Er einmanaleikinn verstur? …

Lissa Rankin er læknir og lífsknúnstner – sem hefur djúpt innsæi í samfélag manna. Eftirfarandi texti er þýðing á því sem hún skrifaði á Facebook síðu sína.

„Einmanaleiki er ekki einungis að gera fólk þunglynt, kvíðið og óhamingjusam. Hann veldur hjartasjúkdómum og krabbameini, og sem læknum sem er umhugað um heilsu samfélagsins okkar, verðum við að tala um þetta.  Þegar fólk spyr mig „Hver er áhættuþáttur #1  hvað sjúkdóma varðar.  Er svarið mitt „einmanaleiki“..
Samt sem áður, þegar ég segi þetta fyrir framan 3000 áheyrendur – verður dauðaþögn í salnum.  Fólk vill ekki heyra þetta.  Það vill að ég segi að það hugsi ekki nógu vel um mataræði, stundi ekki  hreyfingu, eigi að  hætta reykingum, stunda hugleiðsla eða jóga.  Það vill að ég segi að áhættuþátturinn sé eitthvað sem það hefur stjórn á,  en upplifir sig máttvana hvað varðar það að horfast í augu við einmanaleika.

Samt sem áður getum við lagað þetta heilsufarsvandamál.  Það byrjar á því að breyta frá því sem hún kallar „Communi-ME“  eða samfélagð um MIG, þar sem allt snýst um þig og hvað þú getur fengið frá samfélaginu yfir í samfélagið um OKKUR,  þar sem meðvitundin snýst um að þjóna þorpinu,  með þínar eigin þarfir jafnar, en ekki meiri en þarfir hinna í þorpinu.  Þegar við skiptum frá ÉG-meðvitund í VIÐ-meðvitund,  leggjum við leiðarsteina að því að kalla inn sálarflokkinn – sem er að bíða eftir hverju einasta af okkur.  Og líkaminn mun þakka þér.

Þegar við lítum á svæðin þar sem fólk verður elst í heiminum, – lifir til að verða yfir 100 ára,  þá býr það allt í nánum samfélögum.  Ef við viljum auka lífsgæðin og verða háöldruð, verðum við að þróa hið sama.  Ert þú tilbúin að vera hluti af samfélagi um OKKUR? .. “

(Hér endar pistill Lissu (í þýðingu minni) – en þetta er svo sannarlega eitthvað til að hugsa um og ég vil líka taka fram að fólk getur verið einmana í sambandi eða hópi ef það er ekki að tengjast við maka eða samfélag).

Loneliness?

Hver er tilgangur lífsins? …

Stórt er spurt enda lífið stórt.  Önnur spurning þessu nátengd: „Hver er ég?“ –

Þegar við ákveðum að keyra hringveginn i kringum landið er upphafsreitur „heima“ og áfangastaður „heima“ – er þá ekki tilgangslaust að fara af stað? –

Hver er tilgangurinn með þessari ferð ef við endum á sama stað? –

Því getur eflaust hver svarað fyrir sig, – en ég myndi keyra hringinn til að upplifa, til að skemmta mér, til að njóta, – og vissulega tæki ég áhættu eins og með því að keyra á þjóðveginum, þar eru alls konar slysagildrur. – En ég gerði það samt vegna þess að mig langaði í ferðalag, mæta öðru fólki o.fl. – kannski með einhverjum sem væri gaman að upplifa með, en það væri ekki aðalatriðið. –

Í þessu ferðalagi lærum við örlítið meira um landið, við bætum því í reynslubankann að hafa farið hringinn. – Það gæti verið öðru vísi reynsla í annað sinn, – aðrar upplifanir og annað fólk sem við mætum.  Svo má fara stærri hring, þess vegna hringinn i´kringum jörðina!

Í ferðalaginu og við reynsluna útvíkkum við sjóndeildarhringinn, við vöxum og þroskumst. Þegar fólk ferðast á sjó þá „sjóast“ það!

Nú komum við aftur að spurningunni „Hver er ég?“  Ég er sú eða sá sem geng til. Ég er „tilgangarinn“ –  og í raun erum við alltaf að ganga heim til okkar.  Upphafsreiturinn er heima og áfangastaðurinn er heima.  Við breytumst í raun ekki neitt, en við þroskumst og menntumst í gegnum lífsgönguna.  Mismikið þó, eftir „ævintýrunum“ sem við mætum.

Tilgangurinn og „tilgangarinn“  erum við sjálf.  Tilgangur lífsins er upplifun.  Við þurfum ekki alltaf að vera á ferðalagi – til að upplifa, – það er hægt að upplifa við lestur bóka, við hugleiðslu, við samskipti o.s.frv.  Við kyrrsetu líkamans en ferðalag hugans.  Það er hægt að upplifa í kyrrðinni.   Við leggjum af stað en við komum alltaf heim – í lokin.

Við (mannfólkið) erum leið heimsins til að þekkja sjálfan sig. – 

WIN_20160218_002923

 

Ég veit ekki betur en þú hvað er best fyrir þig…..

„Það vilja allir hafa vit fyrir manni“ ….  sagði mér ein yndis manneskjan sem ég var að rabba við hér á Sólheimum. –

Við vitum væntanlega að þetta er mjög algengt,  t.d. gagnvart fötluðum einstaklingum,  að við teljum okkur hafa meira vit á því hvað þeim er fyrir bestu en þau sjálf.

En er það rétt?  – Höfum við verið stödd í þeirra veröld eða á þeirra stað? …

Mig langar að útskýra þetta betur og hvernig við getum mætt náunga okkar,  ekki bara þeim sem eru greind með fötlun,  heldur öllum sem okkur finnst við knúin til að hjálpa og þar má t.d. telja upp börnin okkar.

Öll viljum við hafa vald á eigin lífi og fá að ráða sem mestu.  Þegar okkur líður þannig að við höfum valdið upplifum við okkur líka sjálfbjarga.

Það er talað um að hjálpa til sjálfsbjargar,  en ekki gera fyrir, þannig að einstaklingur upplifi sig bjargarlausan og því ekki með vald yfir eigin lífi.

Þegar þú hjálpar einhverjum – má aldrei felast í því neinn dómur á stöðu viðkomandi eins og hún er þá stundina. Þá ert þú um leið að setja þig á hærri stall en sá sem þú vilt hjálpa, – og hjálpin verður „gölluð“ – og kannski virkar hún bara öfugt.

Þegar ég er í mínum hlutverkum,  sem ráðgjafi, prestur, móðir eða bara sem manneskja,  þá get ég í engum tilfellum sett mig 100 %  í spor annarra, og hef heldur ekki leyfi til að dæma.
Jafnvel þó ég sé móðir sem hefur misst barn,  – þá er það aldrei alveg á sama hátt og á sama tíma og móðir eða faðir sem ég mæti sem hefur líka misst barn.   Ég skil tilfinninguna og sorgina,  en er aldrei stödd nákvæmlega á sama stað.  Hef ekki sama bakland, sömu forsendur o.s.frv. –  ég get því ekki þekkt stöðuna né „dæmt“ hana. Allir hafa rétt á sinni líðan og sínum tilfinningum.

Ég hef lifað margt og reynt margt, -ef örin mín væru sýnileg væru þau mörg, svona fyrir utan þessi líkamlegu, sem eru vissulega þarna líka.

Það gefur mér aukinn skilning á mannlegu eðli og aukinn þroska að hafa reynt margt erfitt.  En samt sem áður hef ég ekki rétt til að hafa vit fyrir öðrum.

Hvernig virkar þá það að ég gefi ráð?  Að ég sé ráðgjafi? –  Nú eða þú – sem móðir, faðir, vinur eða vinkona,  nú eða sálfræðingur eða læknir?

Þegar þú ert að hjálpa, ekki vera „beturvitringur“ – þannig að sá/sú sem þú talar við upplifi að þú sért að reyna að hafa vit fyrir honum/henni. –

Kannski er rétt að segja eitthvað á þessa leið:

„Ég veit ekki hvar þú ert, – vegna þess að ég hef ekki lifað þínu lífi. Mitt starf er ekki að leiða þig þangað sem ÉG held að þú eigir að vera. Það er fáránlegt að ég haldi að ég viti betur hvað er betra fyrir nokkurn . Mitt starf með þér er að biðja þig um að hjálpa mér að finna út úr því hvar þú vilt vera, og ég legg mig fram við að hjálpa þér að vera þar. –

Í stuttu máli: „Hvar vilt þú vera?“ –  „Ég skal hjálpa þér að komast þangað, ef það er nokkur möguleiki, og  ef þú vilt“ ..

Í þessu öllu er mikilvægast að muna að við erum ekki dómarar.  Að viðkomandi upplifi það að við virðum hann/hana,  eins og hún/hann er og í þeirri stöðu sem hann/hún er akkúrat þessa stundina.    Það er hluti af sáttinni,  og úr gróðurbeði sáttarinnar sprettur nýr vöxtur.

Réttu fram höndina, og spyrðu: „Hvert vilt ÞÚ fara?“ .. „Ég skal fylgja þér ….. ef þú vilt“ ..

images