Lágkolvetna mataræði og tilfinningar – námskeið /samfylgd

Sæl verið þið, – ein af mínum mest lesnu greinum er um Ketó mataræði og hvað má borða. Ég fór sjálf á Ketó mataræði 2018 – 2019 og náði góðri heilsu og léttist umtalsvert (um 18 kg og losnaði við lyf) . –
Ég er þannig „týpa“ að ég nenni ekki að vera með einhverja ketó -mæla o.s.frv. – bara nota skynsemina – og kærleikann (útskýri það betur með hópnum).

Ég hef ákveðið að byrja aftur á þessu mataræði og þar sem ég hef gengið „´Lágkolvetnaveginn“ áður – ætla ég að bjóða fleirum að slást í hópinn. Þú borgar mánaðargjald kr. 10.000.-. sem greiðist við skráningu og þar verða 5 fundir í boði (mætir á eins marga og þú kemst)- þar sem við hjálpumst að – ræðum um tilfinningaþáttinn við að gera breytingu á lífi okkar og að sjálfsögðu verður leiðsögn. Stefnan er að þetta verði alltaf á miðvikudögum, en þarf að gera smá hliðrun í október. Einnig verður grúppa á Facebook. Ketóvegurinn haust 2022 þar sem ég mun bæta fólki inn í eftir að það hefur greitt.
Skráning er á johanna.magnusdottir@gmail.com og þá sendi ég greiðsluleiðbeiningar og hlekk á hópinn.

Lágmarksþáttaka er 8 manns og hámark 14 manns í einu á hverjum fundi – þetta verður haldið á Fiskislóð 24, 2. hæð – Heilunarloftinu – og leiðbeinandi og „peppari“ er ykkar einlæg; Jóhanna Magnúsdóttir.

MARKMIÐ : Betri heilsa – andleg og líkamleg og ekki síst meiri SJÁLFSÁST og UMHYGGJA

miðvikudag 5. október kl. 17:30 – 19:00 FYRSTI FUNDUR

laugardag 8. október kl. 10:30 – 12:00

fimmtudag 13. október kl. 17:30 – 19:00

miðvikudag 19. október kl. 17:30 – 19:00

miðvikudag 26. október kl. 17:30 – 19:00

miðvikudag 2. nóv 17:30 – 19:00

miðvikudag 9. nóvember kl. 17:30-19:00

og síðan á miðvikudögum fram að áramótum kl. 17:30 – 19:00

p.s.
Tek fram að ég er ekki næringafræðingur – svo það kemur hver og ein/n í hópinn með ábyrgð á eigin heilsu. Set hér inn fyrir og eftir mynd – önnur er tekin 2017 og hin 2019

Hvers vegna líður svona mörgum eins og þau séu ein í þessum heimi ….

Bréne Brown – félagsráðgjafi og sögukona (storyteller) m.meiru, segir að við séum „wired for love and belonging“ – eða víruð fyrir elsku (að vera elskuð og elska) og að tilheyra. – Ef við upplifum að við tilheyrum ekki, eða upplifum ekki að við séum elskuð – eða höfum tækifæri til að elska, líður okkur illa og verðum jafnvel þunglynd. –

Margir telja einmanaleika einn versta faraldur vestrænnar menningar.

En hvernig lýsir þessi einmanaleiki sér? –

Hann getur verið þannig að við hreinlega búum ein og umgöngumst ekki annað fólk – og séum jafnvel félagsfælin.

En birtingarmynd einmanaleika getur lika verið sú að okkur finnst að við séum öðruvísi en annað fólk og engin/n geti mögulega skilið okkur eða sett sig í okkar spor. –

Margir upplifir ákveðna „alien“ tilfinningu. Fólki finnst eins og það tilheyri ekki hér á jörðinni. Passi ekki í „kerfið“ – langi ekki að taka þátt í kerfinu eða samfélaginu eins og það er byggt upp. –

Það er svo margt sem er í raun óþarfi. Eins og t.d. að sumt fólk eigi svo stór hús að þau bara „hringli“ inni í þeim á meðan aðrir eru heimilislausir – ekki satt?
Sá sem er heimilislaus getur verið einmana – en það er ekki samasemmerki á milli þess og einmanaleikans. Hann getur átt góða vini í sömu stöðu – sem hann hittir og ræðir við, á meðan sá sem er einn í stóra húsinu er tengslalaus. Það var þetta með mikilvægi þess að tilheyra og tengjast öðru fólki.

Í flestum námskeiðum þar sem ég er með hópavinnu, t.d. eins og námskeið fyrir fólk eftir skilnað – þar sem fólk upplifir einmitt oft einmanaleika, þá kemur að því að einhver í námskeiðinu segir: „Ég er svo fegin/n að ég er ekki ein/n“ – Þá er það þessi tilfinningalegi léttleiki að finna fólk sem skilur hvað þú ert að upplifa og ganga í gegnum. Við leitum að okkar „klani“ – sem skilur okkur. –

Einu sinni kom til mín ung kona sem upplifði sig sem „alien“ eða geimveru í þessum heimi. Þetta hafði ég heyrt annað fólk tala um líka, – og kannski þyrfti allt þetta fólk sem líður eins og það sé geimverur á jörðinni eða tilheyri ekki að finna þau sem þau tilheyra?….

Ég er hugsi yfir hvert stefnir. – Þegar ég var að alast upp voru mun meiri fjölskyldutengsl. Við heimsóttum móðurömmu á laugardögum og föðurömmu-og afa á sunnudögum. Jafnvel þegar ég var flutt að heima og byrjuð að búa – fórum við í sunnudagslæri til foreldra okkar nær hvern sunnudag. – Er ekki orðið minna um þetta? – Er fjölskyldan að sundrast – hver á bak við sinn skjá? Er það ný tegund tengingar að tilheyra hópi á netinu? Dugar það. Hvað með orkuna – nærveruna?

Hvað með þig – upplifir þú þig einhvern tímann einmana? Jafnvel þó þú sért í parasambandi/hjónabandi – eigir vinkonur eða hvað sem það er. Ef við skiljum ekki hvert annað þá eigum við það til að upplifa einmanaleika.

Ég ætla að bjóða upp á áframhaldandi spjall um þetta – „geimverur“ velkomnar 🙂 og hvort sem við upplifum okkur einmana eða ekki, að leyfa okkur að skilja nútímann – og eiga stund saman í skilningi og nærveru.

Ef þú hefur þörf fyrir að ræða þín mál, hvort sem þú ert að pæla í sjálfum þér/sjálfri þér eða öðrum – býð ég upp á viðtalsþjónustu – á Fiskislóð 24, 2. hæð Jóhanna Magnúsdóttir
Heilun og ráðgjöf (Sjá nánar á Facebook)
s. 8956119 eða sendu tölvupóst á johanna.magnusdottir@gmail.com
Tek alltaf vel á móti þér

(Viðtalið kostar kr. 9000.- og fyrsta viðtal er ca. 90 mín en síðan 60 mín).

Æðruleysið í storminum – hugleiðslunámskeið

Hugleiðslunámskeið út frá hugtökum Æðruleysisbænarinnar.

Hægt er að velja um tvær dagsetningar:
Þriðjudag 4. október EÐA fimmtudag 13. október
(Vinsamlega látið vita hvorn daginn þið veljið þegar þið bókið)
bókun hjá johanna.magnusdottir@gmail.com

Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, kennari og guðfræðingur.

Námskeiðið er haldið á Heilunarloftinu Fiskislóð 24, 2. hæð kl. 20:00 – 22:00
Verð kr. 3000.-

Hvernig geturm við nýtt okkur Æðruleysisbænina í daglegu lífi – Hvað er æðruleysi og hvað þýðir það að óska þess? Hvernig hjálpar æðruleysið okkur út úr þráhyggju eða

Æðruleysi – Sátt – Kjarkur – Viska„Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
Kjark til að breyta því sem ég get breytt,
Og vit til að greina þar á milli.

Bókun: johanna.magnusdottir@gmail.com