Aldrei of seint til að breyta ..

Eftirfarandi er lausleg þýðing á grein úr „Positive Thoughts.“  .. Hægt er að sjá hlekkinn neðst.

Það að breyta er ákvörðun, ákvörðun um að skipta um fókus og sortéra það sem viðheldur okkur í betri farvegi eða siðum en við höfum áður stundað.  Farðu á nýjan slóða.  Þú ert sú eina/sá eini sem raunverulega veist hvað þú vilt út úr lífinu og þú ert á þínum rétta vegi fyrir þig.  Það á enginn annar þann veg.  Þú ert sú eina/sá eini sem getur látið drauma þína rætast og upplifað hamingjuna og gleðina við að ná því að uppfylla þessa drauma.

Ekki vænta þess af öðrum að bera ábyrgð á hamingju þinni og árangri.  Þú stjórnar því með því meðal annars að hætta að hindra för þína og leyfa hlutunum að gerast.   Að sjálfsögðu hlustum við á ráð annarra og misjöfn sjónvamið og hvað veldur þeim efasemdum,  því oft er gott að fá fram mismunandi sjónarhorn.  En gefðu sjálfri/sjálfum þér gildi með þín eigin viðmið og skoðanir.  

 

Þú verður að ná að hlusta á þig til að vita hvað þú vilt út úr lífinu, hvaða langanir þú trúir að séu nógu mikilvægar fyrir framtíðina.  Þú verður að læra að treysta á sjálfa/n þig og hæfileika þína.  Virtu aðra fyrir það sem þeir leggja til málanna, en haltu fókus á þínum eigin styrkleika og orku.  Lífið er of stutt til að eyða í áhyggjur yfir hvernig öðrum gengur eða til að vænta þess að einhver annar sé ábyrgur fyrir að bæta líf þitt.

Ef þú hefur drauma hefur þú tilgang.  Þú hefur eitthvað til að trúa á og að vinna að.  Verðu tíma þínum í þig.   Lofaðu þér lífi sem er fyllt elsku, þannig að sama hvaða vegi sem þú velur að fara, verða þeir vegirnir sem þú vilt að þeir verði.

 

Súkkulaðihugleiðsla! ….

Ég var að grínast á Facebook með „súkkulaðihugsleiðslu“  – en ákvað síðan að vita hvort að slíkt væri til – og viti menn, auðvitað fann ég slíkt, enda ekkert nýtt undir sólinni.  Ég er reyndar oft búin að tala um muninn á því að borða einn mola hægt eða marga hratt. – Það er líkingin mín á því hvernig við lifum lífinu.  Hvort er betra? –   Að borða lítið í einu finna lykt, bragð og njóta eða að gleypa í sig hratt og án umhugsunar?   Þetta, hvernig við borðum,  er auðvitað bara birtingarmynd á því að lifa með eða án meðvitundar.
En eftirfarandi súkkulaðihugleiðsu fann ég á netinu og þýddi.
Tími : 5-15 mínútur

Hvernig:

 1. Fyrir súkkulaðihugleiðslu þarftu, auðvitað,  bita af súkkulaði.  Mælt er með dökku súkkulaði með hárri prósentu af ekta súkkulaði.   Einn biti er nóg.
 2. Næst, andaðu nokkrum sinnum djúpt til að slaka á líkamanum.  Þú vilt byrja á súkkulaðihugleiðslunni eins slök/slakur eins og möguleiki er!
 3. Settu upp í þig molann og lokaðu augunum.  Láttu hann liggja á tungunni og bráðna í munninum.  Veittu athygli bragðinu, og finndu hvað þú ert að upplifa nákvæmlega núna!   Haltu áfram að anda djúpt og finna upplifunina í munninum.
 4. Þegar þú kyngir fókuseraðu hvernig það fer niður.  Taktu eftir tómum munninum.  Taktu síðan annan bita, finndu fyrir handleggnum þegar þú lyftir honum til að fá þér,  veittu athygli bitanum milli fingra þinna og svo í munninum.  Veittu aftur athygli upplifun stundarinnar þegar súkkulaðið er í munninum.
 5. Ef aðrar hugsanir koma í hugann á meðan þú ert í súkkulaðihugleiðslu, færðu hugann aftur að bragðinu og tilfinningunni við að borða súkkulaðið.  Hugmyndin er að dvelja við núið eins og möguleiki er á.
 6. Eigðu þessa tilfinningu.  Þegar þú ert búin/n, mundu eftir tilfinningunni við og við yfir daginn og upplifðu þig afslappaðri.  Þú getur valið að halda áfram hugleiðslunni eftir að súkkulaðið er búið eða komið til baka eftir að þú hefur kyngt og upplifað tilfinninguna við það.

ath:

 1. Þú þarft ekki að borða mikið súkkulaði í þessari æfingu.  Staðreyndin er að þú þarft ekki mikið til að njóta.
 2. Ef þér finnst súkkulaði vont (líklegt?) eða mátt ekki borða sykur getur þú reynt þetta með rúsínu – eða eitthvað annað sem hentar þér.
 3. Ef þú hugleiðir á hverjum degi, munt þú upplifa varanlegan árangur og jafnvel ná betri tökum á stressi.

Hvað þarftu:

 • Bita af dökku súkkulaði
 • Vilja til að borða með núvitund/gjörhygli
 

Hvað ef að hindrunin ert þú? …

Eða bara ég?

Ég veit ekki alveg prósentuhlutfallið, sumir segja að það séu 90% við sjálf sem hindrum það að við náum árangri! –  Við sem erum svooo upptekin af því að vera fórnarlömb aðstæðna að við áttum okkur engan veginn á því hvað við erum að gera okkkur sjálfum! 😦

Af hverju,  þegar við erum komin á gott skrið í ræktinni, andlegri-eða líkamlegri fellum við okkur sjálf eða gerum hreinlega hryðjuverkaárás?

1)  Við höldum að við megum ekki eða eigum ekki að láta ljós okkar skína

2)  Við förum að hlusta á niðurrifið í innri rödd „Hvað þykist ég vera?“   „Þú klikkar alltaf“ .. o.s.frv.

3)  Við förum að hlusta á niðurrifið í ytri röddum „Hvað þykist þú vera?“ og samþykkja að við séum einskis virði.

4) Við teljum okkur ekki eiga neitt gott skilið, – hvað með alla hina sem ekki eru að blómstra? ..

5) Aðrir eru „guðir“ skoðana okkar (það er svipað og í 3).

6) Við treystum ekki lífinu til að taka á móti og við leyfum það ekki heldur.  Þegar við erum að lyfta einhverju grettistaki, – en um leið og við förum að treysta og trúa þá tekur lífi við. 

7)  Við byggjum á gömlum mistökum og fullvissum okkur um að okkur muni mistakast einu sinni enn.

… o.fl.

Margt af þessu ofantöldu er algjörlega útrunnið  „Out of date“ og  í dag erum við NÝ,  við erum að lifa núna en ekki þá, með fullt af nýjum hlutum sem við höfum lært.   Skiptum út neikvæðni og dómhörku i eigin garð fyrir jákvæðni og uppbyggilegur tali o.s.frv. –  Samþykkjum ekki úrtöluraddir – hvorki eigin né annarra. – 

Þetta er mjög einfaldað hér að ofan,  en svona er þetta í raun. 

Trúa – sleppa – leyfa.   Hin heilaga þrenna til að fara að ná árangri.

Sam-skaparar

„Hin nýja kona og hinn nýi karl eru félagar í andlegum þroska.  Þau vilja fara í ferðalagið saman.  Ást þeirra og traust heldur þeim saman. Innsæi þeirra vísar þeim veginn.  Þau ráðfæra sig við hvort annað.  Þau eru vinir.  Þau hlæja mikið.  Þau eru jafningjar. 
Eftirfarandi er samband andlegra félaga:  samband milli jafningja þar sem tilgangur er andlegur þroski.“  –  Gary Zukav

„Co-creators er orð sem Esther Hicks notar mikið.  Eða samsköpun ef ég þýði það beint.  Öll erum við sköpuð til að skapa, hvert og eitt,  saman erum við samskaparar.  Reyndar segir Esther að allt sé nú þegar skapað,  en mikilvægi okkar sé að hindra það ekki að sköpunin nái fram að ganga.  Sköpunin liggur eflaust í þroskanum,  m.a. að þroska andann sem okkur er gefinn.

Það velkist eflaust enginn í vafa um mikilvægi jöfnuðar manna á milli og hvað þá í sambandi para eða hjóna.  Ójafnvægi í sambandi þar sem annar aðili er, eða telur sig meiri/minni hinum er ein af orsökum þess að samband verður ekki farsælt.  Jafnvægi og það að þroskast saman, deila með hinu er því virkilega mikilvægt.  Heiðarleiki, traust og virðing – og ekki síst sjálfsvirðing.

„Saman skuluð þið verða, þegar hvítir vængir dauðans leggjast yfir daga ykkar.

Já, saman skuluð þið verða jafnvel í þögulli minningu guðs.

En verið þó sjálfstæð í einingu ykkar, og látið vinda himinsins leika milli ykkar.

Elskið hvort annað, en látið ástina ekki verða að fjötrum.

Látið hana heldur verða síkvikan sæ milli ykkar sálarstranda.

Fyllið hvort annars bikar, en drekkið ekki af sömu skál.

Gefið hvort öðru brauð ykkar, en borðið ekki af sama hleifi.

Syngið og dansið saman og verið glöð, en leyfið hvort öðru að vera einu, eins og strengir fiðlunnar eru einir, þótt þeir leiki sama lag.

Gefið hvort öðru hjarta ykkar, en setjið það ekki í fangelsi.

Og standið saman, en ekki of nærri hvort öðru.

Því að það er bil á milli musterissúlnanna og eikin og kýprusviðurinn vaxa ekki hvort í annars skugga.“  Kahlil Gibran

 

 

 

 

 

Ef smellt er hér má lesa aðra grein á þessum nótum,  um að skapa saman.

„VÁ!“ …..

Kona stendur fyrir framan yfirfullan fataskáp og segir upphátt “Ég hef ekkert til að fara í” …

Þetta er ekki óalgengt, og ég þekki sjálfa mig ágætlega þarna, en vissulega hefur það minnkað með árunum, og mér finnst ég vera farin að eiga nóg.  Það kemur vonandi til vegna aukins þroska og sjálfsvinnu að mestu leyti, en vissulega líka vegna breyttrar afkomu, – og “fátt er svo með öllu illt að ei boði gott” .. – Ég segi oft að heimurinn þvingi okkur stundum til að átta okkur á hvað við eigum í raun mikið (sem ég sannarlega á) og horfast í augu við okkur sjálf, – þ.e.a.s. að taka burtu það sem truflar okkur frá okkur sjálfum,  eins og allt of mikið eða jafnvel ofgnótt af dóti og “drasli” – sem verður okkur oft bara byrði, – eins og dæmið um yfirfullu geymslurnar sem margir eru að vandræðast með.

Í sumum tilfellum er margt í skápnum sem ekki passar lengur og er þá yfirleitt orðið 1-2 númerum of lítið (eða meira?)   en á að passa ÞEGAR viðkomandi er búin að missa svo og svo mörg kíió aftur.

En það er svo sem ekki það sem ég ætlaði að fjalla um hér,  heldur þessa yfirlýsingu að eiga EKKERT þegar NÓG er til.

Hún er nefnilega kannski svolítið táknræn,  því þetta á við svo margt í okkar lífi.

Ísland er t.d. yfirfullt af dásamlegri náttúru – og t.d. ef við búum í Reykjavík, þarf ekki að fara lengra en í Elliðaárdalinn, Öskjuhlíðina eða Heiðmörk svo dæmi séu tekin, nú eða kannski bara út í garð? …

Skemmtileg voru viðbrögð tveggja ára sonardótturinnar, Evu Rósar,  þegar við ókum inn í Fossvogskirkjugarð sl. föstudag þar sem við vorum að fara að leiði pabba (langafa hennar)  og trjákórónurnar slúttu yfir,  hún leit út um bílrúðuna og upp og sagði “VÁ” .. með þvílíkri hrifningu.  – Reyndar myndaðist lítil örsaga í framhaldi af þessu,  því að við leiðið voru mættar þær Ísold og Rósa,  fimm ára systurdætur með mömmu sinni.   Um kvöldið þeystum við svo upp í Skorradal við Eva Rós, og þegar ég ók að bústaðnum sem er umkringdur háum öspum, voru viðbrögðin þau sömu hjá henni “vá” – en bætti svo við spurningunni “Ísold, Rósa?”  – en var þá búin að tengja þarna á mili háu trjánna og frænkna sinna. –  (en þessi saga er úrúrdúr,  en gaman frá að segja).

Og já, vá trén eru sums staðar tignarleg og grasið er víða grænt og þarf ekki að leita langt yfir skammt til að sjá það.

Eftir því lengra sem við horfum í burtu þess fjarlægari verðum við okkur og upplifum að við höfum EKKERT.

Við sjáum ekki fullan fataskáp heldur tóman.

Tíu, tuttugu, þrjátíu …. pör af skóm, en samt “vantar” okkur skó? ..

Bráðvantar kannski?

Hvað er það?

Ég hef áður skrifað um ytri og innri markmið, – í stuttu máli þýðir það að ef innri markmiðum eða lífsfylling er ekki fyrir hendi náum við aldrei sátt við ytri.  Þegar við höfum eignast eitt, verður það skammgóður vermir og við þurfum meira.

Fullnægjan fæst ekki, því innri friður og sátt er ekki fyrir hendi og við túlkum það og misskiljum að okkur vanti meira hið ytra, þurfum meira dót, komast lengra í burtu í ferðalag o.s.frv. –  Ef, þegar og þarna verðum við glöð,  í stað  NÚ.

Sumir reyna að fylla á tómu tilfinningarnar með materíalískum hlutum, aðrir með mat, áfengi, vinnu o.s.frv. –

Í stað þess að fara í gegnum tilfinningarnar,  láta þær koma og flæða yfir, – hugleiða um stund til að koma sér í jafnvægi er hlaupið af stað.  Burtu frá sjálfri/sjálfum sér. –

Ég bara “VERД að eignast þessa skó, þennan kjól o.s.frv. –  …

Einn af kostunum við að komast í jafnvægi er að ná sátt og út frá sáttinni komumst við síðan á þann stað að þurfa ekki að borða til að flýja eða deyfa,  þar af leiðir að við förum að passa í fötin sem voru orðin of þröng og BINGÓ .. fleira um að velja í fataskápnum. –

En kannski dugar það ekkert, – því að við höfum EKKERT til að fara í ef okkur líður þannig.  Stundum getur þetta ekkert verið að við vorum í kjólnum á árshátíðinni í fyrra og getum ekki verið í honum aftur, – hann verður því næstum einnota.

Prinsessan sem átti 365 kjóla er einmitt dæmisaga um þetta, prinsessan þurfti að fá nýjan kjól og hverjum degi, en eldabuskan var alltaf í sama kjólnum og glöð með sitt. –

Auðvitað höfum við gaman af fallegum fötum og fallegum hlutum, – það hef ég líka, en þegar upp er staðið er það auðvitað hvernig okkur líður að innan sem skiptir máli, hvort við geislum og gefum frá okkur.

Við getum svolítið breytt um viðhorf,  aðeins með því að prófa að opna fataskápinn og segja – “ég hef svo mikið til að fara í”  ..

Eða bara opna augun og átta okkur á fjársjóðnum hið innra – uppsprettunni sem er til staðar fyrir okkur og segja eins og litla tveggja ára EVA:

“VÁ!” …

Dagskrá „Sjáðu þig og tjáðu“ námskeiðs

“Sjáðu þig og tjáðu þig” – sjálfsræktarsólarhringur Indriðastaðir – Skorradalur 25. – 26. júní 2012

Drög að dagskrá, en hún miðast að einhverju leyti við veður, en spáin er glimrandi góð!

Mánudagur Kl. 14:00 Mæting við veitingasal, merkt með blöðrum! – leiðbeinendur og þátttakendur kynna sig og farið yfir dagskrá.

Kl. 14:30 Þátttakendur koma sér fyrir í húsum.

Kl. 15:00 Kaffitími

Kl. 15:30 Farið á bækistöð – hús inní skógi, 10 mín ganga (hægt að keyra) Skógarleiðangur – og tengt við tilfinningar og náttúru.

Kl. 17:30 Hópsamtal

Kl. 18:30 Siestahugleiðsla í náttúrunni

Kl. 20:00 Létt grill – lax að hætti hússins – kvöldverður á palli

Kl. 21:00 Leikur og hópefli – náttúrudísirnar

Kl. 22:00 Kvöldhressing – ávextir Ath! Þær sem vilja fá tarotlestur fá stuttan lestur 😉

Frjáls tími – hægt að skella sér í pottinn fyrir svefninn

Þriðjudagur Kl. 8:00

Morgunhugleiðsla og slökun úti við ef hægt er

Kl. 9:00 Morgunverður í veitingasal – eða úti á stétt

Kl. 10:00 Hóphandleiðsla – og afhending smákvers.

Kl. 11:30 Gengið frá húsum

Kl. 12:00 Brottför 😉

Þátttakendur þurfa að hafa með auk venjulegs viðbúnaðar: Fatnað miðað við aðstæður – stefnt á að stór hluti fari fram utandyra Sundföt og handklæði, sængur-og koddaver eða svefnpoka, en markmið námskeiðs er að vera “með meðvitund” þannig að ekki er mælt með að þátttakendur hafi vín um hönd, þó að sjálfsögðu sé það ekki bannað.

Þrír þátttakendur eru um hvert hús og þar er hefðbundin sumarhúsaaðstaða, heitur pottur við hvert hús, sturta, eldavél, kaffivél o.s.frv. en allur matur er í boði. –

Til að komast í Skorradalinn er best að aka þjóðveg 101, gegngum Hvalfjarðargöng, fram hjá Hafnarfelli, en beygt afleggjarann að Hvanneyri til hægri áður en komið er að Borgarfjarðarbrúnni. Skilti er síðan að Hreppslaug og síðan skilti sem á stendur “Indriðastaðir” – Ef þið villist á leiðinni hringið í síma 895-6119 eða vantar nánari upplýsingar. Hlökkum svakalega til að eiga fallegan sólarhring með ykkur, – verið endilega litríkar – ekki bara með svörtu dressin! 😉

Jóhanna og Ragnhildur

Sjá námskeið ef smellt er HÉR

Þakklæti ..

Í vafri mínu um netheima, m.a. til að dýpka skilning minn á lífinu og tilverunni, og til að sklja sjálfa mig betur og tilfinningarnar sem koma upp þegar ég „geng úr skaftinu“ eða missi viðveruna eins og ég kalla það, finn ég ýmislegt bitastætt efni.   

Í þetta skiptið var ástæðan vegna eigin vanmáttarkenndar, að finnast ég ekki metin og framlag mitt,  en fer eftir eigin kennslu og leita inn á við hvað það varðar en ekki út á við og kemst að þeirri niðurstöðu að það er ég sjálf sem vanmet mig. Ég er (hef ekki verið)  nógu þakklát fyrir sjálfa mig og það sem ég kann og get og síðast en ekki síst fyrir hvað ég ER.  (Ég veit að ég er að tala fyrir okkur flest ef ekki öll).  

Enn og aftur leyfi ég mér og vil  tala út frá mætti berskjöldunar, að játa ófullkomleika minn. –

Eftirfarandi  fann ég og langar að deila um appreciation – og ég set það hér fram sem þakklæti.

Byggt á vanþakklæti er m.a.:

 • Trúin á það að þú sért óverðug/ur ástar, umhyggju, árangurs eða farsældar í veraldlegum efnum.
 • Trúin á það að þú sért merkilegri en aðrir (vegna þess að þér finnst aðrir ómerkilegri)
 • Trúin á það að þú sért ómerkilegri en aðrir (vegna þess að þú vanmetur þig) 
 • Trúin á það að álíta þig verðuga/n EF þú tilheyrðir öðrum félagslegum hópi eða ættir meira af peningum eða veraldlegum eignum.

Byggt á þakklæti er m.a.:

 • Trúin á það að þú sért verðug/ur ástar, umhyggju og árangurs í veraldlegum efnum.
 • Trúin að allt fólk sé verðmætt
 • Trúin á að þú sért verðmæt/ur á tillits til stéttar, stöðu, kyns, kynþáttar o.s.frv.
 •  Trúin að þú getir lært eitthvað af öllum aðstæðum

Appreciation is the highest form of prayer, for it acknowledges the presence of good wherever you shine the light of your thankful thoughts.
Alan Cohen

We tend to forget that happiness doesn’t come as a result of getting something we don’t have, but rather of recognizing and appreciating what we do have. – Frederick Keonig

Bæn mín er um þakklæti – þakklæti fyrir alla englana sem eru í heiminum og koma til hjálpar um leið og þú biður um hjálp. –

Bæn mín er að þakka fyrir heilsu, náðargjafir og tilveru sem biður ekki um verk, aðeins trú á lífið. –

Ég þakka lífið og engla þess.

Sel ekki vatnið dýrara en ég keypti það ..

Eins og ég vitna í á „aðferðafræðisíðunni“ minni þá er það niðurstaða Abraham Hicks eftir áratuga hamingjuleit að þrennt stuðli að hamingju.

1.  Hugsaðu góðar hugsanir.

2.  Drekktu meira vatn.

3.  Andaða djúpt.

http://www.abraham-hicks.com

Það má auðvitað dýpka þessi þrjú atriði til muna og skrifa um þau, en ég rakst á þessa skemmtilegu mynd á facebook síðu sem heitir „Be A Part Of The Shift 2012“

En þarna er gefin „uppskrift“ af því hvernig best er að neyta vatns,  eða á hvaða tíma réttara sagt.

 • 2 glös af vatni þegar þú vaknar hjálpar við að vekja innri líffærin
 • 1 glas af vatni 30 mínútur fyrir mat hjálpar til við meltingu
 • 1 glas af vatni fyrir sturtu eða bað hjálpar til við að lækka blóðþrýsting
 • 1 glas af vatni fyrir háttinn minnkar líkur á heilablóðfalli eða hjartaáfalli

Eins og ég segi í titlinum – sel ég vatnið ekki dýrara en ég keypti það, – og ekki heldur þessi „fræði“ – en ég veit líka að þetta getur varla skaðað.  Eina sem ég veit jú, að stundum þarf að pissa um nótt ef of mikið af vatni er drukkið fyrir svefninn 😉

Vatnið er ein mikilvægasta auðlindin – við getum ekki lifað án vatns en við getum lifað án olíu.  Það er gott að búa á Íslandi með ferskt og rennandi vatn í krönum og frískt loft til að anda að sér. – 

Þakklæti er því orðið sem kemur í hugann og þakklæti er orðið sem kemur okkur áfram 2012 og öll ár hér eftir.  Mér skilst að það sé nýtt tungl og við höfum alltaf tækifæri að breyta og gera betur,  hvort sem það er að drekka meira vatn, anda dýpra og/eða hugsa fallegri hugsanir.

„To Be A part Of The Shift we have to shift our state of being“

Byggjum okkur upp, og treystum undirstöður okkar.

Á bjargi byggði hygginn maður hús,  þetta hús ert þú. –

Your life
does not get
better by chance

It gets better
by ……change

En ég verð að leyfa það …

Ég bað um breytingu, svo ég breytti hugsun minni.
Ég bað um leiðsögn, svo ég fór að treysta mér.
Ég bað um hamingju og gerði mér grein fyrir að ég er ekki sjálfið (egóið) mitt.
Ég bað um frið og lærði að samþykkja aðra skilyrðislaust.
Ég bað um farsæld og gerði mér grein fyrir að efi minn hélt henni frá mér.
Ég bað um auðæfi og gerði mér grein fyrir að þau eru heilsa mín
Ég bað um kraftaverk og gerði mér grein fyrir því að ÉG er kraftaverk.
Ég bað um sálufélaga og uppgötvaði að ég er sálufélaginn.
Ég bað um ást og uppgötvaði að hún bankar stöðugt á.
En ég verð að leyfa það.   – Jackson Kiddard  (þýðing JM)

„Forða oss frá illu“…

VIRTU ÞIG NÆGILEGA
TIL ÞESS
AÐ GANGA BURT
FRÁ ÞVÍ SEM EKKI
GAGNAST
ÞÉR LENGUR,
LÆTUR ÞIG VAXA
EÐA VEITIR ÞÉR HAMINGJU
.

Þegar við förum með „faðirvorið“ og segjum „forða oss frá illu“ – þá gætum við verið að biðja um hjálp til að forða okkur úr skaðlegum aðstæðum,  kannski þurfum við að gera meira af því að biðja um þá hjálp? –

Margir spyrja sig eftir á:

„Af hverju fór ég eða gerði ekkert fyrr“ –

„Hvað var eiginlega að mér?“

Það er ekkert að þér,  þú trúir bara að það sé eitthvað að þér því  það var bara búið að innprenta í þig að þú ættir e.t.v. ekki betra skilið, ættir skömmina, ættir að þrauka, halda friðinn o.s.frv.

Nú, ef það er búið að innprenta svoleiðis hugsun, þá þarftu hjálp við að „útprenta“ hana.

Það er sjálfsvirðingin sem ber skaða þegar að við förum að lifa lífi annarra, þóknast, geðjast eða hylma yfir á eigin kostnað. –

Fullorðnir einstaklingar eiga að bera ábyrgð á sjálfum sér. Ef einhver „lætur“ þér líða illa þarftu að skoða hvað ÞÚ getur gert í því og hvort þú átt að samþykkja það eða ekki.  Ef við getum ekki borið ábyrgðina þurfum við að spyrja okkur „af hverju ekki?“ – getur verið að við séum enn með viðbrögð barnsins, unglingsins og þá raddirnar sem innprentuðu í okkur að við ættum það vonda skilið sem yfir okkur gengi? –

Um leið og þú játar að þú eigir allt gott skilið, eða játar viljann til að eiga allt gott skilið hefur þú tekið fyrsta skrefið í að forða þér frá illu.

Vittu til,  það er alltaf einhver sem elskar þig.