er gull, erum við þá ekki sem fullorðin ennþá gull? 🙂 … Þetta var útirdúr – en samt …

Hvernig endurtengjumst við – sem höfum kannski verið lengi ótengd þessu barni og þessum fjársjóði sem við erum? – Hvernig verðum við eigin sálufélagar? Ég ákvað að spyrja þessarar spurningar á netinu og fann góðar upplýsingar sem ég deili hér með þér:

Málið er að þetta er ekki stór framkvæmd, eða stórt skref – þetta er eitt lítið skref í einu.
Hér eru skrefin:

  • Veittu sjálfum/sjálfri þér áhuga – og spyrðu þig þegar þú vaknar á morgnana: „Hvernig líður mér? (Þú þarft ekki að bíða eftir að annað fólk spyrji – eða sýni þér áhuga eða væntumþykju með þessari spurningu).
  • Reyndu að sleppa því að dæma tilfinningar þínar eða sjálfa/n þig fyrir að finna þær. Ekki segja: „Ég ætti ekki að vera leið/ur“ „Ég er hræðileg/ur fyrir að vera svona afbýðisöm/samur.“ „Ég er veikgeðja vegna þess að ég er svo kvíðin/n.“ „Ég er ömurleg/ur að vera svona reið/ur.“ …
  • Sittu í þögn, án þess að skoða símann þinn, án þess að hlusta á tónlist, án þess að gera nokkuð annað en að hlusta á hjartslátt þinn eða andardrátt.
  • Ástundaðu hugleiðslu, þú getur byrjað með stutta hugleiðslu en svo aukið við – muna litlu skrefin.
  • Farðu í göngutúr – án heyrnartólanna.
  • Hlustaðu á hljóðin í náttúrunni – sem geta hjálpað þér við að hlusta á sjálfa/n þig.
  • Skapaðu list. Skrifaðu smásögur eða heila bók. Málaðu mynd. Skrfiaðu ljóð um sjálfa/n þig, sólarlagið, um erfiða eða spennandi tilfinningu. Búðu til myndaalbúm með uppáhaldshlutunum þínum.
  • Dansaðu. Við rólega tónlist. Við hraða tónlist. Í danstímum með öðrum. Með sjálfum þér. Með einhverjum.
  • Spyrðu þig stundum: „Hvað er það sem ég elska/nýt þessa stundina?
  • Spyrðu þig: „Hvað liggur mér á hjarta?“ „Hvað er mér efst í huga?“ Þú getur kannski skrifað dagbók.
  • Verðu tíma í náttúrunni. Á strönd. Í garði. Við vatn. Í skógi. Á fjöllum.
  • Taktu sjálfsmyndir og virtu þig fyrir þér – með mildum augum.
  • Talaðu við meðferðaraðila – eða markþjálfa.
  • Útbúðu lista af draumum þínum, óskum og löngunum. Hugsaðu þér hvernig þér líður þegar óskir þínar rætast.
  • Farðu á stefnumót með sjálfri/ sjálfum þér einu sinni í mánuði, hvort sem það er að gera bara hvað sem er með þér, lesa bók á kaffihúsi, eða fara í ísbíltúr í uppáhaldsísbúðina þína og njóta.
  • Spyrðu þig: „Hvernig get ég látið mér þykja vænt um mig?“ „Hvernig get ég látið mér þykja vænt um mig – andlega, tilfinningalega og líkamlega. Í dag, þessa viku, í þessum mánuði?
  • Finndu eitthvað fallegt í einhverju. Í þínum eigin augum, í annarra augum, í augum barns, í himninum, í því sem þú ert að gera – í bók sem þú ert að lesa.
  • Útbúðu pláss á heimili þínu fyrir uppáhalds hlutina þína – bækur, olíur, dagbók, kerti, fjölskyldumyndir, róandi myndir, listaverk eftir börn, og verðu tíma þar á morgnana og kvöldin. – Einhvers konar altari – eða „safe place.“
  • Umvefðu þig með hlutum sem eru hvetjandi og vekjandi. Losaðu þig við hluti sem gera það ekki – eins mikið og það er mögulegt.

    Að endurtengjast okkur sjálfum þýðir að við hægjum á, hlustum, lærum, könnum, leikum, undrumst, erum forvitin og áhugasöm – og rannsakandi um það sem er að gerast hið innra.

    Fíkn er fjarvera … frá okkur sjálfum, að endurtengjast er samvera með okkur sjálfum.

    Lausnin frá fíkn – ert þú. Þú ert gullið – þú þarft bara að sjá þig.




Hvað er óhollt að borða …


Ég hef lengi verið áhugamanneskja um mataræði og heilsu. – Ég hef ofurtrú á því að borða rétt og þarf ekki bara trú, ég finn það á líkama mínum. Ég hef verið greind með alls konar kóníska sjúkdóma – og t.d. finn ég næstum strax á líkama mínum ef ég hef „látið eftir mér“ eitthvað sem er mér óhollt. T.d. ef ég borða sætar kökur með hveiti og sykri. Það er eins og að byrji einhver órói og frumurnar fari í mótmælagöngu 😀 … Ég datt niður á viðtal við þennan lækni Dr. Mark Hyman og bloggið hans og ég ákvað að þýða – fyrir sjálfa mig (og þig ef þú hefur áhuga) gróflega þetta blogg um hvað á EKKI að borða og hvað líkamanum er óhollt. –
Upphaflega bloggið er hér

https://drhyman.com/blog/2018/03/30/what-not-to-eat/?fbclid=IwAR1SYcgLPx1T9Qfv302U2MBykicK89-zE16hoZsAKeT51Yim3ekO9dvfgsE

Við skiljum flest hvað átt er við þegar talað er um að elda „raunverulegan“ mat. Við notum ekki „óraunveruleg“ innihaldsefni – þegar við erum að elda heima hjá okkur. Avocadoið okkar er ekki gert grænt með grænum matarlit. Við stráum ekki stearoyl lactylate í súpurnar okkar og brauðin. Vandinn er yfirleitt ekki heimatilbúinn matur – þar sem notuð eru fersk hráefni; vandinn er matar-lík efni, aukaefni, rotvarnarefni, matarlitur og gerfisykur sem matvælaframleiðendur bæta í framleiðslu sína á matvörum. En ef þú átt ekki stearoyl lactylate heima í skáp, þá ættir þú heldur ekki heldur að neyta þess í matnum sem þú kaupir tilbúinn.

Í mjög langan tíma höfum við verið ómeðvituð um hin kemísku efni sem er bætt í matinn okkar – og hvernig hormónarnir, plastið og eiturefnin sem við meltum daglega er að skaða líkama okkar. Nú þegar hafa margir meðvitaðir neytendur lært að forðast hin ýmsu efni, en stundum nær unnin matvara að finna leið inn í eldhúsið okkar.

Ég er ekki að segja að ÖLL unnin og pökkuð matvara sé slæm. Fólk hefur verið að vinna matvöru frá fyrstu tíð. Þar til ískápar komu til sögunnar var það stundum eina leiðin til að geyma matvöru til að borða síðar. Að elda er form af því að vinna, einnig að gerja, þurrka, reykja, sýra .. listinn heldur áfram. Sumar þessara aðferða bæta jafnvel gæði matarins. Við þurfum bara að skilja hvaða unna matvara er örugg til neyslu og hvaða matvöru við þurfum að forðast.

Hér er listi af matvöru til að forðast:

  1. Allt sem hefur innihald sem erfitt er að bera fram. Þessar vörur innihalda örugglega efni sem tilheyra efnafræðitilraunasettinu, ekki líkama þínum. Prófaðu að segja stearyol lactulate eða butylated hydroxytoxytoluene án fyrirhafnar. Nei það er ekki létt. Slepptu þessum vafasömu innihaldsefnum.
  2. Allt sem ekki var til á tímum ömmu þinnar – eða langömmu, fer eftir hversu gamall/gömul þú ert. Fyrir hundrað árum þurftum við ekki miða til að segja okkur hvort að matur var frá heimahögum, lífrænn, eða „grass-fed.“ Allur matur var heill, raunverulegur óbreyttur, hefðbundinn matur. Sem betur fer er áhugi fyrir að fara til baka til þessarar hefðar í mataræði. .
  3. Allt sem inniheldur sojaolíu. Bandaríkjamenn fá um 10 prósent af kaloríum frá kaldpressaðri sojaolíu, sem inniheldur mikið af omega 6 fitusýru. Þess utan inniheldur hún oft mikið af glyphosate eða Roundup, eitirinu frá Monsanto. Það er ekki þannig að Bandaríkjamenn séu að drekka olíuna úr bolla; flestir eru ekki meðvitaðir að þeir séu að neyta hennar. En hún er undirliggjandi alls staðar. Ef þú borðar skyndibita, korn, eftirrétti, pakkað snakk, kartöfluflögur, muffins eða kjöt sem er alið á hefðbundinn hátt, eða kaupir næstum hvað sem er á kaffihúsi eða matsölustað, ertu næstum örugglega að innbyrgja mikið af sojaolíu og aðrar olíur sem eru ríkar af omega 6 fitusýrum – án þess að vita það. Þetta er eitrað og veldur bólgum. – Haltu þig frá þessu.
  4. Allt sem inniheldur frúktósa- korn sýróp. Þegar það er notað í „moderation“ – er það samt oað orsaka hjartveiki, ofát, krabbamein, heilabilun, lifrarbilun, tannskemdir o.fl.
  5. Allt með orðinu “hydrogenated” í nafninu. Þar sem flest fólk veit ekki er að hygrogenated fita og transfita er sami hlutur. Matvælaframleiðendum hefur tekist að fela transfitu með því að nota þetta „trikk“  
  6. Allt sem er auglýst í sjónvarpinu. Hefur þú séð brokkólí eða sardínur auglýstar í auglýsingahléi á Super Bowl? Versti maturinn fær mestan auglýsingatímann.
  7. Allt með krúttlegu nafni. Froot loops eru til dæmis ekki góð uppspretta ávaxta.
  8. Allt sem þú getur keypt í gegnum bílalúgu. Þetta er augljóst.
  9. Allt með MSG . Það er excitotoxin (eitur) sem flyst með taugakerfinu og drepur heilasellur. Við tengjum það oft við kínverskt eldhús, en matvælaframleiðendur nota það í margt án þess að við vitum af því. Þeir reyna stundum að fela það með því að kalla það “hydrolyzed grænmetisprótein ,“grænmeisprótein,” “náttúruleg bragðefni,” og einfaldlega “krydd.” Hið versta er að það eykur svengd og löngun í kolvetni, svo þú borðar meira af því. Það er það sem tilraunarottum er gefið til að auka hjá þeim hungur og fita þær. And the worst news
  10. Allur matur í sprautubrúsum.
  11. Allur matur sem er kallaður “cheese food” (sem er hvorki matur né ostur).
  12. Allt með gerfisætu. Sannanir eru sífellt að aukast. Nýlegar rannsóknir hafa ekki verið gerfisætu í vil, og hefur komið í ljós að hún getur skaðað þarmabúskapinn og aukið glútenóþol. Ég mæli með að sleppa aspartame, sucralose, sugar alcohols eins og malitol og öllum öðrum efnunum sem eru notuð í miklum mæli – nema þú viljir hægja á meltingarkerfinu, þyngja þig og verða fíkill. Notaðu stevía í mjög litlum mæli, ef þú verður að fá gervisætu, en slepptu öllum öðrum.
  13. Öll aukaefni, rotvarnarefni, matarlitur o.s.frv. (Hver persóna borðar um 2 og hálft pund af þessu á ári).
  14. Allur matur með meira en 5 efni í innihaldslýsingu. Nema að allt sé það sem þú þekkir, eins og tómatar, vatn, basil, oregano, salt.

Ég veit þetta er langur listi, en þú getur forðast þetta ef þú borðar hreinan, heilnæman mat og merki sem þú treystir.

Matur er sterkasta meðalið til að stjórna heilsu þinni. Hugsaðu um eldhúsið sem apótekið þitt. Byrjaðu á því að taka út ruslið og skipta því út fyrir hinu góða.

„Sátt eftir skilnað“ ..Námskeið 22. maí 2021.

Námskeiðið sem margir hafa spurt um: Sátt eftir skilnað verður nú í boði á ný.
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðið (nánari staðsetning auglýst síðar)


Dagsetning: Laugardagur 22. maí frá 09:00 – 15:00

Framkvæmd: Leiðbeinandi og þátttakendur kynna sig.

Fyrirlestur og umræður f. hádegi: „Hið innra verðmæti“ – Grunnfyrirlestur í allri sjálfsrækt er að þekkja hvers virði við erum og hvað við eigum skilið.

Hádegishlé – Hollar veitingar 🙂

Fyrirlestur og umræður e. hádegi.
„Frá sorg til sáttar“ — rætt verður um sorgina við skilnað, sorgarferlið sem verður þroskaferli – og mikvægi sem felst í því að ná sátt við það sem við oft teljum ósættanlegt.

Eftirfylgni verður svo vikulega í fjögur skipti í tvo tíma í senn á þriðjudagkvöldum (fyrsta skipti 25. maí) Eftirfylgnihóparnir eru mjög mikilvægur hluti námskeiðisins svo það verður að taka frá tíma fyrir þá. 🙂 Facebook grúppa verður stofnuð um hópinn og þar sett inn ítarefni og þátttakendur geta spjallað saman.

Innifalið í námskeiðinu er einnig líkamleg næring á meðan námskeiði stendur.

Í þessum hópum hafa oft myndast vinatengsl sem hafa haldist til margra ára. ❤

Hámarksfjöldi í hópi er 10 manns.

Leiðbeinandi og fyrirlesari er Jóhanna Magnúsdóttir. Verð fyrir námskeiðið er 24.900. –

Markmið námskeiðisins er að ná sátt við sjálfa/n sig og sorgina/breytinguna eftir skilnað og um leið að opna á tækifæri til sjálfræktar og sjálfsþekkingar með nýjum leiðum.


Námskeiðið er fyrir öll kyn.

Myndin er táknræn fyrir titillagið: „Let it go“ …

Vinsamlega sendið póst á johanna.magnusdottir@gmail.com fyrir frekari fyrirspurnir eða skráningu.