Eftirfarandi grein er eftir Ann Smith, – en mér fannst þetta grein sem er nauðsynlegt að þýða. Ann vill helst hætta að nota merkimiðann: meðvirkni – en greinin hennar heitir á frummálinu: „What Codependency Is, and What It Isn´t“ … og svo kemur undirtitill; …“and why this expert will stop using the label. En hér er greinin í minni þýðingu:
Ann er þekkt sem sérfræðingur um meðvirkni, og hefur hún gefið út tvær bækur um efnið. Samt sem áður, hefur þessi ofnotkun á merkimiðanum truflað hana undanfarin ár og óvissan um hina réttu skilgreiningu. Margir viðskiptavina hennar tengja sig við skilgreininguna og telja það vera viðvarandi ástand. Öðrum finnst það móðgandi og niðurlægjandi. Hún segir að það sem hafi verið flokkað sem meðvirkni hingað til, sé í raun manneskjur að gera það sem er þeim eðlislægt – að elska.
Nýlega hafði samband við hana kona sem fékk að heyra það frá vini sínum að hún væri stjórnsöm og væri meðvirk með syni sínum og eiginmanni sem voru hvor um sig að fást við fíkn og andleg veikindi. Hún sagði sjálfa sig vera „hopelessly codependent“ – eða vonlausan meðvirkil, og sagði frá því að sonur hennar væri að neyta heróins þrátt fyrir að hafa lokið hinum ýmsu meðferðum. Hann hefði tekið of stóran skammt og verið nær dauða en lífi í tvö skipti. Hún hafði stöðugar áhyggjur, var svefnlaus og elti hann með Narcan ( sem var sprauta með lyfi notuð í neyðartilvikum við of stórum skammti af heróíni), í þeirri von að hindra að hann létist af of stórum skammti. Eiginmaður konunnar sem þjáðist af geðhvarfasýki, en gekk vel á sínum lyfjum, studdi ekki aðferð hennar við að hjálpa syninum, segjandi henni í sífellu að hún væri brjáluð. Sjálfsálit hennar var sífellt að minnka og hún var farin að efast um að hún væri að gera rétt. Hjónabandið var farið að líða fyrir þetta.
Konan var sek um tvo hluti: Að elska son sinn, og að vera dauðskelkuð um að missa hann. Þrátt fyrir að sumt af því sem hún var að gera væri árangurslaust, var það ekki vanvirkt eða óeðlilegt undir þessum kringumstæðum. Frá sjónarhóli tengslanna, þurfti ekki að setja meðvirkni- eða stjórnsemis merkimiða á hegðunarmynstrið sem hún lýsti, en bæði hugtökin gerðu það að verkum að hún upplifði skömm. Eðli tengsla foreldris og barns er sú að vernda og næra. Hugsunin um að sonur hennar myndi deyja af þessari fíkn gerði hana magnlausa. Í huga hennar var eina lausnin að bjarga honum. Jafnvel þótt að aðgerðir hennar væru gagnslausar, voru ótti hennar og kvíði eðlileg viðbrögð. Hana vantaði faglega aðstoð til að breyta hvernig hún hjálpaði honum, og stuðningskerfi til að leiðbeina henni og hvetja.
Ann hefur fundist það bera meiri árangur fyrir viðskiptavini eins og þessa konu að horfa á þetta mynstur í gegnum linsu óöruggra tengsla. Allir góðir foreldrar mun upplifa kvíða og óöryggi er barnið þeirra er í vanlíðan; það kallar fram „Mama Bear“ í öllum. Tengingin við barnið er „innmúruð“ í mannverur. Til að við komumst af, erum við víruð til að elska og vernda börnin okkar. Ef við erum í grunninn að öðru leyti örugg, munum við samt sem áður upplifa sterk viðbrögð þegar börnum okkar er ógnað. Svipuð viðbrögð koma upp þegar við missum mikvilæg sambönd. Það er eðlilegt, ekki meðvirkt. Sumir fullorðnir sem upplifðu óöryggi eða voru ótengdir foreldrum sínum sem börn geta átt í viðvarandi erfiðleikum með óöryggi í samböndum sínum. Þeir geta upplifað sig óæskilega og óörugga í samskiptum við aðra, óttast mögulega höfnun, eða vera hræddir við að missa einhvern sem þeir elska. Þegar þeir upplifa sig í sambandi við maka sem er fjarlægur eða óáreiðanlegur (af einhverri ástæðu) bregðast þeir við í ótta. Þeir getu orðið ofurviðkvæmir, verið uppteknir af vandamálum þeirra sem þeir elska, eða reiðir, einangraðir, afbrýðisamir, yfirgangssamir, eða fullir þráhyggju í því að breyta maka sinum eða barni. Á þessari vegferð byrja þeir að villast af leið og upplifa sig særða og eina. Frá því í kringum 1970 var þetta kallað meðvirkni.
Vegna þess að orðið meðvirkni er oft misskilið, eru margir fagaðilar farnir að leita nýrrar aðferðar til að útskýra þessi mynstur af týndri sjálfsmynd og við að stjórna tilfinningum – sem hefur ekki þennan stimpil eða skapar skömm. (feitletrun mín)
Ann segir meðvirkni ekki varanlegt ástand, og fólk með þessa greiningu eða merkimiða sé ekki allt eins. Þau sem áttu traust heimilislíf og örugg tengsl sem börn muni stýra betur í gegnum erfið sambönd heldur en þau sem hafa upplifað sig óörugg og óelskuð mest allt lífið. Sumir fullorðnir upplifa sig óörugga í öllum samböndum sínum. Sumir munu finna til óöryggis við og við þegar þeir eru með óáreiðanlegum elskhuga eða vini. Þegar við erum örugg, trúum við að við eigum skilið að komið sé fram við okkur af góðvild, samhug og tillitssemi. Þegar hlutirnir ganga ekki vel, verður sjálfsöruggt fólk ekki kvíðið, æst, reitt eða fær þráhyggju þegar það upplifir stund aðskilnaðar eða höfnunar; óöruggt fólk gerir það. Kvíði er eðlileg tilfinningaviðbrögð og það er mikilvægt að viðurkenna hann þegar hann kemur. Að vona það að okkar nánustu muni breyta tilfinningum sínum og vali til að hjálpa okkur að líða betur er óörugg nálgun.

Hvernig verðum við sjálfsörugg? Það tekur tíma að læra að ná stjórn á ósjálfráðum viðbrögðum okkar við gjörðum okkar nánustu. Þegar við upplifum meira öryggi, getum við róað okkur án þess að nota til þess efni að með áráttuhegðun. Þá getum við nálgst okkar nánustu af öryggi og tekið betri ákvarðanir. Í flestum tilvikum þurfa aðrir ekki að breytast til að við upplifum okkur öruggari. Að leita sér hjálpar getur gert ferlið auðveldara og hraðvirkara. Það sem þú þarft að vita:
- Það er eðlilegt og náttúrulegt — ekki meðvirkt — að sækja huggun til þeirra sem við elskum þegar við finnum til og að upplifa kvíða þegar við skiljum, eða erum yfirgefin, sama hver orsökin er. Hvort sem það er vegna fíknar, andlegra veikinda eða krónísks stress, breytir ótti hegðun okkar á þá leið sem honum er ætlað, að vernda og viðhalda sambandinu við þau sem við elskum.
- Þegar að persóna, eða fjölskyldumeðlimur er að eiga við viðvarandi vandamál – hverrar tegundar sem það er, eykst kvíðinn og þeir fara að þrauka lífið í stað þess að lifa því lifandi. Með tímanum þróa þeir með sér mynstur sem er tilraun til að minnka kvíðann og auka tengsl, en getur verið gagnslaust og gert ástandið verra.
Hér lýkur pistli Ann – en það sem mér þykir merkilegt við hann, er m.a. þessi notkun á hugtakinu meðvirkni, því vissulega erum við farin að nota meðvirkni sem einhvers konar skammarorð – „Þú ert svo meðvirk“ … og er það ekki bara mjög svo óuppbyggilegt – þar sem skömmin er talin af mörgum rót allra fíkna? … Vona svo að þetta opni augu einhverra, ég var alla veganna þokkalega ánægð með pistilinn, – niðurstaðan er að við þurfum að vinna í sjálfsörygginu, en það má að sjálfsögðu ekki skamma fólk fyrir að vera ekki öruggt, það virkar auðvitað bara niðurbrjótandi og gerir það enn óöruggara! – ÁST