Ekki drepa gleðina ….

Þegar við erum „high“ – eða hátt uppi, – þá getur það verið að aðrir séu „low“ eða bara í voðalega miklu óstuði. –  Þá getur þetta fólk sem er í stuði verið mjög óstuðandi fyrir þau serm eru það ekki. –

EN

Leyfum öðrum að vera í sínu stuði, alveg eins og við getum leyft einhverjum að vera í óstuði. –

Við getum líkt þessu við að við séum á palli – hamingjupalli, þar sem okkur líður bara vel.  Við eigum alveg að geta sagt upphátt hversu glöð við erum, kannski var það heilmikið klifur að komast á þennan hamingjupall! –   Ef öðrum líkar það illa, verða þeir að eiga það við sig, – en líklega eru þeir að hugsa „af hverju er ÉG ekki þarna?“ –

Ekki fara að skemma fyrir gleðinni hjá öðrum með því að draga þá niður – ef við erum skör neðar í hamingjutröppunum,   eða á lægra palli.  Það hjálpar okkur ekki upp, en skemmir bara fyrir hinum. –   Að sama skapi, ef við erum þarna „uppi“ – þá er mikilvægt að hlusta ekki á þá sem standa fyrir neðan og hrópa „komdu niður, þú átt ekki skilið að vera „happy“ ….   „það geta nú ekki allir verið happy, og þá mátt þú það ekki heldur“ ..

Kannski hefur þú upplifað að vera dregi/n niður,  nú eða sá sem dregur niður.  Við þurfum að vera vakandi fyrir hvoru tveggja.

Kannastu við þetta? –

Eigum við ekki bara að láta hvort annað í friði, og hvert og eitt að hafa það að markmiði að ná okkar palli, án þess að draga aðra niður.

Það ber hver og ein fullorðin manneskja ábyrgð á sinni hamingju, –  þannig að ef að einhver segir eitthvað og við drögumst niður, þá erum við ekki að taka ábyrgð, heldur að gefa þeim valdið sem dregur okkur niður. –

Taktu þitt vald, og taktu þína ábyrgð.

Allir sem elska þig skilyrðisaust vilja að þú sért hamingjusöm/samur. –

Annað er eigingirni.

„Þú mátt ekki vera glöð/glaður nema að ég sé það líka,  nú eða bróðir þinn eða systir o.s.frv.“ –

„Þú mátt ekki elska þig svona mikið,  þú átt að elska mig“ …

Hvers óskum við öll? – Að vera hamingjusöm?  Af hverju ekki að óska náunganum hamingju? –

Elska náungann eins og sjálfan sig, er það ekki aðalboðorðið?

Við getum aðeins séð um það fyrir okkur sjálf, við getum kennt það með það að gera það sjálf.  Við kennum það ekki með að segja öðrum að gera það en gera það ekki sjálf.

Fyrirmyndin er að elska náungann eins og sjálfan sig. –

Ég vil vera hamingjusöm, eiga innri frið og sátt.  Ég get breytt sjálfri mér og valið mér viðhorf.  En ég get ekki breytt fólki og valið þess viðhorf.

Ábyrgðin á mér er mín og ábyrgðin á þér er þín.

Vandamálið er fólkið sem okkur er nánast, í innsta hring er oft mjög nálægt okkur, erfitt að sjá mörkin hvar þau byrja og við endum, eða hvar við byrjum og þau enda. –

Það þýðir að það hefur tilfinningaleg áhrif á okkur.  Það nær til okkar, í gegnum tengslin.  Við erum tengd.

Þess vegna, eftir langar sambúðir eða hjónabönd,  eiga fyrrverandi makar oft greiða leið að tilfinningum – og drepa gleði,  vegna þess að ástin hefur snúist upp í andstæðu sína, ef hún þá var? –   Kannski var hún bara eigingirni. –  Ef við elskum, viljum við hamingju þess sem við elskum. –   Eckhart Tolle segir að það séu ekki tvær hliðar á ást.  Ástin sé hrein.   Þess vegna breytist ástin ekki í hatur.  Ekki raunveruleg og óeigingjörn ást.

Ef einhver getur ekki elskað okkur, er óþarfi að fara að hata viðkomandi, er það ekki?   Snérist sambandið bara um að við værum elskuð, eða snérist sambandið um að elska.

Það er gott að elska, þvi ef við getum elskað eigum við ást innra með okkur.  Ef við hötum, eigum við hatur innra með okkur.  Það er okkar vandamál.

Ljót orð koma frá ljótum munni. –  Hatur kemur frá hatursfullum líkama.  –

Gleði leiðir af sér gleði,  reiði leiðir af sér reiði,  ást leiðir af sér ást,  hamingja leiðir af sér hamingju. –

Það er gott að henda af sér klöfum reiðinnar, hatursins, og alls sem heldur okkur niðri, á óhamingjupallinum.   Já, það er í raun það sem heldur okkur niðri.  Ef við viljum komas upp, þýðir ekkert að öskra á einhvern annan að koma niður, eða beita samviskustjórnun til að fá hann/hana niður. –   Jú, kannski virkar það að einver færist niður, – gerir það okkur hamingjusöm,  er hefndin svona góð? –  Er gott að sjá aðra engjast um, eða vera óhamingjusama.   Hvað segir það um okkur? –  Elskum við þá náungann eins og okkur sjálf? –  Nei er auðvitað svarið.

Það getur vel verið að náunginn kunni ekki boðorðið um náungakærleikann,  en það er ekki okkar að stjórna því.  Við óskum að hann uppgötvi þetta boðorð og við óskum honum hamingju. –

Þegar við elskum meira og óttums eða hötum minna,  þá lyftir það okkur sjálfum upp.  Það er líka máttur fyrirgefningarinnar. –  Hún er gjöf okkar til okkar sjálfra. –

Við þurfum að vera sterk – mild en máttug. –

Að lokum,  leyfum gleðinni að vara – heiminum veitir ekki af gleði á vogarskálina, til að vega upp á móti sorgum heimsins.

Ekki drepa gleðina … hún lengi lifi!

Raunveruleikarnir 2014 ….

Ég las í texta frá henni Anitu Moorjani,  að hún talaði ekki um að skapa framtíð, heldur að skapa raunveruleikann. –

Mér finnst það áhugaverður punktur.

Hvað er raunverulegt? – „What is real?“ –

Raunveruleikinn getur í raun bara verið núna, –  því við stöndum í núinu.  Sjáum fortíðina út frá núinu og framtíðina ímyndum við okkur út frá núinu.  Því sem er núna og er raunverulegt. –  Við breytum ekki fortíðinni, eða sköpum hana, en við getum skapað núið,  með því að velja hvernig við hugsum til fortíðar.  Með söknuði? – Með gremju? – Með þakklæti fyrir það sem var? –   Hugsum við um það góða sem var eða stillum við fókusinn á það vonda og sára. –  Það verður raunveruleikinn okkar núna. –

Við finnum til núna.  Við fundum til gleði og við fundum til sorgar.

Ef ég vil gleði núna, skapa ég mér gleði.  Ég á hana,  helling af henni, innan í mér og ég fer og sæki hana í forðabúrið.  Ég hugsa um eitthvað fallegt, skemmtilegt, gleðilegt – hugsa inn í minn eigin „gleðibanka“ – því það er eini bankinn sem ég treysti.

Prófaðu með mér að láta þetta virka 🙂  🙂 🙂  sköpum góðan raunveruleika…

  • Hugsaðu um eitthvað sem þig langar, og láttu þér líða eins og það sé raunverulegt. Hugsaðu fallegan stað, jákvætt fólk, eitthvað sem þú ert að gera sem veitir þér gleði. Þetta er s.s. bænin um vellíðan og gleði.  Láttu eins og óskin/bænin hafi ræst, – og þakkaðu fyrir, fyrirfram þakkir.

 

 

  • Vænstu þess að alheimurinn geti skynjað þessa bæn, og vænstu þess að hann svari.  Allir verða glaðir þegar þeir upplifa þakklæti –  og vilja þá í flestum tilfellum gera meira fyrir þig, og hvers vegna skyldi alheimurinn ekki vilja gera það? –

 

 

  • Alheimurinn veit alltaf leiðina til að svara bænum þínum.  Þannig að ekki búa til aðferðafræði eða fara að stjórna hvernig það á að gerast.  Leyfðu alheiminum að færa þér það sem þú biður eða óskar.

 

Það fyrsta er lögmál aðdráttaraflsins,  þú skapar gleðina og laðar að meiri gleði, með þakklæti og fullvissu um að þú eigir skilið að vera hamingjusöm/samur.  –  Síðan er lögmál þess að leyfa, þú leyfir alheiminum að færa þér gjafir.  Og að lokum er lögmál þess að eiga skilið,  þú átt skilið gjafir heimsins. –

Ástæðan fyrir að þetta virkar ekki, er þegar við leyfum ekki og þegar okkur finnst við ekki eiga skilið. –

Nú getum við skapað raunveruleikann.

Gefum þessu tækifæri, – það er eins og að kveikja undir katlinum – og treysta því að hann sjóði fyrir afl rafmagnsins.   – Ef við slökkvum undir eða fjarlægjum ketilinn, vegna þess að við erum óþolinmóð þá gerist ekkert.

what-is-real4

Vertu endilega með í Raunveruleikunum 2014  ..   hvað sem er að gerast hið ytra, eigum við alltaf möguleika á að skapa okkar innri raunveruleika, – innri frið, hvernig væri að láta hann berast út? … Verða að ytri friði? –

Lifum innan frá og út, – þannig höfum við mest áhrif.  Ef við lifum utan frá og inn, þá erum við að láta aðra hafa áhrif á okkur.

Verum breytingin sem við viljum sjá í heiminum – sköpum raunveruleikann.

Heimsfriður byrjar heima …

Það er margt sem við höfum lært kolrangt …

Við höfum lært að fyrst þurfum við að ná ákveðnu markmið og ÞÁ verðum við hamingjusöm.

Við höfum lært að þegar að fólkið þarna úti fer að friðmælast og hætta stríði öðlumst við innri frið. –

Þess vegna reynum við að stilla til friðar, – en merkilegt nokk, oft alls ekki með góðum árangri, því í þessum friðarumleitunum erum við oftar en ekki erum við að fórna okka innri frið.

Hvar byrjar friðurinn?

Hann byrjar heima hjá okkur.

Þess sáttari og friðsælli sem við erum, þess friðsælli augum lítum við á heiminn og mætum honum. –  Við getum horft á stríðið, við getum tekið á móti storminum, – án þess að verða honum að bráð, án þess að sogast inn i hann.

Sumt fólk er orðið eins og persónugervingar stríðs.  Samskipti við það er eins og að eiga samskipti við terrorista.  Það vill bara stríð og læti. – Hefur engan áhuga á friði.  Þá er spurning hvort að við ætlum að taka þátt í þeirra stríði eða bara fókusera á okkar innri frið, og vera friðurinn? –

Þegar stormur geysar úti, er oft gott að geta leitað inn, heim í sitt eigið, í skjól og frið.

Við rísum yfir rokið, við rísum yfir rifrildi, við rísum yfir hatur og ofbeldi. –

Við tökum ekki þátt,  við förum heim – í okkar heimsfrið, heima hjá okkur!

Í okkar eigin ❤

10338714_775531505832742_5819340308747245710_n

Eru væntingar foreldranna að valda börnum kvíða? …

„Stolt af mínum, hann var að útskrifast með 9.9 úr gáfumannaskóla“
„Stolt af minni, hún var að fá gullmedalíu í getþaðalltíþróttinni“ ..

Það eru aðallega mæður sem pósta einhverju um börnin sín þegar þær eru stoltar af þeim, – pabbarnir eflaust sumir eitthvað, en ég sé meira svona a.m.k. á fésbókinni frá mömmum. Pressan kemur vissulega stundum frá pöbbunum, en ég ætla í þessum pistli aðallega að fjalla um samband mæðra og barna sinna og hvernig sjálfsmynd mæðra virðist oft standa eða falla með árangri barna þeirra. –

Fyrsti fyrirlestur um meðvirkni, er um innra sjálfmat og verðmæti. Þar er kennt um „self esteem“ og „other esteem“ eða sjálfsmat og annað mat – eða ytra mat.
Þegar við fjöllum um innra verðmæti, er útskýrt að hver og ein manneskja er verðmæt og ekki hægt að hengja merkimiða eða skilgreina hana út frá hvað hún gerir. Hún bara fæddist verðmæt og heldur verðmæti sínu svo lengi sem hún lifir. Þetta ytra eða „other“ er það sem við gerum, afköstum, stétt, staða, nú afrek barna o.s.frv. –

Fókusinn hefur yfirleitt verið á hið ytra, og það getur verið MJÖG skaðlegt.

Af hverju?

Tökum dæmi um tvær mæður sem hafa eignast eitt barn. Önnur á barn sem hefur náð miklum sýnilegum árangri og dúxar m.a. í menntaskólanum. Hin á barn sem hefur ekki náð miklum sýnilegum árangri, reyndar hefur strögglað við skólagöngu, og nær jafnvel ekki að útskrifast úr framhaldsskóla. –

Hvor móðirin er verðmætari?

Auðvitað er ekki hægt að vega verðmæti móður, eða nokkurrar manneskju á barnafjölda, eða gjörðum barnanna, ekki frekar en á því að móðir sem á fimm milljónir í banka, er ekki verðmætari manneskja en sú sem skuldar fimm milljónir. –

Er það allt móður að þakka, kenna, hvernig barninu gengur?

Við vitum ekki öll smáatriðin á bak við þessa tvo einstaklinga, uppeldisaðstæður eða umhverfi mæðranna, uppeldisaðstæður eða umhverfi barnanna.

Það er sjálfsagt að vera stolt af börnum sínum, en ekki byggja sína eigin sjálfsmynd á hvort að barnið stendur eða fellur í skóla, hvort það stendur eða fellur gagnart vímuefnum. –

Það er mjög mikilvægt að muna eftir óbreytanlegu verðmæti, sérstaklega þegar barninu gengur ekki vel í þessu ytra. Bæði óhagganlegu eigin verðmæti og barnsins.

Af hverju?
Jú, vegna þess að um leið og við byrjum að draga úr verðmæti okkar, skammast okkar fyrir okkur sjálf, eða börnin okkar, erum við að rífa okkur og hamingju okkar niður. – Dómharka er aldrei góð, og ekki heldur í eigin garð. Andstæða dómhörku er skilningur, skilningur á aðstæðum. Ef ekki tekst sem skildi, er sjálfsagt að skoða aðstæður og skilja aðstæður, alveg eins og þegar nemandi fellur á prófi í skóla. Þá er ekki að leggjast í skömm og sjálfsvorkunn, „ég er ómöguleg/ur“ „ég er heimsk/ur“ .. o.s.frv. eða það sem gerist líka stundum að foreldrarnir, öskra eitthvað álíka á barn sitt. Það á ekki að vera fyrsta hugsun barns (unglings) þegar það fellur í prófi „Ó hvað segir mamma, nú hef ég valdið henni vonbrigðum“ – …(hún getur ekki montað sig á facebook???) …
Væntingar foreldranna geta virkað öfugt, þ.e.a.s. væntingar foreldra sem vilja að börnin standi sig, til að sýna fram að þeir sjálfir hafi staðið sig. Það eru svo hrikalega rangar forsendur.

Það er gleði hvers og eins að ná prófi, fyrir SIG, fyrst og fremst. En ef okkur er kennt að gera allt eða mikið á forsendum annarra, þá erum við að gera það á kolröngum forsendum. Við erum þá alltaf að þóknast eða geðjast öðrum, en vitum e.t.v. ekki hvort við séum að gera það sem okkur langar.

Börn þurfa að fá að vita og skilja af hverju þau eru að læra, af hverju þau eru í skóla, af hverju þau þurfa að ná árangri, og það á að vera þeirra ánægja og yndisauki, vegna þeirra þroska. Ekki til að standast væntingar foreldra, því það er kvíðaaukandi.

Ef þú ert foreldri að lesa þetta, passaðu þig á því að þú gætir verið komin/n í einhvern sjálfsfordæmingagír, en þá ertu orðinn þinn eigin foreldri að dæma þig. Hvert og eitt okkar, kemur með ákveðna færni inn í foreldrahlutverkið, færni sem er yfirleitt lærð af okkar eigin foreldrum. Hvernig var okkar eigin mamma? Var hún dómhörð? Jákvæð? Neikvæð? Þurftum við að standa okkur til að fá viðurkenningu. Vorum við stolt eða skömm móður okkar? –
Það sem við getum gert, sem foreldrar, er að rifja upp verðmæti okkar, – og það sem við getum gert er að hætta sjálf að vega okkur og meta verðmætið eftir hinu ytra. Meta verðmæti okkar út frá starfi, hvernig maki okkar stendur sig eða lítur út, hvernig bíl við keyrum, skólagöngu o.s.frv. – Þegar við hættum því þá erum við farin að varpa því yfir til barnanna að við sjáum hvar verðmæti þeirra liggur. Að við tökum þeim eins og þau eru, fögnum árangri þeirra og þá helst árangri þeirra í því að vera hamingjusöm. Það skiptir í raun öllu máli.

Hamingjan við að ná prófi, er sönn hamingja, en hún er aðeins skyndihamingja – og varir ekki. Þegar víman rennur af, kemur „hvað næst“ …

Hamingjan er að lifa í sátt við sjálfan sig, hamingjan er vegurinn en ekki ákvörðunarstaðurinn.

Ef að við göngum með kvíða í langan tíma, kvíða jafnvel við að standast ekki væntingar – þá erum við ekki að ganga lífsgönguna á réttan hátt.

Það er því mikilvægt að hver fullorðin manneskja geri sér grein fyrir því að hún þarf ekki að sanna sig eða tilvist sína með prófum. Hún þarf ekki að sanna að hún sé elsku verð með dugnaði eða verkum. Hún er alltaf elsku verð og viðurkenningar verð. –

Við höfum vaknað upp, og þegar við erum vöknuð vitum við að það mikilvægasta í þessum heimi er að fá að ganga lífsgönguna á okkar eigin forsendum, – af því okkur langar, af því að við erum að gera það sem við og vegna eigin væntinga, en ekki væntinga umheims, ekki væntinga foreldra. –

Verum við sjálf, og leyfum börnunum að vera þau sjálf.

Það getur bjargað mannslífi.

Hvernig?

Jú, skömmin er ein versta tilfinning mannlegrar tilveru, hún er þannig að við skömmumst okkar fyrir hver við erum, og ef við skilgreinum okkur út frá því hvað við gerum, út frá „mistökum“ okkar, þá getur hún orðið það óbærileg að við erum ekki tilbúin að horfast í augu við heiminn. – Ef við erum í fjárhagslegum vanda, ef okkur verður á, á einn eða annan hátt, og það fyrsta sem kemur í hugann er dómur samfélagsins og allra sem okkur tengjast, að við höfum valdið ÖÐRUM vonbrigðum og getum ekki horfst í augu við samfélagið, hvað þá?

Við lærum svo lengi sem við lifum, – ef þú hefur lesið þetta, vona ég að þú skiljir mikilvægi þess að efla innra verðmæti, og skiljir mikilvægi þess að efla innra verðmæti barnanna.

Það þýðir að við segjum þeim hversu þakklát við erum fyrir þau, hversu þakklát við erum fyrir það sem þau eru, en ekki bara hvað þau gera. Segjum þeim að við elskum þau, núna, ekki bara þegar þau koma heim með einkunnirnar eða árangur í íþróttum, listum o.s.frv. –

„Sama hvað gerist og sama hvernig fer, ég mun alltaf elska þig, mistök eru til að læra af þeim, – þeir sem aldrei gera neitt, gera væntanlega ekki heldur mistök“ ..

Þessi pistill er orðinn lengri en ég ætlaði í upphafi, en þetta er (augjóslega) mitt hjartans mál.

Elskum skilyrðislaust, og verum viss um að þau sem eru í kringum okkur viti af því, og þurfi ekki að vinna fyrir viðurkenningu á sinni tilveru.
Elskum líka skilyrðislaust, eina mjög áríðandi manneskju í okkar lífi, – þessa sem er mest áríðandi að við elskum, – og það er að sjálfsögðu við sjálf.

Hamingjan er að lifa í sátt við sjálfa/n sig, hamingjan er vegurinn en ekki ákvörðunarstaðurinn.

Að elska sig er að taka ábyrgð á eigin lífi. Ekki láta mömmu þína bera ábyrgðina, hún gerir það svo sannarlega í fyrstu, en þegar þú ert farin að ganga má hún ekki halda aftur af þér, með því að treysta þér ekki fyrir sjálfum/sjálfri þér. Ábyrgð móður er algjör í fyrstu, meðan við erum í móðurkviði og síðan foreldranna beggja eftir fæðingu, og samfélagsins. Síðan minnkar þessi ábyrgð (eða á að gera það) í takt við okkar eigin þroska, og svo verðum við fullorðin, og þá erum við komin sjálf með þessa ábyrgð. Ef að mamma kann ekki að sleppa á réttum stöðum, missum við þroska, missum við gleði. Og ef að mamma ætlar að taka sér fulla ábyrgð á okkur, – og við verðum sjálfsmynd hennar, þá yfirfærist ábyrgð hennar á sjálfri sér á okkur, – og sú ábyrgð er of mikil fyrir nokkra manneskju að bera, að bera ábyrgð á lífi móður sinnar, – þ.e.a.s. hvort hún sé glöð, hamingjusöm, stolt eða skammist sín. –

Meðvirkni verður til þegar við reynum að fá frá öðrum það sem við höldum að við höfum ekki sjálf.

Verðmæti okkar verður aldrei metið eftir börnum, eða afrekum þeirra. Því hvað með þá konu sem á ekkert barn? –
Samgleðjumst börnunum þegar þau ná árangri – það er þeirra sigur fyrst og fremst. En munum að þau eru einstaklingar, sem eiga ekki að sjá mömmu, pabba eða aðra í speglinum þegar þeir skoða sýna sjálfsmynd. Þau eiga að sjá SIG. Týnd sjálfsmynd, er eitt af birtingarformum meðvirkninnar, – og hún týnist þegar við erum sífellt að lifa eftir röddum annarra, eftir vonum og væntingum þeirra, en ekki okkar eigin.

Hvatning, stuðningur og aðstoð við börn á að miðast að því að við séum að kenna þeim að vera sjálfbarga og sjálfvirk, – kenna þeim að bera ábyrgð á sjálfum sér fyrst og fremst. – Börn eiga ekki að bera ábyrgð á foreldrum sínum eða hamingju foreldra sinna, það er fyrst þegar foreldrar eldast eða veikjast þegar við getum farið að segja það sanngjarnt að börn fari að sinna því hlutverki gagnvart þeim sem foreldrarnir gerðu á sínum tíma fyrir börn sín. – Að annast þau, þar sem þau geta ekki sjálf.

Það verða að vera skýr mörk á milli sjálfsmynda okkar og foreldra, milli sjálfsmyndar okkar og barna og milli sjálfsmyndar okkar og maka.

Við erum ekki börnin okkar ..
Við erum ekki foreldrar okkar ..
Við erum ekki makar okkar ..
Við erum ekki samfélagið ..
Ég er ég og þú ert þú, hvert og eitt – einstakar perlur, og þó við séum í sömu perlufestinni erum við alltaf sýnileg hvert og eitt.
Börnin eru líka einstakar perlur, en ekki framlenging af foreldrum sínum.
Samþykkjum börnin hér og nú, ekki þegar og ekki ef, því þá kennum við þeim að samþykki fyrir tilveru þeirra sé skilyrt af ytri aðstæðum. Hvort þau nái ákveðnum árangri eða ekki.

Konur, sérstaklega, eru oft háðar samþykki mæðra sinna, – eru þær nógu duglegar? – Nógu flottar? – Nógu mjóar? … og þegar mamman er komin í kör, eru þær komnar með mömmu inn í heilann. „Allt fyrir mömmu“ – „Allt að þakka/kenna mömmu“ .. vegna þess að fyrst sleppti mamma ekki, en síðan sleppa þær ekki mömmu. –

doreen

Virtu þig, veittu þér athygli, hlustaðu!!!..

Inni í hverri manneskju er hennar eigin uppspretta, innsæi, hennar innra barn. Þetta barn veit alltaf hvað er best fyrir okkur, og þetta barn hefur rödd.

Þetta er röddin sem við fæðumst með. Svo byrjum við að heyra aðrar raddir, rödd pabba, rödd mömmu, rödd félaga, vina, vinkvenna, systkina, yfirmanna…eða bara allar þessar ytri raddir samfélagsins.  Þær sem eru í innsta hring, og hafa verið með okkur lengst eru yfirleitt háværastar.

Stundum heyrum við ekki í okkar rödd, og stundum teljum við okkur trú um að hún hafi minnst vægi við okkar ákvarðanir. Hinar raddirnar eru merkilegri, en þessi sem kemur innan frá. Oft er eins og við greinum þessa innri rödd, þessa sem kemur frá hreinni uppsprettu, sem vill okkur það besta fyrir okkur. Það er röddin sem segir að við eigum skilið að láta drauma okkar rætast, röddin sem segir að við megum skína og taka pláss í þessu lífi. Röddin sem segir „Ég elska þig“ og hún meinar það.

En af einhverjum ástæðum, kannski af því að við höfum fengið þau skilaboð, þá tökum við ekki alltaf mark á þessari rödd, hlustum ekki á hana og svörum ekki þegar hún segist elska okkur.

Þegar við sem börn, dettum og meiðum okkur, og einhver fullorðinn segir „þú meiddir þig ekkert“ … hverjum eigum við að trúa? …Eða þegar við erum að gráta þegar við erum leið, og biðjum um faðmlag og einhver sýni okkur skilning, en sagt er við okkur „hérna, fáðu kökubita“ … þá verðum við ringluð. Við vorum ekki svöng í köku, heldur skilning.

Barn sem lendir í misnotkun veit í hjarta sér að það er rangt, en sá/sú sem misbýður eða misnotar lýgur einhverju, að einhver verði e.t.v.særður, eða jafnvel,deyi ef það segi frá. Barnið vill ekki skapa vesen, vandamál, það segir ekki frá. Ef sá sem misnotar er náinn vill það ekki koma honum í vandræði og tekur í raun á sig skömm og sök. Stundum treystir Það ekki eigin innsæi, því einhver var búinn að segja að það finndi ekki til þegar það fann til.

Svo verðum við ungmenni, og röddin segir; „Gerðu það sem gerir þig hamingjusama/n“ … kannski er það að fara í bóknám, kannski í verknám, kannski í list, íþróttir, eða að vinna. En ef þú heyrir ekki í þínu vali vegna þess að óskir foreldranna eru háværari, þá gæti verið að þarna verði misbrestur á, þú velur kannski nám eða starfsframa á forsendum annarra en sjálfs þín.

Þú kynnist maka þínum, hann stjórnast í þér eða talar niður til þín, þú leyfir það, því þú skynjar ekki verðmæti þitt. þú hlustar ekki á röddina sem segir; þú átt betra skilið, „farðu“ því þú þráir svo mikið að vera elskaður/elskuð og í sambandi, en þú fattar ekki að þú ert að reyna að fá frá þessum maka það sem þú átt innra með þér. Það er búið að telja þér trú að þú hafir það ekki,  en þarft bara að hlusta og þá heyrir þú í og skynjar ástina.

Við hættum að hlusta eða treysta okkar eigin rödd, við týnum henni því það er búið að hringla svo mikið í henni.

Þegar við svo verðum fullorðin og finnum sársauka, afneitum við honum, bælum hann, flýjum hann .. við hlustum ekki.

Þegar við sýnum sjálfum okkur tómlæti, heyrum ekki barnið kalla; „hlustaðu!“ þá erum við að hafna tilfinningum okkar, óvirða barnið hið innra og það upplifir höfnun.   þar sem við og þetta innra barn erum eitt, upplifum við að við séum að hafna sjálfum okkur, okkar vilja og okkar löngunum.  Við skiptum ekki máli,  við upplifum gjaldfellingu á innra verðmæti þegar á það er ekki hlustað. Þegar við áttum okkur á að við vorum ekki að virða okkur, við vorum að hylma yfir frmkomu makans jafnvel, upplifum við skömm.  Við skömmumst okkar fyrir að hafa ekki hlustað, að hafa ekki virt okkur meira.

Hvað átt þú skilið? Hvað á þitt innra barn skilið? Að þú hlustir á allar hinar raddirnar eða þína eigin?  Er ekki dásamlegt að geta fylgt hjarta sínu, draumum sínum, eigin sannfæringu og vilja? ..

Þegar okkur er misboðið, þegar við erum óvirt og við hlustum ekki á mótmæli barnsins, sem reynir að láta okkur vita, göngum við gegn okkur sjálfum.

Höfum hugrekki til að hlusta, og fylgja þessu innra ljósi, því það mun lýsa okkur á réttan farveg.  Það er e.t.v. stærsta hlutverk lífs hverrar manneskju að vernda þetta barn, elska það og virða og taka þannig ábyrgð á heilsu þess og hamingju.

Verum okkur góð, við eigum það skilið.

 

12 einkenni andlegrar vakningar

JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

12 einkenni andlegrar vakningar

1. Aukin tilhneyging til þess að leyfa hlutunum að gerast í stað þess að láta þá gerast. –

Þarna er stóra orðið „að leyfa“ – því merkilegt nokk, þá erum það VIÐ sem erum að hindra. –  Við erum oft að taka fram fyrir hendurnar á æðra mætti/almætti/guði – eða jafnvel bara veröldinni. –  Þarna þurfum við að láta af stjórnseminni,  þörfinni fyrir að vita „hvað næst“ – eða sjá fyrir horn.  Lifa í trausti þess að það sem verður, verður og hætta að stoppa það, – „stop having faith in fear“ – eins og einhver orðaði það. –

Bítlarnir sungu:   „Let it be“ ..

2. Aukin „brosköst.“

Þegar okkur fer að líða betur,  þá brestum við jafnvel í söng eða hlátur af minnsta (engu?) tilefni. –  Gleðin kemur innan frá,  gleðina þarf ekki að sækja út á við,  svo af hverju ekki að brosa?

View original post 1.323 fleiri orð

Að eignast maka .. upp úr miðjum aldri.

JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,

Þegar við erum ung og verðum kærustupar þá er lífið þokkalega einfalt.  Það er bara þú og hann,  eða þú og hún,  svona eiginlega bara svoleiðis.

Svo gerist það svo oft,  því miður alllt of oft, að þetta par með einfalda lífið fer að flækja það því það kann ekki alveg að vinna saman eða lifa saman og endar sambandið þá oftar en ekki með skilnaði,  ef þau þá ekki hanga á óánægjunni einni saman  – nú eða af gömlum vana.

Annað hvort ætti fólk að leita sér hjálpar hvað sambandið varðar og finna sátt í sambandinu eða slíta því.  Svona hvorki né, er varla neitt til að hrópa húrra fyrir.

En hvert vorum við komin, jú, þegar flæða svona fyrrverandi út á „sambandsmarkaðinn“  þá eru þessir fyrrverandi oftar en ekki komin með börn – og fyrrverandi eiga fyrrverandi í misgóðu andlegu jafnvægi eða stuði til að láta fyrrverandi í…

View original post 545 fleiri orð