Nánd, knús og kynlíf ..

Á námskeiðum Lausnarinnar um „Lausn eftir skilnað“ koma alltaf upp sömu spurningarnar og pælingar um kynlíf. – Sem betur fer er fólk nógu einlægt til að ræða það, því að námskeið þar sem fólk getur ekki verið heiðarlegt og einlægt að spyrja um það sem liggur þeim á hjarta gerir lítið gagn.

Flest fólk hefur þörf fyrir kynlíf, – jafnvel í sorgarferli. –  Stundum bara nánd, snertingu og knús frá gagnstæðu kyni, nú eða sama kyni ef um samkynhneigða er að ræða.   En um leið er það í fæstum tilvikum tilbúið og ekki í stakk búið til að hefja samband.  – Hvað á þá að gera? –

Kynlífið er að sjálfsögðu meira en bara samfarir,  kynlíf er einmitt snerting, nánd og knús – og svo margt, margt meira. –

Í Coda bókinni  þar sem talað er um meðvirkni er sagt að eitt einkenni meðvirkni sé að sætta sig við kynlíf þegar að þú vilt ást. –

Nú flækist málið!

Ég held að þarna verði að mætast tveir aðilar sem eru svipað staddir, – sem eru tilbúnir í kynlíf nú eða knús,  án þess að fara í allan pakkann – eða a.m.k. ekki strax  – en kannski með þeim formerkjum að þessir tveir einstaklingar séu ekki að stunda kynlíf með öðrum einstaklingum líka – eða hvað? –

Verst að þetta er ekki allta svona einfalt,  kannski byrjar þetta svona, en hvað ef vakna tilfinningar hjá öðrum aðilanum en ekki hinum? –  Er hægt að stunda kynlíf saman í langan tíma án ástar? – Það hlýtur a.m.k. að koma einhvers konar væntumþykja.  Þá gæti hin/n meðvirki/meðvirka farið að sætta sig við kynlífið til að halda í elskhugann.   Það væri auðvitað óheiðarlegt og hann væri ekki að virða tilfinningar sínar.

Það mikilvæga er nefnilega að báðir aðilar komi hreint fram, – láti vita hvað þeir vilja, langar og þurfa, og á hvaða forsendum.

Eru forsendur beggja samræmanlegar? –

Hættan við að byrja of brátt í sambandi aftur,   er að fólk sé hreinlega ekki búið að ná áttum og ekki búið að ganga í gegnum sorgarferlið og ætli jafnvel að fresta því eða taka „short cut“  með því að finna sér annan maka of fljótt. – („Short cut“ er þarna að stytta sér leið og hefur ekkert með „shortara“ að gera! 😉 )

E.t.v. er hægt að vinna þetta samhliða, ef fólk fer hægt í sakirnar og gefur hvort öðru tilfinningalegt rými og frelsi.

Margir leita að aðila til að eiga kynlíf með, – en vilja ekki fara í allan fjölskyldu- og ættarmótapakkann svona í sömu vikunni..

Sambönd verða að fá sinn tíma til að þroskast og þróast og við flýtum þeim ekki,  þá er alltaf hætta á að eitthvað bresti.

Sambönd verða að byggja á gagnkvæmni, ekki ótta annars aðilans við að missa hinn,  og alls ekki á lygi.

Ég hlustaði einu sinni á konu sem sagði: „Ég hitti þennan mann, ég var ekki alveg tilbúin en ég var svo hrædd um að ég væri að missa af tækifærinu ef hann væri sá rétti“ …   Ef maðurinn er virkilega sá eini rétti þá gefur hann henni sinn tíma og er þolinmóður og öfugt.   Ef það er til eitthvað sem heitir „Mr. Right“ eða „Mrs. Right“ – fyrir okkur,  þá er þessi aðili hinn rétti og ekkert breytir því. –

Við getum oft ætlað er að vera vitur og gera allt faglega,   „I can´t help falling in love with you“ .. syngur hjartaknúsarinn Julio – og  stundum er bara við ekkert ráðið, – en þá er að vinna úr þeim aðstæðum líka. – Taka það á æðruleysinu eins og annað! ..

Reyndar er hverjum manni hollt að verða ástfanginn af sjálfum sér, og það má líka hlusta á Julio með það í huga, – að komast ekki hjá því að verða ástfanginn af sjálfum sér!  …   Það er auðvitað besti grunnurinn fyrir ást á öðrum einstakling. –

„Love is not something we give or get: it is something that we nurture and grow, a connection that can only be cultivated between two people when it exists within each one of them – we can only love others as much as we love ourselves“ (Brené Brown, PhD).

Jæja, pistill um kynlíf og knús breyttist í pistil um ást .. svona vill þetta fara! ..

Hér er karokee útgáfa svo hægt er að syngja með:

Frá sjónarhóli fullnægjunnar…

Þessi yfirskrift er andstæða „Frá sjónarhóli örvæntingar“  ..

Þetta er munurinn á desperat og satisfied. –

Að lifa í tilfinningu af skorti er að upplifa sig aðþrengda/n eða örvæntingafulla/n.

Að lifa í tilfinningu af því að hafa nóg er að upplifa sig fullnægða/n.

Framkvæmd sem er framkvæmd í örvæntingu er svipað og örvæntingin þegar sumt fólk er að leita sér að maka.  Ef það er gert af sjónarhóli örvæntingar þá virkar það oft þannig á mótaðilann að hann flýr í burtu.

Ef að lætin eru slík að það verður helst að „klófesta“ hinn aðilann og setja hann í búr,  þá heldur lífið áfram í örvæntingu og jafnvel óttanum um að missa, sem breytist í afbrýðisemi og vantraust. –   Fólk verður að ná saman á réttum forsendum, ekki að „landa laxinum“ – því þá er annar veiddur og hinn veiðimaður, – er það jafnræði og er það réttur grunnur?

Við löðum að okkur hið góða með því að líða vel, elska okkur sjálf og virða, og upplifa gott sjálfstraust.

Það á við um alla hluti.

Þegar allt virðist erfitt og áhyggjurnar eru að sliga,  þá er besta ráðið að fara að dansa, leika, syngja, hlusta á fallega tónlist,  njóta barna,  fara út að ganga með voffa og horfa á sólarlagið,  fara að vaða í á, eða synda í vatni.  Eitthvað sem veitir okkur gleði og fullnægju. – Þá lögum við okkar eigin orku, – tíðnisvið okkar, – og þá gengur okkur ósjálfrátt betur með verkefnin framundan. Hamingjan er forsenda árangurs en ekki árangur forsenda hamingju. Hamingja er reyndar árangur í sjálfu sér, og kalla ég það „innri árangur“ sem er forsenda þess að njóta „ytri árangurs“ ..

„Bikar minn er barmafullur“  og „mig mun ekkert bresta“ (skorta)  segir í Davíðssálmi 23 – þýðir að glasið er fullt,  sá sem á barmafullan bikar lifir ekki í skorti, sá eða sú sem upplifir sig vera NÓG, – skilyrðislaust (þá er ég ekki að tala um ytri eigur) – lifir ekki í örvæntingu heldur í fullnægju. –

Við lifum í trausti og trú. –

Þessa tilfinningu er hægt að skapa innra með sér,  það gerist skref fyrir skref, en um leið og við höfum tekið ákvörðun um að losa okkur við byrðarnar,  tekið ákvörðun um hamingju okkar getum við andað léttar og erum komin á veginn. –

„The way to heaven is heaven“ – .. 

.. svona er þetta .. njótum þess að lifa þó við höfum ekki náð einhverju ákveðnu markmiði,  – setjum okkur markmið, – að sjálfsögðu,  en í fullvissu þess að markmiðið næst miklu frekar ef við trúum á það, ef okkur líður vel og við erum ekki í örvæntingu að nálgast það.

Aðþrengd manneskja kemst ekki langt, – hún er ekki frjáls.  Að vera aðþrengd er eins og lifa lífinu í spennitreyju og öfugt  við frelsið.

Við þurfum að leyfa okkur að lifa í frelsi en ekki helsi, lifa í lukku en ekki í krukku, lifa lengi en ekki í fatahengi. –

Hver og ein manneskja þarf að leyfa sér að elska án skilyrða,  elska án þess að vera í kvíða um það að vera elskuð á móti. –   Bara njóta þess fyrst og fremst að elska … og lifa skilyrðislaust.

Til að elska annað fólk þurfum við helst að elska okkur sjálf, – að elska okkur sjálf er að þykja vænt um okkur sjálf, það að vera okkar besta vinkona eða vinur, – höfum það í huga hvort að við tölum eins við okkur sjálf og okkar bestu vini? –  Erum við verri eða betri við okkur?

Ég setti sömu færslu á bloggið mitt naflaskodun en þá með lagi Páls Óskars; – Ó, hvílíkt frelsi að elska þig,  en ætla að setja hér eitt uppáhalds sem mér finnst ekki síðra.

Það er frelsi að elska – bæði sjálfa/n sig og aðra ….

Hamingja (h)eldri borgara ..

Yfirskriftin er hamingja (h)eldri borgara og fjallar þó aðallega um það að það er aldrei of seint að upplifa hamingjuna,  eða „To live happily ever after“ ..

Í rauninni getur þessi pistill átt við allan aldur,  því aldur er afstæður – sumir/sumar upplifa sig gamla/r fyrir aldur fram og svo öfugt. –

Mér þykir gaman að jákvæðni Louise Hay sem kynnir sig sem „85 years Young“ ..

Allir mínir pistlar um hamingjuna,  eins og „hamingjuforskotið“ og „hamingjan ert þú“ á ekkert síður við gamalt fólk en ungt. –

Þetta snýst um að breyta um viðhorf,  segja já við lífinu. 

Að segja já við lífinu er að segja já við sig og þegar þú segir já við lífinu segir lífið já við þig. –

Lífið ert þú – auðvitað! –

Við tölum þannig þegar von er á nýju barni að nýtt líf sé í vændum.  Þetta líf er mannvera og allar mannverur eiga skilið að við tökum vel á móti þeim. –

Fyrst erum við ósjálfbjarga og þá eru það hlutverk foreldra að vernda þetta nýja líf,  en svo kemur að því einn daginn að það er okkar hlutverk að vernda þetta líf, samþykkja það, elska og virða. –   Við játumst þessu lífi. –

Við játumst líka lífinu sem er til staðar fyrir okkur.

Alveg eins og fólk fer með játningu í trúarbrögðunum þurfum við að fara með játningu til okkar sjálfra,  játningu til lífsins.

Það skiptir ENGU máli hvað við erum gömul,  það er á gatnamótunum – á X-inu sem við tökum ákvörðun um að játast lífinu,  að við byrjum að opna fyrir hamingjunni sem er – annað hvort við sjálf eða innra með okkur eftir hvernig við lítum á það.

Það er með þessu JÁ- i  sem við förum að leyfa góðum hlutum að gerast. Það er byrjunin og bara það að vera byrjuð þýðir að við erum batnandi og batnandi manni er best að lifa. –

Auðvitað er betra að vera batnandi en í stöðnun, það segir sig sjálft!

Svo hversu gömul eða gamall þú ert eða upplifir þig (sumum finnst þeir vera fornir um fertugt) – segðu JÁ við lífinu og lífið segir JÁ við þig. –

 

 

Með lófann á eldavélinni ..

„Ég er vön að halda lófanum á eldavélarhellunni,  mér finnst það vont hún er of heit og ég meiði mig, en mér er sagt að það sé hið rétta,  hendin var lögð þarna þegar ég var lítil stelpa,  mamma mín gerði það alltaf og reyndar mamma hennar og allir í minni fjölskyldu hafa gert það.   Þetta er það sem ég hef lært.

Reyndar eru það mjög margir í samfélaginu sem halda lófanum á eldavélinni,  það er bara það sem við gerum og við erum vön.“-

En hvað gerist ef ég tek lófann af hellunni? –

„Úff, hvað það er gott, þvílíkur léttir“  – en er það eðlilegt ef að flestir eru með lófann fastan á hellunni? –

Eitthvað í þessa átt er dæmisagan hennar Esther Hicks í meðfylgandi „You-tube“ ræmu, – og skora ég á alla sem vilja taka lófann af eldavélinni að hlusta vel.  –

Kannski erum við að framkvæma einhverja lærða hegðun sem í raun lætur okkur liða illa, en kunnum ekki við að brjóta upp því að við værum að gera eitthvað öðruvísi? –

Hvað ef að ég tek lófann af hellunni,  er ég þá ekki búin að rjúfa keðjuna? –  Mun þá dóttir mín leggja lófann á helluna eða sér hún að það virkar vel fyrir mömmu að vera frjáls frá hellunni? –

Sjálfs-álit, eða annað-álit? …

Eftirfarandi pistill er að mestu leyti þýddur upp úr pistli Mel Schwarts – frumheimildina má lesa með því að smella HÉR.   Ég hef bætt inn og tekið úr,  en þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég les um eða fjalla um muninn á self-esteem og other-esteem.  Þetta skiptir gríðarlega miklu máli til að skilja t.d. af hverju við verðum háð áliti annarra eða skoðunum,  eða gerum fólk að dómurum okkar.  Hvernig aðrir „láta okkur líða,  þegar að í raun erum það við sjálf sem eigum að stjórna líðan okkar.

„Hann lét mig fá samviskubit“ –

Ha? – hver lét þig fá samvisubit og hver hefur það vald yfir þér? – Það er þessi hugsun eða upplifun sem við svo sannarlega erum búin að tileinka okkur frá bernsku,  en þurfum nú að aflæra til að koma sjálfstraustinu og innra verðmætamati í eðlilegt horf. –

Að vera virt, samþykkt og tekin gild af öðrum er eðlileg þörf okkar, en við verðum að passa okkur á því að svíkja ekki sjálf okkar til að ná þeirri niðurstöðu.  Við verðum að samþykkja okkur SJÁLF.  

Hvað ef það sem við höfum byggt sjálfstraustið á er fjarlægt?

Sjálfsöryggi, sjálfstraust, sjálfsmat,  og sjálfsálit eru allt orð sem byrja á

SJÁLF

Í raun er þetta svolítið rangt, því að yfirleitt er sjálfsálit í daglegu tali ekkert sjálfsálit, heldur álit annarra.   Sjálfálit eða sjálfsmat ætti að vera byggt á verðmæti okkar og mannhelgi sem lifandi mannvera sem hafa allan rétt á að teljast verðmætar. –

Verðmiði á lífi eða sjálfi  verður ekki settur á  með prófum, afrekum, hverra manna við erum, eða hvernig maki okkar eða barn,  er eða hagar sér.

Móðir unglings sem stendur höllum fæti í samfélaginu er ekki minna verðmæt en móðir unglings sem skarar framúr.  Barnlaus kona er ekki minna verðmæt en kona sem eignast mörg börn.

Á traust eða verðmæti sjálfsins að vaxa eða minnka eftir námsárangri nemandans eða við stöðuhækkun starfsmannsins?

Er það þá ennþá sjálfstraust?   Er það ekki traust á eitthvað annað og það sem kemur að utan,  en ekki traust á sjálfið sem er hið innra?

Samfélagið samþykkir yfirleitt að sjálfstraust sveiflist við einkunnir eða stöðu í þjóðfélaginu,  en það er nauðsynlegt að átta sig á því að það er varla hægt að tala um eitthvað sjálfs þarna,  það er einhvers konar annað-traust, eða traust fengið út á hið ytra.

Pia Mellody, höfundur bókarinnar Facing Codependence talar um self-esteem og other-esteem.

Vegna þess að við gerum okkur ljóst að  traustið er sótt út á við,  getum við líka séð að við gætum haft tilhneygingu til að breyta persónuleikanum og hegðun okkar til að fá fleiri viðurkenningar.

Að vera virt, samþykkt og tekin gild af öðrum er eðlileg þörf okkar, en við verðum að passa okkur á því að svíkja ekki sjálf okkar til að ná þeirri niðurstöðu.

Hvað ef að þetta gengur ekki upp, við fáum ekki góðar einkunnir eða stöðuhækkunina sem við vonuðumst eftir? –

Hvað ef það sem við höfum byggt sjálfstraustið á er fjarlægt?

Hvað ef við missum vinnuna?  Missum við þá sjálfstraustið, vegna þess að það var byggt á starfinu okkar?

Ef að skortur á viðurkenningu eða hrósi, eða jafnvel gagnrýni minnkar sjálfsálit okkar eða sjálfstraust,  er það augljóst að traustið er ekki frá sjálfinu, – heldur er það frá öðru eða öðrum. –  Einhverju að utan, en ekki innan.

Alvöru SJÁLFStraust er ekki háð ytri aðstæðum eða áliti annarra.  Slíkt sjálfsöryggi er staðfesting á sambandi okkar við okkur sjálf.  Kjarni sjálfstrausts er það sem bærist innra með okkur.
Ef við stæðum eftir nakin og berskjölduð,  klæddum af okkur starfið,  fjölskylduna, vinina, eigningar og afrekin,  heilsuna jafnvel – hvað er eftir af okkur?
Hvernig líður okkur með það?  Fyrir utan það sem við höfum misst, líkar okkur við okkur og virðum við þau sem við erum, þegar við tökum ekki lengur tillit til álits annarra? Við mótum og aðlögum svo mikið af hegðun okkar til að eginast „other-esteem“ eða annað traust. -Við bókstaflega sköpum persónuleikagrímur,  sem við sýnum þeim sem við umgöngumst svo þeim líki við okkur.  Í slíkum tilvikum erum við að yfirgefa okkar sanna sjálf til að öðlast samþykki annarra eða fá viðurkenningu frá öðrum.
Þessi hegðun er ekki aðeins sjálfsblekking, heldur eyðileggur samskipti okkar,  vegna þess að hún er langt frá þvi að vera sönn eða ekta.
Hún er í raun ekki heiðarleg.   Þegar við gerum þetta erum við bókstaflega að taka okkar velferð og bjóða hana öðru fólki.  Það kemur þá í hlut þess sem tekur á móti að ákvarða hvort við erum verðug eða verðmæt.  Þetta er ekki heilbrigð staða og er til þess að vinna að eyðingu sálarinnar. Við ættum aldrei að dæma okkur sjálf á grundvelli þess sem við höldum að aðrir sjái okkur.

Hver er dómarinn? –

Sannleikurinn í sinni tærustu mynd er að það eru ekki hinir sem dæma okkur.  Þeir gætu haft skoðanir á okkur,  en það er í raun fáránlegt að upphefja skoðun þeirra sem dóm.

Engin/n getur dæmt þig nema þú gefir honum eða henni  leyfi eða vald til að vera dómari þinn.  Af hverju ættir þú að setja venjulega manneskju í dómaraskikkju og gefa henni algjört vald?  Eina persónan sem þú gætir þurft að gefa slíkt vald er dómari sem vinnur í réttarsal; allir aðrir eru bara fólk með skoðanir.

Með heilbrigðara  sjálfstrausti,  gætum við átt auðveldara með að þola skoðanir hvers annars,   án þess að uppfæra þær í þungan áfellisdóm.

Traust eða öryggi verður að skapast að innan, og getur síðan skinið út á við.  Þegar við setjum fókusinn út á við til að fá samþykki,  erum við að leita á röngum stað.  Með þvi að gera það erum við að gera lítið úr uppruna okkar í veikri tilraun til að öðlast hamingju.  Slík fullnægja verður háð hinu ytra og yfirborðskennd og gerir lítið úr persónulegum þroska okkar.  Þessi stígandi ytri viðurkenningar er annað traust „other -esteem.“ 

Sjálfstraust er ekki háð öðrum. –

Þegar við setjum upp þetta drama til að fá samþykki, sköpum við vandamál sem tengjast upplifun af höfnun.  – Þetta málefni höfnunar er hægt að leiða á rangan veg.  Með heilbrigt sjálfstraust,  upplifir viðkomandi ekki að honum sé hafnað.  Það er í raun höfnun á eigin sjálfi sem hvetur fólk til að leita samþykkis hjá öðrum, –  Í slíkum tilfellum erum við ekki sátt við okkur sjálf og við leitum eftir samþykkinu frá öðrum.  Ef við fáum ekki þetta samþykki,  stundum við það að segja að okkur hafi verið hafnað.

Raunveruleikinn er sá að við höfnum  okkur sjálfum þegar við bjóðum öðrum að dæma.  Hversu mikið við erum móttækileg fyrir áliti annarra á okkur er líklega í samræmi við stigið eða planið  sem sjálfstraust okkar liggur á.

Að hugsa upp á nýtt um skilning okkar á sjálfstrausti gæti verið hjálplegt við að endurmeta menningarlegar væntingar okkar til hamingju.

Næstum allir foreldrar myndu segja að þeir ættu stóran hlut í sjálfstrausti barna sinna.  Kennarar og annað fagfólk leggja mikla áherslu á þroska sjálfsverðmætis eða sjálfsvirðingu barna.  Samt má mótmæla því að flestir aðilar eru ekki farnir að skilja sjálfs-traust.

Ef að nemandi sem er vanur að fá A verður þunglyndur yfir því að fá B,  er það mjög skýrt að einkunnirnar eru það sem breyta sjálfsörygginu (eða réttara sagt ytra-örygginu).

Þegar þetta ytra minnkar,  einkunn lækkar upplifir nemandinn sig verðminni. – Það kemur augljóslega að utan.

Vellíðan  nemandans er þá háð ytri þáttum.  Sama má segja um iþróttaafrek og fleira sem við skiljanlega hvetjum börnin okkar til.

Það er þó gagnrýnivert að afrekin eða einkunnirnar verði það sem þau hengja sjálfstraust sitt á,  því þá er viðkomandi orðin/n nokkurs konar fangi lágs sjálfstrausts. –

Sjálfstraust er hinn sanni grunnur heilbrigðra samskipta við okkur sjálf og við aðra.  Alvöru sjálfs-traust umbreytir sambandi sem byggt er á þörf, sem er svo algengt í flestum samböndum.  Það frelsar okkur þannig að við förum að þrífast almennilega, þegar að hlutir eins og höfnun og dómharka víkja.

Þegar þú áttar þig á því og sérð að verðmæti þitt kemur innan frá,  opnast líf þitt eins og lótusblóm sem hefur legið í dvala. –

Gott er í framhaldi af þessum pistli að lesa pistilinn sem segir að við séum ekki skemmd,  sjá hér.

„Sjáðu þig og tjáðu þig“ .. sólarhingsnámskeið í Skorradal fyrir konur

Við ráðgjafar hjá Lausninni, sjálfsræktarsamtökum;  Ragnhildur Birna Hauksdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur og sú sem þetta ritar,  Jóhanna Magnúsdóttir, guðfræðingur – erum að fara að leggja saman krafta okkar, – og langar að gera eitthvað frumlegt og skemmtilegt fyrir konur og stillum því upp námskeiði utan borgarmörkin.

Það er gaman að geta boðið upp á námskeið þar sem fólk kemst „í tæri“ við sjálft sig og tilfinningar sínar og tengja það við náttúruna, því að í náttúrunni tengjumst við okkur sjálfum og auðveldara að tengja við aðra. – Vaða í vatni, leggjast í laut, vinna verkefni og  hugleiða undir berum himni o.s.frv. –

sumarhúsin við vatnið ..en bæði verður unnið inni og úti – á opnu svæði og inní dásmlegu skógarsvæði þar sem snætt verður um kvöldið úti palli við sumarhús sem er eins og í dularfullu ævintýri. –  Klæðum okkur eftir veðri 😉

Námskeiðið er byggt upp af fyrirlestrum, verkefnavinnu, hugleiðslu og fleiru sem við Ragnhildur höfum að bjóða úr okkar þekkingar-og reynslubrunni, unnið verður bæði innan- og utandyra.

Markmiðið er m.a.  að ná betri tengingu við sjálfa sig og tilfinningar sínar,  njóta sín og upplifa sig. 

Traust, trúnaður og samhugur eru leiðarljós slíkrar vinnu.

„Að sjá sig og tjá sig“  –  en það er mikilvægt að átta sig á því að heilun okkar felst fyrst og fremst i því að setja fókusinn inn á við.

Námskeiðið verður haldið á Indriðastöðum í Skorradal í samstarfi við staðarhaldara.   Frá mánudegi 25. júní kl. 14:00 – þriðjudags 26. júní kl. 12:00.

Auk þess fylgja þrír tímar í hópeftirfylgni í húsnæði Lausnarinnar,  Síðumúla 13 í Reykjavík.

(þátttakendur fá senda dagskrá og ítarlegri upplýsingar  við skráningu)

Innifalið:  Gisting í  sumarhúsi m/heitum potti (fjögur hús í boði).  Leiðsögn/ kennsla reyndra ráðgjafa og námskeiðsgögn,   kaffi og kvöldmatur á mánudag,  morgunverður á þriðjudag,  ávextir og millibitar.

Fjögur sérherbergi í boði og fjögur tveggja manna (kojur). –

Verð:   24.900.-  (tvær í herbergi)  eða  27.900.-  (sérherbergi)

Aðeins 12 konur komast að á námskeiðið í einu.

Staðfestingargjald er 10.000.-  en ekki er bókað að komast að fyrr en búið er að greiða gjaldið og fá staðfestingu að það sé laust.

Þátttakendur koma á eigin bílum,  en möguleiki á að við höfum milligöngu um að sameina í bíla ef óskað er.

Auglýsing um námskeiðið og skráningarform verður sett inn á síðu Lausnarinnar  http://www.lausnin.is, á næstu dögum,  en hægt að hafa samband við okkur  johanna@lausnin.is eða ragnhildur@lausnin.is  ef vantar nánari upplýsingar. –

Einnig er hægt að „forskrá“  hjá johanna@lausnin.is

Leggur þú einhvern í einelti? –

Í minni sjálfsvinnu og vinnu með fólki hef ég uppgötvað þá staðreynd að við erum oftast sjálf okkar verstu óvinir. – 

Við potum í okkur, stingum, tölum niðrandi til okkar, hæðumst að okkur, gerum lítið úr okkur ….. o.s.frv. og komum oft á tíðum fram við okkur sjálf eins og við myndum aldrei láta okkur detta í hug að bjóða vinum okkar upp á. –  Svo þegar við erum orðin svona meidd,  þá förum við oft að meiða aðra líka, svo þeir finni nú líka til.  Það er stundum erfitt að þola ljós hinna ef við getum ekki opinberað okkar eigin.

Kannski má bara kalla þetta sjálfs-einelti? –

Flest þráum við hrós, viðurkenningu, þakklæti frá umhverfinu eða a.m.k. athygli.

Hversu oft hrósum við okkur, viðurkennum við hvað við erum yndisleg eða þökkum okkur fyrir hvað við höfum staðið okkur vel? –

Af hverju óttumst við að tala fallega til okkar,  af hverju óttumst við að vera góð við okkur sjálf og að láta ljós okkar skína? –  

Auðmýkt á ekki að felast í því að tala niður til okkar né rýra verðmæti okkar á nokkurn hátt.

Auðmýkt felst í því að vera þakklát fyrir lífið sem okkur er gefið,  virða gjöfina sem lífið er,  ekki að gera lítið úr því eða hreinlega tala niður til þess. –

Þiggjum gjöfina og förum vel með hana,  þannig virkar hún best fyrir okkur og ekki síður fyrir aðra.

Kannski ættum við öll að íhuga það hvernig við förum með gjöf Guðs, okkur sjálf, og hætta að leggja okkur í einelti? –

Við höfum tækifæri til að breyta…. NÚNA ..

Eftirfarandi hefur gengið á netinu í þó nokkurn tíma og er rakið til þess sem hjúkrunarfræðingur safnaði saman, eða voru hugrenningar fólks á dánarbeði. Í þessum orðum fólst heilmikil eftirsjá.

1. Ég vildi óska þess að ég hefði haft hugrekki til þess að lifa lífinu trúr sjálfum eða sjálfri mér.

Algengast var að fólk sæi eftir þessu. Þegar fólki verður ljóst að lífið er næstum á enda og horfir skýrum augum til baka, er auðvelt að sjá hversu margir draumar hafa ekki ræst. Flest fólk hefur ekki einu sinni heiðrað helminginn af draumum sínum og varð að deyja vitandi að það var vegna ákvarðana sem það hafði tekið eða ekki tekið.

2. Ég vildi að ég hefði ekki unnið svona mikið.

Þetta kom frá öllum karlkyns sjúklingunum sem ég hjúkraði. Þeir misstu af æsku barna sinna og félagsskap maka síns. Konur töluðu líka um þessa eftirsjá. En af því að þær voru flestar af eldri kynslóð, höfðu margir kvensjúklingarnir ekki verið útivinnandi. Allir karlmennirnir sem ég hjúkraði, sáu mikið eftir að eyða svo miklu af lífi sínu á hlaupabretti vinnutilverunnar.

Með því að einfalda lífsstíl þinn og taka meðvitaðar ákvarðanir á leiðinni, er mögulegt að þú þurfir ekki jafn mikla innkomu og þú heldur. Og með því að skapa meira rými í lífi þínu, verðurðu hamingjusamari og opnari fyrir nýjum tækifærum, þeim sem hæfa betur þínum nýja lífsstíl.

3. Ég vildi að ég hefði haft hugrekki til að tjá tilfinningar mínar.

Margt fólk hélt aftur af tilfinningum sínum til þess að halda friðinn við aðra. Þar af leiðandi sætti það sig við tilveru meðalmennsku og varð aldrei að því sem það gat orðið í raun og veru. Margir þróuðu með sér sjúkdóma sem tengdust biturleikanum og gremjunni sem þetta hafði í för með sér.

Við getum ekki stjórnað viðbrögðum annarra. Þó fólk bregðist við í upphafi, þegar þú breytir hvernig þú ert með því að tala heiðarlega, færir þetta samskiptin engu að síður á endanum uppá algjörlega nýtt og heilbrigðara stig. Annaðhvort það eða óheilbrigðu tengslin hverfa úr lífi þínu. Í báðum tilfellum vinnur þú.

4. Ég vildi að ég hefði haldið sambandi við vini mína.

Oft gerði fólk sér ekki fullkomlega grein fyrir þeim verðmætum sem felast í gömlum vinum, þar til það var komið á sínar síðustu vikur og ekki var mögulegt að finna þá. Margir sjúklinganna voru orðnir svo fastir í eigin lífi, að þeir höfðu með árunum látið gullna vináttu renna sér úr greipum. Margir iðruðust djúpt að hafa ekki gefið vináttusamböndum þann tíma og orku sem þau áttu skilið. Allir sakna vina sinna þegar þeir eru að deyja.

Það er algengt, hjá öllum þeim sem eiga önnum hlaðninn lífsstíl, að láta vináttusambönd renna útí sandinn.. En þegar þú horfist í augu við að dauði þinn nálgast, hverfa veraldleg smáatriði lífsins. Fólk vill koma skipulagi á fjármál sín ef það getur. En raunverulegt mikilvægið felst ekki í peningunum eða stöðunni. Það vill koma lagi á hlutina meira til hagsbóta fyrir þá sem það elskar. Venjulega er fólk samt orðið of veikt og þreytt til þess að geta sinnt þessu verkefni. Á endanum snýst þetta allt um ást og tengsl. Það er allt sem er eftir á lokavikunum, ást og tengsl.

5. Ég vildi óska þess að ég hefði leyft mér að vera hamingjusamari.

Það kemur á óvart hversu algengt þetta atriði er. Það var ekki fyrr en komið var að leiðarlokum að margir gerðu sér grein fyrir að hamingja er val. Fólk hafði staðið fast í gömlum mynstrum og venjum. Svokölluð “þægindi” þess kunnuglega flæddi yfir, bæði inn í tilfinningar þess og áþreifanlegt líf. Óttinn við breytingar fékk fólk til þess að þykjast ánægt fyrir öðrum og sjálfum sér. Þegar það vildi djúpt inni hlæja almennilega og leyfa sér aftur að fíflast í lífi sínu.

Þegar þú liggur banaleguna, er fjarri huga þínum hvað öðrum finnst um þig. Hversu dásamlegt er að geta sleppt og brosað aftur, löngu áður en þú ert að deyja.

Lífið er val. Það er ÞITT líf. Veldu meðvitað, veldu viturlega, veldu heiðarlega. Veldu hamingju.

og hvernig hljómar þetta þá ef við veljum hamingju? –

1. Ég er svo fegin að ég hafði hugrekki til þess að lifa lífinu trúr sjálfum eða sjálfri mér.

2. Ég er svo fegin/n að ég forgangsraðaði betur og hætti að vinna allar stundir.

3. Það var svo dásamlegt þegar ég uppgötvaði frelsið við að tjá tilfinningar mínar.

4. Ég er svo þakklát/ur að hafa verið í svona góðu sambandi við vini mína.

5. Það yndislegasta var að uppgötva að það var ég sem varð að LEYFA mér að upplifa hamingjuna.

Hamingjan er til staðar og hamingjan er í þér – sumir segja hún sé þú – hún er alla veganna þar sem þú ert.  Vertu þá á staðnum og vertu með þér 😉 …

Hamingjan er í hversdagsleikanum!  Image

Þú getur bjargað heiminum

Heimurinn ert þú

„Guðs ríki er innra með yður“ ..

„Because the cosmos is also within us.“  (Carl Sagan)

„Be the Change you wan´t to see i the world“ – (Gandhi)

Vert þú breytingin sem þú vilt sjá í heiminum. –

Með því að sinna þér sem góður umhverfisverndarsinni, bjóða þér upp á góða andlega og líkamlega næringu, – huga vel að velferð þinni.

elska

virða

sættast

treysta

fyrirgefa

þakka

og lifa í meðvitund

Fegurðin lífsins liggur  í því hvernig lifandi verur eru tengdar.  Í tengingu við aðrar manneskjur og í tengingunni við náttúruna.

Fátt er því mikilvægara en að samskipti „heimanna“ séu góð, – því vond samskipti skapa ljótleikann.

Heimur sem er heilbrigður og í jafnvægi hefur ekki áhuga né þörf fyrir að meiða aðra.  Sjálfsheilun er því forsenda okkar fyrir góðum samskiptum.

smá aukaefni og „bein útsending:“

Brosi nú í kampinn þar sem hjá mér liggur yndislegt líf,  hundurinn Simbi sem kúrir hér við mjöðmina mína,  og það er eins og hann viti að ég er að skrifa um hann því hann fór að sleikja á mér hendina,  en það er ekkert sem hann stundar venjulega.

 

Ekki kaupa kastala ..

Eftirfarandi las ég á bloggi eins uppáhalds rithöfundar míns Paulo Coelho:

(í minni þýðingu)

„Ég er alltaf í baráttu við sjálfan mig, en ég er mjög bjartsýnn hvað það varðar.  Fólk er alltaf að átta sig betur og betur á því að hamingjan er frelsi, og frelsi er að geta „ferðast létt“ – það að eiga ekki marga hluti –  vegna þess að við lok dagsins byrja hlutirnir að eiga þig.“  Paulo minnist þess að hann íhugaði að kaupa kastala í Frakklandi, – og fór að skoða nokkra en áttaði sig á því að ef að hann keypti kastala færi öll hans orka og vinna í það að hugsa um kastalann.    Í staðinn keypti hann litla myllu, til að geta haft tíma til að ferðast upp í fjöllin, fara í göngur, og að verja lífinu í það sem sem hann langaði til.  Í stuttu máli vildi hann segja;  Þess minna af eignum sem þú þarft að vera að sinna þess meira frelsi! ..

Sannleikur og upplifun Paulo´s rímar við það sem yngri dóttir mín hefur verið að gera undanfarið, – en hún hefur venjulega haft þann háttinn á að þegar hún ferðast hefur hún farið með þunga ferðatösku með mörg dress til skiptanna.  (Reyndar á móðirin það til líka).

Hún hefur verið að vinna í vetur,  í raun tvöfalda vinnu,  bæði á leikskóla og á veitingastað og í maíbyrjun fór hún ásamt tveimur vinkonum í „draumaferð“ – en það er bakpokaferð til Kúbu og fleirri staða. – Í gær voru þær að fljúga frá stað sem heitir Baracoa í Chile til Havana Kúbu.

Fyrir nokkrum dögum komst hún í tölvu, en yfirleitt hafa þær ekki verið nettengdar, – og á facebook skrifaði hún:

Hef ekki verid svona natturuleg sidan eg var litil stelpa.. skitug fot og bodum okkar i sjonum.. ja tetta getur madur svo eftir allt 🙂 Yndislegt!! xx

Við erum að tala um að þær eru með ca. tvenn föt til skiptana í bakpokanaum. –

Ég held að við flest óskum þess að vera akkúrat eins og börn náttúrunnar, – að í raun séu þessi ósköpin öll af alls konar dóti,  geymslur fullar af því sem við erum hætt að nota og fataskápar fullir af ónotuðum skóm það sem heldur okkur frá því að vera náttúruleg. –

Ég á ekki kastala og hvað þá myllu eins og Paulo Coelho, á reyndar ekkert húsnæði og mótsögnin þar er að það væri ákveðið frelsi frá áhyggjum að eiga húnsæði yfir höfuðið. –

En ég skil hvað Paulo er að fara,  þegar að eignirnar eru farnar að eiga okkur.  Það minnir mig svolítið á sumarhúsaeigendur sem eru farnir að hafa samviskubit ef þeir fara ekki nógu oft í sumarbústaðinn. –

Það er gott að hugsa til þess að við höfum öll frelsi til að leika okkur, baða í sjónum og vera eins og börn.

Þvi fyrr sem við áttum okkur á raunverulegu verðmæti því betra. –

Við getum ekki sett verðmiða á fólk, sólarlag, upplifanir,  samveru og frelsi.

Ég hef undanfarin ár verið að ferðast léttara og léttara.  Að hluta til er það „þvingað“ val,  það var val að segja upp öruggri stöðu þar sem ég hafði góðar tekjur, – en það var var vegna ákveðinna lífsgilda.  Það val kostaði mig fjárhagslegt öryggi, – og má segja að það hafi komið mér í ákveðna klípu blankheita og veldur mér oft því sem ég kalla „afkomukvíða.“

Sjálfstæða starfið (sem er bæði göfugt og er í raun ástríða mín)  er hingað til  ekki að gefa mér nægilegar tekjur til að dekka það sem er svona nú til dags litið á sem grunnþarfir hjá Íslendingum.  Húsnæði, matur, sími, tryggingar, internet, bensín á bílinn o.s.frv.  Það neikvæðasta við þetta er að hafa ekki ráð á að heimsækja barnabörnin (og nú fæ ég smá sting í hjartað og tár) og að geta ekki hjálpað börnunum mínum fjárhagslega þegar þau lenda í vanda.  Það hefur frekar verið á hinn veginn.

Ég er hvorki verri né betri manneskja fyrir vikið.  (Þarf að minna mig á það reglulega).

EN

Ég hef það fyrir sið að spyrja mig hvaða lærdóm lífið sé að gefa mér.  Að sjálfsögðu á ég núna auðveldara með að setja mig í spor þeirra sem deila þessu sem ég nefndi „afkomukvíða“ – og verð fyrir vikið betri ráðgjafi.  Ég hef þurft að kyngja stolti með að biðja um hjálp, og sumir segja að stolt sé ein stærsta syndin okkar, – svo aftur sé vitnað í Coelho þá eru það orðin „hjálp“ og „takk“ sem eru leiðarvísar okkar í gegnum lífið,  ef við kynnum þau á öllum tungumálum þá týnumst við hvergi í heiminum. –  Ég hef fundið að ég á sterkt bakland og hef upplifað ótrúlega mikla velvild og er þakklát þeim sem hafa hjálpað mér á ólíkum sviðum. –

Skólunin felst líka í því að hafa lært að þekkja enn betur hin raunverulegu verðmæti lífsins, fjölskyldu, vini, náttúru og heilsuna,  bæði andlegu og líkamlegu og mikilvægi þess að láta ekki kvíða fara að spilla nákvæmlega þessu. –

OG

Frjálsari hef ég aldrei verið,  þegar ég opna fataskápinn segi ég ekki lengur; „ég hef ekkert til að fara í“ – heldur „Úff hvað er úr mörgu að velja“ – því auðvitað hefur fimmtug kona sankað að sér mikið af fötum og skóm í gegnum ævina. –

Og þegar ég verð vel efnuð aftur,  þá ætla ég ekki að kaupa mér kastala. –

Það er loforð.