Að finna sér tilgang og tækifæri

Það er okkur mannfólkinu mikilvægt að það sé einhver tilgangur með þessu öllu saman.  Stundum er býsna djúpt á tilganginum.  Til dæmis hristi ég hausinn þegar ég hugsa til langveikra barna.  Ég á erfiðast með að sjá nokkurn tilgang í veikindum og dauða barna. –   Ég á líka erfitt með að sjá tilgang í þjáningu fullorðinna, eða það að móðir þurfi að horfa upp á barnið sitt þjást og svo deyja. – Og þá upplifa að þjáningin hafi verið tilgangslaus. –

Munurinn á þjáningu með tilgangi og tilgangslausri, er skýrust þegar barn fæðist.  Væntanleg móðir gengur í gegnum sársauka við barnsburð, en í flestum tilfellum hverfur þessi þjáning fyrir blessunninni sem fylgir því þegar barnið kemur í heiminn, og móðirin hugsar að það hafi verið þjáningarinnar virði.   Hún hafi tilgang.

En hvað þá ef hún fer í gegnum þjáninguna við barnsburð og fæðir andvana barn? – Er þá tilgangur með þjáningunni? –

Eina sem ég get fundið út því – ef við reiknum með að alllt hafi tilgang, – er að þessi fæðing andvana barns sé hlekkur í stærri aðdraganda, –  okkar eigin fæðingar til nýs lífs (sem er venjulega talað um sem dauðann). –

Ef það á að vera tilgangur – þá hljótum við að þurfa að setja hann í stærra samhengi.

Auðvitað lærum við afskaplega mikið í gegnum það sem við viljum ekki – eða við lærum hvað við viljum með því að upplifa það sem við viljum ekki.

Við elskum sólina og sumarið kannski enn meira þegar við þekkjum harðan vetur, en ef að sólin skini allt árið og veður væri alltaf eins. –   Sólin getur orðið þreytandi líka.  Við viljum flest fá tilbreytingu.

Ég skrifa þennan pistil auðvitað út frá eigin tilfinningastormi. –  Og tilvistarspurningum mínum.

Hver er tilgangurinn með áföllum mínum og missi? –  Og hver er tilgangurinn með áföllum nokkurrar manneskju og missi? –  Ástvinamissi og heilsumissi? –

Erum við alltaf í skóla og mikið andsk ….. getur þessi skóli lífsins verið grimmur. Köllum við þetta yfir okkur? –    Nú brestur mig skilning.

En nú ætla ég að „adda“ inn formúlinni sem ég hef lært og ekki segja: „Hvað get ég ekki gert?“ –  heldur „Hvað get ég gert?“ –    og svo önnur spurning sem kemur í kjölfarið:  „Hvað vil ég gera?“ –

Hvað ef tilgangur lífsins er að njóta lífsins á meðan við höfum líf? –

Hvernig njótum við lífsins? –  Jú, það hlýtur að vera með því að gera það besta úr því sem við höfum á hverri stundu. VIð leggjum okkar af mörkum til að gera gott fyrir náungann og okkur sjálf. –   Við notum frelsið til að velja, því þó að hindranir séu settar í veginn, getum við valið hvernig við komumst yfir þær eða förum framhjá þeim. –  Nú eða hvernig við horfum á þær, – hversu stórar þær verða, hversu „dóminerandi“ þær verða í lífi okkar o.s.frv. –

Ef markmiðið er að gera það besta úr hverri stundu,  þá velur maður sér fólk, aðstæður og viðhorf sem er besta mögulegt. –  Bestu líkamlegu og andlegu næringu sem fyrirfinnst, –

Það er að segja ef okkur þykir nógu vænt um okkur sjálf! –

Við ráðum engu um sumt, en miklu um margt. –

Enginn orðar það sem ég vil egja betur en Reinhold Niebuhr í Æðruleysisbæninni:

GUÐ GEFI MÉR ÆÐRULEYSI

TIL AÐ SÆTTA MIG VIÐ ÞAÐ SEM ÉG GET EKKI BREYTT

HUGREKKI TIL AÐ BREYTA ÞVÍ SEM ÉG GET BREYTT

OG VIT TIL AÐ GREINA ÞAR Á MILLI.

Þessi bæn hefur fylgt mér í mörg ár, og diskurinn minn RÓ er byggður á honum, og ég hlusta stundum á sjálfa mig, sérstaklega kaflann um kjarkinn,  – þegar ég þarf að safna mér saman og taka erfiðar ákvarðanir. –

Það mætti kannski bæta við bænina:

OG ÞEGAR ÉG VEIT HVAÐ ÉG Á AÐ GERA,

GEFÐU MÉR VILJASTYRK TIL AÐ FYLGJA ÞVÍ EFTIR! .. 🙂

Flest vitum við hvað okkur er hollast og best, – við erum fædd með þessa vitneskju. Hyggjuvitið. –  Alveg eins og við erum með bragðlauka til að átta okkur á hvað okkur finnst gott eða vont, þá finnum við bragð eða óbragð af því sem við erum að taka á móti daglega. –  Okkur líkar það eða ekki. –    Verst er þegar ekkert er í boði nema matur sem okkur þykir vondur. –

Það ganga aldrei allar líkingar upp – en svona næstum því. –   Oftast finnum við leiðir og stundum þurfum við að bíta í súr epli –  og stundum gera súru eplin okkur gott, –  en ónýt epli gera það ekki.

Ég talaði um langveik börn hér í upphafi, sorgina við ástvinamissi og heilsumissi. –  Ég talaði líka um lífið sem andstæður og í framhaldi kemur setningin: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ ..

Við tökum flestu sem sjálfsögðum hlut, – líkama okkar, heilsu okkar – jafnvel ástvinum okkar, maka – börnum. –  Við sem höfum eignast börn, áttum okkur t.d. kannski ekki á því að fullt af fólki er að reyna eiignast börn eða hefur langað til en hefur ekki getað það.

Það er, merkilegt nokk, alltaf eitthvað til að vera þakklát fyrir. –  Líka þegar hindranirnar mæta okkur. –   Það er t.d. þakkarvert blessað fólkið sem kemur hlaupandi til að styðja okkur. (En til þess þarf oftast að biðja um hjálp með einum eða öðrum hætti).  Leita sér stuðnings með öðru fólki sem er að glíma við sömu hindranir, því þetta verður léttara þegar við erum saman.

Bíllinn festist í skafli og ég er pikkföst, ekki séns að losa hann, nema jú moka í nokkra daga – og þá þarf að sækja skóflu.  En ef að flokkur manna kemur og ýtir á bílinn þá leysist málið fyrr, nú eða traktor mætir á svæðið og dregur bílinn upp úr skaflinum. –

Langur vetur – mikill snjór. –   Við verðum langeyg eftir vorinu, en það er víst öruggt að það kemur. –   Við getum gefist upp á vetrinum, – hætt að dásama fegurð frostsins,   það er allt í lagi á meðan við gefumst ekki upp á okkur sjálfum. –

Upp, upp mín sál og allt mitt geð!..    Við finnum tilgang (eitthvað til að ganga til) og tækifæri sem spretta upp úr mótlætinu. –

Skrítin þessi veröld og óskiljanleg, og þá er best að vera ekkert að reyna að skilja.  Bara vera. –

Og vera og gera saman.

Erþaðekkibara?  🙂

WIN_20141227_102452

Sýrustig líkamans og heilsufar ..

Nú sel ég það ekki dýrara en ég keypti það, – en ég fékk það s.s. ókeypis, það ráð að passa sýrustig líkamans og ég ætla að prófa það,  þar sem ég er að setja heilsuna og MIG í forgang. –  Vonandi gera fleiri það og þurfa ekki krabbamein til! 🙂

Ég fann pistil á netinu um sýrustig – og hvernig við ættum að ná því niður.  Hægt er að fá strimla t.d í Gló – sem sýna sýrustigið með lit. –

“Sýrustig líkaman hefur verið tengt við sársauka, umframþyngd og mörg önnur heilsufarsleg vandamál. – Sem betur fer er auðvelt að stjórna sýrustigi. Hér eru 10 ráð til að gera líkamann basískari þannig að þú fáir meiri orku.

1. Byrjaðu daginn með stóru glasi af vatni með nýkreistum sítrónusafa.

2. Borðaðu stórt grænt salad, með sítrónusafa og ólífuolíu.  .

3. Notaðu ósaltaðar hráar möndlur sem snakk.

4. Drekktu möndlumjólkur og berjasmoothie, með grænu púðri eins og spirulina, chlorella (hvað sem það nú er) eða öðru grænu.  Veldu möndlumjólk framyfir kúamjólk því hún er sýrumyndandi. .

5. Faraðu í hressandi göngutúr og gerðu æfingar í leiðinni.  Hreyfing hjálpar við að losa sýrumyndandi úrgang.

6. Andaðu djúpt að þér fersku lofti.

7.  Slepptu kjöti a.m.k. einn dag í viku.

8. Slepptu sykraða eftirréttinum eða gosdrykknum.  Sykur er eitt af því mest sýrumyndandi sem við neytum. .

9. Borðaðu meira af grænmeti (ekki kartöflum ) en þó sætum kartöflum, en þá má ekki gera þær löðrandi í salti eða smjöri).  Aspas, grasker, paprika – eru líka fínn valkostur. choices.

10. Baunaspírur.  Þær eru mjög basískar og hlaðnar næringarefnum og orkugefandi ensímum.

—–Hér er orginal pistillinn, en hann er mun lengri en útdrátturinn minn.

Sýrustig

Forréttindakonan

„Ég elska þig“ …. var hvíslað, og svo sofnaði fjögurra ára sonardóttir mín, með köflótta sæng, dregna alveg upp að hálsi, og lítill handleggur lá um háls ömmu. –

Það eru forréttindi að eiga börn og hvað þá barnabörn!

Ég var að átta mig á því að ég er forréttindakona á svo margan hátt, og vil með þessum pistli þakka fyrir það.

Ég bý i stóru parhúsi, með grasþaki – sem ég þó á ekki, en það eru forréttindi sem fylgja þessari leigu, t.d.  að þurfa ekki að gera við t.d. ef að leitthvað lekur, þá er hringt í „viðhaldsdeild“ –  og ég þarf ekki að fara eina ferð í BYKO!

Ég lít á það sem forréttindi að búa í sveit, – nálægt náttúrunni.  Alveg frá því ég prófaði það fyrst, árið 2012, þegar ég flutti á Hvanneyri í Borgarfirði. –

Ég á bíl – Hondu Jazz 2005, sem mér er farið að þykja vænt um, – og það eru forréttindi að hafa aðgang að bil og geta sest upp í hann og bara ekið hvert á land sem er.  Það er hægt að velja á milli útvarpsstööva, eða hlusta á skemmtilegan geisldisk með fróðlegum fyrirlestri.   Það er ótrúlega margt HÆGT að gera.

Ég er þakklát fyrir hversdagslega hluti, sem eru ekki alltaf eins sjálfsagðir og við höldum, svona eins og að fá að faðma börnin mín – þakklát fyrir systurnar mínar sem ætla að heimsækja mig  í dag (ef Hellisheiðin leyfir) og þakklát fyrir ótrúlega margt gott. – Þakklát fyrir sporin sem ég hef gengið á lífsgöngunni, – krókaleiðirnar sem kenndu mér hvar ég ætti EKKI að fara, og kenndu mér hvað ég raunverulega vildi.

Lífið er líf andstæðna,  – til að þekkja gleði þurfum við því miður að þekkja sorg.  Til að þekka ljósið þurfum við andtæðuna sem er myrkrið. –  Markmiðið okkar hlýtur að vera ljós.

Þessi morgunfabúlering um forréttindi og þakklæti er það sem ég vaknaði með og er fegin að vera búin að losa hana úr fingrunum. –   Það er margt sem ég get hlakkað til í dag og næstu daga. –  Uppákomur hér á Sólheimum þar sem við Eva Rós ætlum að taka þátt, og svo hlakka ég til á Öskudag,  að „kveðja“ eitlana mína tvo sem voru svo óheppnir að fyllast af sortumeini.   Ég fæ svo fallegan lækni  til að „operera“ og að mig grunar vandvirkan að ég upplifi það sem forréttindi. –  Þegar ég segi „fallegan“ – þá meina ég „í gegn“ –  þú finnur þegar þú talar við fólk hvort það talar við þig með hjartanu og stutt kynni mín af þessum lækni eru þannig.  (Það skal tekið fram að hann er einn af þessum ungu, þar sem ég átta mig á að ég hef lifað langa ævi 🙂 ) og það hljóta að teljast forréttindi að vera komin á 54. aldursár!…

Jæja, – ég var með Evuna litlu í gærkvöldi – og með tölvuna opna og við tókum þessa mynd, svo spurði ég hana hvort að ég ætti að spila lag í tölvunni, en nei það vildi hún ekki heldur sagði hún: „Þu skalt syngja amma“ –  og svo bætti hún við „og gilla bak“ ..  og það eru forréttindi að það sé hreinlega einhver sem biður mig um að syngja ::-)  .. nú og „gilla“ bak.  Stóra Evan mín kallaði það að „mjúka“ bak. –

Það eru forréttindi að fá að elska og vera elskuð. – ❤

Valentínusar hvað? …. 🙂

WIN_20150213_231020

Það sem þú upplifir er þinn raunveruleiki ..

Ef mér finnst eitthvað leiðinlegt þá ER það leiðinlegt – það getur enginn sagt mér neitt annað.  Ef ég heyri lag og finnst það skemmtillegt þá er það skemmtilegt.  Allt sem við upplifum er okkar raunveruleiki.

Þegar einhver segir „Mér er illlt“ og annar segir „Þér er ekkert illt“ – hverjum áttu að trúa?

Þetta er oft sagt við börn sem fara að gráta þegar þau meiða sig, – „þú meiddir þig ekki neitt“ – og þau verða alveg ringluð, finna til en er sagt að þau finni ekki til af aðila sem þau e.t.v. treysta mest í heiminum eins og pabba eða mömmu.  Það brenglar upplifun þeirra.

Ef mikið er gert að því að gera lítið úr tilfinningum og skoðunum, þá hættir fólk að þora að segja það sem þeim finnst. –

Ekki skammast okkar fyrir að hafa gaman af því sem okkur finnst gaman af! –  Þó einhver segi að eitthvað sé leiðinlegt eða halllærislegt, þarf ekki að vera að okkur þyki það.

Svo heppilega vill til að við höfum misjafnan smekk og skoðanir, og leyfum okkur að hafa hann. –

Eitt sem við þurfum sérlega að gæta að er að fólki sem líður illla segir oft leiðinlega hluti – jafnvel við aðra, og er þá að varpa sinni vanlíðan á náungann í raun. – Þá er þetta fólk að lýsa sinni upplifun og sínum smekk og jafnvel sinni vanlíðan og það hefur nákvæmlega ekkert með okkur að gera. –

Ef að fegurðin er í auga sjáandans hlýtur ljótleikinn að vera það líka.  Það er því mikilvægt að fara varlega í að taka hluti persónulega, dómharka kemur frá dómurum og mildir dómarar fella milda dóma og harðir dómarar fella harða dóma.  Það fer ekki eftir því hvort þú er harður eða mildur. –

Það sem þessi domari segir um þig er hans eigin rauveruleiki ekki þinn. – Svo ekki taka því persónulega.  Ekki láta hrós stíga þér til höfuðs og ekki láta gagnrýni hafa áhrif á hjartað. – 

10259322_841821655863408_3203537164884540641_n

Broskall og bensínmælir – dæmisaga

Kona nokkur lenti í því að verða bensínlaus.  Hún var nýkomin af jákvæðninámskeiði og hafði í framsætinu hjá sér nokkra límmiða, – m.a. broskalla.  Hún ákvað að taka þetta á jákvæðninni og prófaði að líma broskall yfir bensínmælinn. –

Undarlegt, eða ekki? – Bíllinn fór ekki í gang!

Þá fór hún að pæla í því af hverju hún hefði orðið bensínlaus, – og fór í huganum að leita að sökudólgum, – „helvítis kallinn var á bílnum síðast“ –   hún hugsaði nú vel og lengi til mannsins síns og hvernig hann hefði klikkað. –

Undarlegt, eða ekki? – Bíllinn fór ekki í gang!

Jæja, – kannski var þetta nú ekki bara „kallinn“ hún hefði nú átt að fylgjast betur með mælinum, hún var nú meiri sauðurinn – barði hún sjálfa sig niður. –

Undarlegt eða ekki? – Billinn fór ekki í gang.

Þá tók konan ákvörðun, – hún fór út úr bílnum, og gekk á næstu bensínstöð, þar keypti hún brúsa –  reyndar hitti hún þar vinkonu sína, sem ók henni til baka.  Hún hellti síðan bensíni á bílinn.

Undarlegt eða ekki? – Bíllinn fór í gang. –

Sama hvað við setjum marga broskalla yfir bensínmæla og látum eins og bíllinn sé ekki bensínlaus, það dugar ekki til, þó það geti hjálpað við úrlausn mála að muna eftir brosinu og kannski líma hann á mælaborðið.  Sama hvað við veltum okkur upp úr hver gerði hvað, hversu marga sökudólga við finnum – eða við ásökum okkur sjálf, þá dugar það ekki til að bíllinn keyri. –   Um leið og við sættumst við aðstæður, s.s. sjáum hverjar þær raunverulega eru, og hættum að velta okkur upp úr þeim, – þá fyrst – í sáttinni – getum við farið að finna lausnir og vinna í þeim. –

Þetta er mikilvæg dæmisaga t.d. fyrir samskipti hjóna, fólks á vinnustað  o.fl. – Ekki vera stöðugt að röfla, væla, ásaka o.s.frv. ef við ætlum ekkert að gera í því.  Það dregur okkur bara niður. Og að sjálfsögðu líka alla sem eru í kringum okkur. –

Ath! – Ég setti vinkonuna á bensínstöðinni viljandi þarna inní – því það er mín reynsla að um leið og við tökum frumkvæðið á að hjálpa okkur sjálf, – löðum við að meiri hjálp.   Eða eins og Louise Hay segir  „Þegar þú segir já við lífið segir lífið já við þig.“ –  Fyrsta skrefið er okkar skref. –

10983125_10153032684498908_6987238600039959036_n