Þú skiptir máli …

Fyrst er það fésbókarstatusinn frá 27. desember:

„Ég held að tilgangur lífs okkar sé til þess að útvíkka visku alheimsins, – hvert og eitt okkar hefur tilgang, þó við séum smá, alveg eins og hvert sandkorn hefur tilgang á ströndinni, en án sandkorna væri ekki ströndin. – Besta leiðin til að lifa lífinu er að lifa lífinu, þ.e.a.s. NJÓTA lífsins, allt frá hinu smáa til hins stóra samhengis. Njóta brosandi barna og hrjótandi karla.  Nefni engin nöfn hér  .. “

Það er ýmislegt sem ég tíni til af netinu, – Eftirfarandi fann ég án þess að finna höfundinn, og deili þessu hér með. –

Við erum öll mikilvæg og þú skiptir máli.

Tilfinningar þínar skipta máli.

Rödd þín skiptir máli.

Saga þín skiptir máli.

Líf þitt skiptir máli.

Alltaf.

1374953_622977047739252_2040852161_n

Mest lesið á árinu 2013

Meðvirkni er ekki góðmennska … More stats 8,435
Að eignast maka .. upp úr miðjum aldri. More stats 6,444
“Elskan mín, ástin mín ….skammastu þín”.. More stats 1,998
Meðvirkni More stats 931
 
Fjórir mánuðir … More stats 680
Fléttur og baldursbrár … More stats 673
Hvar ertu mamma? .. More stats 624
Ertu að bíða eftir að Brad Pitt geri þig hamingjusama? More stats 622
“Hvað þykist þú geta?” …. More stats 616
Morgunhugleiðsla More stats 507
Meðvirkni eða masókismi? … More stats 498
Lífsins bergmál More stats 486
Ertu eins og mamma þín? … More stats 442
Að sleppa tökunum – árslok 2013 More stats 430
Hafðu hugrekki til að trúa .. More stats 407
Ég gleypti fíl .. More stats 402
Viltu trúlofast …… More stats 362
“Hugsaðu ljós”…… More stats 355
“Draugagangur í sambandinu” …. More stats 340
Að votta samúð og samhryggjast hefur sinn stað og tíma. More stats 327
 
Eruð þið þrjú í sambandinu? – More stats 324
Konur sem beita ofbeldi .. More stats 319
Undir hamri dómhörkunnar …. More stats 309
Framhjáhald er ekki orsök hjónaskilnaða … More stats 295
Þegar hið óhugsandi varð óbærilegt .. More stats 286
Er til eitthvað sem heitir “óhollt samband?” .. More stats 271
Erum við hrædd við gleðina? … More stats 260
Þrír konfektkassar borðaðir í meðvitundarleysi … More stats 248
12 einkenni andlegrar vakningar More stats 243
Ertu fangi ástar (haturs?) eða í fangi ástar? … More stats 239
Ótti og flótti frá sannleikanum og sjálfri mér… More stats 239
Lífssýn More stats 238
Lausn eftir skilnað – konur/karlar More stats 236
Leggðu lófann á hjarta þitt .. More stats 222
Í kjörþyngd með meðvitund og kærleika More stats 219
Sársauki og ofát … More stats 215
Þessi yfirþyrmandi tilfinning að vilja ekki vera hérna lengur … More stats 204

Gleðibankabókin …

Hér á eftir fer einfaldasta skýringin mín á því hvernig við skiptum um fókus, setjum fókusinn úr mínus í plús. –

Við vitum hvernig vaxtakerfið virkar, ef við eigum bankabók sem er í mínus, erum við sífellt að greiða af upp vhæðinni vexti. – Ef við eigum bankabók sem er í plús,  fáum við vextina. –

„Það sem þú veitir athygli vex“ – er ekki ekki bara sagt út í loftið.

Þegar ég fékk mér Hondu Jazz, fór ég loks að taka eftir öllum hinum Hondu Jazz bílunum, svo ofurlítið dæmi sé tekið.

Hvernig væri að nýta hinn frjálsa vilja til að velja það sem við veitum athygli? –

Hvort liggur hugurinn hjá mínus bankabókinni eða plúsbankabókinni?

Hér koma örlitlar útskýringar á þessum tveimur bankabókum:

Mínusbankabók –

  • Það sem ég ekki get
  • Það sem ég ekki hef
  • Gallar mínir

Plúsbankabók

  • það sem ég hef
  • það sem ég get
  • Kostir mínir

Að sjálfsögðu getur hver og ein/n búið til undirflokka og ég mæli með því að beina athyglinni að plúsbankabókinni og  sjá hvort að vextirnir fari ekki að láta á sér kræla? –

Það er hægt að beina athyglinni að eigin bankabók, en líka hinna. –

EInu sinni kom til mín kona sem hafði gert lista yfir allt í mínusbankabók eiginmannsins. –  Hún vildi laga hjónabandið og ætlaði s.s. að sýna honum þessa bankabók, svo hann gæti nú bætt sig.

((/&%$$%&())=/&%$

Já, – ég þurfti aðeins að anda, – vegna þessa stóra misskilnings, og í raun sagði þessi saga margt.  Hún sagði það að konan hafði virkilega veitt athygli öllum ókostum mannsins til að telja þá saman og færa til bókar, og ég efast ekki um að gallarnir hafi fengið vexti í þessum meðförum. –

Ég mælti með því að hún tæki sig nú til að skrifaði annan lista, lista yfir kosti og hæfileika manns síns, – og hún skildi það algjörlega, og áttaði sig á hvaða leið hún var. –

Fókusinn var svakalega rangt stilltur, og það eiga allir að fá séns á að vera séðir með jákvæðum augum.  Líka við sjálf. –

Það er svo yndislegt við áramót, að við getum gert eitthvað nýtt, – t.d. stofnað nýjan bankareikning ef við eigum hann ekki til nú þegar, og farið að leggja inn á hann. –  Skoðum síðan í árslok hvernig hann stendur og hvort það hefur einhverju breytt að veita honum athygli. –

Hverjir eru þínir kostir?

Hvað átt þú?

Hvað getur þú?

Öll getum við andað sem erum að lesa þennan pistil, andardrátturinn er forsenda lífs. – Öll eigum við aðgengi að fersku vatni og tæru andrúmslofti ..´Við eigum miklu meira af því sem sameinar en sundrar.

Það á Island líka og það á heimurinn allur. –

Hvernig væri að laða fram það sem við getum, það sem við höfum, kosti og hæfileika – með því að veita því athygli? –

Hvor bankabókin veitir meiri gleði, þessi sem er í plús eða þessi sem er í mínus? –

Hvað er inni á þinni gleðibankabók?

Kíktu – það er spennandi og kemur stundum á óvart hvað það er mikið!

1526672_10152482188894447_771308507_n

Að sleppa tökunum – árslok 2013

Stundum þurfum við að sleppa einu til að geta tekið á móti öðru. – Stundum þurfum við að sleppa til að geta haldið áfram. –

Besta útskýring á því hvernig það virkar „að sleppa“ er að þegar við höldum fast, er það eins og að halda korktappa undir vatni. – Ef við sleppum tappanum skýst hann upp á yfirborðið. – Það er í eðli hans að fljóta og það er líka í eðli okkar. –  Þetta flokkast eflaust undir „Law of allowance“ eða lögmál þess að leyfa.

Sleppa fyrst – þá opnast höndin,  leyfa svo því sem þarf að koma að koma og trúa því að það komi – sumir segja að við eigum ekki bara að trúa heldur að vita.  Vera í fullvissu, að um leið og við sleppum og leyfum þá getum við verið viss. –

Eftirfarandi texti barst mér í morgun á fésbókinni í gegnum síðu sem heldur utan um ýmislegt hvað meðvirkni varðar. – Það var eins og skrifað til mín og ég veit að það er eins og skrifað til sumra þarna úti líka og því ætla ég að deila því áfram.

Það er best að lesa þennan texta eins og ljóð, ekki reyna að skilja of mikið. –

„Ég veit að þú ert þreytt/ur og þér finnst þú ofurliði borin/n. Það getur verið að þér finnist eins og þetta ástand, þetta vandamál, þessi erfiði tími muni vara að eilífu.

Hann gerir það ekki,  Þú ert að komast í gegn.

Það er ekki bara að þér finnist hann erfiður. Þú hefur gengið í gegnum próf, reynslu og aftur í gegnum próf sem hefur reynt á það sem þú hefur lært.

Það hefur verið gengið nærri lífsgildum þínum og trú þinni.  Þú hefur trúað en síðan efast, síðan unnið að því að trúa meira. Þú hefur þurft að trúa jafnvel þegar þú skildir varla hverju var verið að biðja þig að trúa. Verið getur að aðrir hafi reynt að sannfæra þig um að trúa ekki því sem þú varst að vonast eftir að þú gætir trúað á.

Þú hefur upplifað mótspyrnu.. Þú hefur ekki komist þangað sem þú ert í dag með fullum stuðningi og gleði.  Þú hefur þurft að vinna mikið, þrátt fyrir það sem var að gerast í kringum þig. Stundum var það reiðin sem kom þér áfram, stundum óttinn.

Margt fór ekki eins og það átti að fara – fleiri verkefni en þú áttir von á. Það voru hindranir, gremja og pirringur á leiðinni.  Þú reiknaðir ekki með að hlutirnir færu eins og þeir fóru..  Flest kom á óvart, og sumt var langt frá því sem þú þráðir.
.
Samt var það gott.  Hluti af þér, hinn dýpsti sem þekkir sannleikann, hefur skynjað það allan tímann, jafnvel þegar höfuðið sagði þér að hlutirnir væru úr skorðum og klikkaðir, að það væri ekkert plan eða tilgangur, og að Guð hefði gleymt þér.

Svo mikið hefur gengið á, og hver atburður – sá sem er mest sársaukafullur, og kom mest á óvart – tengist við eitthvað sem þú áttar þig á. Þú ert að byrja að sjá það og skynja.

Þig óraði aldrei fyrir því að hlutirnir færu svona, gerðir þú það? En þeir gerðu það.  Nú ert þú að uppgötva leyndardóminn – þeir áttu að fara svona, og þessi leið er góð, betri en þú áttir von á.

Þú trúðir ekki að það tæki svona langan tíma – er það?  En það gerði það.  Þú hefur lært þolinmæði.

Þú hélst þú myndir aldrei ná því, en nú veistu að þú hefur gert það.

Þú hefur verið leidd/ur.  Margar voru þær stundirnar sem þér fannst þú vera gleymd/ur, stundir þegar þú varst viss um að þú hefðir verið yfirgefin/n. Nú veistu að þú hefur verið leidd/ur.

Nú eru brotin að falla saman.  Þú ert að ljúka þessu skeiði, þessum erfiða hluta ferðalagsins. Þú veist að þessari lexíu er næstum því lokið. Þessari lexíu – sem þú barðist gegn, mótmæltir, og fullyrtir að þú gætir ekki lært.  Já, það er hún.  Þú ert næstum orðin/n meistari í henni.

Þú hefur upplifað breytingu innan frá og út.  Þú hefur verið flutt/ur á annað plan, hærra plan, á betra plan.

Þú hefur verið í fjallgöngu, hún hefur ekki verið auðveld, en fjallgöngur eru það sjaldnast.  Nú ertu að nálgast toppinn.  Aðeins stund eftir og þú hefur sigrað tindinn.

Slakaðu á í öxlunum. Andaðu djúpt. Haltu áfram í sjálfsöryggi og friði. Tíminn til að uppskera og njóta alls, sem þú hefur barist fyrir.  Sá tími er að koma, loksins.

Ég veit þú hefur hugsað það áður, að þinn tími væri að koma, aðeins til að átta þig að svo var ekki.  En nú eru verðlaunin væntanleg. Þú veist það líka, þú getur skynjað það.

Barátta þín hefur ekki verið til einskis. Í hverri baráttu í þessu ferðalagi er hápunktur, endurlausn.

Friður, gleði, blessanir og launin eru þín hér á jörðu.

NJÓTTU.

Það koma fleiri fjöll, en nú veistu hvernig þau eru klifin og þú hefur komist að leyndarmálinu, hvað það er sem er á tindinum.

Í dag mun ég sætta mig við hvar ég er stödd/staddur og halda áfram. Ef ég er í miðri hringiðu lærdómsreynslu, mun ég leyfa sjálfum/sjálfri mér að halda áfram í þeirri góðu trú að dagur meistaradómsins og verðlauna muni koma.  Hjálpaðu mér, Guð, því að þrátt fyrir minn besta ásetning að lifa í friðsamlegu æðruleysi, þá eru tímar fjallgöngu. Hjálpaðu mér við að hætta að skapa óreiðu og erfitt ástand, og hjálpaðu mér að mæta áskorunum sem munu bera mig upp og áfram.“

Melody Beattie  – From The Language of Letting Go.  – Þýðing: Jóhanna Magnúsdóttir

Gengið á Keili

Frá „Worry“ til „Happy“ …

Það er stór munur á því að vera áhyggjufull yfir í það að vera hamingjusöm. – Eða frá „Worry“ að „Happy“  …. og við vitum að sum skref eru of stór.  Það sama gildir um að upplifa sig máttlausan upp í að hafa fullt af orku. – Það er líka stórt skref.   Það er líka stórt skef að missa 10 kíó,  ef svo ber undir og frá því að liggja í sófanum og vera komin á fjallstindinn!.

Það er því ekkert skrítið að sum okkar finnum fyrir pirringi þegar við erum langt niðri og einhver segir  „Losaðu þig bara við þessi kíló“ – eða  „Vertu bara happy“ .. arrrrggg.. gæti einhver sagt. –  Og þetta arrrgggg.. á rétt á sér. – Því að þarna er verið að ætlast til að við gerum eitthvað sem er ekki í mannlegum mætti. –

En allt á sér lausnir, og lausnirnar eru minni skref. – Hafa trú á að árangur náist. –

Hafa trú á að við getum verið „Happy“

Hafa trú á að við getum verið full af orku.

Hafa trú á að við getum losað okkur við 10 kíló.

Hafa trú á að við komum á fjallstindinn (fjall við hæfi).

Við verðum bara að taka ákvörðun og svo hvetja okkur áfram, – ekki með hrísvendi eða svipu,  heldur með ánægju og gleði, með að vera glöð með litlu skrefin. –  Við tölum okkur upp en ekki niður, ekki með að segja of stór í einu, eins og „ég er hamingjusöm/samur“ – eða „ég er grönn/grannur“  „Ég er á toppnum“ – „Ég er full/ur orku“ ..  (ef við erum það ekki).

Við segjum eitthvað einfaldara, eins og „mér líkar við mig“  „ég er að gera mitt besta“  „ég get það“ … og þannig förum við að hljóma eins og lest .. „I can do it“ ..“I can do it“ ..(sagði Brian Tracy) sem útleggst á hinu ástkæra ylhýra „Ég get það“ „Ég get það“ ..   og svo „I like my self“  „I like my self“ .. „Mér líkar við mig“ .. „Mér líkar við mig“ …  og höldum þannig áfram  (hættum ekki þar til árangri er náð og þá hvað? .. Ég er komin/n á áfangastað! —

„Ég er „Happy“ .. „Ég elska mig“ .. „Ég er orkumikil/l“ .. „Ég er grönn/grannur“ .. o.s.frv. …

Á þessari vegferð hættum við að nota neikvæðar staðhæfingar í eigin garð.  Við tölum á jákvæðan máta við líkama okkar, við tölum heldur ekki neikvætt um matinn okkar, – við búum ekki til ógnir úr umhverfinu,  því allt sem við umgöngumst verður að vera umvafið elsku og umhyggju.

Það sem hér fer á undan er smá úr hugmyndafræðin námskeiðisins.  „Ég get það“ ..  sem hefur verið haldið tvisvar, og er nú í boði í 3. skiptið í Lausninni, sjá http://www.lausnin.is  og hefst mánudag 20. janúar nk. og verður í 9 skipti á mánudögum. –

Komdu með, – það batnar bara 🙂 ..

Á námskeiðinu hafa verið bæði karlar og konur og höfum við skemmt okkur stórvel, þó sumir hafi skolfið við og við að opna inn á tilfinningarnar og fara út fyrir þægindahringinn, en það eru skrefin sem þarf að taka til að lifa lífinu lifandi. –

Sjáðu nánar með að smella HÉR 

1605_L1

Undir hamri dómhörkunnar ….

Kona nokkur var mjög leið yfir því hvað uppkomin  dóttir hennar kom sjaldan í heimsókn. –  Henni fannst dóttirin tillitslaus og eigingjörn. –

Konunni datt ekki í hug að líta í eign barm og hugleiða, „getur verið að ég sé að halda henni frá mér?“ –   Hvað er það sem ég er að gera sem veldur því að dóttir mín kemur ekki í heimsókn? –

Konan gerði sér ekki grein fyrir því að í þau fáu skipti sem dóttirin kom, byrjaði hún yfirleitt að skamma hana fyrir hversu sjaldan hún kæmi og sendi t.d. á hana „skeytið“ um hvítu hrafnana, segir: „Sjaldséðir hvítir hrafnar“ – svo að dóttirin var ekki fyrr komin inn úr dyrunum en að skothríðin hófst.  –  Hamar dómhörkunnar kominn á loft.

Ef þetta á að vera til að dótturinni langi til að koma aftur, er þetta kolröng aðferðafræði, sem virkjar bara samviskubit og vanlíðan.

Eitt af því sem einkennir það að „vakna“ til andlegs lífs er að hætta dómhörku, – bæði í eigin garð og annarra..  Í stað dómhörku kemur samhygð og skilningur. –

Í stað dómhörku kemur sátt og kærleikur, og að taka á móti manneskjunni eins og hún er. –

Það er vont að vera nálægt fólki sem er stanslaust með okkur í prófi, er að meta og vega. –  Þá förum við að „vanda okkur“  og verðum óeðlileg.  Er ég nógu góð/ur? – Er ég nógu dugleg/ur?   Segi ég eitthvað rangt? Segi ég eitthvað rétt? –

Sérstaklega gildir þetta um okkar nánustu. –  Að leyfa þeim að vera eins og þau eru. –  Auðtiað þurfa börn uppeldi, en uppeldi í kærleika og það er hægt að segja fólki til án þess að vera í einhvers konar dómarasæti. –

Við þekkjum flest þessa tilfinningu að tipla á tánum í ákveðnum samskiptum eða samböndum.  Sveigja okkur og beygja. –

Þessi samskipti geta verið gagnkvæm og eru því bara óeðlileg og hvor aðili fyrir sig kominn í hlutverk í staðinn fyrir að vera hann sjálfur.

Við þekkjum eflaust líka mörg fólk sem getur ekki hamið sig að koma með einhverjar athugasemdir í okkar garð, – stundum eru þær bara þannig að það er sagt með svipbrigðum eða viðmóti.

Á móti getum við orðið ofurviðkvæm og upplifað meiri gagnrýni en í raun og veru er í gangi. –  En þá er það yfirleitt vegna þess að gagnrýni hefur verið fyrir. –

Það er gífurlega mikilvægt  fyrir börn að vita að þau séu elskuð án skilyrða. – Það er að segja að láta þau vita að þau séu verðmæt – eins og þau eru – í sjálfum sér.  Ekki vegna þess að þau fara út með ruslið eða sýna góðan námsárangur í skóla o.s.frv. – Bara af því að þau eru.  Það þýðir ekki að þau gegni ekki skyldum og hjálpi til – heldur þýðir það bara að þau eru ekki það sem þau gera, heldur það sem þau eru og það er það sem við öll viljum vera. –

Við viljum öll vera elskuð skilyrðislaust, og það þurfum við öll að læra. Líka elskuð  af okkur sjálfum.

Það er gott að geta umgengist hvert annað afslöppuð án dómhörku og tilætlunarsemi. –

Það er lýjandi að lifa undir hamri dómhörkunnar, og við þurfum hvert og eitt okkar að líta í eign barm og kannski í eigin hendi og sjá hvort að við höldum á slíkum hamri. –

Elskum ….án skilyrða.

p.s. það skal tekið fram að skilningur þarf að virka í báðar áttir. Sumir hafa aldrei lært annað en að vera að dæma og að gefa þau skilaboð að verðmæti náungans sé falið í því hvað hann gerir en ekki í því hvað hann er. – Það er því vankunnátta í samskiptum sem veldur því að einhver tekur svona á móti þeim sem hann í raun saknar og hrekur því aftur frá sér. – Í stað þess að segja: „Það er mikið að þú lætur sjá þig“ eða „Sjaldséðir hvítir hrafnar“ – ætti viðkomandi bara að taka fallega á móti viðkomandi með góðu faðmlagi og segja: „Mikið þykir mér vænt um þig“ – því það er eflaust það sem hann í raun vill segja, en kann ekki að koma orðum að því.

Maya

Að lifa innan frá og út ….

Hver er munurinn á því að lifa innan frá og út og að lifa utan frá og inn?

Jú, þegar við lifum utan frá, þá erum við í stuttu máli sagt eins og strengjabrúður samfélagsins, strengjabrúður vina, fjölskyldu, maka o.s.frv. – við hegðum okkur alltaf eins og okkur er „sagt“ eða eftir þeim skilaboðum sem við fáum.  Stundum eru þessi skilaboð mjög misvísandi og það gerir okkur rugluð í ríminu. – Við verðum reið, gröm – eða upplifum aðrar vondar tilfinningar, en segjum kannski – „af hverju gerir ekki einhver eitthvað?“ – en áttum okkur ekki á því að við erum „einhver.“ –

Ef við lifum innan frá og út, þá höfum við tengingu við okkar innri rödd, og náum að lifa eftir innsæi okkar og tilfinningum. –  Það getur verið djúpt á okkar eigin, sérstaklega ef við erum vön að setja þarfir annarra eða viðmið (hvort sem það er í víðu samhengi eða þröngu)  í fyrsta sæti, jafnvel þó það brjóti á okkur sjálfum.

Fullorðið fólk – uppaldendur þurfa eðlilega að setja börn í fyrsta sætið.  Þau gera það með því að taka ábyrgð á sjálfu sér og velferð sinni (svona eins og að setja á sig súrefnisgrímuna fyrst til að hjálpa barni). –

Einstaklingur sem tekur ábyrgð á eigin velferð og jafnvægi – hlustar á innri rödd og lifir af heilu hjarta – og hefur hugrekki til að fylgja sannfæringu sinni.

Jim Morrison sagði:

„Mikilvægasta tegund frelsis er að vera það sem þú raunverulega ert. Þú skiptir út raunveruleika þínum – sannleika þínum – fyrir hlutverk.  Þú skiptir út skynjun þinni fyrir leikrit.  Þú gefur upp hæfileikann til að finna til, en setur í staðinn upp grímu  Það getur ekki orðið nein stór bylting fyrr en persónuleg bylting, hvers og eins hefur átt sér stað.  Byltingin þarf að gerast hið innra fyrst.“

Ég á eina sögu þar sem ég fylgdi sannfæringu minni, ekki síst barna minna vegna, ég vildi að ég hefði þó verið „vitrari“ eða tengdari í öðrum efnum, en sagan er eftirfarandi:

Það var saumaklúbbur á Nönnustíg í Hafnarfirði, – ég sé tímann alltaf út frá aldri barna minna, og Eva Lind hefur verið u.þ.b. fjögurra ára gömul, svo það er árið 1985.  Ég var með saumaklúbb og við vinkonurnar að gúffa í okkur kökum og kaffi, þá tekur ein upp sígarettu og ætlar að kveikja sér í.  Ég bið hana vinsamlegast um að bíða þar til við værum búnar að borða.

Hver haldið þið að hafi verið talin skrítin?

Það var gamlárskvöld í Goðatúni, og núna er árið 1993 og ég bauð nágrönnunum yfir og við sátum inni í stofu, – nágrannakonan tekur upp sígarettu og í bið hana vinsamlegast um að reykja ekki inní stofu yfir börnunum, hvort hún geti fært sig fram í eldhús. –

Hver haldið þið að hafi verið talin skrítin?   (Ég fékk meira að segja að heyra það frá mömmu að ég væri dónaleg við gestina ;-))..

Stuttu seinna var komið algjört reykbann inni á okkar heimili, ég hafði gefið börnunum mínum það í fæðingargjöf að halda þeim frá reyk og þegar um börnin manns er að ræða er ekki erfitt að setja fólki mörk.

Stundum mættum við vera duglegri fyrir okkur sjálf.

Ég var þarna  (ásamt eflaust fleirum) á undan minni samtíð, en talin frekar frek, skrítin og jafnvel dónaleg.

Ég fór eftir minni eigin sannfæringu og gegn sannfæringu hinna.

Þetta er dæmisaga, um það að það ER mikilvægt að standa með sér,  ég þarf varla að segja frá því að flest fólk í dag á reyklaus heimili og býður ekki börnum upp á að anda að sér reyk, enda skilst mér að óbeinar reykingar séu jafnvel skaðlegri heilsunni en beinar, er það ekki?

Hvað um það, þessi pistill fjallar ekki um reykingar – eða markmiðið með honum er það ekki, heldur mikilvægi þess að fylgja sannfæringu sinni, – nú þar til og ef annað kemur í ljós, og setja mörk.  Jafnvel þó við séum ein og fáum ekki til þess stuðning. –

Lifum heil – innan frá og út.

Kannski erum við hrædd við að gera byltingu í samfélaginu, þegar við eigum enn óuppgerða byltingu innra með okkur sjálfum. Við erum ósátt við pólitíkina og óstjórnina, ranga forgangsröðun o.s frv. Mikilvægast er að taka til í eigin ranni fyrst, og svo þora að taka afstöðu, byggða á eigin sannfæringu. Samfélagið er mjög lasið, meðvirkt, alkóhólískt, og sýndarmennska allsráðandi. Það er engum um að kenna, við höfum fengið þessi skilaboð frá bernsku. Við þurfum heldur ekki á sökudólgum að halda, heldur bara vakna og skilja, og í framhaldi af því koma út úr skápnum sem við sjálf. Það er öllum í hag, vegna þess að við erum perlur í sömu perlufestinni, og allar perlurnar eiga að skína.

1463696_10151707031842373_1341857672_n

Einu sinni þótti ég skrítin …

…og kannski er ég það ennþá! 🙂

Það var saumaklúbbur á Nönnustíg í Hafnarfirði, – ég sé tímann alltaf út frá aldri barna minna, og Eva Lind hefur verið u.þ.b. fjögurra ára gömul, svo það er árið 1985.  Ég var með saumaklúbb og við vinkonurnar að gúffa í okkur kökum og kaffi, þá tekur ein upp sígarettu og ætlar að kveikja sér í.  Ég bið hana vinsamlegast um að bíða þar til við værum búnar að borða.

Hver haldið þið að hafi verið talin skrítin? 

Það var gamlárskvöld í Goðatúni, og núna er árið 1993 og ég bauð nágrönnunum yfir og við sátum inni í stofu, – nágrannakonan tekur upp sígarettu og í bið hana vinsamlegast um að reykja ekki inní stofu yfir börnunum, hvort hún geti fært sig fram í eldhús. – 

Hver haldið þið að hafi verið talin skrítin?   (Ég fékk meira að segja að heyra það frá mömmu að ég væri dónaleg við gestina ;-))..

Stuttu seinna var komið algjört reykbann inni á okkar heimili, ég hafði gefið börnunum mínum það í fæðingargjöf að halda þeim frá reyk og þegar um börnin manns er að ræða er ekki erfitt að setja fólki mörk.

Stundum mættum við vera duglegri fyrir okkur sjálf.

Ég var þarna  (ásamt eflaust fleirum) á undan minni samtíð, en talin frekar frek, skrítin og jafnvel dónaleg.

Ég fór eftir minni eigin sannfæringu og gegn sannfæringu hinna.

Þetta er dæmisaga, um það að það ER mikilvægt að standa með sér,  ég þarf varla að segja frá því að flest fólk í dag á reyklaus heimili og býður ekki börnum upp á að anda að sér reyk, enda skilst mér að óbeinar reykingar séu jafnvel skaðlegri heilsunni en beinar, er það ekki?

Hvað um það, þessi pistill fjallar ekki um reykingar – eða markmiðið með honum er það ekki, heldur mikilvægi þess að fylgja sannfæringu sinni, – nú þar til og ef annað kemur í ljós, og setja mörk.  Jafnvel þó við séum ein og fáum ekki til þess stuðning. –

Já, já, þetta var „útrás“ dagsins, – lifum heil.

Hér á að koma einhver skemmtileg mynd, en hún bara vill ekki birtast, svo þessi pistill verður myndlaus. –

Þjónninn og konan …

Einu sinni var kona – hún hafði þjón í vinnu,  þjón sem var búinn að þjóna henni í tugi ára, alla hennar ævi reyndar, og fylgja henni hvert fótmál, dag og nótt. –  Konan var því miður ekkert alltof notaleg við þjóninn og gífurlega vanþakklát, miðað við hvað hann hafði þjónað henni vel, þrátt fyrir meðferðina, – hún sagði m.a. eftirfarandi við þjóninn sinn:

„‘Mikið ertu feitur“  – „Ég hreinlega hata á þér magann“ –   „Svakalegt er að sjá þig, ertu með ljótuna í dag?“ – „Ég hata þessar hrukkur á þér“. – „Sjá þessi þykku læri“ .. „Úff, slæmur hárdagur?“ „Af hverju ertu svona helv..stirður“  – „Þú ert bara alltaf eitthvað lasinn!!“ … „Hver þykist þú vera?“  – „Þú átt sko ekkert gott skilið og getur bara þolað það sem ég legg á þig!“ .. o.s.frv. –

Það vita það flestir að svona tal virkar ekki hvetjandi til góðrar þjónustu og þjónninn fór hægt og rólega að hætta að nenna að þjóna þessum húsbónda. Hann drabbaðist niður og leið illa og fór að borða enn meira, ofan í tilfinningar sínar. –

Þjónninn varð þunglyndur og enn meira lasinn og var alveg að gefast upp á þessu andlega ofbeldi konunnar,  en þá fór konan á námskeið, þar sem hún lærði að tala fallega við þjón sinn; líkamann,  og vera honum þakklát fyrir dygga þjónustu.   Nota örvandi tal, hrós og viðurkenningu.  Allar frumur þjónsins tóku gleðikipp og fóru að starfa betur.

21-the-world